ESB og Norðmenn láta eins og þeir eigi makrílstofninn

Ekki datt Íslendingum í hug á sínum tíma þegar síldin hvarf austur í höf af Íslandsmiðum að banna öðrum þjóðum að veiða hana. En ESB telur sig hafa vald og úrræði til að hafa í hótunum við smáþjóðir sem veiða án leyfis ESB.

Simon Coveney, sjávarútvegsráðherra Írlands, réðist harkalega á Íslendinga og Færeyinga á ráðherrafundi ESB-ríkjanna í Brussel í gær og hélt því fram að þeir mættu ekki veiða makríl nema með samningi við ESB með þeim rökum að þeir hefðu ekki “sögulegan rétt” til þess.

Þessi vitleysisgangur hjá ráðherranum og öðrum forystumönnum ESB í sjávarútvegi um “réttleysi” okkar og Færeyinga til að veiða í eigin lögsögu er til komin vegna þess að ESB-ríkin hafa sameiginlega lögsögu að vissu marki og fiskveiðikerfi ESB er njörvað niður út frá “sögulegri veiðireynslu” aðildarríkja. En hvorki Íslendingar, Færeyingar né Grænlendingareru í ESB, a.m.k. ekki enn, og þurfa því ekki að lúta stöðnuðum formúlum í regluverki ESB um veiðirétt, en þessar formúlur hafa einmitt reynst afar illa, svo að langflestir fiskistofnar í lögsögu ESB-ríkja eru herfilega ofveiddir.

Norðmenn apa svo vitleysuna eftir ESB-liðinu.Þannig komst Audun Maråk, framkvæmdastjóri Samtaka norskra útgerðarmanna svo að orði í fyrradag: „Það er mjög mikilvægt að Noregur haldi fast í afstöðu sem er reist á eignarhaldi á makrílstofninum og hlutverki strandríkisins.“ Hann bætti því við að Lisbeth Berg-Hansen, sjávarútvegsráðherra Noregs, hefði hlotið mikið lof frá strandríkjum innan ESB fyrir festu hennar í makrílmálinu og fyrir að hvetja framkvæmdastjórn ESB til að taka afstöðu sem væri til hagsbóta fyrir þau strandríki sem ættu hagsmuna að gæta vegna makrílveiða.

Tillitsleysi norskra útgerðarmanna gagnvart hagsmunum Íslendinga er gamalkunn og kemur ekki á óvart. Hitt vekur athygli hvernig Lisbeth Berg-Hansen kemur fram í þessu máli. Hugsanlega þarf þó að hafa í huga að hún er persónulega nátengd uppsjávarveiðum Norðmanna, eftir því sem fullyrt er í gagnasafni Wikepedia, og hefur setið í stjórn Aker Seafood sem er dótturfyrirtæki Aker Group og að miklum meirihluta í eigu norska stórútgerðarmannasins Kjell Inge Rökke. Fyrirtækið á mikinn fjölda togara og fer með 9% aflaheimilda á norskum fiskimiðum norðan 62. breiddargráðu.

Írski sjávarútvegsráðherrann beitti þeim áróðri ákaft á Íslendinga á ráðherrafundi ESB í gær að makríllinn væri að hverfa af Íslandsmiðum og því bæri að draga fyrra tilboð ESB um 7,5% aflahlutdeild til baka. Þessu tilboði höfnuðu Íslendingar á liðnum vetri enda hafa íslenskar útgerðir veitt ríflega tvöfalt meira en þessu nemur undanfarin ár.

Jón Bjarnason svarar þessum áróðri írska ráðherrans í viðtali við Morgunblaðið í gær og bendir á að “nú berast hinsvegar fregnir af svörtum sjó af makríl meðfram öllum ströndum landsins, út á Grænlandshafi og milli Íslands og Grænlands. Þannig að makríllinn er í mikilli sókn norður og vestur af landinu. Þetta er staðreynd sem Írar og aðrar þjóðirverða að viðurkenna.“

Hann bendir einnig á að framlag Íra til rannsókna á makríl sé mjög takmarkað. „Evrópusambandsríkin hafa ekki viljað taka þátt í sameiginlegum rannsóknum Íslendinga, Færeyinga og Norðmanna á makrílstofninum og dreifingu hans. Írar, sem þarna eru að þenja sig sérstaklega, hafa til dæmis ekki tekið þátt í þessum rannsóknum.

Þá hafa Írar verið mjög erfiðir í samstarfi hvað varðar gagnkvæmt eftirlit á veiði og löndunum, sem við höfum óskað eftir samstarfi um, eins og aðrar þjóðir sem veiða makrílinn. Varðandi rannsóknirnar má einnig nefna að rannsóknir á útbreiðslu makríls eru mjög takmarkaðar af hálfu Íra. Það eru fyrst og fremst Íslendingar sem hafa beitt sér fyrir rannsóknum á útbreiðslu makríls.“ - RA


mbl.is Moka upp makríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland er í aðlögun að ESB.

Ísland verður þarf þar af leiðandi að fara að hugsa eins og ESB.

Ísland verður að læra að hlýða þeim sem eru stærri og vitrari.

Sá tími er liðin að Ísland geti haft sjálfstæðar skoðani nema þá til heimabrúks fyrir skrílinn.

Nú reynir á hvort Ísland sé tilbúið til að hlýða þeim sem ráða.

Makríl málið er prófsteinn á það hvort við séum fær um að hlíða Evrópusambandinu í einu og öllu eða hvort við verðum einangrað útsker á hjara veraldar sem engin vill tala við eða eiga viðskipti við um alla framtíð. Takist okkur að sýna fullkomna undirgefni þá munu veski skrílsins fyllast af dásamlegum Evrum og mikilfenglegir fulltrúar okkar fá að vera með stóru strákunum í Brussel!

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 09:09

2 identicon

Ég sé að palli psychopath er enn kominn á kreik undir fölsku nafni.

Hann hlýtur að vera andstæðingum aðildar mikið áhyggjuefni enda ljóst að skrif hans hafa aðeins þau áhrif að menn ganga í lið með stuðningsmönnum aðildar.

Þess vegna vona ég að hann haldi áfram sem lengst þó að ég lesi hann aldrei. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 17:58

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Alltaf gaman að þessum Ásmundum. Sérstaklega að giska á hver þeirra skrifar hvað. #1 á Ásmundur þriðji og #2 á Ásmundur annar. Líklega.

Ásmundur fyrsti hefði verið málefnalegur og skrifað langloku um af hverju ESB og Norðmenn þyrftu að láta eins og þeir ættu makrílstofninn - auðvitað til þess að verjast þessum vondu og gráðugu íslendingum.

Kolbrún Hilmars, 18.7.2012 kl. 21:53

4 identicon

Já er það, Jón Ásmundur Frímann.

Þvílíka fíflið sem þú ert. Merkilega sorglegt kvikindi.

..og já, þú lest aldrei mín skrif, auðvitað.

Hahaha...  Þú er bara svvooo mikill fábjáni. Ótrúlegt.

palli (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband