Ef þetta eru vinahótin, hvernig er þá fjandskapurinn?

Firring er orð sem stundum er notað um orð og æði ESB-yfirstjórnarinnar. Eftirfarandi frétt á vef Ríkisútvarpsins, ruv.is, rennir stoðum undir að þetta orð eigi við um Stefan Füle,stækkunarstjóra ESB. Hann segir samkvæmt þessari frétt að því fari ,,fjarri" að aðild ESB að máli eftirlitsstofnunar EFTA gegn Íslandi sé fjandsamleg aðgerð. Eins og réttilega segir í fréttinni þá er í greinargerð ESB um málið tekið undir sjónarmið ESA varðandi Icesave en röksemdum Íslands hafnað. Ef þetta eru vinahótin, hvernig ætli fjandskapurinn sé þá? Hér að neðan er fréttin:

Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, segir að því fari fjarri að aðild Evrópusambandsins að máli eftirlitsstofnunar EFTA - ESA, gegn Íslandi vegna Icesave sé fjandsamleg aðgerð.

Framkvæmdastjórn ESB hefur nú sent EFTA-dómstólnum greinargerð vegna málsins þar sem röksemdum Íslands er hafnað og tekið undir sjónarmið ESA varðandi Icesave málið.

Stefan Füle segir að málið sé ótengt aðildarviðræðum Íslands, framkvæmdastjórninni sé skylt að standa vörð um lög og reglur innra markaðarins og tryggja að þau gildi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Þetta sé prinsippmál. Hvenær sem svona brot séu tekin fyrir sýni sagan að framkvæmdastjórnin ræki sitt hlutverk sem verndari samningsins og tryggi að þessar meginreglur, sem hafi komið Íslandi verl í 18 ár, gildi fyrir alla á réttlátan hátt.

Hótanir og skjall eru stundum notuð á víxl í vanþroska umræðu, er skynsamlegt að leggja lag sitt við þá sem beita þeim (vinnu)brögðum? Nístandi veruleiki Grikkja, sem meðal annars var til umfjöllunar í sjónvarspþætti á ríkissjónvarpinu í gærkvöldi, ætti að vera okkur öllum umhugsunarefni um hvernig er að vera undirokaður í stórríkinu. Gagnrýnin kom frá ríkum sem snauðum, vinstri, hægri og miðju, jafnvel frá sósíaldemókrötum sem hafa verið á ríkis- og ESB-jötunni. Grikkir upplifa sig bæði smáa og smánaða innan ESB og söngurinn ætti að vera okkur Íslendingum kunnuglegur: Þetta er allt ykkur að kenna! Og víkur þá sögunni aftur að Icesave ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sá sem á svona vini þarf enga fjandmenn.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.5.2012 kl. 15:14

2 Smámynd: Elle_

Og svo yrðum við hluti af þessum fjandlega hópi gegn heiminum.  Gegn öðrum ríkjum.  Líka gegn litlu Færeyjum sem lánuðu okkur neyðarlán.  Neyðarlán sem hefði bara verið dropi í haf ICESAVE og sem Steingrímur eyddi á no time í dauða banka og steindauð fyrirtæki.  Stórt NEI.

Elle_, 31.5.2012 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband