Endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB verður í skötulíki
3.9.2012 | 11:49
Ef Ísland væri nú í ESB sæti fulltrúi okkar ekki við samningaborð andspænis fulltrúum ESB og Noregs og með sjálfstæðan samningsrétt. ESB færi með samningsréttinn fyrir okkar hönd og skammtaði okkur á diskinn. Við fengjum því aðeins örlítið brot af því sem við veiðum nú af makríl.
Íslenskir ESB-sinnar hafa ákaft gert sér vonir um að sjávarútvegsstefna ESB sé nú að breytast og það gæti auðveldað aðlögun Íslands að fiskveiðikerfi ESB. Nú er hins vegar ljóst að margumræddar breytingar eru út af borðinu og áfram verður byggt á miðstýringu sjávarútvegs aðildarríkja frá Brussel.
Sjávarútvegsstefna ESB, (CFP Common Fisheries Policy) hefur verið endurskoðuð á tíu ára fresti, 1992, 2002 og nú seinast á þessu ári. Í grein sem birtist 20. ágúst s.l. á vefsíðunni EUobserver.com er lýst stöðu þessarar endurskoðunar sem átti að fela í sér grundvallarbreytingu á fiskveiðistefnu ESB og þar á meðal að aðildarríkin endurheimtu vald sitt til að stjórna sjávarútvegsmálum í lögsögu sinni. Með öðrum orðum: horfið yrði frá áratuga gamalli miðstýringu fiskveiða. Jafnframt hafa íslenskir ESB-sinnar haldið því fram að stjórnkerfi ESB myndi þá færast nær hinu íslenska fiskveiðikerfi.
Greinarhöfundar eru þrír háskólamenn frá Danmörku og Bretlandi. Þetta eru þeir Jesper Raakjaer og Troels Jacob Hegl frá Háskólanum í Álaborg og David Symes frá Háskólanum í Hull. Þeir kvarta yfir því að fögur fyrirheit í frægri og róttækri skýrslu frá árinu 2009 sem nefnd var The Green Paper, hafi að engu orðið. Valddreifingin og tilfærsla valds til aðildarríkjanna sé slegin út af borðinu með þeim rökum að sú breyting gangi í berhögg við þær grundvallarreglur ESB sem staðfestar voru í Lissabonsáttmálanum og fela það í sér að ESB hafi alger yfirráð yfir umhverfismálum, þ.á m. málum sem varða lífríki hafsins. Sagt er að tilflutningur valds frá stofnunum ESB til aðildarríkjanna samrýmist einfaldlega ekki grundvallarreglum ESB sem gangi út frá að einungis stofnanir ESB og aðildarríkin í sameiningu geti tekið ákvarðanir á þessu sviði.
Greinarhöfundar kenna fyrst og fremst framkvæmdastjórninni um að hún ríghaldi í miðstýringu á sviði sjávarútvegsmála og segja að endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar 2012 muni einfaldlega verða enn eitt glatað tækifæri til stefnubreytingar.
Eins og kunnugt er hefur sameiginlega sjávarútvegsstefna ESB (CFP) fyrir löngu siglt í strand og óvíða er jafn hörmulegt ástand á fiskistofnum eins og einmitt í sameiginlegri lögsögu aðildarríkjanna. Eða eins og sagt er á kjarngóðri íslensku: allt er þar í skömm og skötulíki. - RA
Heimild: http://euobserver.com/opinion/117272
Pólitískur samningafundur um makríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta var vitað allan tíman og þetta sögðu fiskimenn og margir framámenn sjávarútvegs helstu sjávarútvegsríkja ESB okkur líka fyrir löngu síðan.
Þeir hafa fengið að heyra þetta í áratugi, alltaf er lofað bót og betrun og endurskoðun á endurskoðun ofan. En ekkert breytist því að þá er bara enn einum naglanum bætt í óæta naglasúpuna og allir sem við þessa atvinnugrein starfa fúlsa við.
Þessu ofvaxna skrifræðis stjórnsýslu apparati er algerlega fyrirmunað um að taka á nokkrum sköpuðum hlut sem að gagni getur komið.
Kerfið er fyrir löngu orðið svo þungglammalegt og óskilvirkt að þetta minnir sífellt meira á hin miðstýrðu og ónýtu stjórnsýslu Ráðstjórnarríkja Sovétríkjanna.
Gunnlaugur I., 3.9.2012 kl. 12:59
Fiskveiðikvótar hvers árs eru ákveðnir af 25 landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherrum ESB. Í orðu kveðnu eiga þeir að styðjast við ráðgjöf fiskifræðinga, en hafa aldrei gert, heldur eru þeir ákveðnir af hreinni pólitík. Greiði gegn greiða, skammtímareddingar, spilling.
Árangurinn er skelfilegt kerfi, sem með gengdarlausri rányrkju leggur fiskistofna í rúst.
Fiskveiðar ESB eru tvinnaðar saman við landbúnað, og er skiptimynt í samningum. Aðallega snýst þetta þó um úthlutanir úr samfélagssjóðum, enda eru fiskiðnaður gríðarlega vanþróaður innan ESB, og er rekinn í gegnum niðurgreiðslur. Algengast er að stóru fiskveiðiþjóðir ESB njóti styrkja sem nemur helmingi aflaverðmætis.
Meira að segja þjóðir sem hafa nánast engan eða engan sjávarútveg, fá niðurgreiðslur og styrki.
Landlukt ríki eins og Tékkland, Slóvakía og Austurríki fá spillingarpeninga, væntanlega í skiptum fyrir eitthvað annað.
Glæapamafíur m.a. á Spáni fá styrki, jafnvel þó svo að forsprakkar þeirra sitji í fangelsum, og hafi verið dæmdir fyrir margvísleg brot, ólöglegar veiðar, ólöglega möskva, löndun framhjá vikt o.sv.frv.
Spilling ESB er hvergi jafn sýnileg og í sjávarútveginum.
Og þetta vilja kratar fá til Íslands.
Er furða að maður spyrji af hvað hvötum það sé?
Hilmar (IP-tala skráð) 3.9.2012 kl. 15:52
Íslenska landhelgin er aðskilin frá landhelgi ESB-landa. Mikill meirihluti aflaverðmæta í landhelgi okkar eru staðbundnir stofnar.
Reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir okkur einokun á veiðum í íslenskri landhelgi enda hafa aðrar þjóðir engan sögulegan veiðirétt þar í dag.
Aðrar þjóðir eiga því ekki hagsmuna að gæta sérstaklega í okkar landhelgi. Það ætti því að vera auðvelt að ná samkomulagi um góða niðurstöðu fyrir okkur.
Flökkustofna verður að semja um hvort sem við erum í ESB eða ekki. En eftir inngöngu í ESB verðum við í betri aðstöðu til að tala okkar máli þar. ESB mun leggja sig í framkróka við að koma til móts við okkur sem aðildarþjóð.
Aðstæður við Ísland eru allt aðrar en við ESB-löndin þar sem fiskimiðin eru samhangandi án staðbundinna stofna. Þau úrlausnarefni sem þar þarf að leysa ættu því ekki að vera okkur áhyggjuefni.
Mismunandi reglur gilda um hin ýmsu fiskimið ESB-landa eins og lesa má um í bók Auðuns Arnórssonar, Úti eða inni - aðildarviðrður við Evrópusambandið:
..."Sameiginlega fiskveiðistefnan skiptist upp í nokkra hluta eftir því hvaða mið er um að ræða. Þannig má segja að sérstefna gildi um veiðar í Miðjarðarhafi, önnur um veiðar í Atlantshafi undan vesturströnd meginlandsins, sú þriðja um um veiðar í lögsögu Írlands, sú fjórða um veiðar úr Norðursjó, og jafnvel sú fimmta um veiðar við Hjaltlandseyjar og sjötta um veiðar umhverfis Azoreyjar, Kanaríeyjar, Madeira, Guadelupe, Réunion og slík fjarlæg eylönd sem tilheyra ESB."...
..."Sú staðreynd að mjög lítill hluti þeirra fiskistofna sem er að finna í íslenskri fiskveiðilögsögu, eru sömu stofnar og finnast í lögsögu núverandi ESB-landa ætti því að gagnast Íslendingum vel í að rökstyðja kröfur í aðildarsamningum um að sérreglur skuli látnar gilda um veiðar úr þessum séríslensku fiskistofnum."...
Eftir að Auðunn skrifaði bókina hefur makríllin hafið innreið sína í íslenska landhelgi svo að hlutfall flökkustofna þar hefur vaxið töluvert.
Ásmundur (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 00:00
Ásmundur : "En eftir inngöngu í ESB verðum við í betri aðstöðu til að tala okkar máli þar. ESB mun leggja sig í framkróka við að koma til móts við okkur sem aðildarþjóð."
Óskhyggju veruleikafirrti örvæntingar lyga möntru fullyrðingarflaumurinn vellur upp úr Ásmundi sem fyrr.
Og hver heldurðu að trúi orði af þessari dellu í þér, Ásmundur?
Get a grip!
palli (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 06:01
´Ásmundur´: >Reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir okkur einokun á veiðum í íslenskri landhelgi- - - <
Stofnanir Brussel-skuldabandalagsins hafa valdheimildir til að gera það sem þeim sýnist í sjávarútvegsmálum innan þess. Og eins og stendur í pistlinum en þú vildir ekki sjá:
Það er ekki eins og þú vitir þetta ekki. Við erum tryggð ef við stöndum fyrir utan yfirráðaveldið. Við erum sjálfstætt ríki og stöndum að sjálfsögðu fyrir utan það.
Elle_, 4.9.2012 kl. 21:50
Elle, reglunni um hlutfallslegan stöðugleika verður ekki breytt:
http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1120738/
http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1065818/
Jafnvel Mogginn hefur haldið þessu fram. Andstæðingar aðildar hafa leitað logandi ljósi að lagagrein sem með góðum vilja má túlka þannig að þessi regla sé bara tímabundin.
Aðrar lagagreinar eru þyngri á metunum. ESB gengur aldrei gegn grundvallarhagsmunum neinnar þjóðar. EF það tæki upp slík vinnubrögð væru endalok sambandsins skammt undan.
Ásmundur (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 13:55
Enda eru endalokin skammt undan. Framkvæmdastjórnin og stærri ríkin kúga minni ríkin. Þú hlýtur að vita það eins mikið og þú liggur ofan í þessu sambandi.
Elle_, 5.9.2012 kl. 21:22
ESB er að fara í gegnum erfitt þroskaskeið og verður miklu betra samband með miklu betri evru þegar erfiðleikarnir eru yfirstaðnir.
Framkvæmdastjórnin er með einn fulltrúa frá hverju landi sem er tilnefndur af landinu sjálfu.
Þetta er því eins lýðræðislegt og það getur verið og útilokað að einhver kúgun geti átt sér stað.
Sem betur fer er ekki ómældu fé ausið í lönd í vanda. Það væri bjarnargreiði þvi að þá mundi sukkið bara halda áfram.
Þetta er hjálp til sjálfshjálpar. Hún krefst mikils aga. Það þarf að rífa meinið upp með rótum.
Ásmundur (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 22:37
Ætli þú vitir það ekki að Sovétið ykkar Jóhönnu og Össurar mikla er að sökkva, sökkva eins og gamla veldið? Því miður fyrir ykkur.
Elle_, 5.9.2012 kl. 23:19
Hugmyndir ESB-andstæðinga um að ESB sé að sökkva er bara þeirra óskhyggja.
Undarleg óskhyggja í ljósi þess að Ísland fylgir óhjákvæmilega með í fallinu.
Ásmundur (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.