ESB umsóknin fær náðarhöggið í næstu kosningum, segir þýska blaðið Handelsblatt

Blaðið segir að í augum flestra Íslendinga sé innlend yfirstjórn á 200 mílna lögsögunni besta líftrygging þjóðarinnar. Í hruninu hafi ýmsir trúað því að evran yrði bjarghringurinn. En nú þegar ESB æði frá einni fjármálakrísu til annarrar séu viðhorf fólks gjörbreytt.

 

Handelsblatt í Þýskalandi birtir 18. júlí s.l. grein um Ísland og ESB undir fyrirsögninni: „Isländer wollen nicht in “brennendes Hotel einziehen“ Íslendingar vilja ekki gista á „brennandi hóteli“. Í inngangi segir að á sama tíma og íslenska ríkisstjórnin semji við ráðamenn í Brussel snúist álit almennings á Íslandi sífellt meira gegn ESB-aðild. Talið sé líklegt að aðildarumsóknin verði dregin til baka vorið 2013.

 

Í greininni er vikið að nýafstöðum forsetakosningum og frá því sagt að Ólafur Ragnar hafi sigrað í forsetakosningunum í lok júní. Andstaða við ESB-aðild hafi verið þungamiðja í kosningabaráttu hans. En sá frambjóðandi sem næstflest atkvæði fékk hafi líkt fyrirhugðri ESB-aðild við það að kaupa gistingu á brennandi hóteli. Líklegast sé að ekki síðar en í kosningum til alþingis næsta vor, jafnvel fyrr, verði ESB-áformum Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, veitt náðarhöggið, enda séu flokksmenn hennar einir um að reyna að rökstyðja aðild að ESB.

 

Vitnað er til Steingríms Sigfússon sem sagt hafi opinberlega að hann geti „hugsað sér“ að draga aðildarumsóknina til baka enda sé honum fullljóst hversu yfirgnæfandi andstaðan við ESB-aðild sé meðal Íslendinga.

 

Sagt er að Össuri Skarphéðinssyni hafi orðið tíðrætt í Brussel um vaxandi skilning milli Íslands og ESB í aðildarviðræðunum. Engu að síður sé bersýnilegt að til tíðinda dragi í ESB-viðræðunum á seinni hluta ársins vegna ágreinings um aðlögun umsóknarríkisins að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB. Í augum flestra Íslendinga sé það besta sameiginlega líftrygging þjóðarinnar að varðveita yfirstjórn á 200 mílna fiskveiðilögsögunni í höndum landsmanna sjálfra.

 

Þegar hið hörmulega bankahrun reið yfir Atlantshafseyjuna árið 2008 hafi ýmsir talið að evran yrði bjarghringurinn sem dygði til að sigrast á öldurótinu. Þá hafi Jóhanna Sigurðardóttir spurt forsætisráðherra hvernig krónan gæti lifað af hnattvæðingu fjármálakerfisins og bent á fall hennar um allt að 75% og ofurháa vexti.

 

En tíminn hafi leitt í ljós að gengislækkun krónunnar hafi beinlínis hjálpað til að komið fótum undir helstu atvinnugreinar landsins og í augum erlendra viðskiptavina sé verðið mun lægra og meira aðlaðandi en áður. Á meðan æði ESB frá einni fjármálakrísu til annarrar og vandinn verði sífellt víðtækari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má öllum vera það ljóst, að í næstu kosningum mun Samfylkingin og Vinstri Grænir,verða fyrir gífurlegu fylgishruni, þeirra ógæfa er þetta ESB rugl,því það er óþekt í Mannkynsögunni, bæði hjá mönnum og dýrum að þau leiti sér skjóls í brennandi húsi.

Enn þeirra stóru efnahafsmistök, og þau stærstu frá landnámi, eru að hafa ekki tekið vísitöluna úr sambandi strax eftir Hrun.

Það er sömuleiðis borðleggjandi, og rökrétt að Hægri Grænir munu fá blússandi fylgi.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 13:16

2 identicon

Ég er hjartanlega sammála Halldóri Guðmundssyni hér að ofan.Þ.e.a.s. ef þau samtök passa upp á það að sleppa engum undanvillingum úr Sjálfstæðisflokknum sem stutt hafa stjórn flokksins síðustu ár. Því við vitum að gott fólk er í öllum flokkum , en það fær engu ráðið.

Svo er það nafnið Hægri "grænir". Einhvern veginn fær þetta "græna" þannig áhrif á mig og fleiri, að svikarar séu í hverju horni. Samanber V.G. Þetta gefur manni innsýn í að þeir sem kenna sig við "græna" eru oft mjög öfgafullir og ég mæli eindregið að breytt sé um nafn eða bara sleppa þessu "græna". Það er aðallega fólk sem gleypti kenninguna frá Al Gore og fleiri skojurum sem eiga "grænu" kenninguna. Ef farið verður að mínum ráðum , þá veit ég að Hægri-flokkurinn fær gott brautar gengi næstu ár...

Jóhanna (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 14:15

3 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Ég tek fram að ég er harður andstæðingur aðildar að ESB...

-

En ég vil endilega fá að kjósa um aðild og ástæðan er einföld... Hún er að með þjóðaratkvæðargreiðslu á þessu máli verður stjórnmálamönnum gert ómögulegt í framtíðinni að stinga uppá aðild seinna meir... Því það mun liggja jú fyrir þjóðarvilji gegn aðild... Með því verður ekki hægt að fara aftur í neitt samningaferli við ESB aftur nema ESB komi fram með nýjar tilslakanir o.sv.fr sem ESB mun ekki gefa eftir í þessum samningum... Og við vitum öll að það munu þeir aldrei gera...! Sérstaklega ekki að fyrrabragði...

Og til að klára þetta bull-mál og fá þessa andsk... aðildarsinna til að steinhalda k.j... þá er langbest að KLÁRA málið með þjóðaratkvæðargreiðslu...

-

Aðildarumsóknin núna hefur eflaust komið okkur ágætlega í framhaldinu á kreppunni... Með henni urðu möppudýrin í Brussel að taka mildari höndum á Icesave-deilunni o.sv.fr... En ég veit að hljóðið suður í Brussel er allt, allt annað í dag því þeir gera sér vel grein fyrir því að aðildarumsóknin verður skítfeld hjá þjóðinni... Það er niðurlæging sem ýfir upp gömul sár þarna úti því Brussel vill kenna Íslendingum að hluta um niðurlæginguna þegar Norðmenn sögðu nei við þá hérna um árið... Þeir í Brussel vilja meina að norskaþjóðin á að hafa hugsað þetta á eftirfarandi hátt...

-

"Fyrst þrjóskuhundarnir, frændur vorir úti á hinu litla Íslandi láta sér ekki einusinni detta það í hug að fara í Evrópusambandið þá getum við sko líka staðið fyrir utan það...!"

-

Ég hélt að það væri verið að grínast í mér þegar ég heyrði þetta fyrst... En miðað við allt og allt núna uppá síðkastið (makríldeilan o.fl) þá virðist vera talsvert til í þessu...

Sævar Óli Helgason, 24.7.2012 kl. 16:36

4 identicon

Þetta er algjörlega rangt mat eins og oftast þegar útlendingar fjalla um íslensk efnahagsmál. Þá einfaldlega skortir þekkingu á íslenskum aðstæðum til að geta dæmt um okkar framtíð.

Af hræðslu við að missa fylgi munu flestir ef ekki allir flokkar hafa áframhald aðildarviðræðna á stefnuskrá sinni eða allavega þjóðaratkvæði um áframhald viðræðna.

Þeir þora auðvitað ekki að neita kjósendum um að fá að kjósa um aðild sérstaklega ekki eftir að aðildarferlið er komið þetta langt með tilheyrandi kostnaði. Það verður því kosið um aðild.

Þegar samningur liggur fyrir verður almenningi ljóst að blekkingaráróður andstæðinga aðildar á ekki við nein rök að styðjast. Það eru því verulegar líkur á að aðild verði samþykkt.

Ef það gerist ekki mun ekki liða á löngu þangað til að annað hrun verður á Íslandi vegna ónýtrar krónu. Það verður dýrt spaug. Almenningi verður þá ljóst að ekki er um neitt annað að ræða en að ganga í ESB.

Það er hins vegar spurning hvort við uppfyllum inntökuskilyrðin eftir mikið efnahagslegt áfall af völdum nýs hruns.

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 19:55

5 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ásmundur ég held að þú sért bæði blindur og heyrnalaus og kunnir ekki einu sinni að lesa blindraletur.Það sem er að bjarga okkur í dag er krónan en ekki evra,við gátum fellt gengið en það geta hvorki Írar Grikkir eða Spánverjar og því er staðan svona slæm hjá þessum löndum.kannski þú segir mér eitt Ásmundur hvar ættum við að fá pening til að borga í björgunarsjóð evru ef við værum með evru????ætli það væri ekki tekin lán ofaná lán til að borga í þennan sjóð sem síðan myndi lenda á almenningi að borga ef eignir landsins dygðu ekki fyrir að borga lánin.Þú Ásmundur hlítur að vera verulega skertur ef þú sérð ekki hvað er að ske innan ESB og þeirra landa sem eru með evru.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 24.7.2012 kl. 20:14

6 identicon

Það er satt hjá Marteini að ég (og Jón Frímann, Ómar Bjarki og Samfylkingin) hlýt að vera verulega skerrtur. Það getur samt verið að ég sé bara svona lyginn. Það er líka satt að við andskotans aðildarsinnar ættum að steinhalda kjafti.

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 21:19

7 identicon

Marteinn, þú ert í afneitun gangvart þeirri staðreynd að krónan er ónýt.

Króna í höftum mun á nokkrum árum óhjákvæmilega leiða til lífskjararýrnunar. Þá verður ekki hægt að halda uppi hagvexti sem er forsenda þess að ríki og mörg fyrirtæki og einstaklingar geti greitt skuldir sínar. Hrun blasir því við.

Gjaldeyrishöft samrýmast ekki EES-samningnum. Við erum á undanþágu vegna hrunsins en hún mun ekki gilda um aldur og ævi. Við verðum því væntanlega að segja okkur úr EES með alvarlegum efnahagslegum afleiðingum nema viðskipti með krónur verði gefin frjáls.

Krónan er of litill gjaldmiðill til að frjáls viðskipti með hana gangi upp. Vegna smæðar hennar sveiflast gengið allt of mikið og verðbólga verður miklu meiri en annars staðar.

Það er því mjög auðvelt fyrir vogunarsjóði og aðra stóra fjárfesta að keyra gengi krónunnar niður úr öllu valdi til þess eins að græða á því. Þeir munu ekki láta tækifærið ónotað. Nýtt hrun blasir því við.

Hvort krónan hefur hjálpað okkur mikið eftir hrun skiptir ekki máli í þessu samhengi. Við erum að tala um framtíðina. Ástæðurnar eru þó allt aðrar en krónan fyrir velgengni Íslands í samanburði við evruþjóðir í vanda.

Vandi þeirra er miklar skuldir ríkis og/eða þjóðarbús meðan íslenska ríkið skuldaði nánast ekkert við hrun og mikill meirihluti af skuldum þjóðarbúsins hefur verið eða verður afskrifaður vegna gjaldþrota bankanna.

Það verður óhemjudýrt fyrir íslenskt þjóðfélag ef við höfnum ESB-aðild og þurfum svo að þola nýtt hrun áður en við samþykkjum endanlega aðild. Það verður ekki bara dýrt heldur stórhættulegt.

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 22:06

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þegar öll kurl verða kominn til grafar, þá færi best á því að þið hættuð þessu endalausa bulli og þegðuð bara sjálfum ykkur til framdráttar, þegar þessu verður lokið þá verður erfitt fyrir ykkur að færa nokkur rök fyrir einu eða neinu.  Þið virðist algjörlega blind og heyrnarlaus öll sem þú telur upp.  Sjáið ekki það sem blasir við öllum bæði hér á Íslandi og í öllum öðrum löndum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.7.2012 kl. 22:18

9 identicon

Það þarf varla að taka það fram ég hef ekki skrifað #6. Hér er sjúklingurinn palli enn einu sinni á ferðinni greinilega illa haldinn yfir því að engin les skrif hans í eigin nafni. Þá er bara að skrifa í nafni einhvers annars.

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 22:28

10 Smámynd: Bragi

Ásmundur: Hvað er það sem gerir krónuna ónýta? Og ef svo er, hvað er það sem gerir evruna að betri kosti?

Veist þú hversu skemmandi höft eru? Ekki veit eg það. Á móti vil ég gjarnan spyrja þig hversu skemmandi frjálst fjármagnsflæði er?

Þú segir að krónan sé of lítill gjaldmiðill til að eiga frjáls viðskipti með. Þegar þú segir frjáls viðskipti, áttu þá við frjálsu fjármagnsflæði? Til eru margar aðrar smærri þjóðir með sjálfstæðan gjaldmiðil en stunda fastgengisstefnu og þeim vegnar ágætlega. Telur þú að við gætum ekki stundað fastgengisstefnu með krónuna okkar, t.d. líkt og fyrir 2001?

Hvort krónan hafi hjálpað okkur eftir hrun skiptir mjög miklu máli, lækkun hennar er það eina sem hefur bjargað þjóðarbúinu sökum hversu háð við erum útflutningi.

Og að lokum, Ásmundur, fylgist þú eitthvað með ástandinu á evrusvæðinu?

Bragi, 24.7.2012 kl. 22:50

11 identicon

Nei, ég fylgist ekki með neinu nema ESB, ESB, ESB-Samfylkingartrúnni. Óþarfi af mér að kenna Palla um það sem ég sagði sjálfur á undan og bið Palla innilegrar afsökunar á leiðinlegum afglöpum mínum í fljótfærninni í súpervörninni fyrir ESB, ESB, ESB og Samfylkinguna.

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 23:05

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta vissi Ásmundur æðstitemplar,svo þú Ási meðhjálpari, vel að merkja,ég hvísla!!! Merkir þessi IP-tala ekki IPA styrkinn frá ESB. Hve mikið fáið,ði fyrir??? Get ég !? ég er blönk.Er styrkurinn skattlaus???? Ási þú ert ógesslega góður í vörn.

Helga Kristjánsdóttir, 24.7.2012 kl. 23:52

13 identicon

Bragi, gerirðu þér ekki grein fyrir að vegna krónunnar tapaði mikill fjöldi fólks margra milljóna eignarhlut sínum í íbúð og sat í staðinn upp með milljóna skuldir umfram íbúðarverðið?

Lántaka í krónum er með öðrum orðum mikið fjárhættuspil. Slíkur gjaldmiðill er ónothæfur.

Vegna smæðar sinnar sveiflast gengi krónunnar miklu meira en gengi stærri gjaldmiðla, sérstaklega ef hún er á floti. Það veldur miklu meiri verbólgu hér en annars staðar.

Sveiflurnar skapa einnig tækifæri fyrir braskara til að græða á þeim á kostnað almennings. Jafnvel erlendir vogunarsjóðir flytja þannig formúur úr landi.

Miklar gengissveiflur eru stórhættulegar. Þær geta valdið panik á markaði svo að gengið fellur niður úr öllu valdi, oft með skelfilegum afleiðingum. Þannig hefur krónan hrunið allavega þrisvar síðustu áratugina um meira en helming á tólf mánaða tímabili.

Það hefur oft verið reynt að fastbinda gengi krónunnar en það hefur alltaf mistekist og endað með mikilli gengisfellingu. Það er sjálfsblekking að reyna það einu sinni enn. Mikil viðskipti við útlönd og smæð gjalmiðilsins gera fast gengi óraunhæft.

Gengi krónunnar hrundi áður en bankarnir hrundu. Hrun krónunnar olli miklu vantrausti erlendis á íslensku efnahagslífi og átti þannig þátt í hruni bankanna.

Hrun á gengi krónunnar veldur mikilli verðhækkun á innfluttum vörum og erlendum skuldum (talið í krónum). Erlendar skuldir geta því orðið óyfirstíganlegar vegna hruns á gengi krónunnar.

Allt tal um að krónan hafi bjargað okkur i hruninu byggist á misskilningi. Ef við hefðum haft evru hefðu skuldir ekki hækkað. Þá hefði ekki þurft að afskrifa þessi ósköp. Afleiðingar hrunsins hefðu því ekki lent á almenningi og fyrirtækjum í nærri jafnríkum mæli og með krónu.

Vegna hruns krónunnar stórgræða útflutningsfyrirtækin á kostnað almennings. Fyrir utan að fá miklar afskriftir tvöfölduðust tekjur þeirra þegar gengið féll um helming.

Þannig hafa miklar gengisbreytingar í för með sér miklar og óheppilegar fjármagnstilfærslur.

Ég sé því alls ekki að við hefðum verið verr sett með evru eftir hrunið. Svo er alls ekki víst að það hefði orðið neitt hrun ef við hefðum verið með evru. Allavega hefði það ekki verið nærri eins alvarlegt.

Skaðsemi gjaldeyrishafta er margvísleg. Í fyrsta lagi gera þau Ísland litt eftirsóknavert til að eiga viðskipti við. Höft hafa því óheppileg áhrif á gengi krónunnar og lánskjör fyrir utan að viðskiptatækifæri geta hæglega glatast.

Gjaldeyrishöft valda því að erlendur gjaldeyrir kemur ekki til landsins. Menn geyma hann í útlöndum frekar en að taka þá áhættu að verða innlyksa með hann hér heima.

Gjaldeyrishöft hafa tilhneigingu til að versna eftir því sem þau dragast á langinn og fleiri sjá við þeim. Þau valda versnandi lífskjörum enda eru þau í raun stríð sem er dæmt til að tapast.     

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 01:56

14 identicon

Bragi, auðvitað fylgist ég með fréttum af evrusvæðinu. En það er enn nokkur misseri í að kosið verður um aðild svo að núverandi ástand truflar mig ekkert í afstöðunni til aðildar.

Það væri auðvitað einstaklega klaufalegt að hætta við aðildarviðræðurnar núna bara til að sjá ESB í fínu formi um það leyti sem við hefðum kosið um aðild. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 02:03

15 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Ef einhver er í bullandi afneitun hér, er það þessi Ásmundur (?) sem tuðar hér endalaust um galla krónunnar, okkar eigin gjaldmiðils, sem ýmsir á meginlandinu öfunda okkur af, og horfir fram hjá næsta augljósri siglingu evrunnar upp í brimgarðinn.

Ásmundur (?) talar hér eins og bein málpípa Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem hefur allt frá því fyrir bankakreppuna (og enn nýlega) ástundað sama bölmóðsrausið um krónuna, sagði t.d. í viðtali í Mbl. 29. júní 2010: "Eina raunverulega styrking krónunnar sem við getum náð fram, er sú að við lýsum því yfir að við ætlum að hætta með þennan gjaldmiðil og undirbúa aðildarumsókn okkar að Evrópusambandinu." - Þetta er eins og talað út úr hjarta Ásmundar (?), sem kannski hefur fengið skrifstofu í námunda við Jón Ásgeir í 365-húsinu við Stigahlíð. Kona Jóns Ásgeirs er 100% eigandi ESB-Fréttablaðsins, sem ýmsir eru farnir að kalla svo vegna ESB-málpípustarfsemi þess, þvert gegn íslenzkum þjóðarhagsmunum og fullveldisrétti lýðveldisins.

En í greinilegri afneitun er hann ennfremur, þessi Ásmundur (?), þegar höfð er hliðsjón af tveimur nýlegustu skoðanakönnunum á afstöðu tveggja frændþjóða til inngöngu í Evrópuambandið. 74,8% Norðmanna segja nú þvert NEI við "aðild" Noregs að Evrópusambandinu, og einungis 17,2% segjast fylgjandi "inngöngu" í bandalagið (sjá HÉR!). Sem sé: á móti hverjum einum, sem þar vill, að Noregur verði ESB-ríki, eru 4,35 sem vilja það EKKI.

Og á Íslandi kom í ljós í könnun Vísis.is, Bylgjunnar (Reykjavík síðdegis) og Stöðvar 2, birtri 4. júlí sl., að 67% eru mjög andvíg inngöngu Íslands í ESB, en einungis 15% mjög hlynnt (sjá HÉR!). Alls vildu hér 74% enga "inngöngu" í ESB, að meðtöldum þeim, sem voru "nokkuð andvíg" henni (7%), en "nokkuð hlynnt" inngöngu voru 8%. Alls tóku 2.072 þátt í þeirri könnun.

Takið eftir, að á móti hverjum einum, sem er mjög hlynntur því, að Ísland verði ESB-ríki, eru 4,67 mjög andvígir því.

Ásmundur (?) er í litla hópnum, en krafsar þó enn í bakkann, milli þess sem hann stingur höfðinu í sandinn.

Jón Valur Jensson. (Smellið á nafn samtakanna hér fyrir neðan!)

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 25.7.2012 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband