Ófært að þjóðin hafi umsóknina hangandi yfir sér í mörg misseri enn, segir Guðfríður Lilja

Stuðningsmenn VG um land allt horfa til þess með kvíða að gengið verði til kosninga án þess að þjóðin fái tækifæri til að gera upp ESB-málið og vísa þar með aðildarumsókninni út í hafsauga, eins og ótvíræður vilji landsmanna stendur til.

 

Það fór mjög fyrir brjóstið á mörgum flokksmönnum VG nú fyrir skömmu þegar þeir lásu það í bréfi sem þeir fengu frá flokksforystunni að með öllu væri óvíst hvenær efnisleg niðurstaða í ESB-viðræðum lægi fyrir svo að unnt yrði að leiða aðildarumsóknina til lykta. Flestir telja að ekki sé eftir neinu að bíða.

 

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra krafðist þess á flokksráðsfundi VG í febrúar að meginlínur viðræðnanna við ESB yrðu skýrar fyrir kosningarnar 2013. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hefur margsinnis ítrekað þessa kröfu og bókaði innan utanríkismálanefndar að efna þyrfti til þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir árslok um hvort þjóðin vildi í ESB.

 

Gísli Árnason, formaður VG í Skagafirði, sagði í viðtali við Morgunblaðið s.l. mánudag: »Það er ekkert lát á aðlögun Íslands að ESB. Málið snýst ekki um að kíkja í pakkann heldur er verið að laga þjóðfélagið að ESB, þótt enginn vilji viðurkenna það. Hljóðið í Vinstri grænum í Skagafirði er verulega þungt. Ég held að flokkurinn fái slæma útreið í næstu kosningum og þá ekki aðeins úti á landi. Því var treyst sem forystan sagði um ESB. Þar stendur ekki steinn yfir steini.«

 

Í sömu grein segist Guðfríður Lilja vera algerlega ósammála því að einhver óvissa sé um framvindu viðræðnanna. »Ég hef sagt það í langan tíma að allar þær upplýsingar liggi fyrir sem fólk þarf til þess að taka upplýsta ákvörðun í málinu. Það er búið að eyða gríðarlegum fjármunum, orku, tíma og vinnu á einhverju mesta áfallatímabili á síðari tímum í sögu Íslands í þessa vegferð. Það er löngu tímabært að fólk fái upplýsingar um eðli aðildar þannig að við getum sett þetta mál til hliðar og farið að einbeita okkur að því sem máli skiptir. Það er alvarlegt mál að hafa umsóknina hangandi yfir samfélaginu í fleiri misseri til viðbótar, enda tekur hún tíma, peninga og starfskrafta frá öðrum brýnum úrlausnarefnum.

 

Ef fylgst er með erlendum fjölmiðlum blasir við í hvaða nöturlegu stöðu Evrópusambandið er og evran. Það er út í hött að ímynda sér að aðild að ESB snúist um hinn eða þennan samningskafla. Málið snýst um miklu stærri úrlausnarefni á vettvangi ESB og evrusamstarfsins.«

 

Andrés Rúnar Ingason, formaður VG í Árborg, segir í sama blaði:

»Ég finn vel fyrir því að fólk vill niðurstöðu í málið áður en gengið verður til kosninga.«

 

Friðrik Aspelund, ritari VG í Borgarbyggð, telur mikinn meirihluta flokksmanna VG í Borgarbyggð vilja fara leið Ögmundar og kjósa um málið samhliða næstu þingkosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Guðfríður Lilja getur bara gengið í Hægri Græna og bullukollast þar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.7.2012 kl. 15:08

2 identicon

Hvað er svona ófært við það? Þetta þarf sinn tíma. Það er fínt ef þetta dregst nokkur misseri enn þannig að kreppan verði yfirstaðin þegar við göngum í ESB.Þá verður ESB betra og kröftugra samband en nokkru sinni fyrr.

Best væri þó að ganga í ESB sem allra fyrst. Víð munum nefnilega finna fyrir kreppunni hvort sem við erum í ESB eða ekki. Það er hins vegar algjörlega fáránlegt að fólk kjósi um aðild fyrr en samningur liggur fyrir. Þingmenn sem leggja slíkt til eru augljóslega óhæfir. 

Guðfríður Lilja er ein þessara þingmanna sem miklar vonir voru bundnar við. Vonbrigðin með hana eru því gífurleg. Hún á sinn þátt í glundroðanum innan flokksins sem hefur flæmt fylgið frá. Ekkert er eins slæmt fyrir fylgi flokks og stöðug innanflokksátök.    

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 16:34

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rangt, Ásmundur. Ekkert er eins slæmt fyrir fylgi flokks og að svíkja stefnu hans og kosningaloforð.

Kolbrún Hilmars, 23.7.2012 kl. 17:29

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

@ Ásmundur & ómar Bjarki. Aðal glundroðinn innan VG er einmitt vegna þess að forysta flokkins og meirihluti þingflokksins sviku kosningaloforð sín um að standa gegn ESB aðild. Þeir hafa síðan gefið enn meira eftir, s.s. að láta óátalið að ESB stofni hér sendiráð og sérstaka áróðursmálaskrifstofu sem fær hundruðir milljóna beint frá Brussel til að halda hérna úti grímulausum ESB áróðri. Þeir láta líka átölulaust að ESB valdið ráði algerlega allri dagskrá og allri famgöngu og tímalengd þessa samninga- og aðlögunarferlis. Þeir samþykktu líka þvert á flokkssamþykktir að hér yrði tekið við milljarða IPA mútustyrkjum frá beint frá ESB ráðstjórninni til þess að greiða fyrir velvilja við þetta brotaferli gegn þjóðinni.

Þeir hafa einnig látið það átölulaust að ESB hefur tekið beina afstöðu gegn okkur í dómsmáli fyrir EFTA dómsstólnum á sama tíma og þeir hóta okkur öllu illu með ólöglegum viðskiptaþvingunum fyrir fullkomlega löglegar veiða okkar á makríl innan eigin fiskveiðilögsögu.

Þess vegna er VG nú þverklofinn flokkur og í raun eitt hrúgald, margbrotin í öreyndir sínar eins og bíll sem hefur farið margar veltur út af veginum og farþegarnir sem enn voru eftir í þessu óheilla ferðalagi í boði Samfylkingarinnar eru flestir tvístraðir, sárir og reiðir.

Það er ljóst að VG mun tapa stórt í næstu kosningum vegna þessara ESB kosningasvika sinna. En það er einnig orðið ljóst að Samfylkingin mun líka stórtapa á þessari helreið sinni til Brussel og þeir verða útilokaðir frá stjórnarsamstarfi af því að engin mun vilja starfa með þessu óþjóðholla landssöluliði.

ESB umsóknin verður annað hvort afturkölluð eða að þjóðin mun sjálf gera það með yfirgnæfandi meirhluta í alls herjar þjóðaratkvæðagreiðslu í eða eftir næstu kosningar.

Þá getur þú Ásmundur og hinn ESB trúboðinn Ómar Bjarki, pakkað saman og hætt þessu óvinsæla ESB trúboði ykkar !

Þjóðin vill ekkert með ykkar trúboð hafa að gera.

Gunnlaugur I., 23.7.2012 kl. 17:30

5 identicon

VG liðið er svona eitt og eitt að gera sér grein fyrir því að í næstu kosningum hefur flokkurinn ekkert að bjóða nema Esb aðild, það er alveg sama hvað VG reynir að  bera á borð fyrir kjósendur, þeir munu engan trúnað leggja á neitt sem frá VG kemur, þetta eru Guðfríður Lilja og fleiri í VG að gera sér grein fyrir og sjá stjórnmálaferilinn líða undir lok í næstu kosningum vegna þess að VG mun ekki ríða feitum hesti frá næstu kosningum.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 20:03

6 identicon

Kolbrún, það er ekki brot á stefnu flokksins að vera á móti ESB en vilja leyfa þjóðinni að kjósa um aðild.

Órólegir vinstri grænir samþykktu stjórnarsáttmálann með aðildarumsókninni en vilja nú ekki standa við hann. Hver getur treyst slíku liði?

Aðildarumsóknin hefur alltaf verið samþykkt í flokknum með miklum meirihluta. Ef þú ert í flokki verðurðu að virða meirihlutaákvarðanir hans.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 21:29

7 identicon

Gunnlaugur, þetta er nú meira endemisbullið sem vellur út úr þér.

Aðildarferlið er með fullkomlega eðlilegum hætti, eins og það hefur verið hjá öðrum þjóðum. Ef Vg eru ekki sátt við það hefðu þau átt að setja fyrirvara við samþykki sitt. Það gerðu þau ekki. 

Krafa þín um að ESB komi ekki nálægt kynningu á sambandinu er með algjörum ólíkindum. Það er auðvitað algjörlega fráleitt að fólk verði að sætta sig við vanþekkingu og blekkingaráróður hagsmunaaðila til að taka ákvörðun. 

ESB er með réttar upplýsingar. Það gefur aðeins upplýsingar um staðreyndir og er alls ekki með áróður. Þannig gefst fólki kostur á taka upplýsta ákvörðun.

Ef meirihluti fólks nýtir sér möguleikann á að taka upplýsta ákvörðun er enginn vafi á að ESB-aðild verður samþykkt.

Sífellt meiri einangrun og versnandi lífskjör, eða jafnvel eitthvað þaðan af verra, er ekki á óskalista íslensku þjóðarinnar. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 21:55

8 identicon

Það verður kosið um ESB-aðild þegar samningur liggur fyrir á næsta kjörtímabili.

Flestir ef ekki allir flokkar verða með það á stefnuskrá sinni fyrir kosningar að aðildarferlið haldi áfram enda þora þeir ekki öðru. Þjóðin lætur ekki bjóða sér annað og mun refsa þeim flokkum grimmt sem reyna það.

Sérstaklega myndi Sjálfstæðisflokkurinn tapa stórt. Draumurinn um að leiða ríkisstjórn væri þá væntanlega úr sögunni. 

Ríkisstjórnin - hvernig sem hún verður samansett - mun því sjá til þess að þjóðin fái að kjósa um aðild. Órólegir munu þó krefjast þess að stjórnarsáttmálinn verði svikinn rétt eins og nú - en árangurslaust.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 22:09

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Af hverju er þetta fólk að tala svona, og gerir svo ekkert í málinu, eins og þetta lítur út fyrir mér í dag, er meirihluta vilji fyrir því að hætta þessum viðræðum.  Hvaða tregðulögmál er það þá að bara vandræðast og GERA SVO EKKERT Í MÁLINU?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.7.2012 kl. 23:03

10 identicon

Elsku Ekki-Mundi minn, eru þið innlimunarsinnar ekki enn búnir að kíkja í aðlögunarpakkann?

80% þjóðarinnar er búin að því, og fundum út að við viljum ekki afhenda Spánverjum fiskinn okkar. Við viljum ekki látya meina okkur um að veiða fisk í okkar eigin lögsögu, af því að einstakar þjóðir í ESB hafa slegið eign sinni á hann.

Við viljum heldur ekki einangrast frá umheiminum og verða fátækir leiguliðar í eigin landi, eins og Grikkir, Spánverjar, Írar og fleiri.

Nei Mundi minn, við viljum ekki láta aðlaga okkur að lifandi líki, sem bíður bara eftir dánarvottorðinu. Gjaldþrota og örvasa sambandi sem haldið er lifandi í öndunarvél. 80% Íslendinga bíða eftir því í ofvæni, að slökkt verði á vélinni, þannnig að fátækar, nei gjaldþrota þjóðir sambandsins geti risið á ný, frjálsar og stoltar, sjálfs síns ráðandi. Við þannig þjóðir getum við gert viðskiptasamninga.

Auðviðta mátti búast við því, að þér finnist það sanngjarnara, að VG svíki kjósendur sína, fólkið sem veitti flokknum umboð sitt, en að svíkja Samfylkinguna, sem VG sveik kjósendur sína fyrir. Í Brussel þykir það góð stefna, að gefa skít í almenning. Enda helsta áhugamál elítunnar hvernig má komast hjá þvi að leyfa almenningsruslinu að kjósa. Ekki vill elítan að fólk komist að einhverri niðurstöðu sem kemur henni illa.

En það jákvæða í þessu er, að þú vilt leyfa fólki að kjósa um innlimum. Ekki eftir neinu að bíða, 80% þjóðarinnar hefur kíkt í pakkann, nú er bara að þið Össur gerið það líka, og ákveða kosningadag. Hvernig hljómar 3. nóvember n.k.?

Hilmar (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 23:19

11 identicon

Jésús fokk hvað Jón Ásmundur er ruglaður í hausnum.

Maður vissi að hann væri slæmur en hann kemur alltaf jafn mikið á óvart í þessari löðrandi veruleikafirringu. Maður þarf ekkert að segja, hann heldur ótrauður áfram þótt jafnvel skólabörn sjái augljóslega í gegnum delluna.

Þetta er eiginlega að verða forvitnilegt. Hvað mun hann eiginlega ganga langt? Hversu langt mun afneitunin leiða hann áfram? Hvað þarf ástandið að versna mikið, til að hann hugsi sinn gang? Eru einhver takmörk á geðbiluninni?

Þetta er alveg ótrúlegt.

palli (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 23:33

12 identicon

Það er illa komið fyrir Hilmari. Hann heldur að 80% þjóðarinnar hafi kíkt í pakka sem er ekki enn búið að kaupa. Annað er eftir því.

Í Speglinum á fimmtudag var góð úttekt á reynslu Dana af ESB. Þar kom fram að ESB hefur haft gífurlega efnahagslega þýðingu fyrir Danmörku og eflt landið í alþjóðasamfélaginu. Fullveldið hefur eflst til mikilla muna.

http://www.ruv.is/sarpurinn/spegillinn/20072012-1

Að sjálfsögðu mun hið sama eiga við um okkur. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika mun tryggja að við munum sitja ein að veiðum í íslenskri landhelgi og munum standa betur að vígi varðandi samninga um veiðar flökkustofna. Fullyrðingar um annað eru hreinar lygar.

Að dragast smám saman aftur úr öðrum þjóðum í lífskjörum og einangrast meira og meira er óhjákvæmilegt ef við kjósum að vera ein á báti án bandamanna. Það er ekki eftirsóknarvert fyrir meginþorra Íslendinga.

Reyndar mun yfirvofandi slíkt ástand valda þvílíkum landflótta að útilokað er að þeir sem eftir eru, sem eru aðallega eldri kynslóðin og lágtekjufólk, geti greitt skuldir ríkisins. Þjóðargjaldþrot er því meira en líklegt.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 00:00

13 identicon

Ó, var það svo Ekki-Mundi, að við þurfum að kaupa ESB pakka?

Ég sem hélt að þið hélduð að þetta væri gjafapakki. En svo rann það upp fyrir mér, að starkostnaður er víst 16 miljarðar á ári, plús missir fiskveiðilögsögu, plús missir af öllu því sem gæti flokkast undir fullveldi, sjálfsákvörðunarréttur og allt það.

Náttúrulega plús allir þessir miljarðahundruðir sem það myndi kosta okkur að halda lífi í ónýtri evru, sem gerir lítið annað en að hrynja þessa dagana.

Og plús það, að 25 landbúnaðarráðherrar ESB möndli saman kvótum á Íslandsmiðum. Aldeilis frábært þegar landbúnaðarráðherrar mafíuríkja Rúmeníu og Búlgaríu semja við fiskveiðimafíu Spánverja um gómsætann fisk á Íslandsmiðum, í skiptum fyrir auknar niðurgreiðslur til fiskiðnaðar í Rúmeníu og Búlgaríu, sem er ekki til.

Og verður ekki gaman hjá ykkur innlimunarsinnum, þegar ÍSlendingar neyðast til að fara að niðurgreiða fiskveiðar við Ísland? Þú veist væntanlega, að fiskveiðar hjá öllum ESB þjóðum eru niðurgreiddar? Og að hlutfallið er lægst um 40% af aflaverðmæti? Og að þjóðir þurfa ekki einu sinni að veiða fisk, til að fá niðurgreiðslur? Fyrir utan Lúxumbúrg náttúrulega.

Og takk fyrir hlekkinn á ESB Spegilinn, það er víst heimili firrtra innlimunarsinna, sem hafa ekki glóru að ESB logar stafna á milli, og að til standi að lækka lánshæfismat Þýskalands. Frábært að þessir firrtu innlimunarsinnar skuli enn kalla sig fréttamenn. Aldeilis fréttamenn sem ekki kunna útlensku, og geta því ekki lesið um ESB brunann mikla í erlendum miðlum. Ekki líklegt að svoleiðis fólk geti miðlað okkur alvöru fréttum.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 00:37

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér er of langt liðið á nótt til að ég skrifi sjálfur af neiunu viti

En ég var að uppgötva góðan penna, vel upplýstan mann, Andri heitir hann, Evrópu- og lögfræðingur, sem mig langar að vitna í:

"Endanleg ákvörðun um veiðihlutfall Íslands er ákveðin af stofnunum ESB ef Ísland gengur inn.

ESB hefur gert fáa fríverslunarsamninga og gengur mjög illa að gera samninga við önnur ríki. Þessu til stuðnings má t.d. nefnda samningaviðræður við Japan en þær hafa ítrekað siglt í strand. Þá hefur EFTA gert fleiri og betri fríverslunarsamninga en ESB. Það er auðveldara að semja við samtök eins og EFTA en ESB, færri hagsmunaaðilar sem vilja verja sinn iðnað eða framleiðslu.

Evrópusambandið er yfirþjóðlegt bandalag enda er það skýrt tekið fram í stofnsáttmála sambandsins TFEU í dag. Bein lagaáhrif, forgangsáhrif og bein réttarverkan eru allt saman eðli yfirþjóðlegs bandalags. Þú getur lesið þér til um þetta t.d. í verkum Davíðs Þórs Björgvinssonar og Gunnars G. Schram. Davíð fjallar ágætlega um þetta í bókinni EES-réttur og landsréttur og Gunnar í Framsal ríkisvalds til Evrópubandalagsins.

Hartley, T.C. einn helsti höfundur kennslubóka í evrópurétti, fjallar líka um þetta í bók sinni The Foundations of European Community Law.

Í ljósi ástandsins innan ESB í dag þá er öllum það ljóst að stóru ríkin ráða ferðinni og þau smærri fylgja með. Í TFEU-sáttmálanum er líka stigið stórt skref í að færa völd frá smáríkjum til þeirra stærri og nú liggur fyrir að enn frekari þróun er í þá átt ef marka má niðurstöðu síðasta fundar utanríkisráðherra ESB ríkjanna stuttu eftir G-20 fundinn í Mexíkó."

Jón Valur Jensson, 24.7.2012 kl. 01:33

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

... af neinu viti

átti að standa hér (og hláturkarlinn með!).

Jón Valur Jensson, 24.7.2012 kl. 01:35

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og meira frá Andra hinum ágæta (sem er afbragðsgóður til að bæta mönnum upp vitleysurnar sem runnu hér eins og jafnan út úr "Ásmundi"). Andri er hér að svara blekkingasmíð eins Esb-sinnans:

"Ég hef skrifað hvort tveggja BA-ritgerð og MA-ritgerð um evrópurétt. Ég hef starfað við lögfræðistörf í Brussel og var í skiptinámi í Hollandi í mínu laganámi. Þú þarft því ekki

að reyna að blekkja mig um starfsemi ESB. Ég kýs miklu frekar að ræða hlutina eins og þeir eru í stað þess að elta menn í einhverjum draumórum um ESB.

Það er hreinlega rangt hjá þér að sá kvóti sem samið yrði um við ESB núna yrði ekki tekinn af Íslandi. Það er nærri því alveg öruggt að hann verður tekinn af okkur. Þá verða öll fiskimið Íslands hluti af sameiginlegum miðum ESB og til landsins koma skip frá allri Evrópu að veiða. Og nei, það er ekki til nein regla um hlutfallslegan stöðugleika. Þetta er viðmið sem unnið var út frá en er hvergi skráð regla. Það er svo auðvelt að fara fram hjá henni og fjöldi leigumiðla vinna við það alla daga ársins að stunda það sem kallað er kvótahopp. Ef þú vilt lesa þér til um það hvaða afleiðingar það hefur fyrir ríki að reyna að koma í veg fyrir það og kynna þér 100% samstöðuna innan ESB þá getur þú lesið allt um það hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Factortame_litigation.

Það eru til tvö hugtök sem notuð eru yfir samninga sem fjalla um frjálsa verslun. Annars vegar fríverslunarsamningar og hins vegar viðskiptasamningar. Flest kapítalísk ríki heims hafa viðskiptasamninga við önnur ríki. Þeir samningar eru takmarkaðir um vöru, magn og tíma. Fríverslunarsamningar eru opnir og bjóða upp á tækifæri fyrir alla til að versla með flestar vörur óhindrað milli ríkja. ESB er með 4 slíka samninga utan innri markaðarins. Ísland er með 52 slíka samninga og 10 eru í farvatninu hjá utanríkisráðuneytinu og EFTA. Þú getur lesið þér til um samninga EFTA hér: http://www.efta.int/free-trade.aspx.

ESB er yfirþjóðlegt vald, ekki samstarf 27 ríkja. NATO er samstarfsvettvangur, ekki ESB. Í stofnsáttmálum ESB sem síðar urðu að Lissabonsáttmálanum er sérstaklega getið um einsleitnimarkmið ESB og nýtt stjórnsýslulag sem næði til allra aðildarríkja. Innganga þýðir því ótvírætt framsal á fullveldi þess ríkis. Þessu neitar enginn sem hefur kynnt sér málin. Það liggur líka alveg ljóst fyrir, m.a. í nálgun Alþingis, sem telur inngöngu ekki mögulega nema breyta 2. gr. stjórnarskrárinnar.

Nú er lögfræði mitt sérsvið en ég þykist vita það að þegar lántökukostnaður bæði Ítalíu og Spánar er kominn um og yfir 7% á 10 ára skuldabréfum þá stefnir allt í voða. Ágætis frétt um þetta hér: http://www.reuters.com/article/2012/07/10/us-eurozone-idUSBRE8690FT20120710.

Ég held að afstaða þín til ESB sé lituð af íslenskri flokkapólitík. Það er vond afstaða að þurfa að verja og þér ekki til framdráttar. Lestu þér til um sambandið og taktu sjálfstæða ákvörðun um það.

P.s. Löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald fer úr landi, þ.e. endanlegar ákvarðanir á þessum sviðum liggja ekki hjá aðildarríkjum. Úrsögn er lagalega möguleg núna með tilkomu Lissabonsáttmálans en þá stendur ríki upp án allra utanríkissamninga og hefja þarf gífurlega erfitt ferli á að byggja upp traust aftur. Þá er Lissabonsáttmálinn sjálfbreytanlegur sáttmáli. Þá er ekki til skýrt fordæmi um gildi aðildarsamnings, þ.e. hvar í réttarheimildaröðinni hann er. Í http://en.wikipedia.org/wiki/Factortame_litigation-málinu vilja margrir breskir lögmenn meina að brotið hafi verið á aðildarsamningi Breta."

Tilvitnun í Andra lýkur.

Jón Valur Jensson, 24.7.2012 kl. 01:44

17 identicon

Það er kostulegt að fylgjast með hvernig andstæðingar ESB-aðildar mála skrattann á vegginn vegna þess að við vitum af reynslu að þetta er ekki satt.

Við höfum þegar gengist undir 80% af lögum og reglum ESB með EES-samningnum. Samt sem áður er það Alþingi, ríkisstjórn og íslenskir dómstólar sem að mestu fara með löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdavald.

Stofnanir ESB eru meira eins og öryggisventill til að tryggja lýðræðislegan rétt almennings gegn mannréttindabrotum og ýmis konar spillingu. Reynslan af því er mjög góð eins og nýleg dæmi sanna.

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir okkur einokun í íslenskri landhelgi og einokun á staðbundnum stofnum þar. Skiljanlega eiga andstæðingar aðildar erfitt með að kyngja þessu og reyna því allt til að gera þessa reglu tortryggilega. 

Hættan á að við njótum ekki lengur viðskiptasamninga ESB eru miklu meiri utan ESB en innan. Við erum á undanþágu í ESB með gjaldeyrishöft. Ef við finnum ekki lausn á vandanum verðum við væntanlega að ganga úr EES með sömu afleiðingum og ef gengjum úr ESB eftir inngöngu.

Líkurnar á að við göngum úr ESB eftir inngöngu eru hins vegar engar. Þar er ekki valtað yfir þjóðir enda myndi sambandið ekki lifa lengi ef slík vinnubrögð væru tekin upp.

Það eru ósannindi að stórþjóðirnar ráði öllu í ESB. Öll mál þarf að samþykkja í ráðherraráðinu. Þar þarf aukinn meirihluta atkvæða og samþykki 55% af þjóðunum til að leiða mál til lykta.

Þetta þýðir að jafnvel mál frá Íslandi gæti hæglega náð fram að ganga með samþykki lágmarksfjölda þjóða.

Andstæðingar ESB-aðildar einkennast af litlum lýðræðislegum þroska. Eindrægni innan sambandsins er litin illu auga og rangtúlkuð. Vitnað er í einhverja litt þekkta eða óþekkta einstaklinga í stað þess að skoða reynslu annarra þjóða sem er yfirleitt mjög góð.

Einkum vekur athygli hve vel minnstu þjóðirnar hafa spjarað sig. Fyrir örþjóð eins og Ísland með ónýtan gjaldmiðil og hrákasmíðslög er sérstaklega mikill fengur í ESB-aðild.      

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 10:34

18 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Hér -- og í tilvísuðum heimildur (tenglum) þar -- kemur skýrt fram, að Ísland myndi missa æðsta löggjafarvald í hendur Evrópusambandinu með "inngöngu " í það, nánar tiltekið með þeirri skýru skuldbindingu sem felst í aðildarsamningi, hvers aðalatriði um allt þetta eru nú þegar kunn: Réttinda-afsalið sem yfirlýst og staðfest yrði með aðildarsamningi (accession treaty) við Evrópubandalagið

Í eftirfarandi grein kemur ennfremur í ljós, við athugun Esb-löggjafar og reglna, að Evrópusambandið tekur sér alræðisvald yfir fiskveiðilögsögu milli 12 og 200 mílna og hefur þá grunnreglu, að jafn skuli aðgangur (og nýtingarréttur) allra Esb-borgara að fiskimiðum landanna. (Þetta sama á hins vegar ekki við um t.d. skóglendi eða námaréttindi, en um sjávarútvegsmálin á þetta alveg sérstaklega við í Esb.).

Og vegna tímaleysis til að svara "Ásmundi" læt ég í bili eftirfarandi greinartengil nægja um "regluna" óstöðugu um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða í Esb.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 24.7.2012 kl. 11:39

19 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Innleggið var frá mér, JVJ.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 24.7.2012 kl. 11:39

20 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur hefur alveg rétt fyrir sér í #12; þennan ESB pakka þarf að kaupa.

Pakkinn kostar a.m.k. 15 milljarða á ári.

Kolbrún Hilmars, 24.7.2012 kl. 13:44

21 identicon

Jón Valur virðist vera farinn að örvænta og beitir því ómerkilegustu blekkingum.

Hann skrifar pistil í nafni Samtaka um rannsóknir á ESB í tilraun til að auka trúverðugleika eigin skrifa. Hann virðist ekki telja eigið nafn nógu traustverkjandi.

Og að sjálfsögðu eru ekki neinar raunverulegar rannsóknir stundaðar á vegum þessara samtaka. Nafnið þjónar þeim tilgangi að fela raunverulegt hlutverk þeirra sem er áróður gegn ESB-aðild Íslands. 

Til að gera skrifin enn trúverðugri er Jón Valur með hlekk á heimildir. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að heimildirnar eru hans eigin skrif og því einskis virði.

Svona vinnubrögð benda til að málstaðurinn sé afar veikur enda er ljóst að mikill fengur er fyrir örríki með ónýtan gjaldmiðil og illa samin og úrelt lög að ganga í ESB. Að ógleymdu að fá sem bandamenn þær þjóðir heims þar sem lýðræði og mannréttindi eru mest í hávegum höfð.

Það má heimfæra kunnan málshátt yfir á ríki: Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. Þetta er einmitt reynsla Dana eins og kom fram Í Speglinum 20. júlí sl.

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 14:02

22 identicon

Kolbrún, hvernig færðu það út að ESB-aðild muni kosta okkur amk 15 milljarða á ári?

Stöðugleikinn, aukinn samkeppnishæfni, fleiri atvinnutækifæri og nothæfur gjaldmiðill munu þvert á móti skapa aukatekjur fyrir ríkið upp á marga tugi milljarða ef ekki meira.

Einstaklingar og fyrirtæki munu hagnast enn meira meðal annars vegna þess að skuldir hækka ekki og þess vegna verður miklu minna um greiðsluerfiðleika og gjaldþrot. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 14:15

23 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, þessi upphæð er aðeins árlegt félagsgjald til ESB. Ákveðið hlutfall af GNI.

Plús hlutdeild Íslands í "bresku leiðréttingunni"...

Kolbrún Hilmars, 24.7.2012 kl. 14:56

24 Smámynd: Kolbrún Hilmars

PS: gleymdi að telja með ákveðið hlutfall af tollum og innflutningsgjöldum landsins - svo og innheimtum virðisaukaskatti...

Kolbrún Hilmars, 24.7.2012 kl. 15:11

25 identicon

Tek heils hugar undir þessi orð Kolbrúnar

Ekkert er eins slæmt fyrir fylgi flokks og að svíkja stefnu hans og kosningaloforð.

Vart heldur Guðfríður Lilja að hún muni snúa þrjóskuröskuðu heilahveli Steingríms J. Sigfússonar við frá hægri?

Halló, maðurinn er lúxus-krakkmella AGS ... og ESB, það er öllum augljóst.

Þar að auki er Steingrímur J. Sigfússon há-launuð gunga og drusla, til sívaxandi ríkis-verðryggðs lífeyris síns.  Hann samtryggði sig með Davíð Oddssyni, Jóhönnu Sigurðardóttur og Halldóri Ásgrímssyni. 

Halló, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, er þér það ekki augljóst? 

Hvursu mikil getur bjartsýni Guðfríðar Lilju verið?

Ég skal segja það hér á mannamáli sem öllum er augljóst:

VG er kasúldið vörumerki,

rotnandi hræ, sem á enga möguleika á endurnýjun lífdaga.  Það er glórulaus bjartsýni að halda að heilahveli Steingríms J. simmsalabimm ráðherra verði breytt.

Ég tek enn og aftur undir skelegg orð Kolbrúnar

 Ekkert er eins slæmt fyrir fylgi flokks og að svíkja stefnu hans og kosningaloforð.

Kúrsinn verður ekki leiðréttur, beinustu leið til Brussel aktar allt hans hægra heilahvel, hugsanlega skaddað eftir slys og hann veit það ekki einu sinni sjálfur, en hirðin í kringum hann æpir sem fyrr og hvetur gunguna áfram.

Á meðan hangir Guðfríður Lilja á kantinum og heldur hann "vinstri grænan" 

Eða hvað Guðfríður Lilja? 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 16:44

26 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það dugar ekki að kvarta og kveina eins og Ögmundur og Guðfríður Lilja gera, Þrátt fyrir að hafa þó kosið oftar en ekki með því að "klára viðræðurnar", eða teygja blekkingar-lopann þar til allt er of seint. Þau hafa líklega alla tíð vitað um hvað þetta snýst, en völdu að fara óheiðarlegu blekkingar-leikaraleiðina. Slíkt dugar illa í þessa byrjun þeirra á næstu kosningabaráttu.

Þau eiga engan möguleika vegna þess hve tvísaga og óheiðarleg þau hafa verið á kjörtímabilinu í ESB-málinu, og ekki má gleyma hvernig Ögmundur kaus með Vaðlaheiðar-gangna-spillingunni, frá útsendara Núpó. Svo þykist Ögmundur vera á móti Núpó á Fjöllunum!

Þau hafa of oft kosið þvert gegn því sem þau fullyrða á þingi og víðar, um ESB-aðlögunina. Það fer Guðfríði Lilju mjög illa að ljúga og blekkja, og hún getur ekki leynt því. Það þarf að standa við kosningaloforðin og fórna einhverjum fríðindum og þægindum, til að vera trausts verður. Það þurfa þau Ögmundur og Guðfríður Lilja að skilja, eins og allir aðrir á þeim landsstjóra-bæ.

Svona bull-leikrit eins og þau eru nú að koma með, eru að tortíma grunnstoðunum, sem eru fjölskyldur og heimili á Íslandi og jarðarkúlunni allri, og ekki nein lausn að nota gömlu bull-blekkingar-brögðin, sem orsaka tortímingunni.

Reyndar þurfum við ekki ríkisstjórn á Íslandi, miðað við reynslu af slíkum fyrirbrigðum síðustu áratugina. Bankarnir, LÍÚ-mafían og fjárfestingar-skýjaglóparnir (sjúku og veiklunduðu), geta bara séð um sín skítverk sjálfir.

En sumum langar greinilega að halda áfram að svíkja, og halda fríðindunum sem fylgja því að svíkja sína landsmenn og kosningaloforð í ríkisstjórn og á alþingi.

Þetta er nú meiri viðbjóðurinn og gjörspillingin!

Og Styrmir Gunnarsson steinþegir yfir nákvæmum lýsingum á öllum viðbjóðnum, sem hann skrifar um að sé til staðar, og hafi verið lengi! Og þetta fólk vill láta taka sig alvarlega í nútíma-samfélagi?

Óheiðarleiki og blekkingar er ekki leiðin að trúverðugleika, og alls ekki leiðin að velferð samfélagsins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.7.2012 kl. 16:45

27 identicon

Ég skal enn orða það tæpitungulaust og ætla að minna Guðfríði Lilju á,

að hún er ekki af sömu ríkis-verðtryggðu Blóð-Kyn-Slóð og áðurnefnd 4,

ESB af eða á.  Sammála þér, hættum að láta þau 4 rugla rím okkar,

þau Steingrím J. Sig., Jóhönnu Sig,, Davíð Odds. og Halldór Ásgrímsson:

Kjósum um þetta kjaftæði eigi síðar en fyrir áramót.

Hlustum ei lengur á Blóð-Kyn-Slóðina ferfalda sundra okkur sem sauðum.

Skelli svo fram tveimur ljóðum eftir undirritaðan, frá haustinu 2009:

  • Í SLÁTURTÍÐINNI

    Slátrararnir standa blóðugir
    - glaðbeittir í uppgripum og ati -
    skella á krók og skera á háls
    rista fyrir og taka innan úr
    afhausa og flá.

    Raflýsingin í loftinu glottir
    kalt – og skrokkar okkar
    bíða stirðnandi
    eftir vottunar-stimplun
    auðvalds fógeta – AGS.

    Á meðan gagga þau undir
    há-æruverðug geldhænsnin
    - laga- og stjórnsýsluvaldið -
    og allt embættismanna hyskið
    lúrir áfram og sefur sem fyrr

    - fjár-valdboðum samkvæmt -

  • BLÓÐ-KYN-SLÓÐ
    - í ríki jötu sinnar -

    Með rana í blóð-tökum
    frá mæðrunum, feðrunum
    - óverðtryggðu ránunum -
    blóð-tökurnar sjálfar
    upp á víxla framtíðanna
    barnanna – annarra barna

    … sitja þau nú sælleg
    stríðsins öldu börnin
    í ríkisins glottandi geiflu
    um að öllum þótti þeim
    vænt um hana…bólguna
    - óverðtryggðu ránanna -

    … sitja þau nú sælleg
    í rana slóða blóð-takanna:
    Ríkis-verð-tryggðu jötunnar
    í fjár-sældar bólgu efri áranna
    … meðan blóðið rennur
    um kyn – frá kyni til kyns.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 17:06

28 identicon

Ég skal segja þér sannleikann á mýkri hátt, mín kæra Guðfríður Lilja.

En hver og einn velur sér veginn, en Vegurinn eilífi er aðeins einn:

LIII.  Tao vs. Globalism

1.  Væri ég nógu vitur, myndi ég fara Veginn eilífa.

2.  Vegurinn eilífi er beinn og greiðfær,

en mönnum eru krókaleiðirnar kærari.

3.  Höllin ljómar af skrauti, en akrarnir eru vanhirtir og hlöðurnar tómar.

Að búast í skart og vera girtur biturlegu sverði, eta og drekka óhóflega

og hafa fullar hendur fjár - það er ofmetnaður ræningja.

(Úr Bókinni um veginn eftir Lao Tze) 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 17:26

29 identicon

Það er með hryggð í hjarta að ég segi, að mér virðist

Ögmundi ekki leiðast að velja krókaleiðirnar,

en hvað með þig Guðfríður Lilja?  Hvaða leið velur þú?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 20:14

30 identicon

Svo má vitaskuld "Sjálfstæðis"Flokkurinn einnig spyrja Bjarna Benediktsson

um allar vafningaleiðir hans.  Er það leið þess sem hefur fullar hendur fjár?

Kannski ofmetnaðar ræningjans, sem "Sjálfstæðis"Flokkurinn hampar og hyllir?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 24.7.2012 kl. 23:12

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Pétur minn Örn, er gaman að rabba hér við Guðfríði Lilju, sem er hér þó ekki til staðar? --Jú, reyndar má nú gera ráð fyrir, að hún lesi þetta vefsetur, ekki lái ég henni það, enda er hún ekki svo skyni skroppin að taka mark á Huldu-Ásmundi og falshjali hans um sitt heittelskaða Evrópusamband 10 fyrrverandi nýlenduvelda og fylgihnatta þeirra.

Jón Valur Jensson, 25.7.2012 kl. 03:25

32 identicon

Sæll Jón Valur.  Þér til upplýsingar, þá er ég það hreinn og beinn að öllu eðlisfari, að ég sendi tölvupóst til GLG í gær, 24.7.2012 17:42

og benti henni vinsamlegast á að lesa pistil og athugasemdir á Vinstrivaktinni gegn ESB.  Henni ætti því að vera þetta fullkunnugt, enda þótt hún láti ekki svo lítið að svara hér.  Kannski hún sé að leita réttu leiðarinnar, hvað veit ég, einn al-mennur maður, en ekki opin-ber.

Hins vegar finnst mér það eilítið spugilegt að þú svona Hægri Grænn hafir ekki fattað að Steingrímur J. hlýtur að vera Hægri Grænn, því ljóst er að sá Græni grasasni er ekki til Vinstri, hvað svo sem það nú merkir og hvað svo sem þetta til hægri merkir? 

Allt er afstætt Jón minn Valur, það vitum við báðir, en Steingrímur hringsnýst sem auli og nú sýnist mér hann stefna rakleiðis yfir til  til ykkar Jón minn Valur.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 15:24

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Pétur minn Örn. En ekki er allt afstætt!

Og ég er ekkert mjög "grænn" og er orðinn afhuga Hægri grænum!

Svo er tilvalið að benda hér á þessa nýbirtu grein (segi ekki hvar!):

Tíu aflóga nýlenduveldi ráða lögum og lofum í Evrópusambandinu.

Jón Valur Jensson, 25.7.2012 kl. 19:54

34 identicon

http://bylgjan.visir.is/kannanir/

GB (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband