Hin mikla sjálfsblekking leiðtoga Evrópu
7.8.2012 | 15:07
Paul Krugman er með þekktari hagfræðingum og áhrifamikill í opinberri umræðu um heim allan. Hann hlaut árið 2008 Nóbelsverðlaun fyrir greiningu sína á alþjóðaviðskiptum og landfræðilegri staðsetningu efnahagsstarfsemi. Krugman hefur fjallað nokkuð um Ísland, en hann skrifaði skýrslu um valkosti Íslendinga í gjaldmiðlamálum fyrir meira en tveimur áratugum.
Fyrr á þessu ári kom út bókin Bindum endi á kreppuna nú"! (End This Depression Now!) þar sem Krugman fjallar um ástæður og aðdraganda þeirra efnahagserfiðleika sem við blasa á Vesturlöndum, en hann fjallar einnig um þær leiðir sem hann telur vera til lausnar á vandanum. Þótt ýmislegt af því hljómi ekki ókunnuglega fyrir þá sem hafa fylgst vel með á þessu sviði er margt nýstárlegt að finna í bók Krugmans og framsetning hans er það skýr og greinargóð að mikill fengur er að. Það sem vakti þó sérstaka athygli mína er umfjöllun hans um evrusvæðið og þá einkum og sér í lagi fáeinar blaðsíður þar sem hann fjallar um það sem hann kallar hina miklu sjálfsblekkingu leiðtoga Evrópu.
Hin mikla sjálfsblekking Evrópu felst í því að trúa því að kreppan í Evrópu stafi af ábyrgðarleysi í ríkisfjármálum. Hann viðurkennir þó að þetta standist að mestu leyti hvað Grikkland varðar og að einhverju leyti varðandi Portúgal, en fyrir evrulöndin í vanda gildi þetta almennt ekki. Þannig hafi ríkissjóðir bæði á Spáni og Írlandi verið reknir með afgangi fyrir kreppuna og skuldavandi verið tiltölulega lítill. Ennfremur hafi staða ríkisfjármála stöðugt farið batnandi á Ítalíu fyrir kreppuna þótt Ítalir hafi enn glímt við arfleifð óstjórnar í ríkisfjármálum frá 1970-1990. Sé staða fimm mestu vandræðabarna evrusvæðisins skoðuð, þ.e. Grikklands, Ítalíu, Portúgals, Spánar og Írlands, kemur í ljós að skuldir þeirra sem hlutfall af verðmæti landsframleiðslu (VLF) fóru almennt lækkandi úr um 90% af VLF árið 1999 í um 75% við upphaf kreppunnar árið 2007. Hin opinbera sjúkdómsgreining leiðtoga evrusvæðisins er því röng - og lyfjagjöfin - fyrst og fremst strangur kúr í ríkisfjármálaum - er því líka röng.
Það má vissulega velta því fyrir sér hvað valdi þessari sjálfsblekkingu, en ein skýringin er náttúrulega sú að leiðtogar Evrópu vilja fyrir alla muni beina sjónum frá evrunni sem skýringarþætti á vandamálum álfunnar. Krugman fjallar reyndar um þá hlið mála, en þar má reyndar finna grundvallarástæður fyrir vanda evrusvæðisins. Krugman lýsir því þannig að frumvanda evrusvæðisins sé að finna í því að eftir upptöku evrunnar hafi lánveitendur metið lánshæfi ríkja á jaðarsvæðunum skakkt og lækkað vexti á lánum til þeirra. Þannig hafi jaðarlöndin í raun fengið traust að láni frá Þýskalandi sem er öflugasta evruríkið efnahagslega séð.
Við þessa breytingu jókst innflæði fjármagns til landanna, sums staðar kom þetta einkum fram í þenslu í byggingargeiranum eins og á Spáni, en einnig í almennt aukinni eftirspurn sem leiddi svo til aukinnar verðbólgu - sem fól jafnframt í sér almennar launahækkanir sem voru meiri en á því sem má kalla kjarnasvæði evrunnar (þ.e. Þýskaland og örfá önnur lönd).
Þróunin var dálítið mismunandi í hverju landi, en það sem skipti máli var að þetta leiddi almennt til þess að framleiðslukostnaður jókst mun meira á jaðarsvæðunum en kjarnasvæðunum, og jaðarsvæðin áttu erfiðara með að selja afurðir sínar en áður. Fyrir vikið skapaðist mikill viðskiptahalli gagnvart nokkrum kjarnalöndum, einkum Þýskalandi, sem sýndu afgang í viðskiptum, enda gátu þau framleitt vörur sínar á lægra verði.
Þannig varð atvinna meiri fyrir vikið í Þýskalandi og Þjóðverjar söfnuðu auði á meðan atvinna dróst almennt saman í jaðarríkjunum og þau söfnuðu skuldum. Við þetta minnkuðu skatttekjur í jaðarríkjunum um leið og útgjöld vegna atvinnuleysis jókst, en þetta setti ríkissjóði landanna í verulegan vanda. Ef ríkin hefðu verið með eigin gjaldmiðla hefði lausnin falist í því að gengi miðlanna hefði aðlagast sjálfkrafa til þess að jafna samkeppnisstöðu þeirra.
Á þennan hátt var hin sameiginlega evra í senn orsök kreppunnar en jafnframt hindrun á eðlilegri lausn hennar. Krugman er hins vegar þeirrar skoðunar að úr því sem komið er sé líklega heppilegra fyrir evruríkin að reyna að bjarga myntbandalaginu fremur en að leggja evruna af, því ríki sem yfirgæfu evruna gætu lent í miklum hremmingum. Hann er þó greinilega þeirrar skoðunar að upptaka evrunnar með þeim hætti sem gert var hafi verið mjög mikil mistök. Það séu nú hins vegar ekki aðeins lífskjör í Evrópu sem séu í hættu vegna evrunnar, heldur sé vandinn farinn að hafa áhrif á heim allan - og því mikilvægt fyrir alla að Evrópa komist út úr kreppunni.
Krugman telur hins vegar að tilraunir til lausnar á evruvandanum hafi verið fálmkenndar. Að hans mati þurfi þrennt að koma til ef hægt eigi að vera að bjarga evrunni og koma efnahag ríkjanna á rétt ról.
Í fyrsta lagi þurfi Seðlabanki Evrópu að vera viljugri til að kaupa beint skuldabréf evruríkjanna, en slíkt myndi koma í veg fyrir taugaveiklaðar árásir markaðsaðila á skuldabréf sumra ríkjanna sem hafa hleypt vöxtum á þeim í hæstu hæðir. Ef seðlabankinn yrði þannig bakhjarl sumra ríkissjóðanna myndi það koma í veg fyrir hræðslu um gjaldþrot þeirra.
Í öðru lagi, segir Krugman, þyrfti að stuðla að þenslu í Þýskalandi og þeim ríkjum sem hafa afgang á viðskiptum við önnur lönd. Þjóðverjar og kjarnalöndin þurfa að eyða meira og kaupa frá jaðarlöndunum. Samhliða þyrfti að hleypa verðbólgu á evrusvæðinu dálítið upp, einkum í Þýskalandi og kjarnaríkjunum. Þannig mætti bæta samkeppnisstöðu jaðarríkjanna og draga úr því forskoti sem Þjóðverjar hafa í samkeppni við önnur lönd - og koma á betra jafnvægi í utanríkisviðskiptum.
Í þriðja lagi, segir Krugman, þótt staða ríkisfjármála sé ekki grundvallarvandinn, þá er staða ríkissjóða í sumum ríkjanna það slæm að þau þurfa að sýna aðhald um mörg ókomin ár.
Krugman tekur fram að viss stefnubreyting hafi átt sér stað í Seðlabanka Evrópu þegar Mario Draghi tók við sem aðalseðlabankastjóri af Jean-Claude Trichet, því Draghi hafi verið tilbúinn að hleypa ríkisskuldabréfunum bakleiðina inn í seðlabankann með því að almennir bankar gátu notað þau sem tryggingu fyrir lánum. Krugman er ekki fyllilega sáttur við það hvernig tekið hefur verið á ríkisfjármálunum og hann segir ekkert hafa verið gert til þess að jafna samkeppnishæfni evrulandanna.
Þrátt fyrir margar tilraunir og ýmsar aðgerðir er vandi evrunnar og evruríkjanna viðvarandi. Við skulum þó vona að Dr. Doom", Nouriel Roubini, sem er þekktastur fyrir að hafa spáð fyrir um kreppuna 2008, muni ekki reynast sannspár þegar hann fyrr á þessu ári spáði fullkomnum stormi á evrusvæðinu á næsta ári.
Athugasemdir
Krugman er í herferð gegn evru eins og sönnum Bandaríkjamanni sæmir. Annað þætti "unamerican" sem er þykir eitt mesta skammaryrði vestan hafs.
Þetta eru ótrúlega veik rök hjá Krugman. Hann telur þau afsanna þá kenningu að miklar skuldir ríkisins vegna óráðsíu valdi kreppu. Hann nefnir Írland og Spán sem dæmi í því sambandi.
Það er reyndar rétt að ríkisskuldir voru ekki mjög miklar í þessum löndum fyrir hrun. Það voru þær heldur ekki á Íslandi. Það er því hæpið að kenna evru eða ESB um kreppuna í fyrrnefndum löndum enda lenti varla nokkur þjóð jafnillilega í kreppunni og við sem erum hvorki í ESB né með evru.
Auðvitað getur fleira en miklar ríkisskuldir valdið kreppu. Skuldir þjóðarbúsins ollu kreppu á Íslandi og í Írlandi enda skulduðu báðar þessar þjóðir yfir 1000% af þjóðarframleiðslu rétt fyrir hrun þó að ríkissjóðir þeirra hafi ekki verið mjög skuldugir. Sama má segja um Spán. Fasteignabólan olli mikilli aukningu á skuldum þjóðarbúsins.
Mistök þessara landa var að grípa ekki til aðgerða gegn bólunni sem var í gangi vegna ódýrra lána. Það er fyrirsjáanlegt að margra ára bólur springa og margir sitja eftir með meiri skuldir en sem nemur verðmæti eigna þeirra. Hrun blasir þá við.
Eina meinta tenging evrunnar við kreppuna er að lækkun vaxta hafi átt stóran þátt í bólunni. Það eru undarleg rök að framfarir séu óæskilegar vegna þess að þjóðum sé ekki treystandi til að grípa til einfaldra hagstjórnartælkja til að aðlaga þjófélagið framförunum.
Paul Krugman lifir á fornri frægð en þykir tæpast merkilegur pappír í dag. Meira um það síðar.
Ásmundur (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 17:09
Tom G. Palmer, sérfræðingur hjá Cato stofnuninni í Bandaríkjunum og yfirmaður alþjóðadeildar Atlas Economic Research Foundation, um Paul Krugman:
„Paul Krugman er gerspilltur maður. Hann var einu sinni góður hagfræðingur og ég mæli ennþá með bókum og ritgerðum sem hann skrifaði á þeim tíma. Hann hefur hins vegar selt þessar hugsjónir fyrir áhrif og völd. Hann ræðst mjög harkalega á nafngreinda einstaklinga, hefur þá fyrir rangri sök og hefur aldrei beðist afsökunar á slíkum skrifum.“
http://www.vb.is/frett/68015/
Krugman á það sameiginlegt með fleiri Bandaríkjamönnum að gera allt til að vernda stöðu dollars sem hinnar leiðandi myntar í alþjóðlegum viðskipum.
Það mun hafa skelfileg áhrif á bandarískt efnahagslíf ef dollarinn missir stöðu sína en evran hefur verið að ógna honum undanfarin ár.
Bandaríkjamenn óttast að ef evran nær sér á strik, sem ég efast ekki um að hún geri, þá geti hún átt eftir að taka við hlutverki dollars í alþjóðlegum viðskiptum.
Það þarf mikið til þegar maður í stöðu Palmer lýsir því yfir opinberlega að Krugman sé orðinn gjörspilltur maður sem hefur selt hugsjónir sínar fyrir áhrif og völd.
Paul Krugman er því algerlega ómarktækur um kreppu evrulanda. Það hefur reyndar verið augljóst lengi.
Ásmundur (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 17:16
Þetta er ótrúlegt hjá Ásmundi. Paul Krugman greinir stöðumála á fræðilegan hátt og er ekki með sleggjudóma líka þeim sem greina má hjá ýmsum. Hann er ekki í herferð með einum gjaldmiðli eða á móti öðrum. Hann greinir ástandið, leitar orsaka, bendir á afleiðingar og mögulegar lausnir. Það eru fjölmargir fræðimenn og áhugamenn sem sjá hlutina svipuðum augum og Krugman, bæði austan hafs og vestan.
Stefán (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 17:30
Ég veit ekki hvaðan Ásmundur hefur þær hugmyndir að það sé "UNAMERICAN" að vera ekki á móti evrunni og að "sannir" Bandaríkjamenn amist við evrunni. Ég veit ekki hvaða afkima mannssálarinnar hann er með í huga. Það sem kæmi sér best fyrir Bandaríkjamenn væri að Evrópa og þó einkanlega evrusvæðið næði sér upp úr kreppudalnum og að þessum vandræðum í kringum evruna linnti. Það væri best fyrir hagsmuni Bandaríkjamanna.
Stefán (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 18:10
Nú liggur fyrir manni það erfiða hlutverk að vega og meta rök Krugmanns, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, á móti rökum Ásmundar ??.
Þetta verður erfitt verkefni og ekki víst að manni takist að komast fram úr því!!
Gunnar Heiðarsson, 7.8.2012 kl. 19:46
Þarna kemur Gunnar illilega upp um sjálfan sig. Rökin skipta hann greinilega engu máli heldur aðeins hver talaði fyrir þeim.
Mér sýnist að gagnrýni Krugman sé byggð á sandi. Það er svo augljóst að ástæður kreppunnar eru mismunandi í hinum ýmsu evrulöndum. Ég tel því útilokað að leiðtogar ESB hafi gefið út einhverja yfirlýsingu um að ríkisskuldir væru ástæða kreppunnar í öllum evrulöndum í vanda eins og Krugman gengur út frá.
Jafnaugljóst er að miklar skuldir þjóðarbúsins eða mikil aukning á þeim (vegna bólu) getur valdið kreppu eins og augljóslega var tilfellið í Írlandi, á Spáni og Íslandi.
Gengislækkun hefði ekki verið nein lausn. Með gengislækkun hefðu erlendar skuldir ríkis og þjóðarbús hækkað. Menn leysa ekki skuldavanda með aðgerðum sem hækka skuldirnar reiknað í innlenda gjaldmiðlinum.
Íslendingar afskrifuðu 7000-8000 milljarða af skuldum þjóðarbúsins vegna gjaldþrota bankanna. Það munar um minna við endurreisnina. Slíkar afskriftir standa hvorki Spánverjum né Írum til boða.
Ásmundur (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 21:20
Stefán, þú gerir þér greinilega ekki grein fyrir hve gífurlegt hagsmunamál það er fyrir Bandaríkjamenn að halda stöðu dollars sem aðalviðskiptagjaldmiðilsins í alþjóðlegum viðskiptum.
Þetta eru margfalt meiri hagsmunir en að koma í veg fyrir alvarlega kreppu á evrusvæðinu.
Ef þú þekkir vel til Bandaríkjanna veistu að þar er þjóðremba með mesta móti. Þeir sem hafa ekki hagsmuni þjóðarinnar í fyrirrúmi eru sagðir "unamerican".
Þetta á þó ekki við um alla Bandaríkjamenn því að stór hluti þeirra er svo fafróður að hann veit lítið um það sem er að gerast utan sinnar heimabyggðar.
Ásmundur (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 21:35
Það er einmitt það sem ég sagði Ásmundur??, fyrir mér liggur að meta RÖKIN ykkar, þín og Krugmanns nóbelsverðlaunahafa í hagfræði.
Það hjálpar kannski við það mat að sjá hversu góðann lesskilning þú hefur. Það þarf sérstakann eiginleika til að lesa jafn stutta athugasemd sem ég ritaði hér fyrir ofan og geta náð að misskilja hana. Það þarf sérstakann eiginleika til að lesa þriggja línu athugasemd og ná að undanskilja kjarnan úr henni.
Ekki ætla ég þó að halda því fram að sá eiginleiki sé sérstaklega eftirsóknarverður!
Gunnar Heiðarsson, 8.8.2012 kl. 03:23
Merkilegt að Gunnar skuli taka sér í munn orðið lesskilning í þessu sambandi.
Lesskilningur felst ekki síst í því að lesa á milli línanna. Allir með snefil af lesskilning hljóta að sjá að í athugasemd #5 skipta rökin Gunnar engu máli heldur aðeins hver talaði fyrir þeim.
Það eru auðvitað afar veik rök að vegna þess að hægt er að sýna fram á að miklar ríkisskuldir eru ekki vandamál allra evruríkja í vanda að þá hljóti evran að vera sökudólgurinn.
Að láta eins og aðrar skuldir þjóðarbúsins en ríkisins skipti ekki máli er fráleitt. Einnig er það fjarstæðikennt að láta eins og ríki geti ekki haft áhrif á slíka skuldasöfnun. Það geta þau hæglega með einföldum hagstjórnartækjum.
Það er einnig augljóst að eigin gjaldmiðil hefði hrunið í kreppunni með þeim afleiðingum að erlendar skuldir hefðu hækkað upp úr öllu valdi. Við ættum að þekkja það.
Tek þó fram að ég hef ekki lesið bók Krugmans. Ég er aðeins að gagnrýna skoðanir hans eins og þær eru settar fram í færslu Vinstrivaktarinnar.
Ásmundur (IP-tala skráð) 8.8.2012 kl. 08:11
Auðvitað,óþarfi að lesa nokkuð því,, bloggvitið verður ekki sett í askana,,.
Helga Kristjánsdóttir, 8.8.2012 kl. 17:11
Paul Krugman spáði því í maí sl í grein í New York Times að Grikkir myndu fara úr evrusamstarfinu í júní. Nú er komið fram í ágúst og enn lifir evran góðu lífi í Grikklandi og er ekkert fararsnið á henni.
Krugman spáði einnig í sömu grein endalokum evrunnar innan nokkurra mánaða. Sú stund er að nálgast án þess að neinar vísbendingar séu um að spá Krugman gangi eftir.
Þurfið þið ESB-andstæðingar ekki að koma ykkur upp nýju átrúnaðargoði? Nóbelsverðlaunatitillinn einn og sér er greinilega einskis virði.
http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/05/14/krugman-grikkland-ur-evrunni-i-naesta-manudi/
Ásmundur (IP-tala skráð) 8.8.2012 kl. 23:45
Að vera andstæðingur Brussel-báknsins er alls ekki það sama og vera andstæðingur álfunnar Evrópu. Eitt sem þið Brussel-bákns-verjendur ekki skiljið. Og Jón Frímann sí-endurtekur í mikilli fáfræði eins og hver annar ´öfgamaður´.
Elle_, 8.8.2012 kl. 23:51
Og svo ert þú, ´Ásmundur´, einum of svarinn hatursmaður Bandaríkjanna og Bandaríkjamanna og skiptir engu hvað kemur þaðan. Þeir eru ekki þessir álfar og bjálfar sem þú og langtíma kommúnistarnir Steingrímur og Össur haldið. Vorum við kannski að tala um ´útlendingaphóbíu´?
Elle_, 9.8.2012 kl. 00:37
Elle, ekki trúi ég að þú vitir ekki að evrulöndin standa Bandaríkjunum langtum framar að því er varðar jöfnuð, lýðræði og mannréttindi.
Ég viðurkenni fúslega að ég er lítið hrifinn af þjóðfélagi þar sem ýtt er undir að hinir ríku verði ríkari og hinir fátæku fátækari.
Slíkt leiðir til meiri og meiri ójöfnuðar eins og reyndin hefur verið í Bandaríkjunum undanfarna áratugi.
Sorglegast er þó að margir styðja þetta kerfi af hræðstu við afleiðingarnar af að mótmæla. Aðrir eru of uppteknir af að græða á daginn og grilla á kvöldin.
Áhrifin af þessu sjúklega ástandi eru mikil á Íslandi. Við sækjum jafnt til Norðurlandanna og Bandaríkjanna. Engin vafi er þó á í hvora áttina við eigum að stefna.
Skref í rétta átt er ESB-aðild og upptaka evru við fyrsta tækifæri.
PS: Fáfræðin meðal bandarísks almennings er himinhrópandi. Margir vita jafnvel ekki hver er forseti þeirra eða hvaða stöðu Obama gegnir.
Ásmundur (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 14:56
Bandaríkjamenn eru misjafnir eins og gengur í löndum. Fjöldi, fjöldi manns er hálærður þar. Og þú getur ekkert neitað þessu. Ríkin þar eru líka misjöfn. Ekki sýnist mér nú allir vera neitt fróðir í landi ísa og ekki einu sinni þeir sem stjórna. En Bandaríkin kýs ég 1000-falt yfir sambandið ykkar.
Elle_, 9.8.2012 kl. 15:50
Og svo er þetta bull (svo ég noti þitt orð) að almenningur í Bandaríkjunum þori ekki að mótmæla. Mætti halda að þú hafir verið að hlusta á brenglunaráróður RUV-Spegilsins um Bandaríkin. Ja, eða kommanna.
Elle_, 9.8.2012 kl. 15:55
Bandaríkjamenn eru auðvitað alls konar. En það er stjórnarfarið eða hvernig það virkar í reynd sem er hryllingur.
Ef þú tekur það fram yfir jöfnuð, lýðræði og mannréttindi ESB-landa þá segir það ekkert um ESB heldur aðeins heilmikið um þig.
Í öllum mælingum um lífsgæði í hinum ýmsu löndum standa Bandaríkin flestum ESB-löndum langt að baki.
Það er auðvitað ekki allt slæmt í Bandaríkjunum. Þar eru til góðir skólar og margir Bandaríkjamenn eru vel menntaðir.
En það breytir ekki því að fáfræði almennings þar er miklu meiri en annars staðar í hinum vestræna heimi.
Ásmundur (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 16:37
Enn ósammála. Og nokkuð sama hvað e-um finnst það segja um mann. Stjórnarskrá Bandaríkjanna er lýðræðis- og mannréttinda-stjórnarskrá. Öfugt við lýðræðishallann (brusselskt lýðræði) og forsjárhyggjupólitíkina og stjórnarfarshryllinginn í Brusselveldinu og akkúrat núna á dapurlega Íslandi í stjórnarfarsöfgunum. Það eru ótrúlegir rangdómar gegn Bandaríkjunum og mest komandi frá sambandsdýrkendum.
Elle_, 9.8.2012 kl. 17:55
Mest af öllu mundu, ´Ásmundur´: Að vera á móti Bandaríkjunum kallast samkvæmt þínum rökum ´útlendingaphóbía´. Samkvæmt rökum Jóns Frím. kallast það ´rugludallar´ og ´útlendingahatur´. Samkvæmt Ómari Kristjáns kallast það víst ´öfga-hægri´.
Fáfræðin í Brusselsinnum er nú alveg á heimsmælikvarða.
Elle_, 9.8.2012 kl. 19:23
Þú veist greinilega ekki hvað fóbía er. Það er eins konar hræðsla. Rökstudd gagnrýni hefur ekkert með hræðslu að gera svo að ég hef ekki sýnt neina útlendingafóbíu.
Það er að sjálfsögðu ekki fáfræði að styðja ESB-aðild, ef samningar verða eins hagstæðir og vonir standa til, enda hníga öll rök á því að aðild sé rétt leið fyrir Ísland.
Ætli málið snúist ekki frekar um hvort Íslendingar felli aðild af hreinni fáfræði?
Ásmundur (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 20:59
"...lýðræðishallann (brusselskt lýðræði) og forsjárhyggjupólitíkina og stjórnarfarshryllinginn í Brusselveldinu og akkúrat núna á dapurlega Íslandi í stjórnarfarsöfgunum."
Þetta er paranoja eða vænisýki á betri íslensku. Ekki er gerð minnsta tilraun til rökstyðja málið enda enginn fótur fyrir því.
Ásmundur (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 21:15
´Ásmundur´, í alvöru? Stjórnarfarið í Evrópusambandinu er hættuleg og ólýðræðisleg yfirráð. Og stjórnarfarið á Íslandi með núverandi stjórnarflokkum er ólýðræði og stjórnarfarsöfgar. Með undantekningum 2ja manna inn í milli. Það þarf ekkert að skýra. Verð að játa að ég bara skil þig ekki.
Elle_, 9.8.2012 kl. 23:22
Þú hefur greinilega látið blekkjast. Í ESB eru flest mestu lýðræðisríki heims. Samstarf þeirra tryggir réttlæti, lýðræði og mannréttindi.
Ísland er hálfgert bananalýðveldi. Smæðin er of mikil til að halda úti vönduðum lögum á því sviði sem ESB nær yfir. Einnig komast menn hér upp með ótrúlega spillingu sem myndi aldrei líðast í ESB.
Núverandi stjórnvöld hafa þó staðið sig vel miðað við aðstæður og er árangurinn almennt talinn hafa farið langt fram úr öllum vonum.
Valddreifingin er mikil í ESB á milli hinna ýmsu stofnana. Það tryggir réttláta málsmeðferð og kemur í veg fyrir að spilling ráði ferðinni eins og svo oft hér á landi.
Bandaríkin standast engan samanburð við ESB að því er varðar réttláta stjórnarhætti. Þar er réttur lítilmagnans enginn og mannréttindi þeirra sem eiga úr litlu að spila fótum troðin.
Ásmundur (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 23:50
´Ásmundur´, er þetta lýðræðið sem þú varst að tala um? Eða meinarðu bara forsjáin í ókosnum stjórnendum?
Elle_, 10.8.2012 kl. 12:50
Elle, þetta er ekki skot langt yfir markið hjá þér heldur hreint sjálfsmark.
Brottrekstur sígauna frá Frakklandi var ekki á vegum ESB. Þvert á móti brást ESB harkalega við þessum aðförum Frakka rétt eins og þegar íslenska ríkið hefur verið gert afturreka með mannréttindabrot.
Þannig stendur ESB vörð um að mannréttindi séu virt í aðildarlöndunum og einnig í EES-löndum eins og við höfum margoft reynt.
Ásmundur (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.