Játningar Árna Páls

Árni Páll Árnason fyrrverandi ráðherra og formannskandídat Samfylkingar staðfestir það sem bent var á hér á Vinstrivaktinni s.l. mánudag að upptaka evru tryggir ekki lága vexti heldur ýkir aðstöðumun aðildarríkjanna.

Í grein sem birtist í Fréttablaðinu s.l. þriðjudag skrifar Árni Páll m.a.:

"Evran veldur því að kreppan hefur annars konar áhrif á evruríkin.Innan evrusvæðisins er ekki um gjaldeyrisyfirfærslur að ræða. Þar komaafleiðingar fram á skuldabréfamarkaði, þar sem áhættuálag á skuldug ríki ogskulduga banka eykst. Ríkin þurfa að verja meira fé til að styðja viðfjármálakerfi sín. Hóflegar ríkisskuldir geta fljótt orðið algerlegaóviðráðanlegar þegar vaxtastigið fer upp úr öllu valdi. Vandinn er sá sami, enafleiðingarnar verða aðrar.

Hið öfugsnúna er að við núverandi aðstæður ýkir evran aðstöðumunaðildarríkjanna. Lántökukostnaður Þjóðverja hefur þannig lækkað stórlega ámeðan kostnaður annarra hefur hækkað. Spánverjar og Ítalir hafa undanfariðþurft að borga 6-7% vexti á 10 ára skuldabréfum, en Þjóðverjar borga nú réttrúmt prósent og njóta neikvæðra vaxta á bréfum til tveggja ára - fjárfestarborga sem sé fyrir að fá að lána Þjóðverjum peninga til skamms tíma.Fjármögnunarkjör þessara þjóða voru hins vegar áþekk fyrir 2008. Þjóðverjarhafa þannig sparað sér tugi milljarða evra í vaxtagjöld á þessu ári einu, ámeðan að öll önnur lönd þurfa að skuldsetja sig - og almenning - til að standaskil á vaxtagreiðslum, sem oftar en ekki renna á endanum til þýskra banka.

Þetta ójafnvægi hefur sífellt víðtækari áhrif. Vaxtastig það semríkið borgar er það gólf sem vaxtastig allra annarra miðast við. Þannig munvaxtakostnaður ítalskra og spænskra fyrirtækja rjúka upp að óbreyttu þegarþarlendir bankar munu hækka vexti. Augljóst virðist því að þessi staða muni aðóbreyttu valda vaxandi misvægi á evrusvæðinu, sem birtist í lakarisamkeppnisstöðu banka í ríkjum í erfiðleikum, hættu á fjármagnsflótta og mismuní fjármögnunarkjörum ríkja sem er langt umfram það sem eðlilegt getur talist.

Evran hafði þannig áhrif til að auka skuldsetningu sumra evruríkja oghún ýtir – við núverandi aðstæður – undir misvægi milli aðildarríkja, en hún ersem slík hvorki orsök vanda allra evruríkja né hindrun í vegi skynsamlegralausna á vandanum.

Sjánánar: http://visir.is/skuldadagar.-um-island-i-evropu/article/2012708219997 

Hér er alls ekki ætlunin að taka ummæli Árna Páls úr samhengi og rétt að það fylgi með að þingmaðurinn telur evruna eftir sem áður hina allra bestu lausn. Vandamálið sé bara kreppan, og það óásættanlega sé það misvægi sem er að baki kreppunni. Í næstu grein mun Árni Páll segja lesendum Fréttablaðsins frá því hvernig koma eigi í veg fyrir það og þar með verður evran ekki lengur í vanda.

Vinstrivaktin mun halda áfram að að lesa Árna Pál og vitaskuld sætir það tíðindum að fram komi slík lausn að ekki verði framar hinar reglubundnu dýfur kapítalismans. En þangað til er kannski vissara að halda í krónuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvað er Árni Páll að gera á Íslandi? Væri ekki nær fyrir hann að fara til Brussel og segja þessu fólki til, sem ekkert virðist vita. Þar myndi hann njóta sín og viska hans verða metin að virtum.

Þannig gæti Árni Páll unnið að því að Íslendingar sæju ljósið, krataljósið!

Svo gæti Steingrímur verið honum til innanhanda, hann er talinn einn af mestu snillingum heims, á göngum eins skrifstofuhúsnæðis í Washington!

Gunnar Heiðarsson, 25.8.2012 kl. 10:39

2 identicon

Það hefur auðvitað ekkert með evru að gera að viðskiptakjör ríkja fari eftir skuldum og  greiðslugetu þeirra. Þannig þarf íslenska ríkið að greiða svipaða vexti á tíu ára skuldabréfum og skuldugustu evruríkin eða um eða yfir 6%.

Það hefur ekkert með evru að gera að ríki verða að greiða hærri vexti eftir því sem traust á þau minnkar td vegna aukningar skulda. Við ættum að þekkja þetta.

Ef ég man rétt fór skuldatryggingarálag á Ísland upp fyrir 1000 sem er vísbending um að Ísland þurfti að greiða 10% í vexti umfram viðmiðunina ef einhver var tilbúinn til að lána.  

Aðalástæðan fyrir miklu hærri raunvöxtum á Íslandi en evrusvæðinu er að krónan nýtur litils trausts vegna smæðar. Smæðin veldur því að hún getur hrunið niður úr öllu valdi þegar minnst varir.

Þegar viðskipti með gjaldeyri eru frjáls (engin gjaldeyrishöft) er því nauðsynlegt að bjóða hærri innlánsvexti á Íslandi til að koma í veg fyrir fjármagnsflótta úr landi. 

Munurinn á útlánsvöxtum hér og erlendis verður jafnvel enn meiri vegna meiri vaxtamunar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 11:58

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þú fyrirgefur, Ásmundur, en hvað kemur krónan erlendum skuldum landsins við?

Ekki fáum við lánað í krónum og við endurgreiðum heldur ekki í krónum.

Miðast ekki lánstraustið alfarið við greiðslugetuna?

Kolbrún Hilmars, 25.8.2012 kl. 14:25

4 identicon

Samkvæmt Ásmundi, þá þurfum við í ESB. Þar er svo gott að vera. Ásmundur segir að ESB lendi aldrei í peningaskorti, það prentar bara meiri peninga!

Q.E.D.

palli (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 15:28

5 identicon

Kolbrún, ríkið hefur engar tekjur í erlendum gjaldeyri, ekki heldur sveitarfélögin.

Þessir aðilar þurfa því að kaupa gjaldeyri til að greiða erlendar skuldir. Til þess þarf tvöfalt fleiri krónur eftir 50% hrun á gengi krónunnar.

Þó að úflutningstekjurnar séu í gjaldeyri þá ganga þær ekki til ríkisins heldur útflutningsfyrtækjanna. Þannig varð í gengoshruninu 2008 mikil tilfærsla á fé frá ríki og almenningi til útflutningsfyrirtækjanna.

Einhver jöfnun á sér svo vonandi stað með hærri skattgreiðslum útflutningsfyrirtækjanna ef þau koma sér ekki hjá því að greiða skatta.

Þetta er skýringin á mjög slæmri stöðu OR ofl eftir hrunið. Mest af skuldunum er í erlendum gjaldmiðlum meðan mest af tekjunum eru í íslenskum krónum.

Það var okkur til happs að ríkið skuldaði nánast ekkert fyrir hrun. Þess vegna getum við ekki verið nein fyrirmynd fyrir erlend ríki með miklar erlendar skuldir.

Það var okkur einnig til happs eftir hrunið að meirihlutinn af skuldum þjóðarbúsins um 7500 milljarðar verða afskrifaðar vegna þess að bankarnir fóru í þrot. Engir möguleikar eru á slíkum afskriftum hjá evruþjóðum í vanda.

Tekjur í íslenskum krónum, hvort sem er hjá ríki eða td OR, hækka ekki eða miklu minna en skuldirnar. Viðráðanleg staða í erlendum skuldum getur því hæglega orðið óviðráðanleg ef gengi krónunnar hrynur.

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 17:58

6 identicon

Já Ásmundur. Og ESB lendir ekki í peningaskorti, þeir prenta bara meiri peninga!

Hahaha!!  Þetta verður aldrei gamalt!

Þú ert bara svvoo mikill hálfviti!!

Þú heldur virkilega að þú hafir vit á einhverju copy-paste dóti

palli (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 18:32

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, ég VEIT að ríkið hefur engar gjaldeyristekjur. Ríkið hefur engar aðrar tekjur en þær sem skattheimta þess gefur því. Þeim mun meiri ástæða fyrir Ríkið að stofna ekki til sjálfstæðra skulda og spara sem mest það má.

Og þökk sé "hrunstjórninni" svokölluðu að hún hafði séð til þess að greiða niður skuldir þjóðarbúsins á árunum fyrir hrun. Eina vandamálið eru ábyrgðir sem ríkið hefur hugsanlega og vanhugsað tekið á sig fyrir útvalin fyrirtæki. OR stóð vel að vígi áður en lukkuriddarar R-lista borgarinnar fengu mikilmennskubrjálæði.

En við þekkjum bæði hvernig milliríkjaverslun gengur fyrir sig. Allt sem keypt er erlendis frá er greitt þangað með viðkomandi gjaldeyri. Allt sem selt er til útlanda er greitt hingað í viðkomandi gjaldeyri. Mismunurinn á viðskiptunum kallast viðskiptajöfnuður - og hefur ekkert með krónuna að gera á þessu stigi. Seðlabankinn miðlar öllu; út og inn. Skattmann krukkar svo ekki í viðskiptin fyrr en allt að 22 mánuðum síðar.

Kolbrún Hilmars, 25.8.2012 kl. 18:58

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

PS: Tollurinn tekur auðvitað sitt jafnóðum fyrir innflutning; tolla og VSK en ég geri greinarmun á honum og skattinum.

Kolbrún Hilmars, 25.8.2012 kl. 19:03

9 Smámynd: Bragi

Ég mæli með því að þú farir að læra einhverja hagfræði áður en þú tjáir þig um hana, Ásmundur, það er hræðilegt að lesa sumt eftir þig.

Bragi, 25.8.2012 kl. 20:34

10 identicon

Kolbrún, viðskiptajöfnuður segir til um samtals viðskipti þjóðarinnar en ekki breytingu á stöðu ríkissjóðs.

Þú gerir þér væntanlega grein fyrir að með gengishruni krónunnar um helming tvöfaldast tekjur útflutningsfyrirtækjanna.

Þeirra gróði kemur fram sem tap annarra, einkum almennings, vegna minni kaupmátts launa, og ríkisins meðal annars vegna hækkunar á skuldum.

Þegar erlendar skuldir ríkisins tvöfaldast en tekjur hækka miklu minna getur góð staða breyst í afleita stöðu.

Eftir hrunið voru skuldir OR orðnar fjórum sinnum meiri en þegar R-listinn hætti. Skuldirnar höfðu undir stjórn Sjálfstæðisflokksins tvöfaldast talið i erlendu gjaldmiðlunum en fjörfaldast í krónum talið.

Skuldirnar urðu því fyrst hættulega miklar á vakt Sjálfstæðismanna. VG var hluti R-listans svo að þú ert greinilega sjálfstæðismanneskja eins og flestir sem skrifa hér. 

Málflutningur Vinstrivaktarinnar höfðar mest til sjálfstæðismanna. Þeir hafa ekki áhyggjur af fylgishruni VG sem sundrung innan flokksins leiðir óhjákvæmilega til.

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 20:54

11 identicon

Bragi, það færi betur á að þú segðir ekki orð frekar en að  vera uppvís að öðru eins rökþroti.

Þú reynir ekki einu sinni að rökstyðja mál þitt og lætur eins og að það að taka nógu djúpt í árinni komi í staðinn fyrir það.

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 21:02

12 Smámynd: Bragi

Ásmundur:

"Það hefur ekkert með evru að gera að ríki verða að greiða hærri vexti eftir því sem traust á þau minnkar td vegna aukningar skulda. Við ættum að þekkja þetta."

Ef það hefur ekkert með evru að gera ættirðu að vera á þeirri skoðun að okkar slæmu kjör séu ekki krónunni að kenna. Þú ert það ekki og ert þar með kominn í mótsögn við sjálfan þig. Þetta var bæði evru og krónu að kenna á þessum svæðum, öllu frekar stórvægilegum kerfisgöllum. Það sem ESB- og evruandstæðingar halda fram að kerfisgallarnir sem eru fyrir hendi í Evrópu verða ekki leystir.

"Ef ég man rétt fór skuldatryggingarálag á Ísland upp fyrir 1000 sem er vísbending um að Ísland þurfti að greiða 10% í vexti umfram viðmiðunina ef einhver var tilbúinn til að lána."

Ef þú ert svona mikið inn í skuldatryggingarálögum, viltu ekki upplýsa okkur hvernig staðan er þar núna?

"Aðalástæðan fyrir miklu hærri raunvöxtum á Íslandi en evrusvæðinu er að krónan nýtur litils trausts vegna smæðar. Smæðin veldur því að hún getur hrunið niður úr öllu valdi þegar minnst varir."

Alrangt. Ástæðan fyrir miklu hærri raunvöxtum hérna er að litlu leyti tilkomin vegna lítils gjaldmiðils, meirihlutann má rekja til kerfisgalla sem ýta undir verðbólgu, t.d. verðtryggingarkerfið og engar reglur varðandi verðtryggingarsjóð banka.

Þú ræðir alltaf um eins og erlendar skuldir séu normið hjá okkur. Svo er ekki. Svo var hins vegar, sér í lagi þegar fjármálafyrirtækin ýttu ólögmætum gengistryggðum lánum í átt að almenningi. Það er vandamál smárra hagkerfa með eigin gjaldmiðil að fara ekki í erlendar skuldir, það er alveg rétt, en þa er tvímælalaust kostnaður til lengri tíma séð sem er vert að taka.

Þú ert enn haldinn hugsanavillu vegna útflutnings. Það eru nokkrir þættir sem skapa hagvöxt; einkaneyslu, samneysla, fjárfesting og nettóútflutningur. Þegar gengi gjaldmiðils fellur ýtir það ekki bara undir útflutning, heldur minnkar innflutning og ýtir undir innlenda framleiðslu. Það að þú haldir að útflutningur sé af hinu slæma segir ansi margt.

Spánn skuldaði nánast ekki neitt fyrir hrun, líkt og við. Hvernig er ástandið á Spáni, þrátt fyrir tiltöluleag „lágar“ opinberar skuldir? Bankakerfið er að sliga landið, en líkt og Íslendingar gerðu, geta Spánverjar ekki annað en tekið ábyrgð á sturluðu bankakerfi. Það var okkur til happs að vera ekki innan ESB, annars hefðum við þurft að taka ábyrgð á bankakerfinu, mundu það.

Að lokum: Skoðaðu einfaldar hagtölur frá árinu 1999 og til með ársins 2011. Þrjú lönd sem upphaflega tóku upp evruna hafa vaxið eins mikið og við; Finnar, Þjóðverjar og Hollendingar minnir mig. Þrjú lönd. Á þessum tíma vorum við með handónýtt frjálst flotgengi, ömurlega lítinn gjaldmiðil og uppplifuðum eitthvað versta efnahagsáfall sem hefur dunið yfir vestrænt ríki. Vaknaðu.

Bragi, 25.8.2012 kl. 21:49

13 identicon

Bragi, krónan hefur mikli meiri áhrif til hækkunar á vöxtum erlendra lána á Íslandi en evran í evrulöndum.

Það gefur augaleið að sveiflur á gengi hennar geta auðveldlega valdið fjármagnsflótta úr landi. Menn taka ekki áhættu með gengið nema hafa ávinning af því í hærri vöxtum. Það er engin mótsögn í þessu. 

Að hærri vextir stafi af kerfisgalla verðtryggingar er bull sem lýsir miklu skilningsleysi á verðtryggingunni.

Verðtryggingarkerfið kemur ekki í veg fyrir að hægt sé að hafa svo lága raunvexti að greiðslubyrðin geti lækkað um meira en helming. Ástæðurnar eru aðrar eins og ég hef ítrekað fært rök fyrir.

Ég hef að sjálfsögðu hvergi sagt að útflutningur væri af hinu slæma. Hvernig dettur þér það í hug? Það sem þú segir um einkaneyslu, samneyslu, innflutning, hagvöxt osfrv er ekki í mótsögn við neitt sem ég hef sagt.

Ég var aðeins að benda á þær miklu fjármagns- og tekjutilfærslur sem gengishrun hefur í för með sér.

Þú ætlar kannski að mótmæla því að ríkissjóður hafi ekki tekjur í gjaldeyri og verði því að kaupa hann til að greiða erlendar skuldir nema hann taki aftur erlend lán eða gangi á gjaldeyrisvarasjóðinn?

Ef þjóð sem er með mjög miklar erlendar skuldir þarf að kaupa gjaldeyri á tvöfalt hærra verði en áður getur gengishrun varla verið lausn á skuldavanda.

Vandi Spánar eru einkum skuldir einkaaðila frekar en ríkisins. Þeir geta ekki tekið sér íslensku aðferðina til fyrirmyndar vegna þess að við afskrifuðum 7500 milljarða af skuldum bankanna sem gaf svigrúm til að afskrifa skuldabréfin sem nýju bankarnir höfðu keypt með miklum afföllum.

1999 var Ísland rétt nýbyrjað að rísa upp úr öskustónni vegna EES-samningsins. Norðurevrópu- og Vesturevruþjóðirnar voru þá miklu lengra á veg komnar. Það er vel þekkt að efnahagslega vanþróuð ríki vaxa hratt fyrst eftir að þau fara að losa um höft og þróast efnahagslega í átt að umheiminum.

Vöxtur hefur annars verið litill í heiminum frá því að netbólan sprakk vorið 2000. Evrulönd skera sig alls ekki úr hvað þetta varðar. Td er Nasdaq vísitalan miklu lægri i dag en vorið 2000.

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 23:09

14 Smámynd: Bragi

"Bragi, krónan hefur mikli meiri áhrif til hækkunar á vöxtum erlendra lána á Íslandi en evran í evrulöndum.

Það gefur augaleið að sveiflur á gengi hennar geta auðveldlega valdið fjármagnsflótta úr landi. Menn taka ekki áhættu með gengið nema hafa ávinning af því í hærri vöxtum. Það er engin mótsögn í þessu."

Mótsögnin er að þú reynir að kenna öðrum gjaldmiðli um hrun meðan þú kennir hinum ekki sams konar hrun svipað bágstaddra ríkja (lesist mun bágstaddra ríkja) evrusvæðisins. En þú mátt reyna að snúa út úr eins og þig lystir. Það breytir ekki staðreyndum.

"Að hærri vextir stafi af kerfisgalla verðtryggingar er bull sem lýsir miklu skilningsleysi á verðtryggingunni.

Verðtryggingarkerfið kemur ekki í veg fyrir að hægt sé að hafa svo lága raunvexti að greiðslubyrðin geti lækkað um meira en helming. Ástæðurnar eru aðrar eins og ég hef ítrekað fært rök fyrir."

Áður en hakka þig í mig hvað varðar verðtryggingarkerfið, þá er hér fyrsta setning virts hagfræðings á þeim tímum (8. áratugurinn) þegar mörg vestræn ríki glímdu við verðbólgu en hann skrifaði pappír sem heitir einfaldlega „Indexing and inflation“: „The main reason governments are reluctant to adopt price indexation in their own transactions and encourage its use in the private sector is that indexing is thought to be inflationary.“ Slóðin er hér, http://www.nber.org/papers/w0670.pdf

"Þú ætlar kannski að mótmæla því að ríkissjóður hafi ekki tekjur í gjaldeyri og verði því að kaupa hann til að greiða erlendar skuldir nema hann taki aftur erlend lán eða gangi á gjaldeyrisvarasjóðinn?"

Við vitum bæði tvö/báðir tveir að þetta ástand sem ríkir núna hjá ríkissjóði er tilkomið vegna brjálaðrar stefnu fyrir hrun, og við þurftum a skuldsetja ríkissjóð í botn vegna þeirrar stefnu. Það tekur langan tíma að laga svoleiðis, bæði hjá þjóðum sem hafa sjálfstæðan gjaldmiðil og hjá þeim sem hafa hann ekki. Um leið og þú setur út á erlenda skuldsetningu ríkissjóðs Íslands, vegna þess að við vorum ekki í gjaldmiðlasamstarfi, hvernig væri þá að gagnrýna niðurskurðarstefnu AGS í evrulöndunum, en þeir voru ekki svo harðir hér heima fyrir á sínum tíma? Af hverju heldurðu að það verið? Mögulega vegna meiri vaxtar í útflutningi landsins sökum sjálfstæðs gjaldmiðils?

"Vandi Spánar eru einkum skuldir einkaaðila frekar en ríkisins. Þeir geta ekki tekið sér íslensku aðferðina til fyrirmyndar vegna þess að við afskrifuðum 7500 milljarða af skuldum bankanna sem gaf svigrúm til að afskrifa skuldabréfin sem nýju bankarnir höfðu keypt með miklum afföllum."

Vandi okkar til að byrja með var auðvitað skuldir einkaaðila fremur en ríkisins líka, það veistu alveg jafn vel og ég. Og já, þeir geta ekki tekið íslensku leiðina vegna þess að þeir eru í ESB og evrusamstarfinu. Sem virðist, eftir á að hyggja viðurkenni eg fúslega, mun betri kostur.

"1999 var Ísland rétt nýbyrjað að rísa upp úr öskustónni vegna EES-samningsins. Norðurevrópu- og Vesturevruþjóðirnar voru þá miklu lengra á veg komnar. Það er vel þekkt að efnahagslega vanþróuð ríki vaxa hratt fyrst eftir að þau fara að losa um höft og þróast efnahagslega í átt að umheiminum."

Þú ert hér að reyna að taka sömu rök eins og ég tók á þig varðandi Grikkland vs. Ísland. Hrikalegt að sjá þetta. Staðreyndin er sú að árið 1999 voru 6 evruíki fyrir ofan ríkidæmi Íslands; Lúxemborg (hversu marktækt sem það svo er), Holland, Írland, Austurríki, Þýskaland og Belgía. Staðreyndin er sú (skil Lúx eftir) að 3 evruríki hafa vaxið eins mikið eða meira og við síðan ´99; Holland, Þýskaland og Finnland. Þannig að það sem þú sagðir áðan varðandi að fátækari ríki vaxi hraðar, sem er rétt undir venjulegum kringumstæðum, hefur ekkert að segja hér. Ástæðan? Evran. Sjá http://stats.oecd.org/index.aspx?queryid=559#

Bragi, 26.8.2012 kl. 00:19

15 identicon

Það er auðvitað algjör rökleysa að vegna þess að krónan er hrunvaldur þá sé evran það einnig.

Gengi krónunnar hrynur vegna smæðar hennar. Það getur hæglega valdið alvarlegu efnahagshruni. Evran er miklu stöðugri gjaldmiðill.

Það er td ljóst að ef við hefðum haft evru þegar hrunið varð, þá hefðu lán ekki hækkað og almenningur og fyrirtæki ekki fundið nærri jafnmikið fyrir áfallinu. ´

Reyndar hefði varla orðið neitt hrun hér með evru. Það hefði allavega ekki orðið nærri jafnalvarlegt og raunin varð. 

Það má vera að verðtrygging valdi aukinni verðbólgu í löndum þar sem verðbólga er aðeins lítið brot af því sem hér er. Í slíkum löndum er heldur engin ástæða til að koma á verðtryggingu.

Mesta verðbólga á Íslandi var áður en verðtygging var tekin upp og áður en áhrifa Ólafslaga var farið að gæta að ráði. Það skýtur því skökku við að kenna verðtryggingunni um verðbólguna.

Á Íslandi gegnir öðru máli en þar sem verðbólga er lítil. Hér er mikil verðbólga af öðrum ástæðum. Hér er verðtrygging lausn á vanda sem fylgir verðbólgunni.

Eins og ég haf rakið áður eru óverðtryggð lán með svo misháa greiðslubyrði að margir geta ekki staðið í skilum nema þau séu með neikvæðum raunvöxtum sem hefur mjög alvarlegar efnahagslegar afleiðingar.

Auk þess myndu slík lán krefjast gjaldeyrishafta til frambúðar. Annars er auðvitað best að losna við verðtrygginguna en það verður ekki gert með góðu móti nema með því að taka upp evru.

AGS gerði strangar kröfur um niðurskurð hér eins og annars staðar. Við stóðum hins betur að vígi en þessar tilteknu evruþjóðir vegna hás verðs og mikillar eftirspurnar á okkar helstu útflutningsvörum.

Hrun á gengi krónunnar hefur ekki haft nein áhrif á tekjur okkar í erlendum gjaldmiðlum vegna sjávarútvegsafurða, áls ofl. Eftir sem áður seljum við allt sem við öflum á sama verðinu og ella hefði orðið.

Spurningin er hins vegar um ferðaþjónustuna. Þó að ferðamönnum hafi fjölgað mikið þá eyðir hver þeirra miklu minna í krónum hér á landi eftir hrun þrátt fyrir töluverða verðbólgu.

Reiknað í erlendu gjaldmiðlunum er munurinn svo mikill að þessi eyðsla samtals er miklu minni en fyrir hrun.

Eldgos, sem vakið hafa heimsathygli, hafa valdið mikilli aukningu ferðamanna á Íslandi. Þótt ekkert gengishrun krónu hefði orðið hefðu ferðamenn streymt hingað vegna þessara eldgosa.

Íslenska leiðin var ekki sjálfviljug leið. Hún var einfaldlega óhjákvæmilegt allsherjarhrun. Við reyndum að fá lán til að halda bönkunum starfandi en komum alls staðar að lokuðum dyrum.

ESB leggur ríkjum engar skyldur á herðar að styðja við einkabanka til að komast hjá gjaldþroti þeirra.

Þau gera það sjálfviljug vegna þess að þau telja réttilega að afleiðingarnar af að gera það ekki verði miklu verri. Þetta ætti jafnt við þó að þau væru ekki í ESB.

Ástæðan fyrir því að hrun Íslands hafði ekki meiri áhrif annars staðar en raunin varð er smæðin. Ef miklu stærra land hefði lent í því sama hefðu afleiðingarnar orðið hrikalegar auk þess sem það hefði ekki getað fengið sömu aðstoð og Ísland, hvað þá mörg um svipað leyti.

Ég sagði ekki að Ísland hefði verið fátækt fyrir 1999 heldur vanþróað. Mörg olíuríki í dag eru rík en vanþróuð. Ójöfnuðurinn er þar gífurlegur og margir búa við mikla fátækt þrátt fyrir ríkidæmið.

Það er athyglisvert að þrátt fyrir kreppuna á evrusvæðinu skuli fjögur evruríki hafa vaxið meira en Ísland frá 1999 þegar þau tóku upp evru. 

Þetta er sérstaklega athyglisvert í ljósi þess mikla vaxtar sem EES-samningurinn leiddi til hér. Gjaldeyrishöft til frambúðar samrýmast hins vegar ekki EES-samningnum.

Það verður ekki séð að Ísland með evru án bandamanna muni spjara sig á komandi árum nema helst með síversnandi gjaldeyrishöftum, töluverðri  einangrun og mikilli lífskjaraskerðingu.

Þeir sem vilja ekki ganga í ESB hljóta því að hafa aðra lausn í huga. Hver er hún? Ef ESB-aðild verður hafnað óttast ég annað hrun á næstu árum  með mun alvarlegri afleiðingum en 2008.

Þá verða skuldir ríkisins miklu meiri og þá verða engar 7500 milljarðar til að afskrifa. Við getum heldur ekki búist við sömu aðstoð og 2008 eftir að hafa hafnað ESB. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 11:35

16 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, þú hittir naglann á höfuðið; ég er sjálfstæðismanneskja. 

Ekki þó í flokkslegum skilningi.  Þar hef ég verið munaðarleysingi síðan Kvennalistinn lagði sjálfan sig niður og er enn að leita að nýjum valkosti.

Þú getur ef til vill gefið mér góð ráð?

Kolbrún Hilmars, 26.8.2012 kl. 12:18

17 identicon

Sömu aðstoð og 2008???

Ásmundur, reyndu nú að ná bara smá tökum á þessar svæsnu veruleikafirringu þinni.

Það er alveg ótrúlegt að horfa upp á jafn geðbilaðan einstakling opinbera eigin heimsku og rugl.

Þvílíkur fábjáni!!!

Já og ESB lendir aldrei í peningaskorti, þeir prenta bara peninga, skv. Ásmundi.

Alveg ótrúlegt!! Hvernig er hægt að vera svona ruglaður????

Og ég tek hattinn ofan fyrir Braga, að reyna yfirleitt rökræður við þennan apakött. Það er auðvitað tilganglaust. Náunginn er á sinni eigin plánetu.

palli (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 13:18

18 Smámynd: Bragi

Ásmundur:

Þú skilur ekki grunnatriði í hagfræði og því tilgangslaus að ræða áfram við þig á þessum nótum. Þú nærð einfaldlega ekki að tengja saman orsakasamhengi hluta.

Nema þú spilir svona einfaldan til að standa í þrasi, það er alltaf möguleiki, maður þekkir nokkra svoleiðis.

Bragi, 26.8.2012 kl. 15:57

19 identicon

Bragi, útskýrðu fyrir mér í stuttu máli þessi grunnatriði í hagfræði sem ég skil ekki og í hvaða aðalatriðum ég næ ekki að tengja saman orsakasamhengi hlutanna.

Í ljósi þess, að það er einmitt það sem ég geri meðan þú virðist aðallega vera með órökstuddar fullyrðingar út frá óskhyggju, eru þetta undarlegar fullyrðingar, jafnvel hrein öfugmæli.

Eitt grunnatriði hagfræðinnar er jafnvægismyndun á milli framboðs og eftirspurnar í frjálsu hagkerfi.

Eins og ég útskýrði þá veldur þetta lögmál því að vextir verða óhjákvæmilega hærri á Íslandi en í evrulöndum meðan krónan er gjaldmiðillinn og viðskipti með gjaldeyri eru frjáls.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 09:15

20 identicon

Ásmundur:

"ESB lendir aldrei í peningaskorti, þeir prenta bara peninga"

Þegar Ásmundur fattar hvað þetta er óendanlega heimsk setning, og gjaldfellir ALLT sem hann segir, þá fattar hann líka hvað hann er sjálfur heimskur og mun halda kjafti um ókomna tíð.

En það gerist auðvitað aldrei. Hann er auðvitað of heimskur til að fatta eigin heimsku.

palli (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 10:55

21 Smámynd: Bragi

Ásmundur: Ætla að setja þetta fram á einfaldan máta. Ef verðtrygging veldur verðbólgu, veldur það hærri vöxtum en ella (til að halda jákvæðum raunvöxtum). Ef verðtrygging veldur verðbólgu, þýðir það að verðbólga verður lægri ef hún er afnumin. Ef verðbólga verður lægri þegar hún er afnumin þýðir það að vextir geta lækkað samhliða. Það er að segja, bæði lægri verðbólga og lægri vextir. Sem veldur því að heimili geta tekið óverðtryggð lán. Auk þess sem peningamálastefna SÍ myndi grípa strax í neysluhegðun fólks, þ.a. að það þyrfti enn lægra vaxtastig en ella. Auk þess sem slíkur stöðugleiki myndi ekki hækka raungengi meira en ella og stuðla að auknum viðskiptahalla vegna meiri innflutnings og minni útflutnings. Sem er einkar mikilvægt fyrir þjóð sem treystir mikið á útflutning. Auk þess sem þetta myndi ekki leiða til vaxtamunaviðskipta í jafn miklu mæli og hækka gengið enn meira. Skilurðu núna? Á þessum ca. 30 árum síðan hún var tekin upp höfum við séð vaxtafrelsi á Íslandi, frjálsa fjármagnsflutninga, hlutabréfa- og millibankamarkað stofnaða.

Engar reglur gilda um verðtryggingarjöfnuð bankanna, sem er svo meirihluti af þeirra eigin fé. Sérðu ekki þá hvatningu sem myndast hja bönkum við að reyna að keyra verðbólgu hér upp? Og hvað SÍ á erfitt með að stoppa það í verðtryggðu kerfi nema með mjög háum vöxtum?

Bragi, 27.8.2012 kl. 13:51

22 identicon

Bragi, meinlokan hjá þér er að gefa þér að verðtrygging valdi verðbólgu. Ég hef hins vegar fært rök fyrir því að svo sé ekki allavega hér á landi þar sem verðbólga er mikil af öðrum ástæðum.

Þú gefur þér að raunvextir á verðtryggðum lánum verði lægri en á óverðtryggðum lánum þrátt fyrir að þeir hafa reynst hærri mörg undanfarin ár eins og þú sjálfur bentir á. Þú gengur því út frá röngum forsendum í röksemdafærslu þinni.

Það er eins og þú teljir að ef verðtrygging verður afnumin verði nafnvextir óbreyttir. Að sjálfsögðu munu þeir hækka mikið og verða breytilegir. 

Eins grunar mig að þú haldir að Alþingi geti afnumið verðtryggingu á þegar teknum lánum. Alþingi getur sem betur fer ekki breytt lánaskilmálum nema ef ríkið er lánveitandi. Eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar koma í veg fyrir það.

Það eru engin rök fyrir því að nafnvextir verðtryggðra lána lækki með minni verðbólgu.

Það má segja að það geti staðist að verðtrygging valdi verðtryggingu ef vextir á verðtryggðum lánum hækka ekki í samræmi við verðbólgu.

Slíkt fyrirkomulag er hins vegar í fyrsta lagi ekki sanngjarnt, í öðru lagi efnahagslega skaðlegt og í þriðja lagi er útilokað að lánastofnanir samþykki það.

Margir hafa haldið því fram að áhættan með verðtryggð lán sé öll lántaka. Hann þarf þó aldrei að greiða meira að raunvirði en samið var um.

Ef lán eru óverðtryggð með föstum hóflegum vöxtum, eins og krafa er um, mun lánveitandi hins vegar mjög líklega aðeins fá brot af lánsupphæðinni tilbaka.

Áhætta lánveitanda með óverðtryggt lán á hóflegum föstum vöxtum er því margfalt meiri en áhætta lántakans af verðtryggðum lánum.

Lántaki tekur í raun aðeins þá áhættu að kaupmáttur launa rýrni á lánstímabilinu. Meiri líkur eru þó á að kaupmátturinn hækki þannig að greiðslubyrðin léttist.

Ég skil ekki hvað þú átt við með að engar reglur gildi um verðtryggingarjöfnuð bankanna. Það eru lög um hvernig verðtryggð lán hækka. Hvað viltu meira?

Ef það vantar lög og reglur um þessa hluti þá er bara að drífa í að setja þau.

Það versta við verðtrygginguna er að margir skilja hana ekki. Þeir skilja ekki að þótt lán hækki í krónum að þá lækkar raunvirði þeirra. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 27.8.2012 kl. 18:28

23 identicon

Meinleg villa er í athugasemd minni #22. Á eftir fimmtu greinaskilim á að koma:

Það má segja að það geti staðist að verðtrygging valdi verðbólgu ef vextir á verðtryggðum lánum hækka ekki í samræmi við verðbólgu.

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 07:25

24 identicon

Enn er þetta rangt. Svona á þetta að vera:

Það má segja að það geti staðist að verðtrygging valdi verðbólgu ef vextir á óverðtryggðum lánum hækka ekki í samræmi við verðbólgu.

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband