Hinar sársaukafullu efasemdir

Vinstri vaktin vék fyrir 10 dögum að málflutningi Árna Páls Árnasonar fyrrverandi ráðherra og lengi boðbera ESB hugsjóna á Íslandi. Í grein sem birtist í Fréttablaðinu sagði þingmaðurinn m.a.:

Hið öfugsnúna er að við núverandi aðstæður ýkir evran aðstöðumunaðildarríkjanna. Lántökukostnaður Þjóðverja hefur þannig lækkað stórlega ámeðan kostnaður annarra hefur hækkað. Spánverjar og Ítalir hafa undanfariðþurft að borga 6-7% vexti á 10 ára skuldabréfum, en Þjóðverjar borga nú réttrúmt prósent og njóta neikvæðra vaxta á bréfum til tveggja ára - fjárfestarborga sem sé fyrir að fá að lána Þjóðverjum peninga til skamms tíma. Sjá nánar hér og hér

Algerlega á skjön við það sem áður hefur verið boðað er ekki eitt vaxtastig, ekki ein kjör, ekki eitt verðlag í ESB heldur ýkir ESB aðstöðumun ríkjanna. Árni lofaði reyndar að segja okkur hvað væri til ráða en við bíðum enn eftir þeirri grein en á meðan varð bloggara Vinstri vaktarinnar það fyrir að glugga ögn betur í heimasíðu þingmannsins. 18. ágúst segir þar:

Almennt má segja að í hinu evrópska fjórfrelsi hafi falist djúpstætt vanmat á þeim hættum sem gætu skapast af samspili frjáls innri markaðar með fjármálaþjónustu yfir landamæri og áframhaldandi tilvist sjálfstæðra gjaldmiðla og þess að stuðningur við banka og eftirlit með þeim  og umgjörð innstæðutrygginga væri á ábyrgð hvers ríkis um sig. Í þessum veikleikum lágu orsakir Hrunsins að stóru leyti og sumir þessara veikleika hafa valdið Írum og nú Spánverjum gríðarlegum erfiðleikum. Íslenska hrunið var því ekkert séríslenskt, þótt smæð íslenska hagkerfisins og veikleiki krónunnar hafi valdið því að þessar hættur ollu fyrr tjóni og meira tjóni hér á landi en annars staðar.

...

Öll vitum við svo hvernig aðdragandi hrunsins leiddi í ljós miklar veilur á því regluverki sem gilti um fjármálastarfsemi á innri markaðnum. Íslensku bankarnir höfðu engan lánveitanda til þrautavara sem gat séð þeim fyrir alþjóðlega nothæfum gjaldmiðli og því voru engin bjargráð möguleg eftir að fyrsti stóri íslenski bankinn féll. Innstæðutryggingakerfið reyndist of veikburða fyrir banka með starfsemi víða um lönd, jafnvel þótt það hefði verið útbúið í fullu samræmi við hið evrópska regluverk.

Allir þessir áhættuþættir eru enn hluti af innri markaðnum og ekki hafa verið útbúnar leiðir til að takast á við þá nema að litlu leyti. Sjá nánar, http://www.arnipall.is/greinar/er_duna_jardarstrid/

Efasemdir á borð við þessar hljóta að vera sársaukafullar fyrir þá sem trúað hafa á alfrjálsa alþjóðavæðingu allra viðskipta og að ESB geti verið leiðandi í þeim hugsjónum. Við birtum þetta hér á Vinstri vaktinni í þeirri von að þetta verði til að flokksbræður Árna Páls og hinir meintu samningamenn Íslands lesi.

Svo bíðum við spennt eftir að þingmaðurinn segi okkur hvernig ESB eigi að leysa úr sínum vanda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er ekki hægt að kenna Evrunni um mismunandi lántökukostnað milli ríkja eða segja að Evran ,,ýki" vaxtamuninn.

Til að segja svona þyrfti að sjá hver lántökukostnaður ríkja í Evrópu væri ef engin væri Evran.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.9.2012 kl. 13:22

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Fyrir sanntrúaða og heittrúaða ESB og EVRU sinna eins og fyrrgreindan Ómar Bjarka.

Sem oftar en ekki hefur verið staðinn að því að vilja fórna hagsmunum þjóðar sinnar fyrir innantóman og handónýtan ESB stjórnsýslu- hégómann.

Samanber vesæl ummæli hans og aumkunnaverðugar skoðanir hans á makríldeilunni og ICESAVE þrælasamningunum, þar sem hann hefur staðið gegn þjóð sinni ítrekað.

Nú náttúrulega þrátt fyrir augljósar staðreyndir um vandræði- og gagnsleysi EVRUNNAR, þá getur hann samt ekki séð að neitt sé að eða að neitt sé athugavert við EVRUNA eða stjórnsýslu ESB apparatsins.

Fyrir honum og hans ESB hégóma þá er ESB og EVRAN bæði himininn og sólin og án hvors annars væri sjálf veröldin auðvitað alls ekki til.

Þannig þyrfti hann að sjá hvernig myrkrið í veröldin liti út ef enginn væri EVRAN !

Þegar þjóðin mun hafna ESB og EVRU aðild og EVRAN og allt stjórnsýsluapparat ESB mun engjast sundur og saman í efnahagslegri og félagslegri spennitreyju sinni í áratugi.

Hversu langt og hversu lengi getur þá blindni og alger afneitun svona manna eins og Ómrs Bjarka gengið !

How low can you go Ómar Bjarki !

Gunnlaugur I., 5.9.2012 kl. 15:26

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

Það er óneitanlega tilbreyting fyrir ESB sinna eins og Ómar Bjarka að þræta nú við Árna Pál...

Bjarni Harðarson, 5.9.2012 kl. 16:11

4 identicon

Ástæðan fyrir því að Þýskaland nýtur betri lánskjara en Grikkland og Spánn er að sjálfsögðu að Þýskaland hefur meira lánstraust vegna þess að efnahagurinn stendur þar traustari fótum. Það hefur ekkert með ESB eða evru að gera. 

Þetta er einmitt gott dæmi um hve misjafnt er komið á með ESB-þjóðunum á hinum ýmsu sviðum, hvort sem það eru vaxtakjör, atvinnuleysi, lágmarkslaun, verg landsframleiðsla eða ríkisskuldir svo að dæmi séu nefnd.

Það er því algjörlega út í bláinn að nefna einhverjar meðaltalshagtölur fyrir ESB og gefa í skyn að þær séu vísbending um hvað bíði okkar þar. Það er af og frá og eiginlega með ólíkindum að slíkur blekkingaráróður skuli sjást aftur og aftur.

Hvort sem um er að ræða lönd i ESB eða þar fyrir utan virka markaðslögmálin þannig að eftir því sem ríki eiga erfiðara með að greiða vexti þá hækka þeir meira. Það er því mikið í húfi að halda sér á beinu brautinni því að annars gæti greiðsluþrot blasað við fyrr en varir. 

Gunnlaugur heldur áfram sínum barnalega blekkingaráróðri og virðist enn treysta á að andstæðingar aðildar séu fábjánar.

Evrukrísan er hluti af alþjóðlegri skuldakreppu sem náði hámarki á Íslandi 2009 og er nú í hámarki í evrulöndum. Bandaríkin, Kína ofl hafa hins vegar velt vandanum á undan sér en það gengur ekki mikið lengur. 

Þegar Evrópa rís munu aðrar heimsálfur vera í djúpum skít. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 17:05

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, ég hjó eftir síðustu setningunni þinni.

Er það skoðun þín að hið gagnstæða gilti; ef Evrópa sykki þá muni aðrar heimsálfur vera í góðum málum?

En annars í fullri alvöru: Evrópa, a.m.k. hluti hennar, hugðist fylla valdatómið sem myndaðist eftir fall Sovíet. Ósköp virðist henni verða það brösugt.

Kanntu einhverja skýringu á því - aðra en þá að hugsanlega sé aðferðafræðin eitthvað gölluð?

Kolbrún Hilmars, 5.9.2012 kl. 18:11

6 identicon

Það er athyglisvert að nú í miðri evrukreppunni séu meðal sex samkeppnishæfustu landa heims fjögur ESB-lönd, þar af þrjú evrulönd.

Þetta eru Finnland í þriðja sæti, Svíþjóð í fjórða sæti, Holland í fimmta sæti og Þýskaland í því sjötta.

Aðeins Sviss og Singapore standa þessum ESB-löndum framar. Ísland er í þrítugasta sæti. Gunnlaugur, er þetta ekki bara einhver lygi?

http://en.wikipedia.org/wiki/Global_Competitiveness_Report  

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 18:17

7 identicon

M.ö.o. Ásmundur, að það eru til þjóðir sem nota Evru sem eru með allt niðrum sig og aðrar sem njóta velgengni.  Þá eru einnig til þjóðir sem nota ekki Evru og eru með allt niðrum sig en jafnframt þjóðir sem eru með allt sitt á þurru.

Hvaða ályktun um áhrif gjalmiðils á efnahagslega stöðu þjóða telur þú að sé rökrétt að draga af þessum staðreyndum?  

Seiken (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 20:09

8 identicon

Kolbrún, Evrópa getur ekki sokkið. Allar kreppur taka enda um síðir. Heimskreppur ná hámarki á ólíkum tímum í hinum ýmsu löndum.  

Að Evrópa hafi ætlað fylla valdatómið eftir fall Sovét er auðvitað bara bull. ESB varð til löngu fyrir fall Sovét.

ESB á þar að auki ekkert skylt við Sovét. Það er ekki ríki heldur aðeins samband um samstarf fullvalda ríkja á takmörkuðu sviði.

Sovét var einræðis- og harðstjórnarríki meðan helstu ESB-ríkin eru mestu lýðræðisríki heims. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 20:19

9 identicon

Seiken, þegar þrjú af sex samkeppnishæfustu löndum heims eru með evru er rökrétt að ætla að mikill fengur sé í henni.

Þegar við bætist að kaupmáttur launa á evrusvæðinu 2000-2010 hefur hækkað mest í Grikklandi, Portúgal og á Spáni (skv Speglinum í kvöld) þá blasir þetta við.

En auðvitað er evran engin trygging fyrir því að ríki fari ekki illa að ráði sínu. Þau geta lent í alvarlegum vanda með evru rétt eins og með öllum öðrum gjaldmiðlum ef þau fara ekki varlega.

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 20:40

10 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ísland er hér í 9-unda sæti af 27 ríkjum ESB í veröldinni, sem er auðvitað mjög gott.

Er það slæmt eða er það lygi Ásmundur.

Ég er bókstaflega mjög hissa hvað mörg ríki veraldar standa framar, sem Gamla Evrópa hefur kallað þriðja heims ríki eru nú ofan við ESB Ríkin.

Ísland á alla möguleika og miklu betri framtíðarsýn, bæði til lengri og skemri tíma en þín Gamla og gerspillta Evrópa, sem sekkur og sekkur.

Gunnlaugur I., 5.9.2012 kl. 21:13

11 identicon

Nei, Gunnlaugur, það er ekki gott að hafa öll Norður- og Vestur-Evrópulöndin á undan okkur hvort sem þau eru með evru eða ekki. 

Þetta eru löndin sem höfum hingað til borið okkur saman við og eigum að halda því áfram. En kannski er ekki raunhæft að komast ofar á listann fyrr en við erum komin inn í ESB með evru. 

En hvað segirðu um að þrjú af sex samkeppnishæfustu löndum veraldar eru á evrusvæðinu? Það var málið en ekki staða Íslands.

Og hvað segirðu um að kaupmáttur launa á evrusvæðinu hefur hækkað mest í Grikklandi, Portúgal og á Spáni frá 2000 til 2012? 

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 22:18

12 identicon

Síðast í #11 á að vera 2010.

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 22:22

13 Smámynd: Gunnlaugur I.

@ Ásmundur.

Grikkland, Portúgal og Spánn. Kanntu annan Ásmundur ESB bullustrokkur ?

Allt eru þetta ESB og EVRU lönd sem eru í öndunarvél með 16 til 25% atvinnuleuysi og Spánn og Grikkland með um og yfir 50% atvinnuleysi ungs fólks.

Þessi lönd eru öll með kaupmátt og lífsskilyrði sem eru langt fyrir neðan almenn íslensk lífskjör á öllum sviðum.

Gunnlaugur I., 6.9.2012 kl. 09:07

14 identicon

Gunnlaugur, áttu erfitt með lesskilninginn eða ertu bara að snúa út úr?

Það er rétt að kaupmáttur launa var lægri í þessum löndum 2010 en í Norður- og Vestur-Evrópuríkjunum. Það kom fram í Speglinum í gær.

En það breytir ekki því að hann hefur hækkað miklu meira. Það er því allt rétt sem kom fram í fyrri athugasemd minni.

Hlustaðu á Spegilinn frá því í gær.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 09:20

15 identicon

 Viðsnúningurinn á evrusvæðinu er þegar hafinn skv SPIEGEL ONLINE. Jafnvel er búist við hagvexti á næsta ári.  

"The euro zone's crisis-hit countries are becoming more competitive, according to a new German study. Wage costs are down, and the countries are reducing their trade imbalances. Painful reforms appear to be slowly bearing fruit, and the euro zone might even return to growth next year."

Það eru því verulegar líkur á að allt verði fallið í ljúfa löð um það leyti sem þjóðaratkvæðagreiðslan um aðild fer fram. Eftir stendur mun öflugra ESB en nokkru sinni fyrr með traustasta gjaldmiðil heimsins sem gæti orðið okkar eigin gjaldmiðill.
Það er því fráleitt að leiða hugann að því að slíta aðildarviðræðunum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 10:48

16 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur,  ESB-ið sem var við fall Sovíet er ekki sama ESB-ið sem er í dag.

Sambandið breyttist endanlega við Lissabon sáttmálann (2009) en undirbúningur þess hófst 12 árum áður.  (Treaty of Amsterdam  1997).

Semsagt; í kjölfar falls Sovíet.  Til þess að fylla upp í valdatómið.

Kolbrún Hilmars, 6.9.2012 kl. 11:02

17 identicon

Vá hvað þú ert veruleikafirrtur óskhyggju fáráðlingur, Ásmundur!!

Geðbilunin þín skín skærar en nokkru sinni fyrr.

Heldur því fram að við eigum að horfa til Grikklands, Spánar og Portúgals til að sjá hvað evran er frábær!!

HAHAHAHA!!!!

Þú ert bara bilað eintak. Það er eitthvað í hausnum á þér sem virkar ekki.

En endilega haltu áfram að dæla út þessari dellu. Fyrir utan hvað þetta er hlæilegt og bilað, þá sýnir það bara hvað þið ESBsinnar eru gjörsamlega þroskaheft lið!

Jésús! Ég vissi að þú værir ruglaður, en þetta slær öll met.

Ó hvað ég get ekki beðið eftir að sjá þessari dellu troðið ofan í kokið á þér og þínum! Það styttist í það. Kanski þú lærir þá að halda kjafti, en ég efast. Passar ekki alveg við heimtufrekjuna, veruleikafirringuna, óskhyggjuna og hrokann í þér.

palli (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 12:45

18 identicon

Kolbrún, hvað áttu við með valdatómi? Útskýrðu þetta nánar.

Það sem gerðist með falli Sovét var að það opnuðust möguleikar á að mynda samband flestra Evrópulanda um frið og aðra sameiginlega hagsmuni þeirra.

Áður höfðu mörg löndin verið hluti af einræðisríkinu og harðstjórnarríkinu Sovét. Með ESB-aðild urðu þau þátttakendur í lýðræðislegu samstarfi Evrópuríkja sem fullvalda ríki.

ESB er samband lýðræðisríkja. Hvergi í heiminum er lýðræði, jafnrétti og mannréttindi jafnmikil og þar. ESB misbeitir því ekki valdi. En vissulega geta áhrifin orðið mikil aðildarríkjunum til hagsbóta þegar 27 ríki leiða saman hesta sína.

Allt tal um ógnarvald ESB ber vott um vanmáttarkennd og vænisýki.

Ásmundur (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 16:10

19 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur,  þú veist, eða ættir að vita hvað átt er við með valdatómi.  Það er skilgreining á því hvað gerist þegar eitt veldi hnígur og annað fyllir í skarðið. 

ESB er hrærigrautur.  Ekki ógnarvald.

Kolbrún Hilmars, 6.9.2012 kl. 16:41

20 identicon

Kolbrún, ESB fyllti ekki í neitt skarð við fall Sovét.

Þessi lönd eru fullvalda og hefðu því getað staðið utan ESB ef þau hefðu kosið það. Þau geta hvenær sem er ákveðið að segja sig úr því sem þau gátu ekki í Sovét.

Það er ekki fráleitt að kalla ESB hrærigraut enda eru þetta mjög ólíkar sjálfstæðar þjóðir sem hafa tekið upp samstarf á ákveðnu sviði öllum þjóðunum til hagsbóta.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband