Mikill meirihluti Breta vill yfirgefa ESB

Norðmenn afneita ESB. Færeyingar og Grænlendingar hafna ESB. Danir og Svíar hafna evrunni. Bretar eru á leið út úr ESB. En flokkur forsætisráðherrans á Íslandi á enga ósk heitari en að troða Íslendingum inn í ESB.

 

Ný könnun í Bretlandi sýnir að 46% breskra kjósenda vilja ganga úr Evrópusambandinu en 30% aðspurðra vilja vera þar áfram. Sé miðað við þá sem afstöðu taka, eins og venja er, sýnir könnunin að 61% Breta vilja út úr ESB en 39% er á móti því. Skoðanakönnunin sem gerð var fyrir bresku blöðin Independent on Sunday og Sunday Mirror þykir sýna að spurningin um áframhaldandi aðild Breta að ESB verði bersýnilega eitt helsta umræðuefnið í næstu þingkosningum í Bretlandi. Könnunin sýnir jafnframt að um 26% kjósenda Íhaldsflokksins hyggjast kjósa Sjálfstæðisflokkinn í Bretlandi (UK Independent Party) og 11% stuðningsmanna Verkamanaflokksins íhuga hið sama svo og 14% Frjálslyndra.

 

Breska blaðið The Observer, fullyrti í gær, að David Cameron sé undir vaxandi þrýstingi í sínum flokki að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Jafnframt er fullyrt að þrýst sé á Ed Miliband, leiðtoga Verkamannaflokksins  að ná frumkvæðinu af Íhaldsflokknum með því að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Bretlands innan ESB í von um að slík atkvæðagreiðsla myndi kljúfa Íhaldsflokkinn í herðar niður, því að leiðandi öfl þar vilji vera innan ESB en grasrótin í flokknum vilji fara út. Að sjálfsögðu eru allir flokkar klofnir í þessu máli en leiðtogar Verkamannaflokkurinn gera sér vonir um að Íhaldsflokkurinn muni fara miklu verr út úr þjóðaratkvæði flokkslega séð en þeirra flokkur.

 

Íslendingar hljóta líka að velta þessari hlið málsins fyrir sér: Það veit enginn hvernig ESB og evrusvæðið munu líta út eftir nokkur ár. Meiri hluti Íslendinga hefur hafnað ESB-aðild í öllum könnunum sem gerðar hafa verið seinustu þrjú árin og engar líkur eru á að meiri hluti verði á Alþingi fyrir aðild. Er þá ekki augljóst að við hljótum annað hvort að leggja ESB-umsóknina til hliðar nú þegar og bíða átekta eða stíga skrefið til fulls og afturkalla umsóknina?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Afturkalla á það sem þjóðin samþykkti aldrei í fyrstunni.  Ekki skal geyma neitt fullveldisframsal sem þjóðin bað ekki um og vill ekki, neinstaðar til hliðar.  Fyrir hverja og til hliðar við hvað?  Nei, við eigum að koma öfgaflokkunum frá völdum og hætta þessari vitleysu.

Elle_, 21.5.2012 kl. 12:50

2 identicon

Þegar illa árar er almenningur í Bretlandi og víðar lítt hrifinn af ESB-aðild. Þegar allt er í blóma vildu hins vegar allir Lilju kveðið hafa.

Það er ljóst að ekkert vit er í að hoppa úr og í ESB eftir því hvernig vindar blása hverju sinni. Þessi könnun er því harla lítils virði.

Annars þætti mér fróðlegt að vita hvernig atkvæði skiptast eftir menntun. Ég er þess fullviss að eftir því sem menntunin er meiri þeim mun fleiri eru hlynntir áframhaldandi aðild.

Dómsmáalráðherra Breta líst ekkert á að Bretar verð einir og yfirgefnir eins og Íslendingar. Ef Bretar eiga í erfiðleikum með það er auðvelt að ímynda sér hvílíkt feigðarflan það er fyrir Íslendinga.

http://eyjan.is/2012/05/21/ken-clarke-bretland-yrdi-alika-einangrad-og-island-gangi-thad-ur-evropusambandinu/ 

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 17:20

3 identicon

Mundi minn, Bretar hafa aldrei verið hrifnir ad ESB, allra síst á þeim árum sem best gekk.

Einn vegvilltur kerfiskall, strípaður allri lýðhylli, eis og Clarke er ólíklegur til að breyta skoðun Breta.

Kæmi ekki á óvart að hann myndi orða það þannig, að Bretland yrði norður-Kórea Evrópu, ef landið gengi út.

Sem minnir mig á loforð ykkar krata, hvenær verður Ísland eiginlega norður-Kórea Evrópu, út af þessari Icesave synjun okkar?

Hilmar (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 21:22

4 identicon

Allar neikvæðar kannanir fyrir ESB eru ómarktækar. Allir menntaðir menn sjá hvað ESB er frábært.

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 23:57

5 identicon

Við ESB-menn og há-menntuð Samfylkingin höfum vitið fyrir ómenntuðum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 01:01

6 identicon

Aumingja palli, geðveiki hans tekur sífellt á sig nýjar sorglegar myndir.

Nú virðist hann alveg hafa tapað sjálfinu og þarf því að skrifa í nafni einhvers annars.

Það kemur ekki á óvart að það sé einmitt ég.

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 08:04

7 identicon

Nei, reyndar ekki, Ásmundur.

En ertu ýkja hissa virkilega á því að þú ferð í taugarnar á fólki með þinn hroka og yfirgang.

Ég er bara orðinn þreyttur á að skiptast á orðum við jafn mikinn heilaþveginn fábjána og þig. Þú ert svo illa heilaþveginn að það breytir engu hvað kemur í ljós, hjá þér er það ESB ESB ESB ESB.

Þú ert geðsjúkur páfagaukur, haldinn þráhyggju á háu stigi.

Af hverju annars værir þú að puðast við að halda uppi þessum áróðri á þessari vefsíðu, án þess að það hafi nokkurn tilgang???

Þráhyggja, Ásmundur. Geðveiki og heilaþvottur. Flettu þessum orðum upp í orðabók og reyndu að læra eitthvað um sjálfan þig, litla geðbilaða grey.

palli (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband