Áróðursmaður ESB á Íslandi

stefan_haukur_esb2_1153952.jpgÞað er heldur dapurlegt hlutskipti sem aðalsamningamaður Íslands gagnvart ESB, Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra velur sér. Í stað þess að einbeita sér að því verkefni að tala máli Íslands gagnvart ESB er eitt helsta verk hans alveg öndvert að reka áróður fyrir málstað ESB gagnvart Íslendingum.

Það hafa vitaskuld borist tilmæli þess efnis frá stækkunardeild ESB að stjórnvöld eigi að tala fyrir aðild en enn sem komið er þá eru stjórnvöld hérlendis ekki undir Brusselvaldið sett eins og yrði vitaskuld með aðild. Og í öðru lagi þá er fráleitast af öllu að sami maður og á að beita sér fyrir íslenskum hagsmunum gagnvart ESB sé stöðugt að tala fyrir kröfum og niðurstöðum ESB við sína eigin landsmenn. Þessi tvö hlutverk ganga algerlega hvort gegn öðru og eru með öllu ósamrýmanleg. Þetta er svipað og ef forseti ASÍ væri stöðugt að tala fyrir hagsmunum atvinnurekenda! 

Auk þess að fara með áróðursfundi vítt og breytt um landið hefur Stefán Haukur nú veitt málgagni Já sinna makalaust viðtal. Í blaði þeirra Sveitinni er drottningarviðtal við samningamanninn þar sem hann leggur sig í líma að útskýra hvað það geti nú verið hagstætt fyrir íslenskan landbúnað að ganga í ESB. Sendiherrann telur að þó svo að gengið sé að kröfum ESB í landbúnaðarmálum muni ekki margt breytast og þær breytingar sem yrðu væru landbúnaðinum allar til góðs.

Styrkjaskógurinn sendiherrann kynnir er óþrjótandi og möguleikar okkar á að fá miklu meira í styrki heldur en við leggjum til ESB borðleggjandi. Þetta gengur lengra en trú Össurar sem hefur þó viðurkennt að Ísland muni borga meira til ESB en við fáum þaðan.

Hvernig getur slíkur heittrúarmaður farið með samningsumboð Íslands? 

(Myndin er forsíðu blaðs Já sinna)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Aðildarumsókn og aðildarferlið er jafnt og þétt að breytast í sértrú fárra þar sem meiri hagsmunum er fórnað fyrir minni og jafnvel enga hagsmuni. Þeir sem hafa kynnt sér út á hvað ESB raunverulega gengur vita sem satt er að markmið ESB er að stofna sambandsríki og það sem fyrst.

Reynsla allra útkjálka sem aulast sjálfviljugir eða með ofbeldi í sambandsríki er að hagsmunir stærri hagsmunahópa vega þyngra en hagsmunir smælingjanna sem munn hægt og örugglega breyta íbúum útkjálkans í ómaga og þurfalinga. 

Hvet alla frjálsa menn til að kynna sér afdrif Nýfundnalands sem gerðis útkjálki í Kanada í efnahagsþrengingum um sama leiti og við gerðumst sjálfstæð þjóð. Afdrif þeirra í samanburði við okkur er hreint og beint sláandi!

Gerð var heimildarmynd um Ísland og Nýfundnaland þar sem borin voru saman afdrif tveggja þjóða sem fóru ólíkar leiðir á örlaga tímum. Ísland hefur blómstrað eftir að tengslin við meginlandið voru rofin 1944 eftir tæplega 700ára yfirstjórn frá meginlandinu.

Það virðist vera sammerkt með  ESB-sinnum er að þeir eru afskaplega ófærir um að sjá hluti í samhengi og eins er þeim ómögulegt að hafa nokkra framtíðarsýn, þetta sést glökkt á málflutningi þeirra þar sem eingöngu er fjallað um augnablikið og engin tilraun gerð til að ræða hvernig ESB mun líta út eftir 100 ár eða ræða hvaða framtíðarsýn ESB hefur á sjálft sig. Þeirra málflutningur er á þá leið að ESB sé eins og það er núna og muni ekki breytast nema að við Íslendingar leyfum það með okkar 0,06% hreðjartaki á sambandinu. 

Eggert Sigurbergsson, 23.5.2012 kl. 14:22

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Maður leit upp til mannanna sem unnu þorskastríðinn okkar. Þessi maður kemur aldrei til með að vera maður sem vann fyrir landráða pakkið.

Valdimar Samúelsson, 23.5.2012 kl. 22:05

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Endursagt.

 Maður leit upp til mannanna sem unnu þorskastríðinn okkar. Þessi maður kemur aldrei til með að vera neitt annað en maður sem vann fyrir landráða pakkið.

Valdimar Samúelsson, 23.5.2012 kl. 22:07

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Um hvað er hér verið að kvarta?  ER ÞETTA EKKI ALLT Í BOÐI VINSTRIMENNSKUNAR OG HINNAR EINU SÖNNU VINSTRISTJÓRNAR?
VINSTRI HVAÐ MÓTI ESB-AÐILD???  Meir að segja IPA-styrkirnir verða
samþykktir í boði Vinstri græna!!!!! TOPPURINN Á HRÆSNINNI!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 24.5.2012 kl. 00:39

5 identicon

Það er von að andstæðingar ESB-aðildar Íslands ærist þegar aðalsamningamaður Íslands upplýsir að ESB sé tilbúið til að semja um sérlausnir í landbúnaðarmálum.

Gegndarlausar blekkingar þeirra um að allt sé klippt og skorið í ESB og að um ekkert sé að semja eru nú afhjúpaðar af sjálfum aðalsamningamanni Íslands sem að sjálfsögðu gerir rétt í að upplýsa þjóðina um gang mála.

Þar sem rangfærslur andstæðinganna eru þeirra sannleikur hlýtur sannleikurinn að dæmast sem áróður aðildarsinna. Þannig er málum snúið á hvolf. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 07:58

6 identicon

hahaha... Ásmundur, þú ert svo illa veruleikafirrtur og stjörnuhringvitlaus að það er bara fyndið.

Hvað gerðist fyrir þig í æsku? Þitt ástand hlýtur að eiga sér einhverjar skýringar? Hvað kom eiginlega fyrir þig?

Þú ert eins og svona öskurapi, argandi þín óhljóð og þú heldur svo að einhver á þessar vefsíðu taki eitthvað mark á þér!!

Hvers vegna heldurðu að einhver taki mark á þér????

Það er í sjálfu sér sönnun á þínu bága andlega ástandi og algjörum skort á vitsmunum.

Konungur hálfvitanna. Skilgreining á heimsku og heilaþvætti. Úrhrak og aumingi. Það er allt sem þú ert. Vonandi flyturðu af landinu þegar þessu ESBbulli verður hætt. Ísland hefur nákvæmlega ekkert að gera með andlega aumingja og landráðalygahund eins og þig.

palli (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband