ESB málið er ógn við lýðræðið í landinu

Öðru hvoru heyrist sú röksemd í ESB málinu að úr því sem komið er sé best að klára samninga og ljúka málinu með kosningu. Það sé lýðræðisleg og eðlileg niðurstaða í máli sem klofið hefur þjóðina og þar með væri komin niðurstaða. En lítum aðeins nánar á þessa mynd.

Margir benda í þessu samhengi á Noreg þar sem ESB aðild hefur tvívegis verið felld í atkvæðagreiðslu. Staðreyndin er að eftir samþykkt svokallaðra Kaupmannahafnarviðmiða árið 1993 er það samningaferli sem Norðmenn fóru í gegnum ekki lengur til innan ESB. Evrópusambandið hefur sjálft gefið út að það sé ekki hægt að semja um aðild, aðeins hægt að fara í aðlögun að ESB. Niðurstaða úr slík aðlögunarferli er aðeins ein, full aðild. Innan ESB er í reynd ekki gert ráð fyrir því að ríki hefji aðlögun að ESB og hætti svo sjálf við aðild.

Það að hætta við aðild eftir aðlögun er þessvegna bundið fjölmörgum hindrunum, rétt eins og sá stjarnfræðilegi möguleiki að lönd geti gengið úr ESB. Engum dettur lengur í hug að nokkur fari hér skaðlaus út. Fyrir það fyrsta hefur ESB sem stórríki fjölmarga möguleika vegna gagnkvæmra hagsmuna ESB og Íslands. ESB lítur alls ekki svo á að jafnræði eigi að gæta í samskiptum Brusselvaldsins við aðildarlönd sín. Enn síður yrði það talið í samskiptum við óþekka dvergþjóð sem gert hefur bjölluat í Brussel.

Stækkunardeildin hefur raunar þegar gefið tóninn með fjáraustri í áróður innan Íslands þar sem „réttum" upplýsingum um ESB er komið á framfæri. Samhliða er milljónum ausið á báðar hendur til allskonar innlendra verkefna undir merkjum IPA styrkja sem aðeins eru veittir ríkjum sem eru að gagna inn í ESB. Ofan á bætist svo áróðurshlutverk íslenskra embættismanna sem hafa farið hring eftir hring um landið til að mæra sem mest meintar aðildarviðræður.

Með því að heimila ótakmarkaðan fjáraustur ESB inn í samfélagið og svo eigin áróðri í málinu hefur ríkisstjórn Íslands gert að engu hina lýðræðislegu leið ESB málsins. Leikurinn í þessu máli er einfaldlega svo ójafn að fara þarf austur fyrir löngu fallið járntjald til að finna sambærilegan aðdraganda kosninga.

Með því og svo hinu að ESB og pótintátar þess hér á landi hafa í hendi sér hversu lengi svokallaðar aðildarviðræður standa þá er það sjónarmið ríkjandi meðal aðildarsinna að dropinn holi steininn. Það sem helst skekkir þessa draumsýn er að Evrópusambandið er nú sjálft að liðast í sundur og vinsældir þess meðal Evrópubúa fara þverrandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svo sannarlega er það að koma í ljós að dropinn holar steininn. En er ekki fleirum en mér farið að ofbjóða hugleysi grasrótar Vinstri grænna?

Er það misskilningur að Steingrímur J. Sigfússon eigi að sjá um að samþykktir flokksins séu virtar og hafðar í öndvegi?

Árni Gunnarsson, 18.7.2012 kl. 14:54

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í rauninni er þessi pistill hrollvekja og segir skelfilega sögu um allt ferli þessa máls og bætir við illspám um afdrifin.

Árni Gunnarsson, 18.7.2012 kl. 14:56

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Margir hafa varað við að þannig yrði ferlið,en þá koma ,,þjónar esb,, og rembast við að rífa niður allt sem hinir vísu sáu fyrir.Ef kíkt er á færslur (sem ég kann ekki að ná),en man að andstæðingar aðildar skrifuðu og vöruðu við því sem nú er komið fram,að er einmitt lygin um að kíkja og síðan kjósa,orðin staðreynd. Fólk ætti að treysta þeim vísu mönnum,því þeir hafa ekki snúið baki í þjóðinni.

Helga Kristjánsdóttir, 18.7.2012 kl. 15:02

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Baki við þjóðinni,fer betur.

Helga Kristjánsdóttir, 18.7.2012 kl. 15:04

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ekkert nýtt að ske hér. Sami Útvarps sögu áróðurinn og sífrið.

Geisp.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.7.2012 kl. 15:28

6 identicon

Steingrímur stendur sig vel í að sjá til þess að samþykktir Vg séu virtar, meðal annars sú samþykkt að gefa þjóðinni þann lýðræðislega rétt að fá að kjósa um ESB-aðild. Fyrir því hefur verið meirihluti meðal þjóðarinnar lengst af ef ekki alltaf skv skoðanakönnunum.

Fyrir þetta hefur Steingrími verið umbunað ef eigin flokksmönnum enda er hann sá flokksformaður sem nýtur langmests fylgis sinna flokksmanna og stuðningsmanna flokksins.

Andstæðingar ESB í Vinstri grænum eru hins vegar með tilræði gegn lýðræðinu. Þeir krefjast þess að meirihlutasamþykktir Alþingis, stjórnarflokkanna og í stjórnarsáttmálanum séu ekki virtar. Þjóðarheill er í húfi ef slíkt fólk kemst til valda.

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 16:37

7 Smámynd: Elle_

Drottinn minn dýri, verðurðu að skrifa nánast allt á hvolfi?  Steingrímur er hættulegur stjórnmálamaður og ´þjóðarheill er í húfi´ með hann og Jóhönnu við völd.  Steingrímur er alls ekki með mikinn og hvað þá ´langmest fylgi´.

Lýsandi pistill og takk fyrir hann og alla hina.  Nú eru bara eftir 282 dagar af þessari skaðræðisstjórn.  Við skulum halda upp á það, Helga, kaffi með öllu.  Það verður kátt í koti:)

Elle_, 18.7.2012 kl. 19:00

8 Smámynd: Elle_

Okkar ´lýðræðislegi réttur´ gæti eins vel verið að ´fá að kjósa´ um að Sómalíustjórn taki við stjórn landsins.  Hinsvegar eruð þið Brusselklíkan að vaða yfir þann ´lýðræðislega rétt´ okkar??  Þjóðin bað ekki um Brusselyfirráð.  Það eru ofskynjanir ykkar og mál að stoppa ykkur.

Elle_, 18.7.2012 kl. 19:37

9 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það vill enginn ganga í að gefa auðlyndir Íslands nema  Ríkisstjórnin sem virðist vera daufdumb gagnvart því sem er að gerast i´Evrópu- og var að gerast löngu fyrir Össurartíð !

 Væri ekki lag að setja Ríkisstjórn íslands á ororkubæut í Hátún 10 ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 18.7.2012 kl. 20:23

10 identicon

Elle með sögufölsun eina ferðina enn. Hún fer létt með að hagræða sannleikanum eftir eigin geðþótta. 

Erla Magna er undir sömu sökina seld. Það hefur margoft komið fram hjá ábyrgum aðilum að við höldum öllum okkar auðlindum ef við göngum í ESB.

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 21:49

11 Smámynd: Elle_

´Ási´ minn, við þurfum enga sögufalsara með Brusselklíkuna og þig enn standandi.  Þið viljið hafa af þjóðinni lýðræðið með mútupeningum og ofbeldi, ekki öfugt eins og Ásmundarsagan segir.  

Elle_, 18.7.2012 kl. 22:22

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Elle segir alltaf sannleikann umbúðalausan. Bráðum 281 dagur til loka þessa umsáturs. Teljum niður í hverri færslu Erla og Elle ,að lokum á kaffihús gengt Alþingishúsinu,hátíð frjálsra Íslendinga.

Helga Kristjánsdóttir, 18.7.2012 kl. 22:38

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Auðlindir hvað, Ásmundur?

Ég fæ ekki einu sinni að halda uppáhaldsljósaperunum minum og það löngu ÁÐUR en "ef-við-göngum-í-ESB".

Kolbrún Hilmars, 18.7.2012 kl. 23:08

14 identicon

Jón Ásmundur Frímann blaðrar um lýðræðislegan rétt!!

Hahaha...

Fábjánagreyið ætti að kynna sér hvernig ESB starfar. Ekki er það nú lýðræðislegt.

Merkilegur þessi hroki og frekja í ESBsinnum, básúna um lýðræði þegar það er greinilega meirihluti þjóðarinnar á móti þessu aðlögunarferli.

Héldu fábjánarnir að þeir gætu logið út í það endalausa?

Ó hvað ég get ekki beðið eftir að sjá þessu öllu troðið ofan í kokið á þessum fíflum í næstu kosningum.

Ekki að það lækki rostann í þessu pakki. Það mun auðvitað taka ESBlýðræðið á þetta: kjósa aftur og aftur þar til þeirra niðurstaða fæst.

palli (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband