Nýlega hótaði sjávarútvegsstjóri ESB að beita Íslendinga sársaukafullum refsiaðgerðum á næsta ári fyrir þá sök eina að veiða meira af makríl í eigin lögsögu en ESB vill samþykkja. Afturköllun aðildarumsóknar væru einu rökréttu viðbrögðin við þessari ósvífnu hótun.
Sem betur fer er Ísland enn ekki undir yfirráðum kommissaranna í Brussel og verður vonandi aldrei. Embættismenn ESB tala þó eins og svo sé. Í nýlegu viðtali á vefsíðunni The Grocer sem birtist 10. maí s.l. rifjaði María Damanaki, sjávarútvegskommissar ESB það upp að í fyrra hefði ESB hótað að banna Íslendingum og Færeyingum að landa og selja ferskan makríl í höfnum ESB en orðið að lokum að viðurkenna að ekki væru nein lagaákvæði fyrir hendi sem gerðu slíkt bann framkvæmanlegt. Þá hefði þetta bann ekki náð til unnins fisks og þess vegna orðið lítið annað en orðin tóm. Á Íslandi væri til dæmis öllum aflanum landað þar fyrst til vinnslu og síðan til dreifingar innan ESB.
Þegar Damanaki var spurð hvað hefði verið helsti ágallinn á þeim hugmyndum um viðskiptabann sem uppi hefðu verið í fyrra, svaraði hún hreint út: Þær voru ekki nógu sársaukafullar. En tillögurnar sem nú væru til umræðu yrðu mun harðari og víðtækari. Framkvæmdastjórn ESB hefði lagt til við ESB-þingið og ráðherraráð ESB að fá heimild til að beita viðskiptabanni gegn fiskafurðum frá Færeyjum og Íslandi.
Í þessari tillögu er meðal annars komist svo að orði að óhjákvæmilegt sé að ESB fái heimild til að grípa til virkra aðgerða gegn hverju ríki sem vinnur ekki með öðrum í góðri trú að framkvæmd umsaminna aðgerða við stjórn fiskveiða eða ber ábyrgð á aðgerðum og aðferðum sem leiða til ofnýtingar stofna, svo að sambandið geti reist skorður við því að þessar ósjálfbæru veiðar séu stundaðar áfram.
Umfang bannsins er enn óljóst en það gæti náð til fiskafurða frá íslenskum og færeyskum skipum, til takmörkunar á þjónustu við þessi skip í ESB-höfnum og að hvorug þjóðanna megi nota ESB-skip eða tækjabúnað til að veiða makríl.
Í viðtalinu var Damanaki spurð hvort ESB sé beinlínis að undirbúa stríðsaðgerðir til að vernda makrílstofna ESB. Hún er sögð hafa skautað af fimi diplómatans fram hjá þessari spurningu. En blaðamaðurinn bætir við að þegar litið sé til þess af hve miklum þunga hún hafi barist gegn brottkasti í sjávarútvegi ESB sé eitt öruggt: þessi kona gefi sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Gætið ykkar Íslendingar, Færeyingar og brottkastarar hvar sem þið eruð, segir blaðamaðurinn í lok greinarinnar í The Grocer.
Þannig tala þeir sem stjórna sjávarútvegi ESB og hafa árum saman staðhæft að Íslendingar eigi ekki rétt til að veiða eina einustu bröndu af makríl í eigin lögsögu samkvæmt formúlum ESB, vegna þess að þeir hafi enga veiðireynslu í þessum stofni. Það virðist engu breyta fyrir þá þótt þeim sé bent á að makríllinn fylli flóa og firði umhverfis Ísland og hirði hér gífurlegt magn ætis.
Séð frá bæjardyrum kommissara ESB snýst málið ekki um sanngirni eða réttlæti. Enn síður snýst það um alþjóðalög um 200 mílna lögsögu fullvalda ríkja. Það snýst um það eitt að veiðar Íslendinga og Færeyinga falla ekki að löngu úreltum og stöðnuðum formúlum sem þeir vinna eftir. Þetta eru sem sagt kommissararnir sem Jóhanna og Össur vilja afhenda stjórn á veiðum Íslendinga úr deilistofnum eins og makríl, loðnu, síld, kolmunna og karfa. En afli úr deilistofnum er um þriðjungur af verðmæti íslenskra sjávarafurða. - RA
Athugasemdir
Burt með þetta lið úr landhelgi og friðhelgi Íslands.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.5.2012 kl. 15:14
Kærar þakkir fyrir pistilinn. Maður dauðskammast sín fyrir þessa hroðalegu leppstjórn. Og með þessari aumkunarverðu Stockholms Syndrome hegðun bæði í fullveldismálinu og ICESAVE eru þau líka að gera Færeyingum mun erfiðara fyrir.
Elle_, 28.5.2012 kl. 15:28
Íslendingum er hótað utan ESB, og þeim verður hótað innan ESB.
ESB Brussel er eins og ofbeldisfullur alki, sem stjórnar sínu heimili með ótta og ofríki. Jóhönnustjórnin er orðin ein af meðvirku ambáttunum, og ætlar sér að draga okkur hin inn í þetta ofbeldisfulla samband. ESB alkinn hefur hinsvegar séð, að Jóhönnu er ekki að takast ætlunarverkið, og hefur því skipt út fagurgalanum fyrir hótanir, í von um betri árangur.
Við sjáum hvernig komið er fyrir Írum og Grikkjum. Þessi ríki þora ekki lengur að taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigin mál. Það er búið að kaghýða þau til hlýðni, og ekki er mikil reisnin á þeim bæjunum núorðið.
Persónulega tel ég betra að vera hótað af ofbeldis-ESB, án þess að eiga neitt undir því, heldur en ofbeldis-ESB með öll okkar ráð í sínum höndum.
Hilmar (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 17:51
Nú er það svo að ekki hefur enn verið samið um veiðar á makríl. Meðan svo er, er stunduð ofveiði, þ.e. veitt meira en fræðingar telja óhætt. Hvort fræðingarnir hafi svo rétt fyrir sér, má auðvitað deila um.
En meðan ekki er samið, eru allir aðilar málsins að stunda ofveiði, ekki bara einn eða tveir. Því hljóta makrílveiðar ESB landa að leggjast a, verði þessar refsiaðgerðir samþykktar. Þær eru jú ekki gegn Íslandi, eftir því sem kommisarar ESB segja, heldur gegn hverri þeirri þjóð sem ofveiði stundar. Því er ljóst að engin skip sem stunda veiðar á makríl, geti landað sínum afla innan ESB, sama hvaðan þau skip koma!
Eða er meining hinnar grísku frúar, Damanaki, að löndum ESB sé einum heimilt að stunda ofveiði en ekki öðrum? Það er svo sem ekki eins og mörg ríkja ESB þekki ekki þannig veiðiskap, hafa útrýmt fjölda fiskitegunda á sínum miðum!!
Það eru í gildi alþjóðasamningar sem bæði Ísland og ESB eru aðilar að. Þeim samningum ber öllum aðilum að hlýta, ekki síst ESB. Það samband er ekki hafið yfir alþjóðalög og samninga!!
Gunnar Heiðarsson, 29.5.2012 kl. 11:55
Það er þjóðremba að telja Íslendinga öðrum þjóðum æðri og að við höfum því rétt á sérmeðferð.
Makríldeilan og ESB-umsóknin eru tvö óskyld mál. Hvorugt hefur áhrif á hitt. Vinstrivaktin hefur kannski verið þeirrar skoðunar eins og ýmsir aðrir að ESB væri svo mikill fengur í okkar aðild að við fengjum sérmeðferð í makríldeilunni.
Sérmeðferðir þekkjast ekki í ESB, aðeins sérlausnir í aðildarsamningum þar sem tillit er tekið til aðstæðna einstakra þjóða. ESB er iðulega í málaferlum við ESB þjóðirnar án þess að það þyki tiltökumál.
Þetta sýnir styrk ESB. ESB er samband um samstarf ríkja á ákveðnu sviði á jafnréttisgrundvelli. ESB er ekki góðgerðarstofnun. Til að koma í veg fyrir að gert sé upp á milli þjóða verður að hafa þennan hátt á.
Það er óþolandi ástand ef ekki nást samningar í makríldeilunni enda leiðir það til ofveiði með alvarlegum afleiðingum.
Mér sýnist íslenska samninganefndin ekki hafa staðið sig nógu vel í ljósi þess hve alvarlegt málið er. Mann grunar jafnvel að hún vilji ekki semja vegna þess að hún treysti á að meðan ósamið er geti Íslendingar veitt eins og þeim sýnist.
Fyrsta skrefið í samningaviðræðunum hlýtur að vera að koma sér saman um hvað skuli lagt til grundvallar skiptingu kvótans. Það er engin sanngirni í að veiðireynsla áður en makríll gekk að ráði inn í íslenska lögsögu ráði einhverju um það. Það hljóta allir að sjá.
Grundvöllur úthlutunar kvóta til Íslands hlýtur að vera þyngdaraukning stofnsins í íslenskri lögsögu. Íslenskir vísindamenn og vísindamenn ESB verða að koma sér saman um hver þessi þyngdaraukning er.
Ef Íslendingar ganga markvisst til verks og vinna fagmannlega er ég viss um að góður árangur náist.
Ef ESB kaupir ekki rökin verða menn að koma sér saman um að leysa málið fyrir atbeina gerðardóms eða dómstóla.
Ásmundur (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 23:29
Ég lýg upp á alla sem vilja ekki gefa landið í ESB að þeir haldi að Íslendingar séu æðri öðrum. Samt sagði enginn að Íslendingar væru æðri öðrum. Trúarofstæki mitt segir þetta.
Svo lýg ég þjóðrembu upp á alla þá sem vilja ekki gefa landið í ESB-ið mitt. Sjálfstætt ríki=þjóðremba, segir trúarofstæki mitt og Samfylkingar.
Ásmundur (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 00:37
"Það er þjóðremba að telja Íslendinga öðrum þjóðum æðri og að við höfum því rétt á sérmeðferð." Það eru alþjóðalög um fiskveiðiréttindi og við förum eftir þeim þar til samist hefur um annað.Það er einkenni á málflutningi ESB sinna að
ef íslendingar vilja verja hagsmuni sína ,rétt eins og allar fullvalda þjóðir. Þá er það "þjóðremba" Annað einkenni er að málstaður ESB ríkja er undantekningalaust „Uber alles“
Snorri Hansson, 30.5.2012 kl. 01:17
Athugasemd #6 er auðvitað ekki eftir mig. Þar er hinn alvarlega geðsjúki palli greinilega á ferðinni. Enginn les óra hans undir réttu nafni svo að þetta er hans örþrifaráð.
Ásmundur (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 07:49
haha... jájá, Ásmundur. Ég er örugglega sá eini sem fyrirlítur þína tilvist.
Einu örþrifaráðin eru hjá þér. Þú með þinn öfgaáróður og trúarmöntrur. Sakar svo aðra um geðsýki.
Svaraður bara af hverju þú tuðast við að ummælast á þessari vefsíðu þegar þér er sagt að öllum að hypja þig.
Það ER geðveiki að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur en búast við mismunandi niðurstöðun, litla geðbilaða kolruglaða grey.
Ertu virkilega hissa að fólk er komið með nóg af þínu kjaftæði?
Ég skrifaði einu sinnu undir þínu nafni, í augljósu gríni. Hef ekki gert það síðan það eina skipti.
Reyndu bara að troða því inn í þinn litla graftarheila að þú ert óþolandi lítið gerpi sem fer í pirrurnar á öllum hérna inn á þessari vefsíðu. Þú ert svvoo mikill heimskingi að þú heldur virkilega að þú sért að gera þínum málstað eitthvað gagn með því að halda úti þessum áróðri.
Hvað er það nákvæmlega sem þú skilur ekki, þegar þér er sífellt sagt að troða þessu kjaftæði af öllum hérna inn.
Þínir botnfrosnu vitsmunir eru öfgakenndir. Þá á eiginlega ekki að vera hægt að vera svona ótrúlega heimskur.
En eins og ég segi, þú ert of heimskur til að sjá hvað þú skýtur þig í löppina trekk í trekk, og gerir bara þínum málstað mínus-gagn... þannig að haltu þessu bara áfram. Þú ert gangandi stoðkerfi fyrir heilaskemmdir og heimsku.
palli (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 09:25
Ekkert nema ofstæki hjá Brusseldýrkendum að vera sífellt að saka fólk um útlendingahatur og þjóðrembing algerlega að ósekju. Halda þeir enn að dýrðarsambandið þeirra sé heimurinn þó það sé bara um 8% af honum og bara 42% af Evrópu? Þau snúa veruleikanum á hvolf.
Elle_, 30.5.2012 kl. 11:01
Hvað kallar þetta sama fólk, hermenn og þá sem stóðu í að verja land sitt og þjóð fyrir erlendum herjum og stríðði? Eru þeir þá þjóðremningar og útlendingahatarar en ekki þjóðhetjur landa sinna?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2012 kl. 11:50
Ásthildur, góður punktur. Ofstækið nær engu tali, enda Jóhönnuflokkurinn ekkert nema öfgaflokkur.
Elle_, 30.5.2012 kl. 12:13
Öfgatrúarhópur reyndar Elle mín. Eina leiðin til að verja þessa innlimun er steinblind ofsatrú.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.5.2012 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.