Aukin miðstýring ESB þýðir jafnframt minnkandi lýðræði

ESB er í sjálfheldu og kemst hvorki aftur og bak né áfram til bjargar evrusvæðinu. Björgunin er sögð útheimta meiri miðstýringu, meiri valdasamþjöppun og þar með minnkandi lýðræði. Þessi áform mæta þó vaxandi gagnrýni og andstöðu fólks í aðildarríkjum ESB.

 

Vandræðin í ESB og á evrusvæðinu hafa vafalaust aldrei verið meiri en nú. Hluti vandans felst einmitt í einu helsta sérkenni ESB: lýðræðishallanum. Ákvörðunarvaldið í örlagaríkustu málum hefur verið flutt frá þjóðríkjunum til höfuðstöðvanna í Brussel. Venjulegt fólk í aðildarríkjum ESB hefur ekkert með það að segja hvað þar er ákveðið og hefur litla möguleika á að koma óánægju sinni á framfæri, hvað þá að velta stjórnendum af stalli, eins og kjósendur í lýðræðisríkjum geta og gera þegar þeim blöskrar.

 

Flestir virðast sammála um að evran eigi sér litla framtíð nema með stóraukinni miðstýringu í fjármálum og efnahagsmálum aðildarríkjanna, m.a. með því að ríkari þjóðir í Miðevrópu hlaupi undir bagga með þjóðunum í Suður Evrópu sem verst eru staddar, einkum Grikkjum, Möltubúum, Ítölum, Spánverjum og Portúgölum.

 

Um leið og reynt er að skapa samstöðu evruríkjanna um kerfisbreytingar í því skyni að brjótast út úr sjálfheldu og sjálfskaparvíti evrukreppunnar með enn frekari pólitískum samruna í formi ríkisfjármálasambands reka stjórnmálamennirnir sig á þá staðreynd að þessi áform komast ekki í framkvæmd án samþykkis fólksins í aðildarríkjunum því að til þess þarf breytingar á stjórnarskrám aðildarríkjanna.

 

En mótspyrnan gegn enn frekara valdaframsali er hvarvetna miklu sterkari nú en nokkru sinni fyrr og því dragast ákvarðanir stöðugt á langinn. Óvissan um framtíð evrunnar heldur jafnframt áfram að magnast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er kominn tími til að endurhorfa á þessa ágætu heimildarmynd:

The real face of the EU:

http://www.youtube.com/watch?v=WI3z0JexpXc

palli (IP-tala skráð) 4.8.2012 kl. 18:25

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Var ekki meiri miðstýring alltaf planið?

Ég held það.

Hvernig öðruvísi átti eiginlega að gera þetta?

Ásgrímur Hartmannsson, 4.8.2012 kl. 19:26

3 identicon

Ákvarðanataka í ESB hefur ekkert breyst og mun ekki breytast um fyrirsjáanlega framtíð. Allt fer þar fram með sama lýðræðislega hættinum.

En ESB er i stöðugri þróun. Ný lög eru sett til að styrkja sambandið og koma í veg fyrir að einstakar þjóðir geti misnotað það.

Er það öllum til hagsbóta ekki síst þeim þjóðum sem mest hættir til að fara út af sporinu. ESB er samband þar sem hver þjóð ber ábyrgð á sjálfri sér en nýtur vissrar samtryggingar. 

Þó að atkvæðahlutur Íslands í ráðherraráðinu sé lítill, tryggir ákvæðið um stuðning 55% þjóða að Ísland geti í mörgum tilvikum fengið mál í gegn með stuðningi lágmarksfjölda þjóða rétt eins og stærsta þjóðin Þýskaland.

Ákvæðið um lágmarksfjölda þjóða tryggir einnig að stærstu þjóðirnar geta aldrei einar og sér leitt mál til lykta.

Þingmenn ESB eru kosnir beinni kosningu í hverju landi. Hlutur Íslands er um 12.5 sinnum stærri en hlutfall íbúa. Ísland fær því sex þingmenn, sem er lágmarksfjöldi þingmanna þjóða. Það eru álíka margir og Eistland  sem er 4-5 sinnum fjölmennari þjóð.

Þeir sem telja á sér brotið af ESB geta lagt fram kvörtun til umboðsmanns sambandsins. Öllu stjórnkerfi ESB er skylt að veita umboðsmanninum þær upplýsingar sem hann fer fram á. Í niðurstöðu sinni getur umboðsmaðurinn komið með formleg tilmæli til stofnana ESB um úrbætur.

Til að auka enn frekar lýðræðið í ESB hafa verið tekin upp þau nýmæli á þessu ári að gefa almenningi kost á að setja mál á dagskrá Evrópuþingsins með söfnun undirskrifta.

Fjöldi undirskrifta þarf að vera ein milljón, sem er aðeins 0.2% íbúa. Þeir þurfa að dreifast á milli sjö landa. 

http://jaisland.is/umraedan/esb-throar-beint-lydraedi/

http://www.evropustofa.is/frodleikur-um-esb/hvad-er-esb/esb-i-hnotskurn/id2160.html?print=1    

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.8.2012 kl. 09:02

4 Smámynd: Elle_

Enn meiri miðstýring var alltaf planið og evran var hluti af þessu pólitíska plani stóru veldanna.  Við værum að gefa upp forræðið yfir landinu og lýðræðið fyrir algjör yfirráð.  Það hefur ekki neina þýðingu hvort ef-og-kannski við gætum fengið stuðning við mál sem skipta engu máli.  Við búum í fullvalda ríki núna og eigum ekki að láta fólk með Brussel-heilkenni blekkja okkur og skemma það fyrir okkur.

Elle_, 5.8.2012 kl. 11:01

5 identicon

Og aftur, hvers vegna heldur þú, Jón Ásmundur Frímann, að það hafi eitthvað upp á sig að predika þessar möntrur, af öllum stöðum á þessari vefsíðu?

Er ekki kominn tími til að ná örlitlum tökum á þessari þráhyggju þinni?

Ef þú fluttir til Danmerkur til að leita þér að félagsskap, vegna þess að allt var svo leiðinlegt á Íslandi, hvers vegna gerirðu varla annað en að hanga á íslenskri vefsíðu?

Þú ert fábjáni.

Það er enginn sem tekur mark á dellunni í þér. Enginn.

Farðu þú að hætta að trufla okkur hér á þessari vefsíðu, sem og að gera þig að enn meira fífli, og básúnaðu þinn áróður a.m.k. annars staðar. Þetta er mjög þreytandi til lengdar.

Og það er móðgandi að bera jafn mikla heimsku á borð og ætlast til að maður gleypi það jafn heimskulega og þú sjálfur...  fær Ísland 6 þingmenn!! Váá!! 12 sinnum meira en aðrir miðað við fólksfjölda!!!  Vááá!!!

Það er samt nákvæmlega engin völd, engin áhrif, ekkert sjálfstæði né fullveldi.

Hvernig er hægt að vera jafn misheppnaður og heimskur og þú? Hreint ótrúlegt, sérstaklega eins og staðan í ESB er núna. Þú þarft virkilega að vera í pípandi veruleikafirringu til að halda ESB lofgjörð um þessar mundir. En þú gengur ekki heill til skógar, og hefur aldrei gert, eins og við vitum öll.

palli (IP-tala skráð) 5.8.2012 kl. 11:41

6 identicon

Þjóðremba stafar af vanmáttarkennd gagnvart útlendingum og hræðslu við þá.

Þetta er afar óheppilegur eiginleiki í fari einstaklinga jafnt sem þjóða. Hann kemur í veg fyrir allt samstarf og framfarir. Þeir sem eru haldnir þessum eiginleika dragast því aftur úr öðrum og eru að lokum gjarnan dæmdir úr leik.

Miðstýring er algjört turnoff í eyrum andstæðinga ESB-aðildar. Miðstýring er þó ekkert annað en sameiginleg stjórnsýsla um þau mélefni sem samstarf nær yfir. Miðstýring er óhjákvæmileg jafnvel fyrir þá sem vilja taka Bjart í Sumarhúsum sér til fyrirmyndar.

Þó að ný lög og reglur séu settar til að styrkja ESB og aðlaga það betur aðildarríkjunum er hæpið að tala um aukna miðstýringu vegna þess að um er að ræða sömu málefni og heyrðu áður undir sameiginlega stjórnsýslu ESB.

Það er skiljanlegt að örþjóðir finni til vanmáttarkenndar gagnvart stærri þjóðum þó að það sé óþarfi. En það hlýtur að teljast vænisýki að líta á ESB-þjóðirnar sem eitt skrímsli í andstöðu við Ísland eins og algengt er í hópi andstæðinga ESB-aðildar.

Fyrir örþjóð með ónýtan gjaldmiðil, hrákasmiðslög og án bandamanna er ótrúlega mikill fengur í ESB-aðild.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.8.2012 kl. 12:36

7 Smámynd: Elle_

Haltu þinni ´þjóðrembu´ fyrir sjálfan þig, kemur þessu máli ekkert við.  Við erum fullvalda ríki og skulum ekki blekkjast af Brussel-æði ykkar.  Við þurfum ekkert Frakkland og Stór-Þýskaland til að drottna yfir okkur og ráða okkar málum.

Elle_, 5.8.2012 kl. 12:56

8 identicon

Þjóðverjar og Frakkar munu ekki drottna yfir okkur í ESB enda þarf samþykki 55% þjóðanna í ráðherraráðinu auk aukins meirihluta atkvæða. Að halda slíku fram er vænisýki.

Í öllum málum ræður afstaða hinna þjóðanna úrslitum. Við getum því hæglega fengið mál samþykkt gegn hagsmunum Þjóðverja og Frakka.

Ásmundur (IP-tala skráð) 5.8.2012 kl. 13:13

9 Smámynd: Elle_

Notkunin á orðunum ´vænisýki og þjóðremba og öfgamenn´ eru bara ykkar öfgar gegn þeim sem vilja ekkert með veldið ykkar hafa.  70% Íslendinga vilja ekki vera í ríkjabandalagi eða í sambandsríki með Frökkum og Þjóðverjum og hinum evrópsku stórveldunum.  Við kærum okkur ekki um það og það eru næg rök.

Elle_, 5.8.2012 kl. 14:01

10 identicon

Jón Ásmundur Frímann ætti að svifta sjálfan sig lögræði og sjálfsákvörðunarréttir.

Ef hann gerir það ekki þá er hann sko eiginhagsmunaseggur.

Þvílíka dellan í einum manni!! Ótrúlegt!!

En hann gengur ekki alveg heill til skógar, eins og hann talar sjálfur um hér:

http://www.jonfr.com/?p=6809

palli (IP-tala skráð) 5.8.2012 kl. 14:50

11 Smámynd: Elle_

Palli, ´Ásmundur´ er ekki Jón Frímann. 

Og svo mæli ég með að ´Ásmundur´ fari úr landinu.  Hann flytji inn í Brusselveldið til Jóns Frímanns og njóti dýrðarinnar miklu með honum.  Persónulega skal ég borga farið fyrir hann, eina leið.  Hann hætti að skipta sér af okkur og okkar fullveldi og sjálfstæði. 

Þá geta þeir borgað í evrusjóðinn, þeirra langþráða ICESAVE.

Elle_, 5.8.2012 kl. 18:30

12 identicon

Jú, þetta er sama fíflið. Kom í ljós núna um daginn með sömu málfræðivillunum.

Ég trúi ekki öðru fyrr en annað kemur í ljós.

Sami grautarheilinn, sami hrokinn, sami áróðursklikkunin, sama heimskan

...og svo sömu málfræðivillurnar.

Það eru of miklar líkur á að þeir séu sami fábjáninn.

palli (IP-tala skráð) 5.8.2012 kl. 20:20

13 Smámynd: Elle_

´Ásmundur´ skrifar ekki vanalega málvillur frekar en við hin.  Og þetta með punktinn var ekki villa frá honum.  Ekki það að ég nenni að fara að þræta um þetta en málvillurnar eru Jóns Frímanns, í pistlum hans, þó hann segi mig ljúga þessu.  Ekki sami maðurinn þó þú megir alveg halda það.

Elle_, 5.8.2012 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband