Atli og Jón vilja afturkalla umsókn um aðild

 atlig.jpgjonbjarna_sh.jpgAlþingismennirnir Atli Gíslason og Jón Bjarnason hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að Alþingi afturkalli umsókn Íslands um aðild að ESB. Í tillögunni er kveðið á um að umsóknin verði ekki endurnýjuð nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu sem staðfestir vilja þjóðarinnar til aðildar.

Í greinargerð með ályktuninni segir m.a. að nú tæplega þremur árum eftir að Alþingi samþykkti að sækja um aðild...

...liggur fyrir að umsóknarferli Íslands að ESB verður ekki fram haldið nema vikið sé í verulegum atriðum frá þeim meginhagsmunum sem meiri hluti utanríkismálanefndar dró fram í áliti sínu (þskj. 249, 38. mál 137. löggjafarþings) og Alþingi gerði að skilyrðum sínum við samþykkt ályktunarinnar 16. júlí 2009.

Umboð ríkisstjórnarinnar til að halda áfram aðlögunar- og aðildarvinnu er því ekki lengur fyrir hendi og telja flutningsmenn þessarar tillögu að viðræðum skuli hætt og umsóknin afturkölluð. ...

Komið hefur í ljós að umsóknar- og aðildarferli Íslands að ESB er með allt öðrum hætti en haldið var fram af talsmönnum þess þegar umsóknin var lögð fram sumarið 2009. Kröfur ESB eru einhliða og ganga mun lengra en Alþingi hefur heimilað ríkisstjórninni að byggja á sem samningsgrundvöll. Sett hafa verið einhliða opnunarskilyrði við einstaka kafla en aðrir eru óopnaðir af hálfu ESB og allt samningsferlið lýtur algerlega geðþótta ESB. Jafnframt er krafist fyrirframaðlögunar íslenskrar stjórnsýslu og stofnana að ESB án þess að niðurstaða sé fengin í viðræðunum.

Þá verður ekki horft fram hjá því að aðildarferlið er kostnaðarsamt sem og aðild að sambandinu. Utanríkisráðherra hefur sjálfur sagt að aðild að sambandinu mundi fela í sér umtalsvert meiri kostnað vegna krafna ESB um uppstokkun og aukið umfang stofnanakerfis landsins (B-mál 699, 91. fundur á 138. löggjafarþingi). Þar sem komið hefur í ljós að krafist er fyrirframaðlögunar íslenskrar stjórnsýslu og stofnana fellur þessi kostnaður augljóslega til meðan á umsóknarferlinu stendur.

Framsal á fullveldi og einhliða kröfur og skilyrði sem ESB hefur sett í viðræðunum eru með öllu óásættanlegar fyrir íslenska hagsmuni og sjálfsforræði. Kröfur ESB ganga þvert gegn þeim meginhagsmunum og skilyrðum Íslands sem Alþingi samþykkti að fylgja hinn 16. júlí 2009. Framhald aðlögunar Íslands að ESB og eftirgjöf í stórum hagsmunamálum í alþjóðaviðræðum stríðir gegn framtíðarhagsmunum Íslands.

Þá hafa ESB og fulltrúar þess nú þegar ástundað beina íhlutun í íslensk innanríkismál í skjóli umsóknarinnar, sbr. ályktun Evrópuþingsins frá 14. mars sl., og krafist fylgispektar Íslands á alþjóðavettvangi sem er með öllu ólíðandi af Íslands hálfu.

Efnahagsleg inngrip ESB í íslenskt þjóðfélag hafa alvarlegar afleiðingar og ekki í samræmi við forsendur umsóknarinnar. Það felur annars vegar í sér að með því er verið með peningagjöfum, sem stýrt er frá Brussel, að hafa áhrif á atvinnu, afstöðu til ESB-aðildar og almenna skoðanamyndun í landinu og hins vegar að um er að ræða falskar væntingar um áframhaldandi verkefni en þeim mun ljúka jafnskjótt og þetta gjafafé er upp urið.

Þá má nefna makríldeiluna og áform og hótanir Evrópusambandsins í garð Íslendinga um viðskiptaþvinganir, samtímis því sem aðildarviðræður standa yfir. Sýna þær hótanir best hvernig þetta ríkjasamband beitir sér gegn smáríki eins og Íslandi. Samningur ríkisstjórnarinnar um Icesave hefur ætíð verið skilgetið afkvæmi ESB-umsóknarinnar, enda hefur ESB nú gerst formlegur málsaðili og ákærandi gegn Íslandi í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum.

Jafnframt hafa forsendur á Evrópusambandssvæðinu sjálfu breyst í veigamiklum atriðum. Hið sama á við um starfshætti sambandsins og pólitísk tilræði þess við sjálfstjórnarrétt aðildarríkjanna, einkum á sviði efnahagsmála, sem felur í sér að eftirlit og ákvarðanir um þann málaflokk innan hvers ríkis eru færðar frá sambandsríkjunum sjálfum til miðstjórnarvaldsins í Brussel. Enn fremur hefur það komið í ljós að hin sameiginlega mynt, evran, sem var talin fela í sér vörn fyrir viðkomandi land, sem ætti í efnahagsörðugleikum, hefur þvert á móti magnað upp vanda ríkjanna og stefnir þeim í átt að gjaldþroti. Þar með eru brostnar eða gjörbreyttar veigamiklar forsendur sem lágu fyrir við samþykkt þingsályktunartillögunnar á sínum tíma. 

Í ljósi þess hvernig umsóknar- og aðildarferlið hefur þróast þvert á vilja og hagsmuni íslensku þjóðarinnar telja flutningsmenn tillögunnar brýnt að Alþingi samþykki að afturkalla umsókn sína um aðild að ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Loksins hafa menn kjark og þor til að segja það sem er löngu vitað.  Frábært, svo er að hlusta eftir því hvað alþingismenn gera þegar út í alvöruna er komið.  Hverjir vilja tala máli þjóðarinnar og hverjir eru hinir raunverulegu aftaníossar ESB.  Nú skulum við sperra eyrun og fylgjast vel með. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2012 kl. 11:46

2 identicon

Það getur auðvitað ennþá ýmislegt breyst en eins og er þá bendir fátt til annars en að tilraun SF til þess að nýta sér tómarúmið í íslenskum stjórnmálum eftir búsáhaldabyltingu til þess að lauma landinu inn í sambandið endi sem heimskulegasta skógarferð íslenskrar stjórnmálasögu.

Og þvílíkt plan! Afhenda ESB veskið og lífsviljan og segja bara: "þetta leysist þegar við erum komin inn í sambandið". Og núna, næstum því 4 árum eftir hrun hefur ekki tekist að leysa eitt einasta hrunvandamál og engin veit hvort sambandið lifir af árið. Heimilunum var fórnað til þess að þóknast ESB og við erum sokkin "i lort op til halsen" með 1000 milljarða aflandskrónuköggul hangandi fyrir ofan hausinn á okkur. 

En "snilldin" er að það er engan bilbug á mönnum eins og Magnúsi Orra að finna þrátt fyrir ástandið á Evrusvæðinu.  Sæmilega vel gefið fólk myndi að minnsta kosti bíða og sjá hvort að það væri eitthvað myntbandalag eða samband til þess að ganga í eftir sumarið en Magnús Orri lætur auðvitað bara eins og að hann kunni ekki að lesa.

Seiken (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 12:01

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann er ef til vill ekki vel gefinn drengurinn, það mætti draga þá ályktun af ummælum hans.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2012 kl. 12:50

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já vá! Vilja þeir það peyjarnir? Það ætti bara að fara með þetta í blöðin. Svo mikið breikíng njús.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.5.2012 kl. 12:56

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Í mínum eyrum eru ESBsinnar eins og þú Ómar ekki marktæk í umfjölluninni, sorrý.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2012 kl. 13:31

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það verður aldeilis sóðalegri skellur fyrir þetta lið að halda þessu rugli áfram til loka bara til að fá neitun sem alltaf hefur legið fyrir.  Hversu skynsamlegra og heiðalegra er það ekki að hætta þessu nú á meðan skaðinn er þó ekki meiri en orðið er.

Ég á erfitt með að átta mig á hvor aðilinn er að draga hvorn á asnaeyrunum hér, Össur eða Fule.

Í gær gaf Fule það út að vonlaust væri að ljúka málinu fyrr en eftir kosningar 2013.  Aðeins 10 af 33 köflum er lokið og 5 til viðbótar máske kláraðir á þessu ári. Þá eru eftir umfangsmestu og erfiðustu kaflarnir og bjartsýni að ætla að þeim verði lokað fyrr en 2015 eða 16. Þ.e. ef svo ólíklega vill til að Samfylkingin haldi meirihluta sínum eftir kosningar.

Á sama tíma fullyrðir forsætisráðherra og utanríkisráðherra að það sé ekki óraunhæft að ljúka samningum fyrir kosningar eftir tæpt ár.  Hver getur tekið svona fíflagang alvarlega.  Það að ESB sé ekki búið að hafa frumkvæðið um að segja stopp, segir okkur það eitt að þeir eru áfjáðir í að draga okkur inn í hörmungina.  Einn stór þáttur í þeirri áfergju er að setja þrýsting á norðmenn að koma inn líka. Þetta snýst því ekki alfarið um okkur.

Stefan Fule veit að málinu er lokið þótt hann segi það ekki vera svo fyrr en þeir hafi "kynnt tilboð sitt", sem er undarlegur viðsnúningur á áherslum. 

Hvað veldur því að menn hamist við að láta þennan dauða málstað sitja uppréttan er aðeins hægt að geta sér til um. Engin skýring blasir við okkur óvígðum.  Leyndarhyggjan og manipúleringarnar sveipa þetta allt mikilli dulúð og sýnir eitthvað sem gengur gegn öllum rökum og skynsemi. Newspeak búrókratanna er varla á okkar færi að ráða í.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.5.2012 kl. 13:52

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér eru þeir kaflar, sem ræða á og loka fyrir næstu kosningar að mati Össurar og Jóhönnu:

Frjálsir vöruflutningar.  Staðfesturéttur og þjónustufrelsi. Frjálsir fjármagnsflutningar. Opinber innkaup. Samkeppnismál. Fjármálaþjónusta. Upplýsingasamfélag og fjölmiðlar. Landbúnaður og dreifbýlisþróun.  Matvælaöryggi, dýra og plöntuöryggi. Sjávarútvegur. Flutningastarfsemi.  Skattamál. Efnahags og peningamál. Hagtölur. Félags og vinnumál. Byggðastefna og samræming uppbyggingasjóða. Dóms og innanríkismál. Umhverfismál. Tollabandalag. Utanríkistengsl. Fjárhagslegt eftirlit. Framlagsmál.

Þessu er búið að loka frá 2009:

Frjáls för vinnuafls. Félagaréttur. Hugverkaréttur.  Orkumál (lokað samdægurs). Fyrirtækja og iðnstefna. Samevrópskt net. Réttarvarsla og grundvallarréttindi. Vísindi og rannsóknir. Menntun og menning. Neytenda og heilsuvernd. Utanríkis öryggis og varnarmál.

Það er vert að minna á að mikið af þessum köflum ef ekki allir voru opnaðir og lokaðir í sama mánuði. Sumir þegar samræmdir í gegnum EES en óljóst hvað var rætt í hinum né hvort viðeigandi stofnanir eða þing hafi komið að málum. Ég hef ekki séð neina útekt á því hvar mál rákust á og í hverju málamiðlanir lágu á milli aðila, né hverjir komu að umræðunni. Sérstaklega er mér hugað um að vita um réttarvörslu og grundvallarréttindi, sem enn er deilt um innan sambandsins og breytingar í farvatninu er varðar verulega skerðingu í þessum atriðum að mati Breta a.m.k.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.5.2012 kl. 14:29

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sérstaklega er þetta óljóst fyrir mér, þar sem ég hef hvergi séð nein samningsmarkmið kynnt varðandi þessi atriði né samanburð á þeim.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.5.2012 kl. 14:32

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg er alveg steinhissa á að það skuli ekki vera farið með þetta í fjölmiðla. EU samsæri að svo er ekki gert?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.5.2012 kl. 14:36

10 identicon

Þú drapst þráðinn Ómar.

Seiken (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 19:02

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvernig stendur á því að báðir þessir góðu herrar gengu "glaðir" til verka með núverandi ríkisstjórn á sínum tíma, en þykjast nú saklausir vera af verkum hennar og áformum frá upphafi? Þvílikir ekkisens skussar, báðir tveir, þó margt gott megi finna í þeim báðum.   

Halldór Egill Guðnason, 31.5.2012 kl. 03:29

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

..........að hluta. 

Halldór Egill Guðnason, 31.5.2012 kl. 03:35

13 identicon

Það er margt fleira en nothæfur gjaldmiðill og allt það jákvæða sem honum fylgir sem ávinnst með ESB-aðild og upptöku evru.

Ekki síst er gríðarlegur fengur í lögum og reglum ESB sem enginn hlutlaus aðili neitar að séu mjög vönduð enda eru helstu ESB-ríkin mestu lýðræðisríki heims.

Þegar litið er til vinnubragðanna á Alþingi verður engin hissa á að íslensk löggjöf er mikil hrákasmíð. Auk þess er það of stórt verkefni fyrir örþjóð að halda uppi vandaðri löggjöf sem tryggir réttaröryggi og mannréttindi.

Af þessu höfum við nú þegar góða reynslu í gegnum EES-samninginn. Ósjaldan hefur ríkisvaldið verið gert afturreka af stofnunum ESB vegna brota á mannréttindum. Í framhaldi af því hafa ný lög verið innleidd.

Fámenið veldur því einnig að sérhagsmunahópar hafa of mikil áhrif á löggjafann. Spillingin er því mikil. Margir eru hættir að taka eftir henni og gera sér enga grein fyrir slæmum áhrifum hennar á kjör almennings.

Leiðin út úr þessum ógöngum til réttaröryggis og virðingu fyrir mannréttindum  er í gegnum ESB aðild.

Evran mun einnig gera mikið gagn að þessu leyti. Með henni verður engin hætta á að skuldir hækki upp úr öllu valdi á meðan tekjur og íbúðaverð lækka. Lántaka verður ekki lengur fjárhættuspil.

Það þarf ekki annað en að líta til nágrannaþjóðanna til að sjá að allur áróðurinn gegn ESB og evru á ekki við nein rök að styðjast. Þetta eru sjálfstæðar fullvalda þjóðir eftir sem áður með sín þjóðareinkenni óskert.

Þær hafa aðeins tekið upp samstarf á ákveðnum sviði öllum til hagsbóta. Það er nú öll Brussel-grýlan.

Með ESB- aðild öðlast Íslendingar nauðsynlega bandamenn. Auk þess minnkar hættan á efnahagslegu hruni verulega með krónu í skjóli ESB eða með evru vegna aukins stöðugleika.

Í ESB fáum við nauðsynlega aðstoð í fjárhagsþrengingum og verðum ekki ofurseld Parísarklúbbnum sem er eitt versta hlutskipti sem nokkur þjóð getur hlotið. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 08:31

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ertu með svona standard texta sem þú peistar inn með reglulegu millibili Ásmundur?  Er ekki rétt að fara að uppfæra hann. Mér sýnist þetta allt vera alger öfugmæli?  Lest þú ekkert nema áróðurspésa ESB? Fylgistu aldrei með fréttum?

Jón Steinar Ragnarsson, 31.5.2012 kl. 09:45

15 identicon

Jón Steinar, hefurðu ekkert hugsað út í hvers vegna þú hefur engin rök máli þínu til stuðnings þegar málefni ESB ber á góma?

Hefurðu ekkert hugsað út í hvers vegna þú hefur ekkert fram að færa annað en skítkast og útúrsnúníninga. Rökþrotið virðist algjört.

Þrátt fyrir að fullyrðingar þínar um lygar og öfugmæli hafa verið hraktar heldurðu áfram á sömu braust.

Ertu kannski búinn að gleyma að ég sýndi fram á með hlekk að það voru hreinar lygar af þinn hálfu að það hefði aldrei verið meirihluti fyrir ESB-aðild. Um það voru mörg dæmi.

Þetta er ömurleg frammistaða af þinni hálfu sem getur ekki verið vísbending um annað en slæman málstað þinn. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 10:06

16 identicon

Það þarf ekkert að segja að ESBsinnar séu heilaþvegnir hálfvitar. Maður bendir bara á Ásmund.

Veruleikafirringin hjá honum á sér engin takmörk, né hrokinn. Hann er nákvæmlega eins og grenjandi táningsstelpa í Morfís-keppni, uppfull af möntrum en hefur engan skilning á rökræðu.

Kanski er hann bara grenjandi táningsstelpa? Kæmi ekki á óvart.

En það er fínt að hafa hann þarna, þennan apakött. Vitnisburður um heilþvott og skort á vitsmunum.

Og nei, það er ekki séns að Ásmundur fylgist með fréttum. Fréttir skýra nefnilega frá raunveruleikanum, sem er eitthvað sem Ásmundur myndi ekki þekkja, sama hversu oft er reynt að tyggja þetta ofan í hann. Hann sér heiminn bara út frá sínu þrönga og heilaþvegna sjónarhorni.

Honum er ekki viðbjargandi, litla geðbilaða greyinu. Sorglegt að manneskja geti í raun sokkið niður á slíkt vitsmuna- og andlegt stig.

palli (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 11:01

17 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Atli Gíslason og Jón Bjarnason eiga heiður skilinn fyrir tillögu sína. Hvort þeim verður betur tekið af þinginu en Vigdísi Hauksdóttur er svo annað mál.

Allt þetta ESB umsóknar/aðlögunarferli er orðið tómt rugl. Þeir sem fylgjast með ESB og evrufréttum þurfa að vera duglega heilaþvegnir (af sjálfum sér ef ekki öðrum, Ásmundur!) ef þeir sjá eitthvað jákvætt við að sameinast þessum óskapnaði.

Einhvað varstu, Ásmundur, að flagga skoðanakönnun um ESB duldir - frá 2005, var það ekki? Ekki man ég eftir eftir neinni umræðu á þeim tíma, svona almennt.

En þessi ódöngun hefur lifað með krötum í áratugi; kemur ekki á óvart að þeir hafi viljað minna á sig af og til.

Kolbrún Hilmars, 31.5.2012 kl. 12:40

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef eitthvað er að marka mitt fólk í Hreyfingunni þá munu þau greiða atkvæði með þessari tillögu.  Þau sögðu nei við tillögu Vigdísar af því að það er ekki hægt að spyrja að þessu tvennu í einu að sögn.  Nú sker út hvað þau gera við þessa tillögu.  Nú bara bíð ég spennt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.5.2012 kl. 13:00

19 identicon

Eitt mesta áhyggjuefni Íslendinga er mannvalið á Alþingi.

Ef við ætlum okkur og komandi kynslóðum að lifa góðu lifi á Ísland verðum við að vera vandlátari en svo að velja rugludalla á borð við Atla og Jón Bjarnason á þing.

Atli er allur í lýðskruminu og Jón í eigin heimi sérvisku og þvermóðsku. Það var ógæfa Vg að hirða hann upp eftir að Sf hafnaði honum í prófkjöri.

Með ESB-aðild er von til þess að mannvalið á Alþingi batni því að þá eru möguleikar á að gæta sérhagsmuna á þingi orðnir miklu minni. Lög ESB tryggja réttlæti á þeim sviðum sem þau ná yfir.

En þjóðin þarf einnig að vanda sig betur í valinu.

Ásmundur (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 13:57

20 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nákvæmlega, Ásmundur. Með ESB aðild verða engir möguleikar á því að gæta sérhagsmuna á Alþingi íslendinga. En láttu þér ekki detta í hug að menn hætti að berjast fyrir sérhagsmunum, sérstaklega ekki hvað varðar afkomu starfsgreina sinna.

Sérhagsmunagæslumenn íslenskir verða einfaldlega allir orðnir lobbý-istar í Brussel. Þar mun úa og grúa af þeim hvaðanæva að frá ESB löndum.

Kolbrún Hilmars, 31.5.2012 kl. 14:25

21 identicon

Nei, Kolbrún, þú þekkir ekki ESB. Þar eiga sérhagsmunir á kostnað annarra enga möguleika.

Öll lögin og allar reglugerðirnar sem sérhagsmunaseggirnir hata eins og pestina koma í veg fyrir það og tryggja að réttlæti nær fram að ganga og mannréttindi eru virt.

Það þýðir þó ekki að ESB vinni ekki með einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum við gerð laga og reglna. En sérhagsmunir sumra á kostnað annarra eru eitur í beinum sambandsins. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 15:40

22 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Æi, Ásmundur, ekki nefna eitrið í beinum sambandsins - nema þú þorir jafnframt að nefna snöru í hengds manns húsi.

Kolbrún Hilmars, 31.5.2012 kl. 16:11

23 Smámynd: Elle_

Ég sé að Ómari tókst ekki að steindrepa þráðinn.  Hinsvegar vil ég segja að Atli og Jón stóðu báðir gegn Brusselumsókn Jóhönnu, alltaf.  Og ég virði það við þá að þeir skuli leggja þetta fram þó ég geti ekki fyrirgefið þeim ICESAVE.  Skrítið hvað ´Ásmundur´ getur kastað í þessa menn og sífellt nítt Jón og samt þagað um hrylling Jóhönnu og flokks.

Elle_, 31.5.2012 kl. 17:10

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt rétt Elle, og það er ótrúlegur málflutningur Ómars/Ásmundar eins og venjulega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.5.2012 kl. 19:25

25 identicon

Öfugt við Atla og Jón er Jóhanna ábyrgur stjórnmálamaður. Hún er látinn gjalda þess að vera ekki í hópi lýðskrumara. Þeir þrífast sem aldrei fyrr eftir hrun. Það eru jafnvel stofnaður stjórnmálaflokkur um lýðskrumið.

Hvar er skjaldborgin um heimilin, spyr fólk þrátt fyrir að hvergi í heiminum líða hlutfallslega jafnfá börn skort og á Íslandi. Það er afrek aðeins þrem árum eftir stærsta efnahagshrun sögunnar.

Skjaldborgin er meðal annars fólgin í lækkun skatta hinna lægst launuðu en hækkun skatta hinna hæst launuðu, einnig í mikilli hækkun lágmarksbóta Tryggingarstofnunar, mikilli hækkun vaxtabóta og mikilli lækkun lána til þeirra sem verst voru settir.

Íslendingar hafa margir farið illa andlega út úr hruninu. Græðgin var orðin svo yfirgengileg fyrir hrun að þeir þoldu ekki bakslag. Þeim finnst það vera heilagur réttur sinn að vera í sömu sporum og fyrir hrun. 

Jóhönnu er hrósað erlendis fyrir frábæran árangur. Það er talið mikið afrek að ná slíkum efnahagslegum árangri á sama tíma og velferðarkerfið er varið.

Ásmundur (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 22:33

26 identicon

Seinni hluti tillögu Atla og Jóns er með algjörum endemum.

Þar er gert ráð fyrir að umsóknin verði því aðeins tekin upp aftur að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild.

Það er auðvitað algjörlega galið að samþykkja eða hafna aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en samningur liggur fyrir og þjóðin veit hvað er í boði.

Þar að auki virðast Atli og Jón telja að þeir geti bundið hendur þingmanna í framtíðinni með þessu fáránlega skilyrði sem væntanlega myndi ekki reyna á á þessu kjörtímabili.

Þingmenn sem koma fram með tillögu af þessu tagi eru augljóslega óhæfir til að sinna starfi sínu.

Aðrir þingmenn hljóta að hafna þessari tillögu ef þeir vita hvað þeir gera.

Ásmundur (IP-tala skráð) 31.5.2012 kl. 23:53

27 Smámynd: Elle_

Ótrúlegur málflutningur um sömu Jóhönnu og var stoppuð með valdi við 500-1000 MILLJARÐA ICESAVE þjófnað úr ríkissjóði.  Steingrími var líka hrósað erlendis: AF AGS.

Elle_, 1.6.2012 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband