Gjaldeyrishöftin reynast okkur eldvarnarveggur á válegum tímum
6.8.2012 | 11:58
Gjaldeyrishöftin væru vafalaust að hverfa um þessar mundir ef ekki kæmi til að full ástæða er til að óttast ískyggilegan óstöðugleika í mörgum viðskiptalöndum okkar og þá einkum á evrusvæðinu. Höftin verja íslenskan þjóðarbúskap og gengi krónunnar fyrir utanaðkomandi áföllum.
Almennt eru menn sammála um að losa þurfi smám saman um gjaldeyrishöftin svo fljótt sem verða má, en samt er ekki raunhæft að reikna með að þau verði með öllu afnumin meðan stórfellt hættuástand er ríkjandi á evrusvæðinu.
Íslenskt efnahagslíf virðist ekki í hættu statt í þeim ólgusjó sem nú ríkir víða í nálægum ríkjum. Erlend staða ríkissjóðs Íslands er sögð nokkuð rúm og ekki er talin þörf fyrir endurfjármögnun næstu misserin. Skuldabréfaútgáfa ríkissjóðs til 10 ára sem nýlega fór fram og nam um einum milljarði Bandaríkjadala er talin til marks um nokkuð greiðan aðgang ríkissjóðs að erlendum mörkuðum þótt vextir sem ríkinu standa til boða séu því miður háir. Orkuveita Reykjavíkur er að vísu með nokkuð þunga erlenda greiðslustöðu en Landsvirkjun er talin vera í ágætri stöðu.
Fjármögnun ríkissjóðs á innlendum markaði er auðveld og tiltölulega ódýr. Fjármögnun innlendra banka og fjármálastofnana fer nú að mestu fram í íslenskum krónum í formi innlána. Lífeyrissjóðir hafa ekkert fjárfest erlendis frá því í hruninu og eignir sjóðanna eru taldar hafa aukist um tæpan þriðjung síðan þá, þar af hafa innlendar eignir sjóðanna aukist um tæpan helming en erlendir eignir dregist saman um 12%. Hrein eign lífeyrissjóðanna í árlok 2011 nam um 2260 milljörðum króna.
Staða íslenska fjármálakerfisins tæpum fjórum árum eftir hrun er sem sagt nokkuð traust. Höftin virka eins og eldvarnarveggur gagnvart fjármálabálinu á meginlandinu og draga mjög úr líkum á alvarlegum fjármálalegum óstöðugleika vegna utanaðkomandi áhrifa. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var Ísland með mestu aukningu landsframleiðslu af þeim 31 Evrópuríki sem tölur Eurostat ná til miðað við sama tímabil árið áður.
Hitt er annað mál að versnandi ástand á evrusvæðinu getur haft ýmis slæm áhrif á viðskiptakjör okkar og verðlag á helstu útflutningsafurðum, t.d. áli og sjávarafurðum. Alþjóðlegur efnahagssamdráttur í kjölfar hugsanlegrar upplausnar á evrusvæðinu myndi hafa talsverð áhrif hér á landi, en áætlað er að t.d. við 5% samdrátt alþjóðlegs hagvaxtar myndi hagvöxtur hérlendis dragast saman um eitt prósentustig. - RA
Athugasemdir
Það kemur mér afskaplega lítið á óvart að fyrrverandi verðbólguráðherran Ragnar Arnalds skuli í raun dýrka og dá gjaldeyrishöftin. Sérstaklega í sögulegu ljósi þar sem Ragnari Arnalds tókst að leggja gömlu íslensku krónuna í rúst með óðaverðbóglu og almennri vanstjórnun á fjármálum ríkisins. Þrátt fyrir að tilraunir til annars, sem í reynd mistókst þegar á reyndi.
Gjaldeyrishöftin á Íslandi eru til komin vegna þess að íslenska krónan hrundi. Ekkert ríki sem er í Evrópusambandinu er með gjaldeyrishöft í dag. Enda er slíkt andstætt viðskiptafrelsinu og hagsmunum almennings.
Allt tal um upplausn evrusvæðisins er óskhyggja af hálfu Evrópuandstæðinga á Íslandi.
Jón Frímann Jónsson, 6.8.2012 kl. 12:13
Jón Frímann, geturðu virkilega ekki sagt eitt einasta orð af viti??
Hvað er eiginlega málið með þennan þroskahefta heila í þér??
Er Ragnar að dýrka og dá höftin, þegar hann segir "Almennt eru menn sammála um að losa þurfi smám saman um gjaldeyrishöftin svo fljótt sem verða má" ?
Það er alveg ótrúlegt hvað þú ert bilaður í hausnum!!
Og er allt tal um upplausn evrusvæðisins bara óskhyggja einhverra á Íslandi?
Hvað er málið? Ertu á einhverju dópi?
Kveiktu bara á fréttamiðlum erlendis, stupido.
Það er aleg ótrúlegt að horfa upp á jafn ruglaða veruleikafirringu og vellur út úr þér.
Það er ekki að furða að þú eigir enga vini! Hrokabytta og fábjáni.
palli (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 13:10
Hérna er grein fyrir þig, Jón Frímann, á íslenskri vefsíðu.
Þótt þú hafir flúið Ísland til Danmerkur í leit að félagsskap, þá virðistu bara hanga á íslenskum vefsíðum. Þú átt kanski smá séns að skilja þetta. Fréttin er á íslensku.
http://visir.is/bandariskir-storbankar-gera-rad-fyrir-ad-evrusvaedid-brotni-upp/article/2012120809397
En þú verður samt að útskýra fyrir okkur hinum, hvernig eitthvað fólk á Íslandi sem hefur óskhyggju um ófarir evrunnar, hafi náð að sannfæra bandaríska stórbanka um það sama.
...ja.. nema þú sért bara fæðingarfáviti sem hefur ekkert vit til að tjá þig um nokkurn skapaðan hlut. Heimskingi og hrokabytta í hæsta gæðaflokki.
Reyndu nú að halda bara kjafti og hætta að opinbera eigin fullkomna skort á vitsmunum. Þetta er bara svo hallærislegt að horfa upp á þig, að því væri betur sleppt.
palli (IP-tala skráð) 6.8.2012 kl. 13:20
Það er sannarlega ekki gaman að búa við gjaldeyrishöft, en mér finnst nú meinbægni af þér, Jón Frímann, að amast við þessu smáræði af hálfu íslenskra stjórnvalda sem þér eru að öðru leyti þóknanleg.
Reyndar þætti mér ekki ólíklegt að mörg evruríkin vildu gjarnan geta beitt gjaldeyrishöftum.
T.d. nam fjármagnsflóttinn frá Spáni fyrstu 5 mánuði ársins EUR:217 milljörðum (ÍKR:32.600 milljarðar).
Hjálparstarf ESB mokar milljörðum í spænska bankakerfið og milljarðarnir hverfa beinustu leið aftur úr landi. Er eitthvað vit í þessu?
Kolbrún Hilmars, 6.8.2012 kl. 14:14
Gjaldeyrishöft eru viðbrögð við alvarlegum sjúkdómi krónunnar. Þau koma í veg fyrir skyndidauða sjúklingsins og eru því nauðsynleg. En þau veita enga lækningu. Þvert á móti herjar sjúkdómurinn undir niðri og veldur miklu tjóni.
Íslenska krónan hefur nánast alla sína tíð búið við gjaldeyrishöft. Aðeins í nokkur ár í aðdraganda hrunsins voru engin höft. Mikil bóla hélt þá krónunni á floti. Eins og aðrar bólur sprakk hún að lokum með óhjákvæmilegu hruni krónunnar.
Gjaldeyrishöft eru nauðsynleg ekki bara vegna þúsund milljarða sem bíða eftir að komast úr landi. Smæð gjaldeyrisins veldur svo miklum sveiflum á gengi hans eð ekki er við það búandi.
Fyrir utan að eðlilegar sveiflur eru mjög ýktar vegna smæðarinnar geta vogunarsjóðir og aðrir fjárfestar hæglega keyrt gengi krónunnar niður úr öllu valdi til þess eins að græða á því.
Til að verjast krefst krónan því gífurlegs gjaldeyrisvarasjóðs þó að því fari fjarri að nokkur trygging sé fyrir því að hann dugi. Með upptöku alvörugjaldmiðils er hægt að verja þessu fé í að greiða upp skuldir ríkisins og spara þannig stóran hluta af vaxtakostnaði.
Menn sætta sig við fljótandi krónu í mikilli bólu vegna þess að þá er miklu meira um hækkanir á gengi krónu en lækkanir. Í slíku ástandi er hættan á að krónan verði fyrir áhlaupi í lágmarki.
Bólan veldur verðlækkunum á erlendum varningi og gefur þá mynd út á við að hér sé allt í uppsveiflu þó aðeins sé um að ræða eitt sjúkdómseinkenni krónunnar sem getur ekki annað en endað með hruni.
Þannig gefur það augaleið að krónan er ónothæf. Að halda áfram að stinga höfðinu í sandinn verður okkur dýrkeypt. Næsta hrun getur orðið enn alvarlegra enn það síðasta ekki síst vegna þess hve skuldir ríkisins eru nú miklar.
Ásmundur (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 09:00
Kolbrún, það fé sem Spánverjar fá úr neyðarsjóðum er notað til að koma í veg fyrir fall banka og til að gera bönkum kleift að veita nauðsynlega bankafyrirgreiðslu. Það fer því ekkert úr landi.
Með gjaldeyrishöftum er átt við að það séu hömlur á að skipta eigin gjaldmiðli yfir í annan gjaldmiðil. Það væru því ekki gjaldeyrishöft að setja hömlur á fjármagnsflutninga á milli evrulanda.
Fjármagnsflutningar milli landa með ólíkan gjaldmiðil eru miklu alvarlegri en á milli landa með sama gjaldmiðil vegna áhrifa á gengi gjaldmiðlanna.
Annars er athyglisvert að Noregur og Sviss hafa hugleitt gjaldeyrishöft. En meðan við erum með gjaldeyrishöft til að koma í veg fyrir fjármagnsflótta úr landi og hrun gjaldmiðilsins vilja Norðmenn og Svisslendingar koma í veg fyrir að fé streymi inn í landið og hækki þeirra eigin gjaldmiðil.
Lýsir þetta ekki vel hve sjúk íslenska krónan er?
Ásmundur (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 15:19
Ásmundur, íslenska krónan er ekki sjúk, aðeins örlítil, sem hentar örþjóðfélagi á meðan það þekkir sín takmörk.
Í rauninni erum við vel sett miðað við hvaða þjóð sem er á meðan megnið af tekjum landins eru í erlendum gjaldmiðli.
Þú útskýrir fjármagnsflutninga á þann veg að aðeins sé um gjaldeyrisskipti að ræða ef einum gjaldmiðli er skipt fyrir annan.
Hvað kallar þú þá þá hinn gífurlega fjármagnsflótta evrunnar frá PIIGS til landa utan evru; Sviss, UK, USA, DK og Noregs?
Þú nefnir réttilega að Noregur og Sviss reyni að verjast þessu en ekki að bæði UK og USA eru með sérstakar neyðaráætlanir í gangi vegna evruflóttans til þeirra.
Í þessum tilvikum væru gjaldeyrishöft fullkomlega lógísk, samkvæmt þinni skilgreiningu á gjaldeyrishöftum.
Kolbrún Hilmars, 7.8.2012 kl. 17:30
"Þú útskýrir fjármagnsflutninga á þann veg að aðeins sé um gjaldeyrisskipti að ræða ef einum gjaldmiðli er skipt fyrir annan."
Kolbrún, þetta er ekki rétt hjá þér. Ég var ekki með neina skilgreiningu á fjármagnsflutningum.
Hins vegar benti ég á að gjaldeyrishöft næðu aðeins yfir hömlur á að skipta einum gjaldmiðli yfir í annan. Þess vegna væri ekki rétt að tala um gjaldseyrishöft ef settar eru hömlur á fjámagmsflutninga milli tveggja evrulanda.
Það er til marks um alvarlegan sjúkdóm krónunnar að það skuli þurfa að verja hana gagnvart fjármagnflótta til evrulanda á sama tíma og önnur lönd hugleiða varnir gegn fjármagnsflótta frá evrulöndum.
Ásmundur (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.