Menn verða að hugsa pínulítið út fyrir Evrópukassann
9.9.2012 | 11:46
Það er vægast sagt undarlegt að á sama tíma og talsmenn ríkisstjórnarinnar hæla sér af því að þykja vænt um náttúruna, þá skuli framkvæmdir þessa sama fólks ganga þvert á yfirlýst markmið. Nýjasta dæmið er innleiðing á evrópsku regluverki sem lýtur að ljósaperum.
Frá og með 1. september er bannað að flytja inn gömlu góðu glóperuna sem nú er komin á bannlista í Evrópusambandsríkjunum sem stórhættulegt fyrirbæri. Í staðinn skal nota svokallaðar sparperur sem eru þó sérlega umhverfismengandi. Hugmyndafræðin að baki enn einni bannreglugerð ESB er kannski skiljanleg ef miðað er við aðstæður í löndum sem þurfa að búa við reykspúandi orkuver til að fá nauðsynlega raforku. Ört hækkandi verð á jarðefnaeldsneyti og varnir gegn loftmengun veittu þessum hugmyndum brautargengi. Með banni á notkun glóperu ætla ESB-ríkin að draga verulega úr raforkunotkun. Allt er þetta skiljanlegt svo langt sem það nær. Þegar kemur að því að evrópska reglugerðin er rekin framan í íslenska pólitíkusa og embættismenn, virðist hamagangurinn við að innleiða allt mögulegt og ómögulegt regluverk draumaríkjasamsteypu.
ESB hafa gert mönnum alls ómögulegt að draga andann og hugsa pínulítið út fyrir Evrópukassann. Mátti t.d. ekki spyrja sig, hvers vegna væri þörf á að banna glóperur á Íslandi, þar sem næg orka er fyrir hendi. Auk þess sem orkan er framleidd með sjálfbærum hætti í afar vistvænum orkuverum. Nei, blind þjónkun við inngöngutilraunina í Evrópusambandið virðist í þessu sem mörgu öðru, algjörlega koma í veg fyrir að það megi skoða hvort nauðsynlegt sé að innleiða hugsunarlaust allan þremilinn sem þaðan kemur.
Þegar svo skoðað er hvað á að koma í staðinn fyrir glóperurnar, þá lítur málið afar sérkennilega út. Almenningur er nú skikkaður til að kaupa perur sem eru um tífalt dýrari en gömlu góðu glóperurnar. Svo er fullyrt að sparperurnar endist gríðarlega lengi, en það er bara alls ekki einhlítt. Þá kemur að því að farga ónýtum sparperum sem eru uppfullar af kvikasilfri!
Hvaða lögregluyfirvald sjálfskipaðra umhverfisverndarsinna ríkisstjórnarinnar á að fylgjast með að sparperur í tugþúsundavís skili sér allar í eiturefnaeyðingu? /HKr
Pistill dagsins er tekinn orðréttur og óstyttur úr leiðara Bændablaðins
Athugasemdir
Hættið þessu bulli. þetta er svo mikið bull að fer eiginlega framúr því þegar Sunnlenskir bændur riðu tl reykjavíkur í brakandi þurrki 1907 - til að mótmæla símanum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.9.2012 kl. 12:14
Ramó, besta leiðin til að hætta að gera sjálfan þig að fífli er að hætta að tala.
Þú, meira en nokkurt annað ESBfífl, þarft að kíkja í greindarvísitölupróf. Vitleysan sem kemur stundum út úr þér er alveg með ólíkindum. Sjáðu það bara sjálfur svart á hvítu að þú átt ekkert erindi í rökræður vitiborins fólks.
palli (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 12:29
Ísland er hluti af innri markaði ESB í gengum EES samninginn (þetta vita forstöðumenn Bændasamtaka Íslands augljóslega ekki). Þetta eru einnig sömu Bændasamtök Íslands sem kvarta núna stórum yfir tollatakmörkunum Evrópusambandsins sem útflutningur þeirra þurfa á lambakjöti og skyri þurfa að sæta þessa dagana. Eins og gefur að skilja. þá hefur ekki tekist að semja um aukna tolla við Evrópusambandið. Enda er Evrópusambandið ekki skuldbundið að auka tollfrjálsan innflutning inn á sinn markað fyrir utan WTO samninga, EES samninga.
Enda hafa Bændasamtök Íslands brugðið á það ráð að flytja frekst lambakjöt beint til Bandaríkjanna. Auk smá útflutnings af skyri og öðrum mjólkurvörum. Þar eru hinsvegar tollar í gildi og varan rándýr útí búð (enda er Íslands ekki hluti af ESB-BNA tollasamningum er varða þessar vörur).
Bændsasamtök Íslands eru besta dæmið sem ég veit um þar sem kerfisbundið er unnið gegn hagsmunum íslenskra bænda og almennings á Íslandi. Síðan þykjast Bændasamtök Íslands hafa efni á því að vera móti aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Jón Frímann Jónsson, 9.9.2012 kl. 13:57
Tek það fram að sjálfur nota ég sparperur mjög víða í húsakynnum okkar, þar sem að það á við.
Hinns vegar er sparnaður af notkun þeirra alls ekki allsstaðar, til dæmis ekki á klósettum og baðherbergjum, geymslum og þar sem fólk kemur og fer og stoppar ekki lengi við.
Vegna þess að það tekur sparperuna u.þ.b. 10 mínútur að hitna nægjanlega til þess að verða að sparnaðarperu. Þangað til eyðir hún jafnvel meiri orku en venjuleg glópera.
Auk þess eru sparperurnar fullar af kvikasilfri og meira mengandi og miklu dýrari og orkufrekari í framleiðslu en gömlu góðu glóperurnar.
Ég hef þvert á móti þá reynslu að sparperurnar endist mun skemur en venjulegar glóperur. Hef heldur ekki séð neinar vísindarannsóknir um endingartíma þeirra.
Mér finnst þetta inngrip ESB Ráðstjórnarinnar meiri háttar hæpið inn í líf og neysluvenjur almennings.
Hættulegt fordæmi þar sem þessari valdaelítu eru sífellt færð meiri og víðtækari völd til að beita boðum og bönnum.
Svona svipað eins og Speli ehf hefur nú verið bannað að gefa stórnotendum af notkun Hvalfjarðargangnanna meiri afslátt en það sem Kommísaráð ESB Valdaelítunnar ákveður hverju sinni.
Hvenær gefur þetta forræðis apparat út verðskrá fyrir vinnu og aðra vöru og þjónustu og heldur úti öflugum varðsveitum til þess að fylgja þessari brjálsemi eftir og hverjir verða látnir greiða fyrir þá eftirlits- og forræðishyggju alla.
Næsta spurning ! Hvenær verða þessir háu herrar komnir inn í svefniherbergin okkar og inná baðherbergin okkar til þess að setja okkur reglurnar ?
Reynsla mannkyns af svona forræðishyggju er vægast sagt mjög slæm og ég hef megnustu andstyggð á svona eftirlits- og forræðishyggju og allt heilbrigt fólk hlýtur að sjá að þetta er mjög varhugaverð og hættuleg þróun.
En þetta er nakinn sannleikurinn um opinbert gagnsleysi og sjúklega forræðishyggju þessa valdasjúka apparats !
Gunnlaugur I., 9.9.2012 kl. 16:20
Það er með þessa tilskipun sem svo margar frá ESB, engin skynsemi liggur að baki.
Það má svo sem segja að orkusparnaður sé dýrmætur innan ESB, þar sem orkan er framleidd að stæðstum hluta með olíu- og kolaverum. En ekki hefur verið sýnt fam á að mengun vegna rafmagnframleiðslu til lýsinga í slíkum verum sé meiri en sú mengun sem kvikasilfursperur valda.
Það leitar óneitanlega að manni sá grunur að þeir sem þessa tilskipun sömdu séu tengdir framleiðendum þessara pera á einhvern hátt. Annaðhvort beint með eignaraðild eða að þeir hafi verið launaðir við samningu tilskipunarinnar. Það væri svo sem ekki fyrsta tilskipun ESB sem slíkur grunur leitar á mann.
Ástæða þessa grunar er sú að til er önnur betri lausn til sparnaðar í lýsingu, það eru LED ljós. Þar er ekkert kvikasilfur notað, þar er orkusparnaður mun meiri og þar er líftími ljósgjafans mun meiri en í kvikasilfursperum. Þá er lýsing með slíkum ljósgjafa mun meðfærilegri og hægt að stýra því mun betur hvað verið er að lýsa upp og vinna þannig gegn hinni frægu ljósmengun sem umhverfisráðherra hefur hafið stríð gegn. Og ekki þarf að bíða mínútum saman eftir að perurnar hitni og gefi frá sér fullt ljós.
En LED lýsing er ekki upprunnin í Evrópu, heldur Ameríku. Asíuþjóðir hafa verið fljótar til og er nú þekking og fjölbreytni þessara ljósa orðin mikil þar einnig. Evrópa ætlar þó að vera eftirbátur annara heimsálfa á þessu svið sem svo mörgum öðrum, þó vissulega nokkuð sé farið að bera á þessari tækni innan álfunnar. Þar kemur til ákall markaðarins, ekki miðstýring ESB apparatsins!
Gunnar Heiðarsson, 9.9.2012 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.