Kaþólskari en páfinn
9.6.2012 | 11:00
Það er aldrei gott að verða kaþólskari en páfinn og liggur í hlutarins eðli að sá sem er það hlýtur að hafa rangt fyrir sér.
Á Íslandi horfum við nú á þá mynd að æ fleiri fyrrum harðir talsmenn þess að Ísland gangi í ESB vilja hætta við umsóknina sem lögð var fram 2009. Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi sem var í eina tíð í forystu Evrópusamtakanna líkir ferlinu við að vilja inn í brennandi hús. Ólafur Arnarson pistlahöfundur og lengi mikill talsmaður ESB aðildar gaf út dánarvottorð umsóknarinnar. Jafnvel þingmenn Samfylkingarinnar eins og Árni Páll eru farnir að efast og úti meðal fólksins er varla nokkur sem treystir sér til að mæla með áframhaldi þessarar einkennileu áráttu að vilja inn í brennandi hús.
En samt, meðal þingmanna og ráðherra VG er enginn bilbugur á þeim sem vilja fá eitthvað út úr ferlinu. Að fórnir þeirra þegar þeir sviku eigin málstað sé ekki til einskis heldur fái þjóðin að vita eitthvað um það hvernig er inni í brennandi húsi. Jafnvel að fá af því forsmekkinn, vera smá ESB fólk í brunanum.
Helst að þeir sem allt sviku fái persónulega eitthvað það í hendurnar sem sýna megi fólki og fara með í almenna kosningu. Sannkallaða brunakosningu. Nú þegar Samfylkingin á ekki nema þá kumpána Össur og Björgvin G. til að tala fyrir áframhaldandi ESB umsókn býr VG svo vel að geta valið úr ráðherra og þingmenn sem mæla af sannfæringu og þrótti fyrir því að alls ekki megi hætta.
Svo sannarlega eru menn orðnir kaþólskari en páfinn./-b.
Athugasemdir
Þetta snýst allt um að komast í þing hjá ESB því annað verður ekkert hér á landi fyrir þá. Það gæti verið að Össur komi sér inn sem aðstoðar olíumálaráðherra en hver veit nema þeir noti aftur köllun á ESBsamningnum sem vogarstöng til að koma einhverju öðru í gegn.
Valdimar Samúelsson, 9.6.2012 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.