ESB einangrar Ísland

Talsverð umræða er nú um innflytjendur og pólitíska flóttamenn og sitt sýnist hverjum. Stjórnvöld hér standa frammi fyrir miklum vanda því að ef við hleypum örfáum inn kemur holskefla á eftir um leið og það fréttist að hér sé hlið á þeim mikla og illkleyfa múr sem ESB hefur byggt utan um ríki sitt og EES svæðið. 

Fyrir tíma Schengen samstarfsins var vel fær leið fyrir Íslendinga að bjóða hingað erlendum gestum og vinum. Sá sem ritar þessar blogglínur hjálpaði þannig hörundsdökkum vini frá Afríku til að komast hér að í vinnu í fiski á Hornafirði þar sem hann vann sér fyrir inn háskólanámi í Ameríku á áttunda áratug 20. aldar. Landið var að sönnu ekki galopið en það var heldur ekki harðlæst eins og nú er. Tilraunir þess sem hér skrifar til að sameina hér Úkraníska fjölskyldu á jólum eða hjálpa Suður-Amerískum fjölskylduvinum til að komast inn í landið sem ferðamenn hafa verið algerlega vonlausar. Landið er einfaldlega, þökk sé Evrópusambandinu, harðlokað og einangrað!

Með tilkomu EES var Íslendingum illa stætt á því að taka ekki þátt í Schengen samstarfinu og skapa þannig ókleifan múr fyrir íbúa utan Evrópu. Tæknilega hefur Ísland frelsi til að hleypa hverjum sem er inn í landið en í reynd eru tvær ástæður fyrir því að það er ekki hægt meðan við erum aðilar að Schengen.

Sú fyrri og veigameiri er sú að með því opnast sem fyrr segir glufa á Evrópumúrinn. Eftir það yrðum við að kosta miklu til við eftirlit og umsjón með þeirri glufu.

Hin ástæðan er praktískari út frá íslenskum hagsmunum en veigamikil engu að síðu. Við erum einfaldlega með alla Evrópu undir og allir þar hafa rétt til að koma hér til vinnu og búsetu. Meðan svo er þá er einfaldlega ekki pláss fyrir nokkurn mann frá öðrum heimsálfum. 

Vitaskuld dugar það atvinnulífinu vel að hafa Evrópumenn en með þessari einangrunarstefnu þá drögum við úr þeirri fjölmenningarlegu blöndu sem er samfélagi okkar holl og góð. Afrísk, asísk og Suður Amerísk áhrif á okkar litla einangraða samfélag eru holl og góð innan heilbrigðra marka, rétt eins og þýsk áhrif, pólsk, frönsk og ítölsk. 

Frjálslyndi og mannúð eiga svo að ráða för þegar kemur að afgreiðslu á erindum pólitískra flóttamanna eins og velflestir hafa skilning á.

Nei, í stað þessa þá er landið okkar galopið fyrir öllum af ESB svæðinu þar með talið rumpulýð úr alþjóðlegum glæpaklíkum en engin atvinnustarfssemi hefur haft jafn mikinn hag af hinu alfrjálsa flæði innan Evrópumúrsins. Jú og víst hefur Schengen skilað íslenskum fangavörðum aukinni atvinnu!

En vill einhver hafa þetta svona?/-b.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Kærar þakkir fyrir þennan pistil.  Það væri ömurlegt ef við yrðum hluti af þessu sambandi: Við og það gegn heiminum.

Elle_, 26.5.2012 kl. 19:19

2 identicon

Vinstrivaktin tekur sér Davíð Oddsson til fyrirmyndar og snýr hlutunum á hvolf.

Með því að halda því fram að ESB-aðild einangri Ísland er verið að draga fjöður yfir að þessu er einmitt þveröfugt farið. Höfnun á ESB-aðild leiðir til einangrunar Íslands. 

Gjaldeyrishöft samrýmast ekki EES-samningnum. Við fáum ekki endalaust undanþágu. Án EES einangrumst við frá ESB-löndum (og EES). Þessi lönd hafa forgang á störf og nám þar. Það verður því að útiloka önnur lönd að mestu eins og við þekkjum hér á landi.

Krónan er allt of lítill gjaldmiðill til að vera án gjaldeyrishafta. Það verður reynt en gengur ekki upp nema mjög tímabundið. Veruleg hætta er á að sú tilraun endi með ósköpum. 

Gjaldeyrishöft hafa tilhneigingu til að versna eftir því sem fleiri sjá við þeim. Gjaldeyrishöft sem voru sett á tímabundið á síðustu öld stóðu í um 60 ár og ollu því að Ísland dróst aftur úr öðrum löndum. Lífskjaraskerðingin var mikil.

Gjaldeyrishöft valda eðli málsins skv einangrun. Úrsögn úr EES gera málin enn verri þegar Íslendingar geta ekki lengur fengið störf í ESB-löndum (og EES) né stundað þar nám nema í undantekningartilvikum 

Spillingin sem þrífst vegna krónu hvort sem hún er í höftum eða á floti gerir marga að milljarðamæringum á kostnað almennings.

Ungt fólk mun sérstaklega finna fyrir því ef ESB-aðild verður hafnað. Ekki verður lengur möguleiki á að starfa í öðrum löndum Evrópu nema kannski í algjörum undantekningartilvikum.

Auk þess munu miklu verri lánskjör koma verst niður á ungu fólki sem skuldar eðlilega mest. Lán í krónum verða áfram fjárhættuspil þar sem eigið fé getur gufað upp og menn setið eftir með skuldir umfram söluverð íbúðarinnar.

Þegar verðbólgan fer á skrið lenda flestir með óverðtryggð lán í vanskilum enda verður þá hækkunin á greiðslum mikli meiri en hækkun á verðlagi. Þá verður eina úrræðið að breyta þessum lánum í verðtryggð lán eða missa íbúðina ella. 

Með ESB-aðild og evru kemst á stöðugleiki sem ekki aðeins tryggir betri lífskjör. Með stöðugleika og bandamenn í ESB-löndunum eru allar líkur á að Ísland haldi fullveldi sínu um langa framtíð.

Ein á báti með ónýta krónu er það mjög vafasamt.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 09:07

3 identicon

Hahaha... þú ert svo innilega kolruglaður einstaklingur, Ásmundur.

Er evran í svaka góðum málum??

Hefurðu fylgst með fréttum nýlega??

En já, auðvitað, skv. þér þá er þetta allt bara hið allra besta mál. Evran verður bara svo svaka sterk eftir þetta!

Þú ert veruleikafirrtur fáviti. Páfagaukur með ekkert vit.

Það eina sem þú gerir, og hefur nokkru sinni gert, er að endurtaka möntrur og fullyrðingar, en þú hefur ekki vitsmuni til að skilja nokkurn skapaðan hlut. Þú ert hrokabytta og heimskingi.

En haltu endilega áfram að tjá þig. Það er bara gott að þú opinberar þitt innra eðli.

Já, og teldu sjálfum þér trú um að þú sért að hafa jákvæð áhrif fyrir þinn trúarofstækisáróður.

Haha... þú ert bara svvooo mikill hálfviti!!  Hvernig er þetta hægt?!?

palli (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 11:04

4 identicon

Aðild að Schengen er ekki skilyrði fyrir EES- eða ESB-aðild. Við hefðum getað, og getum eflaust enn, ákveðið að standa þar fyrir utan eins og Bretar gerðu.

Það hefði ekki valdið neinum vandræðum vegna þess að við erum eyja langt frá hinum ESB-löndunum. Við gengum í Schengen til að geta ferðast frjálst án vegabrefs um ESB-lönd. Það er því rangt að tala um einangrun af völdum ESB vegna Schengen.

Meint einangrun er einnig þegar til staðar vegna EES. Vinstri vaktin virðist enn einu sinni vera að leggja til að EES-samningnum sé sagt upp. Eða gerir hún sér aðeins grein fyrir að án ESB-aðildar er sjálfhætt þar vegna nauðsynjar á gjaldeyrishöftum til frambúðar?

Sama má segja um atvinnu- og dvalarleyfi fyrir íbúa utan EES-svæðisins. Það er algjörlega á okkar valdi að ákveða hvað reglur skuli gilda um þá. Það kemur ESB ekkert við.

Það stingur illilega í stúf við þjóðrembuna að kvarta undan því Íslendingar blandist ekki nægilega fólki af öðrum kynstofnum. Ég er þó sammála því að það er gott að hleypa nýju blóði inn í íslenskt samfélag. Það minnkar líkur á úrkynjun.

Við fáum nóg af fólki af öðrum kynþáttun frá EES-löndunum þar sem það er í stórum stíl. Auk þess flyst mikið af útlendingum utan EES til Íslands vegna kvonfangs við Íslendinga.

Það er sérkennilegt að hafa meiri áhyggjur af einangrun útlendinga frá Íslandi en einangrun Íslendinga frá þeim löndum sem við höfum haft mest samskipti við.

Ásmundur (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 12:13

5 identicon

Já! Það gæti verið málið, Ásmundur!

Kanski ertu bara úrkynjaður? Hefurðu skoðað ættir þínar með það í huga?

Það er eitthvað svo djúpt og mikið að hjá þér, að úrkynjun gæti skýrt þetta!

Úrkynjað helvítis kvikindi!

palli (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 13:08

6 Smámynd: Elle_

Viljum VIÐ hafa mest samskipti við þessi Brussel-lönd??  VIÐ viljum geta ráðið hvaða lönd og hvaða útlendinga við höfum samskipti við.  VIÐ viljum ekki að 'Ásmundur' og Brussel stjórni frá hvaða löndum útlendingar koma inn í landið.  Við eigum að segja upp EES-samningnum og líklega Schengen.

Elle_, 27.5.2012 kl. 13:50

7 Smámynd: Elle_

Og svo var engin þjóðremba í pistlinum.

Elle_, 27.5.2012 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband