´Ef einhversstaðar vex með snauðu fólki frelsishreyfing...´

Það hefur verið 2006 sem bloggari sat ásamt fleiri kosningaeftirlitsmönnum í strandbænum Budva í Svartfjallalandi og umræðuefnið var Evrópusambandið. Grikki sem var næstur mér við borðið lyfti bjórkönnu sinni og sagði stoltur frá því að það væri af sem áður var að Grikkland væri eitt ódýrasta land álfunnar og aumasta. Nú kostaði bjórkollan meira í hans heimabæ heldur en jafnvel í sjálfu Þýskalandi.

Hér var Jóhannes í Neytendasamtökunum illa fjarri og sessunautar voru sammála um að gríðarlegar verðhækkanir í suðurlöndum álfunnar væru til marks um að Suður Evrópa væri á réttri braut. Annað hefur nú komið á daginn. Verðhækkanir Suður Evrópu sem fylgdu upptöku evrunnar og gríðarlegu flæði lánsfjár hafa reynst löndum þessum hinni versti grikkur. Framleiðsluatvinnuvegir þessara landa liðu fyrir verðhækkanir og sterkt gengi evrunnar. Svo mjög að framleiðslan hefur færst úr landi, í flestum tilvikum til hinna sterku og ríku iðnríkja í norðrinu. Þannig hefur evran orðið til að mergsjúga Suður Evrópu og styrkja atvinnuvegina í norðrinu. 

Í reynd hafa lönd þessi verið leidd í lævíslega gildru sem lyktar svo með skuldakreppu og því að í reynd eiga ríku Evrópulöndin allt sem hönd á festir í þessum fornu menningarlöndum. Í seinni heimsstyrjöldinni herjuðu Þjóðverjar á Grikklandi af mikilli grimmd. Hernaður jakkafataklæddra möppudýra er allur miklu mannúðlegri og það er auðveldara að réttlæta hann út frá almennum og illu heilli viðurkenndum lögmálum kapítalisma. En sýnileg áhrif þessa hernaðar í nafni Brusselvaldsins verða að líkum langærri í grísku hagkerfi heldur en hernaðurinn hálfri öld fyrr. 

Nú í vikunni sitja fulltrúar átta helstu iðnríkja heims á rökstólum um heimskreppuna og eitt stærsta umfjöllunarefnið er Grikkland. Það er merkilegt að þessi höfuðklúbbur heimskapítalismans hafi mestar áhyggjur af þessari fámennu þjóð syðst á Balkanskaganum meðan fjöldi fjölmennari ríkja heims glíma við miklu verri efnahagsvanda. Ráð G8 er vitaskuld að Grikkland megi alls ekki brjótast undan evrunni!

Ástæðan er einfaldlega þessi,- það er talið mögulegt að grískir kjósendur og grískir stjórnmálamenn taki höndum saman í nýrri þjóðfrelsisbaráttu. G8 ríkin og ESB eiga sér málsvara í Tarzan þeim sem skáldið Þórarinn Eldjárn orti um út frá þjóðfrelsisbaráttu Afríkumanna.

Það skiptir litlu hvoru megin Miðjarðarhafs frelsisbaráttan fer fram og það er gott að enda þessa sunnudagshugvekju á snilldarlegu kvæði skáldsins./-b.

Kvæðið um Tarsan

Í frumskóginum dimma hangir Tarsan niðrúr trjánum
með tágafléttu greypta bæði þétt og fast í hönd. 
Flugumaður valdsins sem með refsivendi og ránum
ríður netið fastar um hin snauðu ríku lönd.

Tarsan hann er upprunninn hjá amerískri löggu
sem eyðilagði í San Fransisco margan góðan dreng. 
Söngur Tarsans dynur oss í eyrum allt frá vöggu, 
og alla leið til grafar hann slær á sama streng.

Mig skortir orð að tala um allt hatrið sem hann hýsir, 
ég held mér frekar saman fyrst ég get ei sagt það vel. 
Það nægir bara að minnast þess að málgagn hans er Vísir, 
það má nú reyndar segja um það, að kjafti hæfir skel.

Ef einhversstaðar vex með snauðu fólki frelsishreyfing
flýgur Tarsan þangað strax að treysta auðsins völd. 
En týnum ekki voninni, það verkar einog deyfing 
sem varir aðeins skamma stund, og Tarsan, það er kvöld,

en nóttin flýr og dagur rís, þá sveipast sigurfánum 
hin svörtu lönd og brjóta hlekki, ung og stolt og frjáls. 
Sem merki um þeirra sigur hangir Tarsan niðrúr trjánum 
með tágafléttu reyrða bæði þétt og fast um háls.

(Þórarinn Eldjárn, Kvæði, 1974) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er óneitanlega fyndið þegar Íslendingar reyna að kenna ESB og evru um þegar verðlag hækkar mikið og endar síðan með kollsteypu.

Hækkanir sem enduðu með kollsteypu voru nefnilega hvergi meiri en einmitt á Íslandi. Hrunið hefði orðið miklu minna ef við hefðum verið í ESB með evru enda hefði gjaldmiðillinn ekki lækkað um helming, erlend lán tvöfaldast, í krónum talið, og traust á landinu hrunið með alvarlegum efnahagslegum afleiðingum.

Vandi fylgir vegsemd hverri. Ef ESB-aðild og evra eiga einhvern þátt í venda einstakra evrulanda þá er það vegna þess að þessi lönd hafa vanrækt að bregðast við vandanum sem fylgdi þeirri velmegun sem ESB og evra leiddu til. 

Eru andstæðingar aðildar á móti framförum og betri lífskjörum vegna þess að hliðaráhrifin eru of vandasöm að þeirra mati. Vilja þeir þjóðfélag þar sem skussar verða þingmenn og ráðherrar þó að það kosti verri lifskjör og jafnvel hættu á gjaldþroti Íslands einkum vegna ónýts gjaldmiðils?

Öll rök hníga að aðild. Ástandið núna breytir engu um það. Vissulega munum við finna fyrir því ef núverandi ástand leiðir til kreppu í Evrópu. En það á við hvort sem við erum í ESB eða ekki. Reyndar munu hlunnindin sem fylgja ESB-aðild koma sér sérstaklega vel einmitt þegar kreppir að.

Fyrir utan þá fáu sem hugsa aðeins um eigin þröngu hagsmuni og þá sem hafa látið blekkjast þjást andstæðingar aðildar af ótta og vanmáttarkennd sem oft jaðrar við paranoju. Samstarf þjóða á jafnréttisgrundvelli verður að litla Íslandi sem má sín einskis á móti skrímslinu sem hinar þjóðirnar mynda til höfuðs okkur.

Það kemur í ljós í þjóðaratkvæðagreiðslunni hvort ástand meirihluta þjóðarinnar sé svona bágborið.

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 10:09

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ebgin rök "hníga að aðild" sem fólgin er í fullveldisframsali löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds yfir öllum íslenzkum málum. Taka má undir með þeirri konu, Guðrúnu Einarsdóttur, sem ritar í Velvakanda Mbl. í dag: "Við þá sem trúa því að ESB muni bjarga Íslandi vil ég segja: Það er ekkert að "kíkja" í pakkann. Það er enginn pakki til að "kíkja" í. ... Þeir sem vilja fara inn í ESB eru föðurlandssvikarar."

Jón Valur Jensson, 21.5.2012 kl. 11:43

3 identicon

Jón Valur veit að með ESB-aðild eykst fullveldi Íslands.

Norsk yfirvöld skipuðu nefnd færustu sérfræðinga til að kanna fullveldisafsal vegna EES-samningsins. Niðurstaðan eftir tveggja ára rannsókn var sú að meira fullveldisafsal fylgdi EES-samningnum en ESB-aðild.

Við munum því endurheimta fullveldi með ESB-aðild enda tökum við þá ekki lengur við tilskipunum frá ESB. Þær verða þá ákvarðanir sem við höfum átt fullan þátt í að móta.

ESB-ríkin hafa öll sína ríkisstjórn og sítt fulltrúaþing, ráðuneyti osfrv. Þau eru öll fullvalda ríki sem hafa kosið að hafa samvinnu við aðrar þjóðir um efnahagsmál og mál tengd þeim. 

Blekkingaráróður andsinna gengur gjarnan út á að skjóta svo langt yfir markið að markið gleymist. Mörgum einföldum sálum finnst það flott þó að innihaldið sé algjört bull.

Að halda því fram að ESB-aðild sé fullveldisframsal á öllum innlendum málum er auðvitað víðs fjarri öllum sanni eins og allir vita sem eitthvað fylgjast með fréttum frá ESB-löndum td Grikklandi.

Samvinna ríkja er ekki fullveldisframsal. Auk þess er nær þessi samvinna aðeins yfir takmarkað svið.

Það er hins vegar rétt að þessi samvinna snertir löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald enda verður framkvæmdavaldið að vinna eftir lögum ESB og það reynir á dómsvaldið ef lögin eru brotin. Þetta er svo sjálfsagt mál að augljóst er að það er verið að reyna blekkja einfeldninga með því að gera mál úr þessu.

Að kalla aðildarsinna föðurlandssvikara er dæmigert fyrir slagorðanotkun andsinna sem er greinilega ætlað að bæta fyrir skort á rökum. Svona málflutningur dæmir sig auðvitað sjálfur þó að einstaka einfeldningar geti fallið fyrir honum.

Þegar rökin eru engin er best að höfða til fábjána þvi að þeirra atkvæði eru jafnmikilvæg og atkvæði hinna.

Þeir sem hafa mesta menntun velja aðild eftir að hafa gaungæfilega skoðað málið. Þeir með minnstu menntunina láta oftast tilfinningar stjórna sér. Ótti og vanmáttarkennd valda því að þeir hafna aðild.  

Að telja þá sem vilja aðild föðurlandssvikara jafngildir því að meirihluti flestra íbúa Evrópulanda séu föðurlandssvikarar. Það er sjúkt að halda slíku fram. Þeir hafa unað hag sínum vel í ESB, jafnvel í nokkra áratugi. 

Að sjálfsögðu verður margt fýsilegt í pakkanum eins og Joe Borg, Eva Joly og fleiri hafa bent á. Nýjasta nýtt í þeim efnum má sjá hér:

http://eyjan.is/2012/05/20/esb-tilbuid-ad-semja-um-serlausnir-i-landbunadarkafla/   

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 16:48

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ásmundur, segðu okkur endilega: Hvers son ertu núna?

Farðu svo ekki með neina staðlausa stafi um það hér, áróðursgepillinn þinn, að ég "viti" að "með ESB-aðild eykst fullveldi Íslands". Það er að sjálfsögðu þveröfugt. Núna fara jafnvel öll EES-lög í gegnum hendur Alþingis (kjörinna fulltrúa okkar) og forsetans á ríkisráðsfundi, og bæði þingið og hann geta synjað slíkri löggjöf staðfestingar. Þjóðin gæti þá beitt valdi sínu í málinu, ef forsetinn vísar slíku máli til hennar. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar um sanngirni, á tveggjastoðakerfið að sjá til þess, að Evrópusambandið reyni ekki einhliða að troða sínum lagagerðum nánast (né alveg) óbreyttum upp á okkur. En vitaskuld brást Esb. í þessu -- ræður ekki við eigin yfirráðasýki. Samt eiga einörð stjórnvöld hér að geta staðið sig í sínu stykki og ýtt frá sér einhliða lagasetningartilraunum, eins og Stefán Már Stefánsson prófessor var í raun að vísa til (sjá tengilinn hér á undan), enda er eðlismunur í þessu efni á EES-samningnum og stöðu Esb-ríkja gagnvart lagavaldinu þar.

Já, því að í Evrópusambandinu sjálfu er þessu háttað með gerólíkum hætti: "Aðildarríki" fær lög Evrópusambandsins EKKI inn á borð síns löggjafarþings, þjóðhöfðingjar þar fá þau EKKI til skoðunar, hvað þá þjóðirnar sjálfar, nema í einstöku undantekningartilvikum. Þannig urðu forsetar Póllands og Tékklands (raunar báðir nauðugir viljugir) að staðfesta Lissabon-sáttmálann -- enda ekki skrýtið: með stjórnarskrárgildi og það fram fyrir stjórnarskrár Póllands og Tékklands -- og samkvæmt sérstöku ákvæði hjá Irum varð að leggja þann sama sáttmála undir þjóðaratkvæði þar –– í því EINA af Esb-ríkjunum 27.

Og Lissabon-sáttmálinn er svo sannarlega ekki einu lögin frtá Evrópusambandinu. Við yrðum að meðtaka í fullkominni hlyðni ÖLL lög þaðan og meira til af tilskipunum og reglugerðum, og þetta lagaverk Evrópusambandsins hefur algeran forgang fram yfir landslög hvers Esb-ríkis, það er tekið skýrt fram í þeim "aðildarsamningi", sem Esb-snatar reyna sífelldlega að halda fram, að sé einhvers konar dularfullur framtíðarpakki, kannski um þarnæstu jól, en þessir jólasveinar ættu að gæta þess, að þetta liggur allt fyrir í grundvallaratriðum (sjá tengilinn); umgjörðin yrði svo tímabundin aukaatriði, og hér myndu gilda Esb-lög sem æðst allra laga og virk hér samstundis frá setningu þeirra erlendis -- við værum jafnvel í aumari stöðu gagnvart þeim en við vorum gagnvart innfærslu Danakonungs á lagaákvæðum úr Norsku lögum eða öðrum hérlendis á tíma einveldisins, því að jafnvel einvaldskóngsins lög urðu ekki lög hér, fyrr en þau höfðu verið auglýst (promulgeruð) og meðtekin á Alþingi við Öxará.

Og gleymið ekki þessu: Esb. tekur sér alræðisvald yfir fiskveiðilögsögu milli 12 og 200 mílna!

Jón Valur Jensson, 21.5.2012 kl. 17:37

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Esb-þjóðir eru nú margar að átta sig á valdaframsalinu í hendur Brussel-herranna. Þær væru plataðar til að ganga inn í Efnahagsbandalag Evrópu undir góðum formerkjum, en síðan hefur valdþéttingin, miðstýringin og samlögunin stóraukizt, enda verið á dagskrá þar frá næstsíðasta áratug, sbr. orð hins ágæta Ragnars Arnalds í bók hans:

"Í samþykkt [Esb.]þingsins frá desember 1997 segir m.a.: "Löndin sem sækja um aðild verða að sýna, að þau séu trú grundvallarmarkmiðum ríkjasambands sem stefnir í átt að sambandsríki" ("federal state"). Í samþykktinni er hvatt til þess að afnema neitunarvald, minnka áhrif smáríkja og auka miðstjórnarvald.” (Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, s. 103.)

Þessu er m.a. framfylgt í krafti Lissabon-sáttmálans, sem eykur YFIRRÁÐ STÆRSTU RÍKJANNA í ráðherraráðinu í Brussel um 61% - það ákvæði sáttmálans tekur gildi 1. nóvember 2014; þá minnkar t.d. atkvæðavægi Möltu úr 0,87% niður í 0,08% - atkvæðavægi Íslands í ráðherraráðinu og leiðtogaráðinu yrði aðeins 0,06%.

Jón Valur Jensson, 21.5.2012 kl. 17:43

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þor VORU plataðar ...

Jón Valur Jensson, 21.5.2012 kl. 17:44

7 identicon

 Jón Valur:

"Esb-þjóðir eru nú margar að átta sig á valdaframsalinu í hendur Brussel-herranna. Þær væru plataðar til að ganga inn í Efnahagsbandalag Evrópu undir góðum formerkjum, en síðan hefur valdþéttingin, miðstýringin og samlögunin stóraukizt....."

Þetta er dæmigerður áróður andsinna sem enginn fótur er fyrir. Stjórnvöld ESB-ríkja vita hvað þau gera. Furðufuglar eins og Jón Bjarnason, sem að eigin sögn er alltaf verið að plata, eiga ekki upp á pallborðið þar.

Það sætir furðu að andsinnar þurfi að fara fimmtán ár aftur í tímann til að finna texta máli sínu til stuðnings. Það sýnir aðeins að þetta er dauður bókstafur - sennilega hrein mistök.

Það er heldur ekki trúverðugt að setja fram túlkun eins helsta andstæðings aðildar en ekki textann sjálfan. Túlkun andsinna hefur oftar en ekki verið langt úti í móa.

Það er rétt að atkvæðamagn smáríkja minnkar í ráðherraráðinu skv Lissabon-sáttmálanum en atkvæðamagnið eykst hins vegar á Evrópuþinginu. Íslendingar fá 12.5 sinnum fleiri þingmenn en íbúafjöldinn segir til um.

Hátt hlutfall atkvæða stærstu ríkjanna í ráðherraráðinu skiptir litlu máli vegna þess að  55% þjóðanna þarf að samþykkja mál svo að það nái fram að ganga. Það eru 16 þjóðir eftir inngöngu Íslands Auk þess er krafist aukins  meirihluta atkvæða. 

Þessi breyting á skiptingu atkvæða í ráðherraráðinu hefur ekki mikla þýðingu enda þurfa Íslendingar aðeins innan við 1% meiri stuðning annarra þjóða til að fá mál samþykkt.

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 07:56

8 identicon

Það er sorglegt að horfa upp á þetta hjá honum Ásmundi. Hann er eins og eiturlyfjasjúklingur að reyna að rökræða einn skammt í viðbót, eða eitthvað álíka.

Þetta er samt orðið rosalega þunnt hjá honum, og líka merki um geðveiki að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur og aftur.

Til dæmis að einhvert fólk í einhverri nefnd í Noregi komst að því að fullveldi myndi aukast við aðild að ESB!!!

Þá er því haldið fram lýðræðið myndi líka aukast!!  ...því að Ísland fengi sín 0,8% áhrif í ESB, sem Ásmundur kallar jafnréttisgrundvöll við aðrar þjóðir, þá væru þessi 0,8% áhrif álíka og 12,5 sinnum fleiri kjósendur en eru á Íslandi.

Þannig að Íslend fer úr því að ráða sér sjálft, í að ráða 0,8% af miklu stærri köku, og díllinn er að við fengjum meira vægi en mannsfjöldinn segði um.

Þetta á að vera aukning á fullveldi og lýðræði.

Þessi Ásmundur er mesta fífl og fáviti sem nokkru sinni hefur tjáð sig á íslensku. Maðurinn er fullkomlega heilaþveginn sem og ótrúlega heimskur einstaklingur, gengur um í afneitun og sjálfsblekkingu fullur af sjálfsupphafningu og hroka.

Ásmundur, þú lygahundur og landráðaaumingi. Haltu vel um þína nafnleynd og  biddu fyrir þér ÞEGAR nafnleyndinni verður aflétt. Ég myndi bara flytja úr landi, það er þér fyrir bestu.

palli (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 08:55

9 identicon

Andstæðingar ESB-aðildar hafa lagt áherslu á lítið atkvæðahlutfall Íslands í ráðherraráðinu og hátt hlutfall stærstu þjóðanna. Þeir láta þess hins vegar í engu getið að 55% þjóða þarf að samþykkja mál auk þess sem aukins meirihluta er krafist.

Þetta þýðir að minnsta þjóðin, Ísland, getur fengið mál samþykkt með samþykki 55% þjóða rétt eins og stærsta þjóðin Þýskaland. Líkurnar hjá Þýskalandi eru auðvitað meiri en ekki endilega svo miklu meiri. 

Af þessu má sjá að það er fráleitt að tala um að Ísland muni ekki hafa nein áhrif í ESB vegna þess hve atkvæðahlutfallið er lítið í ráðherraráðinu.

Það sem skiptir þó meira máli er hverjir veljast til starfa fyrir Ísland. Ljóst er að hæfur Íslendingur getur í krafti eigin getu haft mjög mikil áhrif. Þar að auki fara þjóðirnar til skiptis með forystu fyrir hinum ýmsu málaflokkum. 

Bæði Leiðtogaráðið og Framkvæmdastjórn hafa aðeins einn fulltrúa frá hverri þjóð. Leiðtogaráðið markar stefnuna og Framkvæmdastjórn hefur frumkvæði að og semur lagafrumvörp.

Mikil valddreifing á milli hinna ýmsu stofnana ESB eykur líkur á réttlátri málsmeðferð.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 13:42

10 identicon

Það er kostulegt að fylgjast með hvernig Jón Valur reynir í löngu máli að breiða yfir þá staðreynd að skv reglu ESB um hlutfallslegan stöðugleika munu Íslendingar einir sitja að veiðum í 200 mílna landhelgi okkar.

Lögum og reglum þar að lútandi verður ekki breytt. Þetta fullyrðir Graham Avery einn af heiðursframkvæmdastjórum ESB. Sjá hér:

http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1120738/

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 18:02

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Reglan" um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða hvers lands í sinni lögsögu hefur einmitt verið til umræðu í Brussel m.t.t. þess að breyta henni eða kasta henni fyrir róða. "Reglan" er EKKI meðal grunnsáttmála Evrópusambandsins og er engan veginn varanleg og því engin trygging í henni fólgin.

Sjá hér: "Reglan" óstöðuga um hlutfallslegan stöðugleika.

Jón Valur Jensson, 22.5.2012 kl. 23:51

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

JAFNI AÐGANGURINN er hins vegar grunnreglan.

"Lagasetningarvald á sviði sjávarútvegs er fyrst og fremst hjá stofnunum ESB og aðildarríkin hafa framselt vald til stefnumótunar á sviði sjávarútvegs til sambandsins.244 Afleidd löggjöf á þessu sviði þarf aukinn meirihluta atkvæða í ráðherraráðinu til að hljóta samþykki, en Evrópuþingið hefur eingöngu ráðgefandi hlutverk á þessu sviði.245"

Ég var hér að vitna í opinberan texta: Tengsl Íslands og Evrópusambandsins, með undirtitlinum "Skýrsla Evrópunefndar um samstarfið á vettvangi EES og Schengen og um álitaefni varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu", forsætisráðuneytið, Rv. 2007, bls. 96 (allar feitletranir mínar, JVJ). Og áfram segir í textanum (og TAKIÐ VEL EFTIR FYRSTU SETNINGUNNI):

"Samkvæmt meginreglunni um jafnan aðgang hafa öll aðildarríki ESB ótvíræðan rétt fyrir fiskiskip sín til veiða á öllum miðum aðildarríkjanna innan 200 mílna markanna.246

Sá aðgangur er þó ekki ótakmarkaður því reglur sambandsins um ákvörðun hámarksafla og úthlutun aflaheimilda til aðildarríkjanna fela í sér „veigamikla takmörkun á meginreglunni um jafnan aðgang“ þar sem fiskiskipum er einungis heimilt að veiða á þeim svæðum og úr þeim stofnum sem aflaheimildirnar eru bundnar við.247"

NEÐANMÁLSGREINAR við tilvitnaða textann hér fyrir ofan, í sama riti:

244 Sbr. m.a. 5. gr., 6. gr. og 7. gr. reglugerðar ráðherraráðsins nr. 2371/2002.

245 Sbr. 2. mgr. 37. gr. Rómarsáttmálans. Hingað til hafa eingöngu verið settar reglugerðir á sviði sjávarútvegs, en ekki tilskipanir. Það er meginregla að stofnanir ESB hafa valdheimildir til að setja reglur á sviði sjávarútvegs. Í dómi gegn Bretlandi nr. 804/79 kom fram að þótt ráðið hefði ekki sett reglur á því sviði sem valdframsal aðildarríkjanna tekur til hefðu aðildarríkin ekki heimild til að setja reglur á viðkomandi sviði. Því var einnig slegið föstu að vald til þess að setja reglur um verndarráðstafanir á hafinu féllu að öllu leyti undir valdsvið stofnana ESB en ekki undir valdsvið aðildarríkjanna.

246 Sbr. 17. gr. reglugerðar ráðherraráðsins nr. 2371/2002."

(Leturbr. JVJ.)

Jón Valur Jensson, 23.5.2012 kl. 00:00

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í þessu mikilvæga plaggi: FISKVEIÐISTEFNA ESB OG KVÓTAHOPP (utanríkisráðuneytið, ágúst 2008), kom m.a. þetta fram (auðk. hér, jvj):

"Jafn aðgangur að hafsvæðum og auðlindum hafsins er meginregla í fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Meginreglan um jafnan aðgang (equal access) hefur gilt frá árinu 1970 þegar fyrsta reglugerð ESB um sjávarútvegsmál var samþykkt, [...] [Nmgr.1: Reglugerð 2141/70 um sameiginlega stefnu í uppbyggingu sjávarútvegsins, 5. gr.]

Eftir 1983 hefur meginreglan um jafnan aðgang sætt verulegum takmörkunum en það ár var heildarstefna í sjávarútvegsmálum lögfest með þremur reglugerðum ..." [Bls. 2, nánar þar, en þessar reglugerðir myndu ekki veita okkur neinn einkarétt hér, þær horfa aðeins til stofnverndunar og fiskveiðitakmarkana Esb. (innsk. JVJ)]

"Við aðild Íslands að ESB yrðu fjárfestingar annarra ESB borgara og fyrirtækja í íslenskum sjávarútvegi heimilar. Ekki mætti mismuna erlendum aðilum í óhag, enda ættu allir að sitja við sama borð." (Bls. 9.)

[... (sjá nánar hér).]

"Rétturinn til að búa, starfa og fjárfesta hvar sem er í Evrópusambandinu er grundvöllur samstarfs aðildarríkjanna og því gefst lítið svigrúm til að banna einstaklingum og fyrirtækjum að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum annarra aðildarríkja." (Bls. 7.)

Um allt þetta má lesa mun nákvæmar og í fleiri atriðum í nefndri samantekt, sem er nú ekki nema tæplega 8 bls. texti + efnisyfirlit + heimildaskrá. Ég tel þó ekki nógu varlega ályktað þar sums staðar um áhættuna af því að Ísland láti sogast í Evrópusambandið.

Jón Valur Jensson, 23.5.2012 kl. 00:08

14 identicon

Jón Valur reynir að flækja málið með málalengingum og með því að taka lagagreinar úr samhengi.

Það er hins vegar ljóst að ESB gerir aldrei neinar lagabreytingar sem ganga í berhögg við mikilvæga hagsmuni einstakra þjóða nema með samþykki þeirra. Ef ESB tæki upp slík vinnubrögð myndi það fljótlega líða undir lok.

Og jafnvel þó að það gerðist, sem engar líkur eru á, myndi Evrópudómstóllinn stoppa slíkt gerræði.

Bretar voru ósáttir við að Spánverjar keyptu bresk útgerðarfyrirtæki og sigldu með aflann til Spánar. Þeir leituðu á náðir Evrópudómstólsins sem úrskurðaði að Bretar gætu sett skilyrði um efnahagsleg tengsl kaupendanna við Bretland.

"Í fréttinni segir orðrétt: "Það eru engar líkur á að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika verði breytt. Þetta segir háttsettur embættismaður hjá framkvæmdastjórn ESB sem fer með fiskveiðimál. Þessi regla felur í sér að kvóta innan 200 mílna lögsögu tiltekins lands er skipt eftir sögulegri veiðireynslu og efnahagslegu mikilvægi fiskveiða fyrir viðkomandi land."

Og síðar segir: "Háttsettur embættismaður sem fer með fiskveiðimál innan framkvæmdastjórnar ESB sem Morgunblaðið hitti í Brussel segir hins vegar engar líkur á að reglunni verði breytt.""

Margir spyrja: Hvað verður því til fyrirstöðu að þegnar annarra ESB-ríkja kaupi íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og þar með kvóta í íslenskri lögsögu og sigli svo burt með aflann til síns heima? Því er til að svara að þetta hefur gerst innan ESB og valdið miklum óróa. Frægt er að Spánverjar keyptu veiðiheimildir í Bretlandi og sigldu svo með fiskinn heim. Þetta var og er kallað kvótahopp.

Deilur sem af þessu spruttu komu til kasta Evrópudómstólsins. Niðurstaða hans varð sú að ekki væri hægt að banna að útlendingar keyptu skip og veiðiheimildir í öðrum aðildarríkjum en hins vegar mætti krefja viðkomandi útgerð um sannanir fyrir því að hún hefði raunveruleg efnahagsleg tengsl við landið eða landsvæðið sem kvótinn tilheyrði.

http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1120738/

Ekki trúi ég að Jón Valur vilji væna Morgunblaðið um lygar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 00:46

15 identicon

Hér er hlekkurinn sem átti að fylgja með síðustu athugasemd minni. Hér er sannleikurinn leiddur í ljós um mikilvægustu málin varðandi ESB-aðild íslands.

http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1065818/

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 00:56

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er alls ekki rétt hjá þér, Ásmundur, það eru margar ákvarðanir teknar sem ganga gegn hagsmunum einstakra ríkja þarna, ekki sízt upp á síðkastið, enda getur aldrei farið hjá því í samkrulli margra þjóða með ólíka hagsmuni, eða heldurðu að það sé einhver engla-útópía þetta Evrópusamband þitt? Jafnvel Bretarnir urðu að bíta í það súra epli, að Esb-dómstóllinn dæmdi lög þeirra til að hafa einkarétt í landhelgi sinni ÓGILD, og Spánverjarnir fengu þar greiðan aðgang.

Og þessir síðastnefndu, hagvanir í Evrópusambandinu, vissu alveg hvers þeir máttu vænta á Íslandsmiðum við umsókn Össurargengisins, og eftir því voru viðbrögð þeirra, staðfest m.a. í Rúv-viðtölum Kristins R. Ólasonar í Madríd við ráðamenn þar:

Ráðherra Spánverja í ESB-málum kallar fiskimið Íslands "fjársjóð" og ætlar Spánverjum að tryggja sér fiskveiðiréttindi hér í aðildarviðræðunum (29. júlí 2009).

Spænskur ráðherra Evrópumála staðfestir ásækni Spánverja í íslenzk fiskimið; segir Spánverja "himinlifandi" (30. júlí 2009).

Sjávarmálastjóri Spánar: auðlindir "evrópusambandsvæddar" þegar ríki gengur í ESB (5. september 2009).

Sbr. einnig: Stein [aðalhagfræðingur Lombard Street-rannsóknarsetursins]: Algjört brjálæði fyrir Ísland að ganga í ESB (30. ág. 2007; þar koma spænskir sjómenn við sögu).

Og þetta: Einar K. Guðfinnsson með GÓÐA GREIN: Þessi forréttindi ætlum við að verja (7.8. 2007).

Jón Valur Jensson, 23.5.2012 kl. 01:08

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég mótmæli ennfremur þeirri grófu, órökstuddu fullyrðingu Ásmundar hins föðurlausa, að ég hafi tekið lagagreinar Esb. úr samhengi. Texta minn hér kl. 0:08 er að mestu að finna í mun ýtarlegri mynd hér, og þar sést betur samhengi upplýsinganna þar úr ívitnuðum ritum um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins.

Jón Valur Jensson, 23.5.2012 kl. 01:29

18 identicon

Auðvitað ásælast spánskir sjómenn Íslandsmið og gera sér vonir um að hægt verði að semja um veiðar þar. Það verður hins vegar ekki hægt nema með samþykki Íslendinga í samræmi við lög og reglur ESB.

Það kemur fram í texta sem Jón Valur vísar í að rök Spánverja eru að við verðum að láta eitthvað af hendi í staðinn fyrir það sem við fáum. Þá er bara að sjá hvað Spánverjar hafa að bjóða okkur og hvort við teljum það þess virði að veita þeim leyfi til að veiða í landhelgi Íslands. Ég segi nei.

Að ganga í ESB er að taka þátt í samstarfi margra þjóða á takmörkuðu sviði. Það þarf ekki að láta neitt af hendi fyrir það þó að Spánverjum finnist réttilega að í því felist mikill fengur fyrir okkur.

Í textanum segir einnig að Spánverjar muni vísa í veiðireynslu Spánverja ef hún er fyrir hendi. Hún er ekki fyrir hendi síðustu tæpa fjóra áratugi. Það sem gerðist fyrir þann tíma er auðvitað ekki talið með. "Ef hún er fyrir hendi" sýnir best hve léttvæg þessi skrif eru.

Að halda því fram að það nægi að fara í mál til að Spánverjar fái hér rétt er ótrúlegt bull yfirlýsts ESB andstæðings sem veit lítið um ESB og enn minna um Ísland enda með engin tengsl við hvorugt.

Það geta allir blaðrað alls konar vitleysu um það sem þeir hafa takmarkaða þekkingu á, sérstaklega þegar þeir hafa engu að tapa. Gabriel Stein er ekki meiri bógur en svo að Wikipedia þekkir hann ekki.

Auðvitað er meira mark takandi á heiðursframkvæmdastjóra ESB, háttsettum embættismanni þar, þingmanni ESB (Evu Joly) og fyrrum sjávarútvegsstjóra sambandsins (Joe Borg) svo að einhverjir séu nefndir.  

Útlendingar þekkja auk þess almennt ekki vandamál tengd krónunni. Né heldur vita þeir að örmyntir eru ónothæfar fyrir þjóðir með mikil utanríkisviðskipti nema gjaldeyrishöftum sé beitt með alvarlegum stórhættulegum afleiðingum.

Að sjálfsögðu gátu Bretar ekki sett sér sín eigin lög þvert á lög ESB. Spánverjar fengu veiðirétt í breskri landhelgi vegna þess að þeir höfðu veiðireynslu þar áður en þeir gengu í ESB.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband