Óskiljanlegt að grænlenska skipinu skyldi bannað að landa makríl

Fiskiskipið Erika fékk ekki að landa hér makríl úr grænlensku lögsögunni fyrr í vikunni. Færeysk og grænlensk fiskiskip hafa þó oft landað makríl hér á undanförnum árum, að sögn Gunnþórs Ingvasonar hjá Síldarvinnslunni sem vísar til skýrslna Fiskistofu máli sínu til stuðnings.

 

Ákvörðun ráðuneytisins var studd með tilvísun til laga frá 1998 þess efnis að erlend skip megi ekki landa hér afla úr nytjastofnum sem ekki hafi verið samið um. Engu að síður er ljóst að í sömu lagagrein, þ.e. 3. mgr. 3. gr. laga um veiðar erlendra skipa í fiskveiðilögsögunni, er ráðherra veitt skýr heimild til að víkja frá þessu banni „þegar sérstaklega stendur á.“ Það átti augljóslega við í þessu tilviki, þar eð Síldarvinnslan á Norðfirði á þriðjung í útgerð Eriku og hefur átt hlut í útgerðinni í áratug. Samkvæmt skýrslum Fiskistofu hefur Erika oft landað þar loðnu en einnig síld og kolmunna og nú síðustu árin makríl. En skipstjórinn á Eriku neyddist til að sigla skipinu til Fuglafjarðar í Færeyjum með aflann.

 

Augljóst er að Steingrímur Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, verður að útskýra hvers vegna Erika var vísað frá að þessu sinni. Voru það mistök? Eða tengdist það makríldeilunni með einhverjum hætti? Eins og kunnugt er hafa leiðtogar ESB haft í hótunum við Íslendinga með svipuðum rökum, þ.e. að við séum að veiða úr nytjastofnum sem við höfum ekki samið við þá um. Óneitanlega virðist það afskiplega klaufalegt af hálfu sjávarútvegsráðuneytisins að lenda í deilu við Grænlendinga út af íslenskum reglum sem ráðuneytið hafði fulla heimild til að sneiða framhjá og gat auðveldlega rökstutt með vísan til sérstakra aðstæðna eins og fyrr var nefnt.

 

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar sagði í viðtali við Morgunblaðið 20. júlí s.l. að hann skildi ekki hvers vegna verið væri að koma í veg fyrir að íslenskt landverkafólk fái að vinna aflann sem erlend skip vilja landa hér. Hann gaf í skyn að helst mætti ætla að Íslendingar gætu ekki unnt Grænlendingum þess að nýta makrílinn í grænlenskri lögsögu. Þó hefðu íslensk skip getað veitt þar makríl og landað hér á landi undanfarið. »Færeyingar hafa landað hér makríl og kolmunna þótt ósamið hafi verið um þá stofna,« sagði Gunnþór.

 

»Erlend skip lönduðu hér miklu af kolmunna áður en samið var um hann. Færeyingar lönduðu hér makríl í fyrra og hittifyrra. Íslensk skip hafa landað makríl í Færeyjum og talið þann afla sér til tekna þegar þau reikna sér hlutdeild í makrílstofninum. Þegar ekki var búið að semja um norsk-íslensku síldina þá lönduðu Færeyingar og Norðmenn hér síld,« sagði Gunnþór.

 

Gunnþór nefndi einnig grálúðu sem ekki hefur verið samið um en erlend skip hafa landað hér. Einnig hafi Rússar landað hér úthafskarfa án þess að eiga aðild að samningi um skiptingu karfans á Reykjaneshrygg.

 

Gunnþór benti þar að auki á að Grænlendingar hefðu gert loðnusamning við Íslendinga og Síldarvinnslan fái megnið af þeirri loðnu sem Erika aflar til vinnslu. Það skapi útflutningstekjur fyrir Íslendinga.

 

»Ég held að menn eigi frekar að velta því fyrir sér hvort ekki sé skynsamlegt að gera fiskveiðistjórnunarsamning milli Íslands og Grænlands en að búa til svona ágreining,« bætti Gunnþór við.

 

Ljóst er að Steingrímur sjávarútvegsráðherra getur ekki látið embættismenn sína eina um að svara fyrir þessa einkennilegu ákvörðun ráðuneytisins, eins og reynt var í Morgunblaðinu í gær með lélegum rökum, og síst af öllu eftir þessa rökföstu gagnrýni Gunnþórs Ingvasonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, heldur verður að gera það sjálfur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg augljóst að Steingrímur er að þóknast ESB.

m

Síðan segir RUV frá því að stjórvöld hafi bannað tveim Íslenskum frystiskipum, að stunda tlrauna veiðar á makríl í Grænlenskri lögsögu, sem þau höfðu þó fengið leyfi fyrir hjá Grænlendingum, þannig að þessi Steingrímur fer nú að verða svolítið dýr fyrir Íslenska Skattgreiðendur.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 15:29

2 identicon

Það að Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra, hafi neitað grænlenska skipinu Eriku, að landa hér 550 tonnum af ferskum makríl og neytt það til að sigla burt með svo viðkvæman afla til Færeyja og selja hann þar, sýnir með óyggjandi hætti að ekki er Steingrímur lengur mikilla sanda, hvað þá sæva.  Vægast sagt lúaleg framkoma hans gagnvart Grænlendingum.

En hvað er það sem getur útskýrt þessa framkomu Vg formannsins?  Getur það verið að hann hafi skaddast eitthvað á heilahveli í bílslysinu sem hann lenti í, hér um árið, þegar hann lenti á ísköldum svellbunka í Húnaþingi eystra og flaug út veginum?  Ég bara spyr af fullri einlægni.

Það er alla vega alveg ljóst að hitt heilahvel hans, virðist á meðan hafa verið algjörlega óvirkt - enda heyrir það undir efnahags- og viðskiptamál, því vinnsla makrílsins hefði skapað hér atvinnu og verið búbót í illa leikinn ríkiskassann.

Sveinn Rósinkrans Pálsson skrifar bloggpistil um Steingrím, þar sem hann lofar hann mjög, en segir svo í athugasemd frá mjög athyglisverðum kenningum um heilahvel og hvað geti gerst ef þau skaddast í slysi.  Sveinn segir þar mas. svo orðrétt:

"... oft hafa menn breyst í hægrimenn við það að skaddast á heila í slysi. Af þessu hafa komið nokkrar fréttir undanfarin ár."

Ég hef undirstrikað það sem mestu máli skiptir í athugasemd Sveins. 

Erum við hér kannski komin að málinu í hnotskurn?  Mér hefur einmitt virst Steingrímur hafa færst óhugnanlega langt til hægri, upp á síðkastið, kannski kom skaðinn ekki strax í ljós, heldur að hann hafi tekið að grassera leynt og meira og meira og einkum upp á síðkastið.

Steingrímur er maður eins og ég og því kemur nú upp í mér hin dýpsta samkennd í hans garð, þegar ég ráðlegg honum eindregið að láta fúllbífarinn heilaspesalist kíkja á hvelin.  Það geri ég af góðum huga, því mér finnst illt til þess að vita, ef -ég segi ef- Steingrímur J. er með skaddað heilahvel, það er ekkert grín, heldur ísköld alvara.  Þá þarf lækninga og aðhlynningar við og mikla og langa hvíld og svo kannski hressingardvöl á heilsuhæli. 

Við vitum að Davíð veiktist og fékk ristil, eða var það þistil, og margir hafa sagt að Davíð varð ekki sami maður eftir að hann veiktist, hann breyttist.  En hann leitaði sér þó læknishjálpar og það eru til myndir af honum, því til sönnunar, þegar hann var í slopp merktum sem eign þvottahúss Landspítalans.  Ég held að það varði geðheilbrigði þjóðarinnar að Steingrímur skelli sér nú í viðlíka slopp. 

Þjóðin á að fá að kjósa -og það án allra vafninga- um ESB aðlögunina og hún mun segja dúndrandi Nei.  Á meðan á Steingrímur að hvílast og láta heilasérfræðing grandskoða heilahvelin.  Ég er viss um að það muni gera honum gott, líkt og grasalæknirinn segir í gamalli auglýsingu.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 15:59

3 identicon

Augljósasta breytingin varð á Steingrími J. þegar hann komst í ríkisstjórn, þá urðu allavega pólskifti í hans skoðunum,verstar eru þó andskotans lygarnar.   Þetta er athygliverð kenning hjá Pétri Erni í athugasemd og ekki alveg ný, en heilabilaður eða ekki, Steingrímur þarf nauðsynlega að fara frá,hið fyrsta.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 16:40

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Á Ísland að verða griðarstaður fyrir einhverjar sjórnæningja og rányrkjuveiðar?

Hva, á ekki bara að bjóða sómölskum sjóræningjum aðstöðu hér?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.7.2012 kl. 17:08

5 identicon

Það er mín bjargfasta skoðun Bjarni Gunnlaugur, að best væri Steingrími að láta svo lítið að fara nú frá, já hið fyrsta, og fara í slopp merktan sem eign þvottahúss Landspítalans.

En auðvitað eru andskotans lygarnar og drambið það alversta við Steingrím.

Það hefur með siðferðið að gera og það er erfitt að lækna, sé það brenglað.

Þó hef ég heyrt fólk sem þekkti Steingrím sem ungan mann, segja að hann hafi verið ágætis drengur.  Það skilur ekki hvað kom yfir manninn.  Það henti Steingrím eitthvað, líkt og Davíð.  Þeir veiktust, þeir breytust.  Er það valda-drambið sem varð þeim að falli?  Þaulsetan og áratuga ríkis-áskriftin og fíknin í enn meiri gróða í ríkis-verðtryggðan lífeyrinn? 

Alla vega sé ég það alveg skýrt að fall Steingríms er framundan, það er óumflýjanlegt.  Ég sendi honum samúðarkveðjur, en minni hann á að fall fylgir alltaf drambi, oflætinu, sem hann gerði sig sekan um og taldi sig þá mega ljúga og svíkja öll sín loforð.

Steingrímur er nú ráðherra 5 ráðuneyta.  Sá sem treystir engum nema sjálfum sér endar í paranoju.  Minnstu þess Steingrímur J. Sigfússon.

Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað? 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 17:11

6 identicon

Stærsta vandamál vinstri manna eru þau Steingrímur Jóhann Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir.

Stærsta vandamál hægri manna er BjarN1 ESB vafningur.

Stærsta vandamál miðjumanna er hækja Bjarna Ben., Sigmundur Davíð.

Allt þetta ESB mál er vandamál. 

Það hefur komið í veg fyrir heiðarlegt uppgjör hér á landi eftir hrunið.

Öll valdastéttin vill moka skít sínum undir Brussel dregilinn.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 17:40

7 identicon

Pétur Örn, "Þó hef ég heyrt fólk sem þekkti Steingrím sem ungan mann, segja að hann hafi verið ágætis drengur"

Án þess að ég vilji hætta mér um of í kjaftasögufarið, þá hafa ætmenni Steingríms hið besta orð á sér einkum fyrir vinnusemi og búhyggindi.  Ágætan mann þekki ég t.d. sem má ekkert illt heyra um þetta fólk eftir að hafa sungið brekkusöng á landsmóti með bróður Steigríms.;-)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 18:11

8 identicon

Bjarni Gunnlaugur,

brekkusöngvar fylla menn oft ofvirkni, til munns og handa.

Það er vel þekkt;-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 18:46

9 Smámynd: Elle_

Af hverju verður sloppurinn að vera merktur þvottahúsinu?

Elle_, 22.7.2012 kl. 00:09

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er ESB fnykur af þessu máli og það ekki lítill. Niðurlæging Þistilfjarðarkúvendingsins virðist engan enda ætla að taka.

Halldór Egill Guðnason, 22.7.2012 kl. 00:45

11 identicon

Það er margt óskiljanlegt.   Vinstri menn taka sig svo vel út þegar þeir mótmæla fyrir framan bandaríska sendiráðið.  Af hverju láta þeir ekki sjá sig fyrir framan önnur sendiráð? 

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Hannes/hvers-vegna-sitja-their-heima

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 11:14

12 identicon

Elle mín kæra,

vitaskuld þarf sloppurinn ekkert endilega að vera merktur þvottahúsinu.

Dabbi kóngur lét hins vegar svo lítið að vera í þannig slopp í veikindum sínum og virtist finnast það bara dálítið spaugilegt.

Það má vel vera að Steingrímur hafi engan húmor fyrir sjálfum sér og líkast til er það svo, að það sé alls ekki.

Það er hins vegar næsta víst, að Steingrímur eigi einhvers staðar í felum heima hjá sér slopp merktan Brussel, bláan með haug af fimmarma gullstjörnum, í aflokuðum hring.

Vilji hann taka þann sinn kæra slopp með sér þegar hann lætur svo lítið að láta kíkja á hvelin á Landspítalanum, þá held ég að öllum væri það að meinalausu,

enda stæði hann þá berstrípaður á göngum Landsspítalans með bláa dulu vafða utan um sig, með haug af gullstjörnum í hans aflokaða hring.

Þar mundi hann hringsnúast ... berstrípaður ...  sem auli í dulu sinni.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.7.2012 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband