Sérdeilis málefnaleg umræða um landsölu til Kommúnistaflokks Kína
22.7.2012 | 11:44
Nokkuð skortir á að umræðan um kaup Kínverska kommúnistaflokksins á Grímsstöðum á Fjöllum sé málefnaleg. Þannig segir Vikublaðið á Akureyri frá miklum fundi um málið nyrðra þar sem framsögumenn lofuðu söluna hver af öðrum. Þegar gagnrýnisrödd barst utan úr sal varð einn þingmanna Samfylkingarinnar fyrir svörum:
Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingar og fyrrverandi samgönguráðherra var einnig staddur á fundinum og tók til máls og sagði það vera aumingjaskap að vera á móti framkvæmdunum og lauk máli sínu með því að hvetja fundargesti til að halda áfram á fullri ferð.
Erindreki Kínverska kommúnistaflokksins, Huang Nubo er ekki síður beinskeyttur í sínum svörum. Þannig hefur dálkahöfundur Washington Times eftir Nubo þegar talið berst að því að íslenska ríkisstjórnin hafi staðið á móti kaupum hans á Grímsstöðum:
Huang (55 ára) flutti ræðu við athöfn í tilefni af því að hann gaf China-Europe International Business School í Sjanghai 1,58 m. dollara, þar vék hann að nýlegri efnahagskreppu á Íslandi. Íslendingar eru sjúkir og þeir eru veiklyndir, sagði hann. Þeir eru hræddir í návist sterks ungs manns.
Hér skortir ekkert á gorgeirinn og nú bætist við að áfom Kínverjanna eru óljós. Fyrst átti aðeins að koma upp þjóðgarði og hóteli með golfvelli! Nú á til viðbótar að skipuleggja mikla frístundabyggð uppi á Hólsfjöllum. Næst verður það vitaskuld sólbaðsstaður og aldingarðar. Allt er þetta jafn sennilegt og þarf vitaskuld mikla glýju í augu manna til að þeir trúi boðskap hinna heimsvaldasinnuðu vina okkar í austri.
Þegar Noregskonungur ásældist Grímsey á Þjóðveldisdögum Íslendinga reyndi hann engin þau bellibrögð að ljúga upp tilgangi og ómenntuðum miðaldamönnum duldist ekki að hér var aðeins verið að koma fæti að milli stafs og hurðar. Þá sögðu Íslendingar nei. Nú horfir þjóðin með vorkunnlátri furðu á íslenska krata og norðlenska sveitarstjórnarmenn gera sig að undri með trúgirni sinni.
Athugasemdir
Þeir halda eflaust að hann geti flutt sólina með sér líka. Þetta er víst enn á ný asninn klyfjaður gulli.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.7.2012 kl. 12:38
Já, vondir eru jafnaðarmenn - en verri eru þó norðlendingar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.7.2012 kl. 13:30
Verstir hljóta þá að vera norðlenskir jafnaðarmenn...
En svona í alvöru; hvernig getur umræðan orðið málefnaleg á meðan ekkert annað en óáþreifanlegar skýjaborgir eru í boði?
Kolbrún Hilmars, 22.7.2012 kl. 14:08
Jú, sennilega.
Annars er eg með gleðifréttir fyrir þjóðrembingsvaktina. Grænlendingar og LÍÚ eru að svínbeyja Ísland. Svínbeygja. Og hvað segir Einar þveræingur um það?
,,Ane Hansens indgriben i makrel-krigen ser nu ud til at give pote. Islændingene er ved at bøje sig."
þetta þýðir: Inngrip Ane Hansens (fiskim.ráðherra Grænlands) í makrel-stríðið lítur nú út til að bera árangur (eða ná fótefestu eða gripi). Íslendingarnir eru við það að svínbeygja sig.
http://sermitsiaq.ag/node/131708
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.7.2012 kl. 14:27
Nej, aldeles ikke; de grönlandske skal bagest i köen. Nu er det kineserenes tur!
Kolbrún Hilmars, 22.7.2012 kl. 14:49
Hugsanlega.
En það er eitt í þessu Grænlensk-Íslenska makrílmáli (sem síðasta færsla þessarar siðu fallaði reyndar um) sem erfitt er að átta sig á og enginn virðist hugleiða.
Nefnilega, afhverju þeir grænlendingar landa ekki bara hjá sér? Afhverju vilja þeir endilega landa hérna? Eru þeir ekki með frystihús eða hvað.
það er eitthvað bogið við þetta mál. þeir sko gefa íslenskum bátum leyfi til tilraunveiða á makríl í grænlenskum sjó - og honum vilja þeir landa á Íslandi. Afhverju.
Reyndar með þetta skip sem var til umræðu, Eriku, að þá á Samherji það að stórum hluta held eg eða undirfélag þess.
Ennfremur, hernaðartæknilega séð - þá gæti þetta skaðað hagsmuni Íslands. þ.e.a.s. að ef makríll fer að veiðast í grænlenskum sjó = þeir eiga þá rétt á kvóta alveg eins og Ísland. (Og eg hef ekki trú á að þessi makríll sé annars eðlis en Norð-Austur stofninn eða að hann sé frá bandaríkjunum. Mér finnst það langsótt, við fyrstu sýn. Allavega þyrfti að bakka það upp með einhverjum rökum eða gögnum.)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.7.2012 kl. 15:11
Og ps. ennfremur bendir þetta til, að ekki sé eins mikið af makríl í íslenskum sjó og síðustu ár. LÍÚ er eins og skrattakollar út um allar landhelgar að leita að makríl. Hissa á að þeir fari ekki á alþjóðahafsvæði í Irmingerhafinu. Færeyingar segja að það sé makríll þar og færeyskir útgerðarmenn vildu prófa að veiða þar. Færeyska landstyrið bannaði þeim það. Þið farið ekki fet! Sagði færeyska Landsstýrið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.7.2012 kl. 15:14
Stundum getur verið gaman að vera ómálefnalegur - og kvikindislegur:
Hefur það einhvern tíma hent þig, Ómar, að nefna LÍÚ þegar þú hvíslar ástarorðum í eyra elskunnar þinnar á góðri stund?
Kolbrún Hilmars, 22.7.2012 kl. 15:35
þetta gæti tengst því að Grænland skaðast af því að selja sjóræningjamakríl. En LÍÚ er náttúrulega alveg sama þó þeir skaði Ísland. Og Grænlendingar svínbeygja kjánaþjóðrembinga og gera grín að heimsku þeirra og notfæra sér - enda kínverjar inná gafli á Grænlandi og er beisiklí tekið fagnandi þar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.7.2012 kl. 17:55
Jóhannes Björn hefur lengi skrifað og fjallað um banka- og elítu-auðræði efnahagsböðlanna, auðlinda og stríðsherranna, hvers lenskir sem þeir eru.
Hann hefur reynst mjög forspár í pistlum sínum, sem er að finna á vald.org og svo mjög að Egill Helgason tók það sérstaklega fram þegar hann ræddi síðast við Jóhannes Björn í Silfri Egils, að það væri eftirtektarvert hversu forspár hann væri. Mig langar því til að vitna í orð Jóhannesar Björns, frá síðasta ári, í pistli hans "Kína blikkar rauðum ljósum".
Hvaða rottur skyldi Jóhannes Björn vera að skrifa um?
"Deild á vegum bandaríska fjármálaráðuneytisins sem fylgist með ólöglegum peningafærslum tilkynnti nýlega um gífurlega aukningu peningaþvættis frá Kína sem byrjaði síðasta vor.
Fréttastofur á Vesturlöndum tala um „mjúka lendingu“ í Kína, stöðugan fasteignamarkað og vaxandi lánastarfsemi banka vegna lægri verðbólgu.
En rotturnar sem eru að flýja sökkvandi skip—menn sem raunverulega skilja kínverskt hagkerfi og hafa hrærst í því árum og áratugum saman—eru miklu betri vísbending um hvað raunverulega er að gerast á bak við bambustjaldið."
Skyldi einhver rotta, sem makaði krókinn á kostnað almennings í Kína,
vera að reyna að koma gróða sínum undan og það hingað til lands
og það í skjóli Hrun-skækjanna BDS, í þinghelgi Vlór-goðans?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 19:19
Lesið endilega pistil Jóhannesar Björns:
Kína blikkar rauðum ljósum
13. nóvember 2011 | Jóhannes Björn
Glundroðinn í Evrópu hefur undanfarið haldið allri athygli fjölmiðla og það hefur verið frekar hljótt um hvert stefnir í Kína. Margt bendir þó til þess að hagkerfið þar um slóðir sé mjög fallvalt og árið 2012 verði ákaflega erfitt. Í mildasta falli eigum við eftir að sjá samdrátt sem tekur hráefnisútflytjendur Ástralíu og Brasilíu með sér í fallinu. Í versta falli mesta fasteignahrun sögunnar og blóðug innanlandsátök sem líklega leiða til falls kommúnistaflokksins.
Kínverska efnahagsundrið hefur aldrei verið jafn stórkostlegt og margir vilja láta í veðri vaka. Vestrænir talsmenn óheftrar hnattvæðingar hafa skiljanlega hampað kínverska „undrinu“—þessir riddarar einkaframtaksins sem vilja einkavæða allt heima fyrir lofsyngja miðstjórn kínverska kommúnistaflokksins stanslaust og telja hana óskeikula—en hagvöxtur síðustu áratuga var í sjálfu sér frekar einfaldur í framkvæmd. Hundruð milljónum fátækra einstaklinga var smalað inn í verksmiðjur sem voru starfræktar eins og risastórt færiband fyrir ríkari markaði, náttúrunni var nauðgað í nafni „framfara“ og erlend fjárfesting ásamt tækniþekkingu streymdi í þennan arðbæra farveg. Ótrúleg harka og heragi keyrðu svo allt kerfið áfram.
Mjög miðstýrt hagkerfi stenst aldrei til lengdar og allra síst þar sem millistéttin fer vaxandi. Gömlu Sovétríkin voru skólabókadæmi um þetta. Kínverska hagkerfið byrjaði að fara úr böndunum um leið og það náði því þróunarstigi að alræðisstjórnin neyddist til að auka innlenda eftirspurn. Handstýring gengur aldrei í hagkerfi sem hefur náð ákveðnu flækjustigi—þar sem ruglingslegt samspil framboðs og eftirspurnar ræður ríkjum—og miðstýrðar ákvarðanir eyðileggja það þegar fram líða stundir.
Eftir bankahrunið 2008 dró úr útflutningi Kína og stjórnvöld svöruðu því með því að beina stórauknu fjármagni inn á við. „Fastar“ fjárfestingar—hús, vegir, járnbrautir o.s.frv.—náðu bólustigi og soguðu til sín 46% fjármagnsins, en þessi tala er að jafnaði um 12% í Bandaríkjunum. Miðstjórn kommúnistaflokksins gaf borgum og sýslum skipanir um að ná ákveðnum hagvexti. Því markmiði var auðveldast að ná fram með því að byggja milljónir húsa og önnur mannvirki.
Það er talið að á þessu augnabliki búi enginn í yfir 60 milljónum íbúða í Kína. Fólk hefur fjárfest í sumum þeirra af þeirri einföldu ástæðu að það hefur aldrei séð fasteignaverð lækka … þar til núna. Byggingafélög eru byrjuð að gefa allt að 30% afslátt og óeirðir hafa brotist út þegar fyrri kaupendur heimta sama afslátt. Kínverska fasteignabólan er sú svakalegasta sem heimurinn hefur nokkru sinni séð og verðið á eftir að falla meira en flesta grunar. Vítahringurinn sem fasteignamálin eru komin í er algjör og það er enn verið að byggja á fullu þrátt fyrir að hrun blasi við. Allt að 40% tekna margra borga má nefnilega rekja til sölu lóða undir nýjar fasteignir.
Þrátt fyrir staðreyndir málsins virðast flestir sem tjá sig um málið á Vesturlöndum halda að kínverski fasteignamarkaðurinn sé alls ekki í svo slæmum málum. Þetta fólk bendir á að það vanti húsnæði fyrir um 300 milljónir, miðstjórn flokksins sé með áform um að koma þessu fólki inn í borgirnar og að þeir sem þegar hafa keypt hafi borgað út helming söluverðsins eða jafnvel meira. Þessi rök minna á aðrar fasteignabólur í öðrum löndum, þar sem braskarar prédikuðu að „Guð skapaði ekki meira land“ og fasteignir hlytu því að hækka endalaust.
Til að byrja með þá eru meðaltekjur í Kína um $4000 á ári (nánast fyndið í ljósi þess að Ítalir, sem eru með um $40.000 í meðaltekjur, grátbáðu Kína um að redda sér) og meðalverð nýrra íbúða er yfir 30 sinnum hærra (er um 4X á eðlilegum markaði). Þetta er svipað og ef 5000 nýjar íbúðir risu í Reykjavík á þessu ári og þær kostuðu 300 milljónir stykkið, en það væri hið besta mál vegna fjölda þeirra sem leigja eða yfirleitt vantar húsnæði!
Það er rétt að slatti Kínverja hefur efni á að borga íbúðir út í hönd, en flestir sem versla á þessum markaði slá lán annars staðar en í bankakerfinu. Fjölskyldur leggja oft allt undir og svo er starfandi stór sjálfstæður lánamarkaður í landinu.
Fasteignir eru byrjaðar að lækka, hlutabréfamarkaðurinn hefur verið á niðurleið í nokkurn tíma og yfirvöld í Kína hafa þurft að draga úr almennri lánastarfsemi vegna vaxandi verðbólgu. Samkvæmt skýrslu China Economic Net frá 15. september hefur atburðarásin orðið til þess að fyrirtæki hafa í vaxandi mæli neyðst til þess að taka óhagstæðari lán fyrir utan bankakerfið.
Skuggabankarnir lána um 18% allra bankalána eða um $1280 milljarða, samkvæmt skýrslu Shihua Financial 13. september. Vextir eru mjög misjafnir, t.d. um 24% í Wenzhou og blaðamanni The Epoch Times var tjáð að mánaðarlegir vextir í Guangdong væru 4–6%.
Samkvæmt Forbes og fleiri heimildum þá er í gangi gífurlegur peningaflótti frá Kína. Nærri 60% einstaklinga sem eiga 10 milljónir júan í reiðufé eru annað hvort að ráðgera að flytja erlendis eða eru að leggja síðustu hönd á að flytja. Könnun gerð af China Merchants Bank og Bain & Co. leiddi í ljós að 27% einstaklinga með yfir 100 milljónir júan hafa þegar flutt og 47% þeirra eru að íhuga að skipta um ríkisfang.
Deild á vegum bandaríska fjármálaráðuneytisins sem fylgist með ólöglegum peningafærslum tilkynnti nýlega um gífurlega aukningu peningaþvættis frá Kína sem byrjaði síðasta vor. Fréttastofur á Vesturlöndum tala um „mjúka lendingu“ í Kína, stöðugan fasteignamarkað og vaxandi lánastarfsemi banka vegna lægri verðbólgu. En rotturnar sem eru að flýja sökkvandi skip—menn sem raunverulega skilja kínverskt hagkerfi og hafa hrærst í því árum og áratugum saman—eru miklu betri vísbending um hvað raunverulega er að gerast á bak við bambustjaldið.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 19:43
Það er alveg sérstök ástæða til að taka heils hugar og hjartanlega undir lokaorð vinstrivaktarinnar um þetta mál:
"Nú horfir þjóðin með vorkunnlátri furðu á íslenska krata og norðlenska sveitarstjórnarmenn gera sig að undri með trúgirni sinni."
Það eru svo sannarlega orð að sönnu.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 19:51
Sama hræðslan enn á ferðinni.
Samstarf við Evrópuþjóðir er útilokuð vegna vanmáttarkenndar og þjóðrembu. Og erlendar fjárfestingar eru álitnar grunsamlegar. Hvorutveggja er þó skv stefnu ríkisstjórnarinnar og í raun mjög mikilvægar fyrir framtíð þjóðarinnar.
Vaxandi einangrun og sífellt meiri lífskjaraskerðing verða óhjákvæmilega örlög þjóðar sem forðast eðlilegt samneyti við aðrar þjóðir. Fátt er jafnhættulegt fyrir framtíð þjóðar og afturhald, þjóðremba og vanmáttarkennd.
Spurningin er hvort við lifum það af að vera ein á báti án bandamanna með krónu í höftum. Krónan er allt of lítill gjaldmiðill til að spjara sig í frjálsum viðskiptum. Tilraunir í þá veru verða okkur óhjákvæmilega dýrkeyptar.
Það er grátleg tilhugsun ef við látum tækifærin okkur úr greipum ganga vegna þess hve sjúk og veiklynd við erum. Þar hitti Nubo naglann á höfuðið.
Nubo er ekki erindreki Kínastjórnar þó að hann hafi unnið hjá kínverska ríkinu fyrir áratugum. Jafnvel þó að hann væri það breytir það engu.
Kínverjar verða auðvitað að lúta íslenskum lögum hér á landi bæði skipulagslögum og öðrum lögum. Að sjá eitthvert hættulegt samsæri út úr þessu er því afskaplega sjúkt.
Þvert á móti er þetta stórkostlegt tækifæri fyrir ferðaþjónustuna. Sérstaklega gæti það hjálpað til og flýtt fyrir við að gera Ísland að eftirsóknarverðum ferðamannastað allan ársins hring eins og er stefna yfirvalda.
Allt minnir þetta á þegar bændur mótmæltu símanum af hræðslu við að kýrnar myndu hætta að mjólka.
Ásmundur (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 20:53
Ómerkilegur málflutningur Vinstrivaktarinnar er til marks um veikan málstað og mikla örvæntingu.
Ekkert bendir til sölu (eða leigu) á Grímstöðum á Fjöllum eða hluta jarðarinnar til kínverska kommúnistaflokksins né heldur að Nubo sé erindreki hans.
Að setja þetta fram sem staðreyndir endurspeglar hugaróra sjúkra og veiklyndra Íslendinga.
Ásmundur (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 21:29
Gaman að Ásmundur (eða hvað hann nú heitir sá góði maður) skuli minnast á símann. Í þeirri bábylju er jafn mikill sannleikur og mörgu því sem ESB sinnar halda fram. Staðreyndin er að íslenskir bændur hafa alltaf verið tæknióðir og oft um of. Þegar ríkisstjórnin vildi koma á ritsíma um sæstreng æstu Einar Ben. og fleiri bændur til að ríða til Reykjavíkur og heimta nútíma loftskeytasamband. En mannvitsbrekkur þær sem slegið hafa um sig með óhróðri um íslenska bændur hafa seint og snemma snúið þessari lummu sjálfum sér einum til háðungar. (Sjá t.d. vef forsætisráðuneytis: http://www.heimastjorn.is/stjornmalin/atakamal/index.html)
Bjarni Harðarson, 22.7.2012 kl. 21:41
Jón Sigurðsson forsætisráðherra, gaurinn þarna frá Dýrafirði, myndi snúa sér í gröfinni, og senda allavega eitt telegram með LOL, ef hann vissi hversu fátækleg þekking Samfylkingarmanna er á kínverska alþýðulýðveldinu.
Eins og flestir aðrir en Samfylkingarmenn vita, þá eru MJÖG stíf gjaldeyrishöft í Kína, og þaðan fær EKKI NOKKUR MAÐUR að fara með dollara í landakaup erlendis, nema með aðkomu kínverska ríkisins.
Maður þarf að vera skringilega innréttaður til að trúa því, að Kínverji, starfandi fyrir kínverska kommúnistaflokkinn, eigi fullar lúkur af gjaldeyri, og detti það helst til hugar að eyða honum í Grímstaði á Fjöllum.
Hilmar (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 22:48
Ef Johanna segir ´HEIL Brussel´, segir hann ´HEIL Brussel, you may take over Iceland´. Ef Össi segir ´YES China Communist Party´ segir hann ´YES Nubo, you may have Grimsstadir´. Neitar samt að vera í sam-sam-flokknum. ´Sjúkir og veiklundaðir´ hvað?? Minnist ekki á Ómar ´þjóðrembing´.
Elle_, 22.7.2012 kl. 23:09
Einfeldningaháttur andstæðinga Nubo og ESB kemur meðal annars fram í að þjóðinni er skipt í tvo hópa; samfylkingarmenn og ekki samfylkingarmenn.
Samfylkingarmenn styðja ESB og Nubo en ekki samfylkingarmenn eru andstæðingar ESB og Nubo. Sælir eru einfaldir. Sæmilega viti borið fólki dregur eðlilega þá ályktun að ekki sé neitt mark takandi á þeim sem ástunda slíkan málflutning.
Jafnafkáraleg er kenningin um að Kínverjar geti ekki fjárfest erlendis upp á eigin spýtur vegna gjaldeyrishafta heima fyrir. Þvílíkt bull! Kínverjum er td ekki skylt að skila til Kína hagnaði af erlendum fjárfestingum - að sjálfsögðu ekki.
Það er barnalegt að gera sér ekki grein fyrir að það sem innfæddum finnst kannski ekki eftirsóknarvert getur þótt mjög eftirsóknarvert í afmörkuðum hópi útlendinga, jafnvel kuldi og snjókoma.
Ásmundur (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 23:26
Hvar á fjöllunum sögðuð þið honum að hann mætti byggja flugvellina og hafnirnar? Í hvaða mikilli hæð ætla landsmenn hans að skjóta golfkúlum og vera á hestbaki? Í hvað sterkum vindum ætlar hann að vera á í svifflugi? Þvættingur sem enginn nema sam-sam-flokkurinn trúir.
Elle_, 22.7.2012 kl. 23:44
Elle, hættu að bulla. Reyndu að vera málefnaleg. Annað er tímasóun.
Ásmundur (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 23:53
Ekkert bull, ´Ási´ minn. Í hvað mikilli hæð ætla þau í kommúnistaflokknum að fljúga og skjóta? Í hvað sterkum vindum? Rökin hans og ykkar nefnilega halda ekki vatni og er bara yfirsláttur fyrir aðstöðu, flugvelli og hafnir.
Elle_, 22.7.2012 kl. 23:58
Eitt er rétt hjá Ekki-Munda, þjóðin skiptist í tvo hópa, Samfylkingarmenn (og Steingrím) og svo restina af þjóðinni.
Restin er að sjálfsögðu rugl hjá honum, eins og vanalega. Og þá sérstaklega þessi kjánalega fullyrðing um að Kínverjar geti fjárfest eins og þeir vilja. Þetta er víst lokasönnunin um að Lyga-Mundi getur ekki sagt satt, og getur ekki haft rétt fyrir sér.
Samfylkingarhluti þjóðarinnar (og Steingrímur) eru líka þessu marki brenndur, rangfærslur og vitleysa er krónínskur fylgikvilli kratisma.
Hilmar (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 00:13
Samspilingar ESB trúfélagið inniheldur aðeins vitstola þráhyggju sjúklinga, eins og opinberast í ummælum á þessari vefsíðu aftur og aftur.
Það væri kanski hægt að berja smá vit í hausinn á þessu liði, en held að því sé ekki viðbjargandi.
Ísland þyrfti að taka aftur upp þá refsingu að gera menn útlæga úr landinu, fyrir t.d. landráð. Það þarf að losna við helstu apakettina hjá þessu pakki, helst fyrir fullt og allt.
palli (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 00:29
Höfuðpaurin á bakvið þetta bölvða rugl er Halldór Jóhannsson, sem rekur ráðgjafaþjónustuna Teikn á Lofti. Hann kynntist Nubo og varð agent hans þegar hann hóf útrás til kína með lakkrísverksmiðju til að kyna kínverjum íslenskan lakkrís og sigra heiminn. Hann fór að sjálfsögðu á hausinn og seldi sig þá sem ráðgjafa um viðskipti á íslandi og ákvað að flytja kínverja til ísland í staðinn.
Maðurinn er meira en lítið vafasamur karakter og hefur einmit séð um að skipuleggja langaneshafnir bloðmjólkað það hérað á drumórum um sórskipahöfn, sem á að þjóna norðursiglingaleið ef hún opnast og drekasvæðinu, ef þar finnst olía. Það er hinsvegar ekki kannað hvort skip þurfi að stoppa hér ofná alla vitleyuna, og líklega er þetta bara hans hugarburður frá grunni.
Landakaup Nubo eru í beinum tengslum við þetta ævintýralega rugl þessa samviskulausa sölumanns og loddara. Einum slíkum vitlesingi tekst að setja allt á annan endan hér og fá alla fábjána landsins með sér í þessa blindragöngu. Hann þénar fúlgur á þessu og væri vert að menn færu að kíkja á réttindi hans og bakgrunn áður n hann veldur frekari skaða.
Það kemur ekki a óvart að Kristján Möller skuli láta ginnast. Ef svona lið getur vaðið uppi hér og selt landið undir yfirráð erlendra þjóða, þá er í raun hægt að ljúga hverju sem er í heimska íslendinga. Og þá meina ég heimska í orðsyfjalegri merkingu þess orðs.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.7.2012 kl. 03:17
Gorgeirinn í Steingrími er ærinn. Það þýðir ekki fyrir Vinstri græna að leika tuskur inn á milli. Þjóðin horfir með viðbjóði á þennan tvískinnung í þessum flokki.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 08:29
Lesskilningur Hilmars er greinilega bágborinn. Þegar ég geri lítið úr barnalegri skiptingu hans á þjóðinni er ég að hans mati að taka undir með honum.
Hilmar fylgist illa með. Hann veit ekki að fæstir þeirra sem eru að vinna að framgangi máls Nubo eru samfylkingarmenn. Hann veit heldur ekki að stuðningsmenn ESB koma úr öllum flokkum. Sjálfstæðismenn eru jafnvel með sér félag um ESB-aðild Íslands.
Eða eru þetta kannski allt blekkingar þess sem veit betur og grípur til til lyginnar vegna þess að hann hefur veikan málstað að verja?
Ásmundur (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 08:33
Jón Steinar er með allan pakkann; vænisýkina, vanmáttarkenndina, þjóðrembuna og útlendingahræðsluna. Nema hann sé að sýnast og sé aðeins að verja eigin sérhagsmuni á kostnað þjóðarinnar.
Svo gerist hann sekur um alvarleg meiðyrði gagnvart nafngreindum manni.
Væntanleg stórskipahöfn við norðausturhluta landsins hefur auðvitað ekkert með Nubo að gera. Væntanleg opnun sjóleiða vegna ísbráðnunar og olíuvinnsla í hafi eru hvatinn. Þar er um raunhæfar væntingar að ræða.
Það er ekkert athugavert við það að maður með reynslu af viðskiptum í Kína veiti ráðgjöf þar sem reynir á reynslu hans.
Ásmundur (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 08:54
Hættu þessu rugli Jón Steinar. Vinstri grænir geta ekki bent á Davíð eins og venjulega og þá er höfðupaurinn Halldór who.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 09:59
LIII. Tao vs. Globalism
1. Væri ég nógu vitur, myndi ég fara Veginn eilífa.
2. Vegurinn eilífi er beinn og greiðfær,
en mönnum eru krókaleiðirnar kærari.
3. Höllin ljómar af skrauti, en akrarnir eru vanhirtir og hlöðurnar tómar.
Að búast í skart og vera girtur biturlegu sverði, eta og drekka óhóflega
og hafa fullar hendur fjár - það er ofmetnaður ræningja.
(Úr Bókinni um veginn eftir Lao Tze)
--------------------------------------------
Skyldu útásarræningjarnir hafa lesið Bókina um veginn?
Skyldi Huang Nubo, hið meinta ljóðskáld, hafa lesið Bókina um veginn?
Skyldu Hrun-skækjurnar 3, BDS hafa lesið bókina um veginn?
Skyldi Vlór-goðinn í Norðurþingi hafa lesið Bókina um veginn?
Líkast til ekki. Þeir finna engan frið, heldur ráfa um sem vofur.
Lífið færir þeim engan frið, sem fara með ófriði gegn þjóð sinni.
En kannski krókaleið þeirra liggji næst til Kína? Þar má biðja Núbba að búast í skart og girða sig biturlegu sverði, en mín vinsamlega ábending til þeirra er að þau biðji Núbba -eftir að hafa etið og drukkið óhóflega, þar sem annars staðar-
um að sýna þeim alveg endilega fyrst dýrðina miklu þegar Tíbetar kveikja í sér, af einskærri gleði yfir mætti hinna "ungu" og "sterku" manna í Beijing.
Yrði það ekki alveg dýðlegt fyrir timbraða ferðamenn frá Íslandi, ef þeir fengju að sjá svo stórkostlega sjón?
Og kannski einhver í Tíbet léti svo lítið að kveikja í sér, allt vegna einskærrar gleði og til dýrðar svo timbruðum ferðamönnum frá Íslandi,
sem hafa etið og drukkið óhóflega og hafa enn fullar hendur fjár, enda ríkis verðtryggðir til launa og lífeyris, innan valdakerfis nómenkratúrunnar BDSV, sem blessar þeim dýrðina og hvítþvær þau af öllum syndum þeirra og óhófi og ofmetnaði.
Kannski það gefi þeim enn eitt kikkið og stundarfixið?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 16:31
http://blog.pressan.is/larahanna/2012/07/23/keisarans-hallir-a-fjollum/
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.7.2012 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.