Hraðferðin inn í ESB er orðin langferð inn í myrkrið

Ólgan í VG er auðskilin. Össur boðaði hraðferð inn í ESB. En nú þremur árum eftir að lagt var af stað er aðeins lokið við tíu kafla fyrirhugaðs samnings og þeir fjalla nær eingöngu um það sem samið var um í EES samningi. Mikilvægustu kaflarnir hafa enn ekki verið opnaðir. ESB neitar að sýna á spilin.

 

Hins vegar vita Íslendingar í grófum dráttum hvað í boði er. Ósvífni og hótanir ESB í makrílmálinu hafa sýnt þjóðinni hvers er að vænta eftir aðild.

 

Þegar samþykkt var á Alþingi að sækja um ESB-aðild var fullyrt að þar sem Ísland hefði þegar tekið upp regluverk ESB um innri markaðinn í kjölfar EES-samningsins myndi ganga greitt fyrir sig að kanna hvað í boði væri að öðru leyti, m.a. í sjávarútvegs og landbúnaðarmálum. En hver er staðan nú þremur árum eftir að þessi meinta hraðferð hófst.

 

Á undanförnum mánuðum hafa aftur og aftur borist fréttir um að „góður gangur sé í viðræðunum“. Það eru þó hrein öfugmæli ef litið er til þess sem í rauninni hefur gerst. Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins kemur fram að fyrirhugðir samningskaflar séu 35. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hafa einungis 18 af þessum 35 köflum verið „opnaðir“ og aðeins 10 köflum hefur verið „lokað“.

 

Skoðum svo nánar hvað þessir átján kaflar innihalda: fjórtán þeirra fjalla um málaflokka sem samið var um að hluta eða öllu leyti í EES-samningum og einn kafli til viðbótar fjallar um efni (réttarvörslu) sem Ísland hefur áður innleitt í samræmi við gerða alþjóðasamninga. Þeir tíu kaflar sem hefur verið „lokað“ fjalla allir um efni sem þegar hefur verið samið um.

 

Það er því lítið annað en látalæti og skrípaleikur þegar Össur og samninganefndin eru að mikla það fyrir þjóðinni þegar haldnar eru formlegar og hátíðlegar ríkjaráðstefnur ESB um Ísland að svo og svo margir kaflar séu opnaðir og öðrum lokað, úr því að staðreyndin er sú að í langflestum tilvikum er um að ræða efniskafla sem samið var um fyrir tveimur áratugum, þ.e. seinni hluta árs 1992.

 

Allir erfiðustu og vandasömustu kaflarnir standa enn eftir óhreyfðir og óopnaðir, nú þremur árum eftir að sótt var um aðild, þar á meðal kaflarnir um sjávarútveg og landbúnað. Það er því hrein fjarstæða að „góður gangur sé í viðræðunum“. Samningarnir eru skammt á veg komnir og ganga bersýnilega illa.

 

Ljóst er og viðurkennt af öllum að samningur verður ekki gerður á þessu kjörtímabili Alþingis. Þjóðin á það sem sagt á hættu að hafa þetta mál hangandi yfir sér enn í nokkur ár með þeim gífurlega kostnaði sem því fylgir nema því aðeins að hún knýi það fram í væntanlegum alþingiskosningum að þessu tilgangslausa aðildarbrölti sé vikið til hliðar.

 

En hvers vegna hefur samningsferlið gengið svo hægt og illa sem raun ber vitni? Því verður svarað í síðari pistli hér á Vinstrivaktinni. - RA


mbl.is Meirihluti snýst gegn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki veit ég hver skrifaði undir dulnefninu Seiken, en mig langar að vitna til frábærrar athugasemdar Seiken sem birtist hér 31. 10. 2011 kl. 15:10. 

Þessi athugasemd útskýrir það hvers vegna Atli Gíslason og Lilja Mósedóttir yfirgáfu endanlega þingflokk VG ... og sögðu sig úr VG.

Það var vegna viðurstyggilegrar samansúrrunar Icesave málsins og ESB aðlögunarinnar, með Deutsche Bank og AGS sem þrælapískarana, sem heill haugur af fyrrverandi og núverandi fjór-flokks-hyski sagði hallelúja við:  

Það var kominn tími til að fólk færi að kveikja á perunni hvað þetta mál varðar. Atli Gísla var í raun fyrir löngu búinn að gefa þetta í skyn. Og verksummerkin eftir þessa atburðarrás eru alls staðar.

a) VG sækir um í ESB, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað fyrir kosningar.

b) Um leið og stjórnin tekur við þá er breytt um stefnu í Icesave (Svavar sendur af stað) og kemur heim með afleitan samning enda hefði ESB neitað að taka við aðildarumsókninni ef að Íslendingar hefðu ekki samið í málinu.

c) Stjórnvöld taka aldrei til varna fyrir Ísland í Icesave málinu erlendis.  ESB getur alltaf hótað að afgreiða ekki umsókn um aðild ef SJS og JS eru með einhvern derring.

d) Nýji landsbankinn gefur út skuldabréf í erlendri mynt (ca. 300 milljarðar) og leggur inn í þrotabú gamla bankans. Viðsemjendurnir í Icesave geta þar með sneitt framhjá gjaldeyrishöftunum.

e) Deutsche Bank er kallaður að samningaborðinu þegar verið er að semja um uppbyggingu bankana ásamt Hollendingum og Bretum. Niðurstaðan er algjör uppgjöf í skuldamálum heimila og endurreisn bankakerfisins. Evrópskir kröfuhafar fá aðstoð við að háma í sig skuldug heimili og fyrirtæki. Aldrei fæst upplýst um hvað nákvæmlega var samið. Þetta kallar SJS að "normalisera samskiptin við útlönd".

f) JS og SJS hafa alltaf viljað afnema verðtryggingu en nú er það allt í einu ekki hægt.  Verið er að nota verðtrygginguna sem svipu á kjósendur til þess að fá þá til þess að styðja aðild að sambandinu. Minni á að nóbelsverðlauna-hagfræðingurinn kallaði verðtrygginguna "anti-social" í Silfri Egils í gær.

g) Það eru fyrst og fremst aðildarsinnar innan SF og VG sem hafa tekið þátt í að sakvæða almenning í umræðum um skuldamál heimilanna.  Og hverjir eru það sem mala hæst um hversu illa var farið með kröfuhafa og því hafi verið réttlætanlegt að senda skuldug heimilinn til vinnu í grjótnámum bankanna, sem voru endurreistir sem innheimtustofnanir kröfuhöfum til dýrðar en ekki með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi (good bank-bad bank)? Hefur einhver spurt Mats Josefsson af hverju hann yfirgaf landið í fýlu?

Er ekki orðið tímabært að fara að vakna kæru landsmenn?

Það var Joseph Stieglitz, sem er Nóbelsverðlauna-hagfræðingurinn, sem kallaði verðtrygginguna and-samfélagslega, en Steingrímur J. setti upp luntasvip þrjóskunnar, 65 ár samtals ríkisverðtryggður til launa og lífeyris með Jóhönnu Sig., þegar Stieglitz bauðst til að gefa honum góð ráð til hagsbóta fyrir alla þjóðina. 

Nei, fjósamaðurinn, sem kvittar undir alla gjörninga Deutsche Bank, hrægamma og erlendra vogunarsjóða undir drekavæng AGS, vildi ekki góð ráð frá Stieglitz til hagsbóta fyrir alla þjóðina. 

Kannski spilaði þar líka inn blind heift og valdnauðgunarárátta Steingríms J. í garð Lilju Mósedóttur, sem  hafði forgöngu um það að fá þennan mjög svo virta hagfræðing hingað til lands til að gefa góð ráð til heilla og hagsbóta fyrir alla þjóðina. 

Það voru margir velviljaðir, karlar og konur, sem reyndu strax eftir Hrunið, að koma vitinu fyrir ríkis-verðtryggðu 4-flokka hirðina,

sem öll hefur hins vegar staðið þétt saman vegna eigin sérhagsmuna til að ræna íslenskan almenning í gegnum ár og áratugi, enda nýtir öll 4-flokka hirðin ríkis-verðtrygginguna til opin-berra launa sinna og lífeyris.

VG er eitt lygamerki og svika.  Er nema von að Atli og Lilja hafi yfirgefið VG? 

Ég vitna beint til skýrra og umbúðalausra orða Atla í ræðu hans á þingi í maí, eldhússdagsumræður á þingi: 

“Icesave-samningurinn sem var lagður fram í júní 2009 var skilgetið afkvæmi umsóknarinnar.

Samningurinn var skilyrði þess að umsóknin yrði móttekin en ekki endursend ríkisstjórninni.

Það kom flatt upp á marga að samningurinn skyldi liggja fyrir strax í júní 2009.

Steingrímur J. Sigfússon sagði í apríl sama ár að það lægi ekkert á að semja. En skýringin lá í augum uppi.

Samningurinn var lykill Steingríms J. að stjórnarsamstarfi og ráðherradómi og hluti af aðildarumsókninni sem aftur skýrði leyndina.

Á síðari stigum málsins kom ESB með virkum hætti inn í dómsmálið fyrir EFTA-dómstólnum.”

Atli Gíslason sagði það, sem sagt, nánast berum orðum á þingi nú í maí, að

Steingrímur J. er undirförull lygari.

Ég man það einnig að Steingrímur J. sagði, daginn fyrir fyrri þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave, sama dag og hann flaug í fýlu til Akureyrar:

"Hvernig halda menn að sé hægt að semja, þegar menn vilja ekki semja?"

Í ljósi orða Atla Gíslasonar er okkur öllum nú orðið fullkomlega ljóst

um hvaða samansúrraða samning Steingrímur J. var að tala:

Icesave, aðgöngumiðann að ESB. 

Ég spyr því Ögmund Jónasson, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, Jón Bjarnason

... og einnig Ragnar Arnalds ... hvort þið ... kjósið ykkur enn

að vera áfram félagar í þeim flokki, VG, sem undirförli svikarinn stofnaði?

Verið nú hreinskiptin og fetið í fótspor Lilju og Atla með því

að segja ykkur úr VG, flokki undirförla svikarans. 

Ég skil ekki annað en að þið þorið að koma hreint fram til dyranna,

eða eru einhverjar krókaleiðir sem tefja ykkur?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 17:24

2 identicon

Viljið þið, Ögmundur, Guðfríður, Jón og Ragnar

áfram fylkja liði undir kasúldnu stofn-vörumerki undirförla lygarans?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 18:15

3 identicon

Tekið skal fram, að ég hef sent Ögmundi, Guðfríði og Jóni tölvupóst

og tilkynnt þeim að þeirra bíði hér spurningar, sem þeirra er að svara

af fyllsta heiðarleika ... ef þau hafa þor og dug til.  Hvað með Ragnar?

Ef þið þorið að svara, af fyllsta heiðarleika, þá þurfið þið ekkert að óttast.

Einungis þau sem hafa óhreint mél í pokahorninu óttast heiðarleikann.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 20:01

4 Smámynd: Elle_

Fólk gengur fulllangt og of harkalega fram þegar það krefur óbreytta menn svara og talar við fyrrverandi stjórnmálamenn eins og stjórnmálamenn.

Elle_, 13.8.2012 kl. 21:28

5 identicon

Elle mín, mér finnst þú gera lítið úr Ragnari, algjörlega ómakllega. 

Heldurðu að hann sé ekki maður til að svara fyrir sig sjálfur?

 Mundu þetta svo Elle mín:

Í nafni VG endur-einkavæddi Steingrímur J. hrun-bankana

í samfloti með hrun-ráðherrum samFylkingarinnar.  Vinstri/hægri hvað?

Í nafni VG hefur Steingrímur J., simmsalabimm ráðherra VG,

kvittað undir alla gjörninga Deutsche Bank, hrægamma og erlendra

vogunarsjóða, hvort heldur er á Wall Street, City eða Frankfurt.

Haldið þið 4 að fólk þekki ekki þessa gjörning Steingríms J., í nafni VG?

Heldur nómenklatúra VG að fólk sé fífl?  Heiðarlegt fólk sér í gegnum þann

skollaleik sem nú á sér stað innan þingflokks VG. 

Nýjustu fréttir af skollaleiknum, eru þær að nú stígur Árni Þór Sigurðsson,

hinn gildi stofnfjársali fram, og segist vera 9. heilaga jómfrúin í VG.

Nei, nú er miklu meira en nóg komið.  Það er kominn tími til að þjóðin fái,

án nokkura undanbragða af hálfu "heilögu jómfrúnna 9",

að kjósa um ESB aðlögunarferlið, sem knúið var fram

með þingræðislegri valdnauðgun sumarið 2009.

Eða óttast kannski nómenklatúra VG lýðræðið, líkt og samfýósarnir?

Erum við ekki sammála um þetta Elle?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 22:10

6 Smámynd: Elle_

Nei, ég er ekki að gera lítið úr Ragnari enda svaraði ég ekki fyrir hann.  En þessi framganga gegn óbreyttum flokksmönnum flokka er orðin leiðinleg.  Hann hefur manna mest verið að berjast gegn brusselska ógeðinu.  Og svo veit ég vel um framgöngu stjórnmálamanna VG.

Elle_, 13.8.2012 kl. 22:27

7 identicon

Þó að ég sé ekki stuðningsmaður Vg verð ég að viðurkenna að Steingrímur hefur staðið sig mjög vel.

Þá er ég ekki að tala um framgöngu hans í ESB-umsóknarferlinu. Hún er í samræmi við stjórnarsáttmálann sem allir samþykktu. Það er því sjálfsagt að framfylgja honum. Annað væri svik.

ESB-umsóknarferlið er ekki brot á stefnu ESB enda styður flokkurinn ekki aðild þó að hann hafi ákveðið að setja síg ekki á móti því að þjóðinni sé gefinn kostur á að kjósa um hana.

Engin þjóð hefur haft þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi aðildarviðræður nema Sviss af mjög sérstökum ástæðum. Það er því eðlilegt að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fari ekki fram hér enda fær þjóðin að kjósa um aðild þegar samningur liggur fyrir.

Það er fáránlegt að tala um að lýðræði sé fólgið í því að reyna að koma í veg fyrir að þjóðin fái að kjósa um aðild. Nær væri að tala um ofbeldi í því sambandi.  

Hlutdeild kröfuhafa, aðallega erlendra banka og vogunarsjóða, í nýju bönkunum var óhjákvæmileg enda eru þeir að undanskildu framlagi ríkisins í þá hluti þrotabúanna.

Allar tilraunir til að koma þessu eignum undan skiptum hefðu verið dæmdar til að mistakast og hefðu auk þess teflt lögmæti neyðarlaganna í tvísýnu.

Sem betur fer eru mál einkafyrirtækja, eins og afskriftir bankanna, ekki á valdi stjórnmálamanna. Ef svo væri, væri illa komið fyrir okkur. Afskriftir eru alfarið mál bankanna.

Miklar afskriftir fyrirtækja, en í minni mæli einstaklinga, skýrast meðal annars af þeirri staðreynd að eigendur hlutafélaga bera lögum samkvæmt ekki ábyrgð á skuldum þeirra.

Inngrip stjórnmálamenna í lánasamninga bankanna er brot á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og eru því dæmd til að mistakast.

Nú er verið að kenna Steingrími um fjögurra milljarða tap á sölunni á Sjóvá. Þá sleppa menn alveg að taka tillit til ábyrgðar ríkisins á tryggingarbótum. Tapið hefði væntanlega orðið mun meira ef Sjóvá hefði orðið gjaldþrota.

Það er ekkert upp á Steingrím að klaga varðandi Icesave nema að hann skyldi gera Svavar Gestsson að formanni samninganefndarinnar. Að mun betri samningur náðist seinna skýrist af allt öðrum aðstæðum og betri samningsstöðu.

Staðan er þó þannig núna að við getum hæglega lent í miklu verri málum með Icesave en ef samningar Steingríms hefðu verið samþykktir. Það á eftir að koma í ljós.

Jóhanna og Steingrímur hafa staðið sig svo vel að vakið hefur heimsathygli. Það er kaldhæðnislegt að þau eru helst gagnrýnd fyrir það sem þau hafa vel gert.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 08:27

8 identicon

Hvað er málið? Af hverju geturðu ekki troðið einföldustu staðreyndum inn í hausinn á þér, Ásmundur?

Gæti verið að þú sért skertur á vitsmunum? Heilaþveginn hálfviti?

Það er bara fyndið að þú segir aðra með ofbeldi, ef ekki er farið eftir þessu frekjukasti í ESBsinnum. Þú viðurkenndir um daginn að þetta væri aðlögunarferli, ekki samningsferli. Allt sem hefur verið sagt um þetta ferli er ein stór lygi!

Og maður er eiginlega hættur að reyna að tala við jafn sturlaðan einstakling eins og þig. Þú getur vælt eins mikið og þú vilt, þú ert ekki að blekkja neinn.

Þjóðin hefur ekki áhuga á ESB. M.a.s. ESB segir að samningurinn sé alveg ónauðsynlegur til að átta sig á því hvað er í boði, sem og tekur skýrt fram að þetta er aðlögunarferli.

Vældu bara eins mikið og þú getur. Þú gerir þig bara að enn meiru fífli.

Vonandi stekkurðu fram af kletti eða drullast af Íslandi, þegar þessari dellu verður troðið ofan í kokið á þér og þínum. Þú ert landráðaræfill og tussa. Ísland hefur nákvæmlega ekkert að gera með aumingja eins og þig. Þú ert heldur ekki Íslendingur, þú ert ESBingur.

Og það er mjög skýrt merki að þú sért með þráhyggju, að þú blaðrir á þessari vefsíðu alla daga þinn áróður, þótt það sé augljóst öllum að það er ekki að hafa neinn einasta árangur. Þú skýtur þig bara aftur og aftur í fótinn. Hvernig er hægt að vera svona heilabilaður??

Segirðu virkilega við sjálfan þig að þetta sé að gera þínum málstað eitthvað gagn? Að garga hérna þessa vitleysu síendurtekið.

Þú þarf að leita til sálfræðings og reyna að sigrast á þínum persónulegu innri erfiðleikum.

Og hættu að gera þig að fífli, og opinbera eigin sálfræði.

Þú ert eins og lítil truflandi fluga sem fer ekki burt. Æpandi "hlustið á mig. hlustið á mig. ég er merkilegur.", á meðan allir hrista bara hausinn yfir vitleysunni og dellunni sem lekur út úr þér.

En það er samt gott, þó það sé óþolandi, að ESBingur eins og þú opinberir eigin skort á vitsmunum og þennan svívirðilega heilaþvott, þannig að haltu þessu bara áfram. Það er fátt betra fyrir málstað þeirra sem eru á móti aðild Íslands (stór meirihluti þjóðarinnar) en svona hirðfífl eins og þú.

Keep it up, stupid.

Þetta er reyndar komið á það stig, að ég held að þú sért aðallega að tala við sjálfan þig, að viðhalda þinni eigin sjúku veruleikafirringu.

Leitaðu þér hjálpar.

PS: Í alvöru, leitaðu þér hjálpar.

palli (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 08:52

9 identicon

Elle mín, enn gerirðu lítið úr Ragnari Arnalds, algjörlega ómaklega.

Þú lætur sem hann sé bara einhver óbreyttur nóboddí innan VG.

Það hefði verið sjokk fyrir Steingrím J. ef Ögmundur, GLG, JB.

og Ragnar Arnalds hefðu öll hótað Steingrími J. að segja sig úr VG

og látið verða af þv, ef Steingrímur J. léti ekki segjast.

Þá værum við ekki, þremur árum síðar, í þessu tossaferli, á vakt VG.

Nei, þess í stað er barið í brestina og heilagar jómfrúr á ríkis-jötunni jarma.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 13:36

10 identicon

Það er þjóðin sem ein hefur staðið alvöru vaktina

- hin óbreyttu Jón og Gunna -

og meirihluti þjóðarinnar vill ekki aðlögun að ESB.

Sá meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um málið,

eigi síðar en á þessu ári og segir ESB - NEI takk.

Comprendez ... Madame Elle?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 13:46

11 identicon

Í athugasemd #7 á auðvitað að standa í þriðju málsgrein:

ESB-umsóknarferlið er ekki brot á stefnu Vg enda styður flokkurinn ekki aðild þó að hann hafi ákveðið að setja síg ekki á móti því að þjóðinni sé gefinn kostur á að kjósa um hana.

Vg komi í staðinn fyrir ESB.

Ásmundur (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband