Ef einhver hangir í sömu línu og þú og hætta er á að hann taki þig með sér í fallinu þá verðurðu að skera á línuna, segir fjármálaráðherra Bæjaralands um Grikkland og evrukreppuna.
Almennt er nú viðurkennt að evran var tekin upp af pólitískum ástæðum til að stuðla að enn frekari samruna en ekki af efnahagslegum ástæðum. Nú er að koma betur og betur í ljós með hverjum mánuðinum sem líður að evrukerfið er stórgallað í grundvallaratriðum vegna þess hve aðstæður eru ólíkar í ríkjum evrusvæðisins.
Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, hittir naglann á höfuðið í meðfylgjandi frétt þegar hann segir að spennan sem hafi skapast í Evrópu vegna evruvandans hafi þegar leitt til þess að ríki hafi snúist hvert gegn öðru. Hann óttast þróunina og segir að vandinn megi ekki leiða til þess að Evrópa sundrist.
Margir Ítalir erureiðir út í Þjóðverja vegna framgöngu þeirra varðandi leiðir til að taka áskuldavandanum í Evrópu og eru þeir sakaðir um hroka. Monti var spurður út í þetta og í viðtali við þýska tímaritið Der Spiegel segist ráðherrann hafa áhyggjur.
Álagið, sem hefur fylgt evrusvæðinu undanfarin ár, er þegar farið að bera einkenni sálfræðilegrar sundrungar í Evrópu, sagði Monti. Þá segir hann að ef Evrópa muni liðast í sundur vegna evrunnar þá muni grunnstoðir Evrópuverkefnisins standa eftir ónýtar.
Á sama tíma berast fréttir frá Þýskalandi um deilur þar í landi sem sífellt harðna og snúast um það hvort Þjóðverjar eigi að ganga í ábyrgð fyrir ríkisskuldum annarra evruríkja umfram það sem þegar er orðið, sbr. þau ummæli sem höfð eru eftir Marcus Soeder, fjármálaráðherra Bæjaralands í CSU, systurflokks CDU, flokks Angelu Merkel. Hann hefur gagnrýnt Seðlabanka Evrópu fyrir að gefa til kynna að skuldabréfakaup af skuldsettum evruríkjum komi til greina og segir í samtali við Bild am Sonntag, að það yrði hættuleg vegferð. Soeder hefur líka hvatt til brottfarar Grikklands af evrusvæðinu og segir að efnahagur Þjóðverja verði fyrir skaða vegna áframhaldandi þátttöku Grikkja. Hann notar samlíkingu við fjallgöngumenn og segir: Hangi einhver á þinni línu og hætta er á að hann taki þig með sér í fallinu, þá verður þú að skera á línuna.Við erum í þeirri stöðu núna. Ef við skerum ekki á línuna til Grikklands getur Þýzkaland verið í hættu statt.
Evruvandinn geti sundrað Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætli sé eitthvað að hjá ykkur þessari broslegu vinstrivakt, skrepp afar sjaldan hér inn, en læt það nú alveg vera eftir lestur þessa bloggs, á hvað hnetti eruð þið eiginlega ???
Kristinn J (IP-tala skráð) 5.8.2012 kl. 19:18
Um að gera að ég láti eins og Kristinn sé utanaðkomandi sem skreppi afar sjaldan hér inn. Því ég er svo svakalega fyndinn og lúmskur. Þið fávitarnir fattið ekki neitt að ég er að leika á ykkur og skrifa undir fjölda nafna eins og Páll og Kristinn. Spurningin er á hvaða hnetti ég er og svo ætti ég að steinhalda kjafti.
Ásmundur (IP-tala skráð) 5.8.2012 kl. 19:27
Vinstri grænir eru fjölmennir í hópi auðmanna Íslands. Hjörleifur Guttormsson, Álfheiður Ingadóttir og Atli Gíslason eru í hópi ríkasta fólks landsins eftir því sem fjölmiðlar hafa greint frá.
Getur verið að þetta sé skýringin á því að Vinstri græn styðja hagsmunabaráttu Sjálfstæðismanna sem augljóslega berjast fyrir hagsmunum auðmanna á kostnað almennings?
Krónan auðveldar þeim að mata krókinn á löglegan en siðferðislega mjög vafasaman hátt. Auk þess komast menn frekar upp með ýmis konar sukk og svínarí í gróðabralli utan ESB.
Eitt af hagsmunamálum almennings er það öryggi sem felst í stöðugleika. Það er ótækt að gengi gjaldmiðilsins hrynji með þeim afleiðingum að raunlaun rýrna á sama tíma og skuldir hækka upp úr öllu valdi.
Til að ná þessu markmiði er nauðsynlegt að afnema gengislækkanir og taka upp siðaðri aðferðir við að aðlagast breyttum aðstæðum. Einföld hagstjórnartæki duga vel til þess.
Það er stórfurðulegt að flokkur sem kallar sig Vinstri skuli ekki styðja þá augljósu hagsmuni almennings sem felast í ESB-aðild og upptöku evru. Það er ekki jafnaðarmennska. Leggja Vinstri græn kannski annan skilningi í orðið Vinstri en jafnaðarmennsku?
Það sem er að gerast á evrusvæðinu er aðeins eðlileg aðlögun evrunnar að hinni alþjóðlegu skuldakreppu. Lausnin finnst í samtryggingu án þess að einstakar þjóðir komist upp með að varpa óráðsíuvanda yfir á aðra. Lausnin felst einnig i því að þjóðir sem gerast ítrekað brotlegar verða að víkja.
Það er blekkingaráróður að halda því fram að evran þoli ekki fall einstakra evruríkja. Umræðan um evru er dómíneruð af Bretum og Bandaríkjamönnum sem vilja helst evruna feiga enda grefur hún undan þeirra eigin gjaldmiðlum.
ESB-löndin eru miklu fjölmennari en Bandaríkin. Bandaríkjamenn óttast því mjög að evran eigi eftir að taka yfir sem aðalgjaldmiðilinn í alþjóðlegum viðskiptum. Það væri þeim gífurlegt áfall.
Það er kannski rétt að benda ókunnugum á að hér gengur geðsjúklingur laus. Hann skrifar í nafni annarra og sameinar og sér eina persónu úr mörgum. Athugasemd #2 er auðvitað eftir hann.
Vinstrivaktinni virðist alveg sama þó að vefurinn sé dreginn niður í svaðið með þessum hætti. Eða er hún kannski hrædd við palla?
Ásmundur (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 00:43
Hahaha... Já Ásmundur, það eru allir klikkaðir nema þú.
Þú ert ekkert í sturlaðri örvæntingu nú þegar þín veruleikafirrta heimsmynd er smá saman að hrynja. Neinei. Þú ert alveg normal.
Þvílíkur fábjáni!!
Hvað með að ná smá tökum á þessari þráhyggju þinni? Leitaðu aðstoðar sérfræðinga. Þú þarft á því að halda. Geðbiluð hrokabytta með lygaáróður sem fyrr.
Og hvað fær þig yfirleitt til að halda að þú sért tekinn marktækur??
Þessi óskhyggja er auðvitað nátengt þessari veruleikafirringu sem hefur grasserað í hausnum á þér í langan tíma.
En Íslenska þjóðin hefur ekki áhuga á þessari geðbilun þinni. Sorry, en það er bara eins og það er. Það breytir engu hvað þú vælir mikið eða lýgur mikið, þú gerir sjálfan þig bara að athlægi. Þú hallærislega sorglegur brandari.
palli (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 08:47
Veruleikafyrring og fásinna höfunda þessa bloggs heldur áfram. Óáreitt og síðan er henni flaggað sérstaklega af öfga-frjálshyggju-armi sjálfstæðisflokksins á mbl.is.
Röng efnahagsstjórnun er ekki evrunni sem gjaldmiðli, eða Evrópusambandinu að kenna. Efnahagsvandamál útaf slæmri efnahagsstjórnun eru mest í suður Evrópu og síðan á Íslandi. Önnur ríki innan ESB sem eru með evruna standa í ágætum málum þrátt fyrir efnahagskreppu. Það sama má segja um flest ríkin sem eru ekki með evruna í dag en eru í Evrópusambandinu.
Sá dómsdags cult sem er í kringum Evrópu á Íslandi er afskaplega hallærislegu. Enda er það svo að þetta dómsdagstal andstæðinga Evrópu á Íslandi hefur verið í gangi núna í meira en 50 ár, og alltaf hefur þetta fólk rangt fyrir sér. Það er ekkert að fara breytast.
Evran er ekki að fara neitt. Alveg óháð því sem gerist í efnahag einstakra ríkja, sem eru eftir allt saman betur sett með evruna sem gjaldmiðil en án hennar. Íslendingar þekkja þá sögu vel nú þegar. Þar sem gengishrunið árið 2008 fer í sögubækunar sem slæmt dæmi um örgjaldmiðil sem ekki virkar þegar á reynir.
Það væri skynsamlegast hjá Evrópuandstæðingum að hætta þessu rugli nú þegar og fara að haga sér eins og fullorðið fólk. Síðan ættu Evrópuandstæðingar að leggja af andstöðu sinni við Evrópusambandið og evruna. Þess í stað ætti fólk að styðja við inngöngu Íslands og Evrópusambandið og upptöku evrunnar á Íslandi. Eins og skynsamlegt er að gera.
Jón Frímann Jónsson, 6.8.2012 kl. 10:19
hahaha... Já já Jón Frímann, þetta er bara eitthvað röfl um evruna á Íslandi.
Hahaha... Þú ert bara svo bilaður!! Eins og allur heimurinn sé ekki að tala um þetta.
En þú virðist ekki gera neitt annað en að hanga á íslenskum vefsíðum. Þú ættir t.d. að lesa erlenda fréttamiðla. Hvað með það? Smá tengingu við raunveruleikann.
Þú talar sjálfur um að þú hafir flutt frá Íslandi, http://www.jonfr.com/?p=6809 vegna þess að Íslendingar væru svo leiðinlegir við þig, vildu ekki umgangast þig (wow, surprice surprice!!). Hvað með að gera þá eitthvað annað en að hanga á íslenskum vefsíðum?
Það er alveg ótrúlegt hvað mikil della getur lekið út úr einum einstakling. Þú ættir að pæla meira í eigin lífi en þessari þráhyggju þinni um Ísland í ESB. Það er ekki af fara að gerast. Reyndu bara að sættast við það, labbakútur. Þú hefur hvort eð er ekki vit né þroska til að vera að tjá þig um þetta mál.
palli (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 11:48
palli, Haltu kjafti.
Jón Frímann Jónsson, 6.8.2012 kl. 12:04
Uhh uhh... ónei, Jón Frímann segir mér að halda kjafti!!
Er veruleikinn ekki skemmtilegur?
Hættu bara þessu bölvaða kjaftæði um hluti sem þú skilur ekki sjálfur.
Þú ert vitleysingur og fábjáni.
palli (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.