Ætlar VG að samþykkja IPA styrkina?

Aðeins einn þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs tók þátt í umræðu á Alþingi um innleiðingu aðlögunarstyrkja ESB. Þau Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónasson voru fjarverandi og aðrir þingmenn VG eftirlétu Samfylkingunni og stjórnarandstöðunni sviðið. Jón Bjarnason einn stóð upp og mótmælti því að ESB peningum yrði með þessum spýtt inn í íslenskar stofnanir og stjórnsýslu. Þingmaðurinn benti ennfremur á að með samþykki IPA styrkina væri gengið út fyrir það umboð sem Alþingi hefði veitt með samþykkt sitt um aðildarumsókn í júlí 2009.

Nú er það hlálegt að Evrópa sem riðar til falls vegna sinna peningamála skuli hafa fé aflögu til aðlögunarstyrkja á Íslandi þar sem andstaða við aðild við ESB er almenn. Fémútur frá ESB til Íslands á þessu stigi málsins eru í hæsta máta óeðlilegar. Gömul speki segir að peningar smjúgi betur en vatn og nú stendur Ísland frammi fyrir því að starfsfólki opinberra stofnana og verkefna hefur þegar verið lofað háum fjárhæðum frá hinu gjaldþrota sæluríki. Það er vitaskuld á mörkum hins siðlega að Ísland sem hefur með sinni krónu langleiðina komist á lappirnar eftir kreppuna skuli taka við bónbjargarstyrkjum frá ríki sem er fjárhagslega í rústum.

Hinir svokölluðu IPA styrkjum er ætlaðir til að liðka fyrir aðild og breyta stofnanarekstri hér í samræmi við ESB reglur. Styrkjasamningarnir eru til nokkurra ára og það liggur ekkert fyrir hvaða skuldbindingar styrkirnir skapa ef að Ísland gengur ekki í ESB. Í reynd erum við að eyða peningum til verkefna sem mörg eru þarflaus og vitum ekki nema við verðum krafin um endurgreiðslu styrkjanna eða verðum sjálf að ljúka þeim verkefnum sem hér eru hafin með gjafafé frá Brussel.

Ekki þarf að taka fram að móttaka IPA styrkjanna gengur þvert á stefnu og loforð VG og hafa á kjörtímabilinu verið fordæmdir af flokksráðsfundum flokksins. Það er því lágmarkskrafa kjósenda að hér dragi þingflokkur VG mörk og hafni samþykkt þess að IPA styrkjunum verði hleypt inn í landið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Svo einfalt og svo augljóst!  Þeir þingmenn sem styðja IPA-styrki ESB upp á
5 milljarða, eru þar með YFIRLÝSTIR EINLÆGIR  ESB-aðildarsinnar.. Þess vegna verður SÉRSTAKLEGA spennandi að sjá hvaða þingmenn og ráðherrar Vinstri grænna SAMÞYKKJA HINA MEIRIHÁTTAR AÐLÖGUN ÍSLANDS
AÐ ESB og þar með aðild þess að því!   Því ENGINN SANNUR ESB-ANDSTÆÐINGUR STYÐUR IPA!  Er það ekki augljóst?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.5.2012 kl. 15:35

2 identicon

Þeim eru stólarnir kærari en allt annað.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 17:48

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Rétt Kristján.  Legg hér til að svokölluð Vinstrivakt gegn ESB verði lögð
niður. Því það var einmitt VINSTRIÐ sem sótti um aðild að ESB. IPA styrkirnir
yrðu einskonar vinstri-skrautfjörðurin yfir það...........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.5.2012 kl. 19:36

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vá hvað þú átt bágt Guðmundur.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2012 kl. 20:30

5 Smámynd: Benedikta E

Verði ipa styrkirnir samþykktir í þinginu væri það stjórnarskrár-brot -þau setja sig nú tæplega í þá stöðu eftir landsdómsúrskurðinn yfir Geir H. Haarde - dómurinn yfir Geir er fordæmisgefandi og gekk út á stjórnarskrár-brot.

Benedikta E, 19.5.2012 kl. 22:26

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Velti fyrir mér eftir alla gerðir þessarar stjórnar,hver og hversu mörg af þeim séu stjórnarskrárbrot.Ég stend mig iðulega að því að hugsa um Steingrím og Össur sem einræðisherra með gjörð um hausinn,bendandi þumli niður eða upp,eina stjórntækið sem þau nota,,,, svona ýkt. Ég þakka fyrir þau í V.G. sem sýna að þeim hugnast ekki allt það sem flokkur þeirra stendur fyrir,vonandi verða þau til þess að fella stjórnina. Því ég vil trúa því að,sterkasta aflið eigi þeir sameiginlegt,að elska,byggja og treysta á landið.

Helga Kristjánsdóttir, 19.5.2012 kl. 23:26

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það mátti gjarnan vera, sterkasta aflið sem VIÐ eigum sameiginlegt..........

Helga Kristjánsdóttir, 19.5.2012 kl. 23:29

8 identicon

Enn og aftur viðurkennir Jón Bjarnason fáfræði sína og vanrækslu í starfi.

Hann hefur greinilega algjörlega vanrækt að kynna sér hvað felst í aðildarumsókn eins og td þá staðreynd að þjóðir sem eru að sækja um ESB-aðild njóta IPA-styrkja. 

Hann virðist ekki vita það enn því að hann lætur eins og þetta sé eitthvað sem hafi verið laumað inn eftir að Alþingi samþykkti aðildarumsóknina. Svona er að vera skussi sem kynnir sér ekki mál áður en hann greiðir atkvæði um það á Alþingi.

IPA-styrkir fylgja ESB-aðildarumsóknum. Þeir eru óafturkræfir þó að ekki verði af aðild. Þess vegna eiga þeir ekkert skylt við mútur. Tilgangurinn er að auðvelda aðildarferlið svo að þjóðir hrökklist ekki frá vegna kostnaðar.

Þeir sem samþykktu umsókn en voru á móti IPA-styrkjum áttu því að hafa þann fyrirvara strax í upphafi.  

Ef það tekst að koma í veg fyrir að Ísland njóti þessara styrkja ættu sökudólgarnir að greiða kostnaðinn sjálfir. Annars lendir hann á saklausum íslenskum skattgreiðendum.

Við verðum að gera þessar dýru rannsóknir hvort sem við fáum til þess styrki eða ekki.

Mikið má Samfylkingin vera fegin að hafa hafnað Jóni Bjarnasyni í prófkjöri. Fyrir bragðið sitja Vinstri grænir uppi með hann og vita ekki sitt rjúkandi ráð. 

Það er nægt fé til í flestum ríkjum ESB þó að fjár sé vant í örfáum þeirra. ESB-þjóðir eru sjálfstæðar. Vandi einstakra ríkja hefur því ekkert með fé til IPA-styrkja að gera.

Ef við höfnum slíkum styrkjum rennur það fé ekki til bágstaddra ESB-ríkja.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 09:05

9 identicon

Hér stekkur til enn og aftur Ásmundur þessi Harðarson sérleg málpípa ESB trúboðsins á Íslandi.

Það er ekki orð að marka þennan mann, allur hans áróðurs boðskapur er til þess eins að dásama allt sem ESB gerir og aðhefst, alveg sama hvað !

Hver ætli borgi honum fyrir það að sitja hér um Vinstri vaktina og skrifa hér nánast í fullu starfi grein eftir grein, eins og forritaður ESB páfagaukur !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 09:21

10 identicon

Gunnlaugur á engin mótrök, bara skítkast.

Fróðlegt væri að vita um þá sérhagsmuni sem hann, sem hefur í mörg ár kosið að búa í evrulöndum, er að verja. Mann grunar að hann vilji njóta kosti ESB og evru en einnig geta hagnast á gengissveiflum krónunnar á kostnað íslensks almennings.

Örvæntingin er greinilega mikil, eins og sjá má, og flest ef ekki allt úr lausu lofti gripið.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 10:18

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ásmundur; IPA-fylgja aðildarumsókn,,,, Tilgangurinn er að auðvelda aðildarferlið,svo þjóðir hrökklist ekki frá vegna kostnaðar. Svaraðu þessari;var aðild-arferli=aðlögunar-ferli samþykkt? Ég fullyrði að svo var ekki. Tilgangurinn er að auðvelda ,,Evrópusambandinu aðildarferlið (í formi áróðurs og kaupum á mútuþægnum Íslendingum) svo þeir hreinu ættjarðrvinir,verði yfirkeyrðir og fámennir aðildarsinnar hrökklist ekki frá vegna peningaskorts til þess glæpsamlega athæfis. Hver fyllist ekki örvæntingu,þegar rónar lokka börnin manns inn í kjallaraholu sína,með fullar hendur af ,,nammi,,. Líkinginguna má vel styðjast við. Margur telur mig,sig,þig grunar einungis það sem á við ykkur aðildarsinna,að vilja njóta ehv.sem þu telur ESB. veita (Evru ,,ónýtrar,,) og hagnast á krónu. Kanntu annan.

Helga Kristjánsdóttir, 20.5.2012 kl. 11:23

12 Smámynd: Elle_

Hví ætti nokkur að nenna að koma með mótrök lengur ofan í allar blekkingar og yfirvöðslu 'Ásmundar' endalaust?  Tek undir hvert orð frá Gunnlaugi.  Þarna fer ekkert nema blekkingarpenni fyrir Brusselveldið sjálft.  Í 'örvæntingu' verða þeir víst að hafa forhertan penna til höfuðs Vinstrivaktinni.

Elle_, 20.5.2012 kl. 11:29

13 Smámynd: Elle_

Góð samlíking með rónann í kjallaranum, Helga.  Og svo ættum við kannski að mæta í Hagstofuna á langan fund við vissan mann og vita hvort blekkingarnar og 'skítkasið' ekki stoppa akkúrat á meðan.  Nema penninn verði akkúrat þá staddur við hina tölvuna í byggingum EC Commission.

Elle_, 20.5.2012 kl. 11:55

14 identicon

Helga, aðildarumsókn var samþykkt með meirihluta atkvæða á Alþingi. Umsóknin gengur fyrir sig með sama hætti og hjá öðrum þjóðum sem af er þessari öld og enn lengur.

Ef einhverjir hafa greitt atkvæði með aðildarumsókn án þess að vita hvað þeir voru að gera, geta þeir sjálfum sér um kennt að hafa vanrækt að kynna sér málið. Þeir hafa greinilega ekki verið að vinna vinnuna sína.

Það er verið að sækja um aðild og þess vegna er þetta auðvitað aðildarumsókn. Menn geta kallað þetta aðlögunarumsókn ef þeir endilega vilja en engum lögum verður þó breytt fyrr en umsóknin hefur verið samþykkt.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 11:55

15 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ásmundur. Ekki gleyma að geta þess í röksemdarfærslum þínum að breyting á stjórnarskrá er skilyrði frá ESB, vegna framsals á fullveldi.

Enda eru stjórnarliðar flestir með þetta forritaða blekkingarmál á heilanum, eins og það kom frá Brussel. Geta ekki einu sinni tekið rökræðu um málið í þinginu, og kalla það málþóf að voga sér á svo hættulega braut, að rökræða jafn mikilvægt mál.

Það er ekki skrýtið þótt stjórnin sé óvinsæl, og það er Hreyfingin á góðri leið með líka að verða.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.5.2012 kl. 12:22

16 identicon

Það er alltaf sami helvítis hrokinn í honum Ásmundi:

"

Ef einhverjir hafa greitt atkvæði með aðildarumsókn án þess að vita hvað þeir voru að gera, geta þeir sjálfum sér um kennt að hafa vanrækt að kynna sér málið. Þeir hafa greinilega ekki verið að vinna vinnuna sína.

Það er verið að sækja um aðild og þess vegna er þetta auðvitað aðildarumsókn. Menn geta kallað þetta aðlögunarumsókn ef þeir endilega vilja en engum lögum verður þó breytt fyrr en umsóknin hefur verið samþykkt."

Þetta þýðir: Hey, þið föttuðuð ekki að við vorum að ljúga að ykkur. Það er bara ykkur að kenna. Þið áttuð að vita betur en að láta okkur ljúga að ykkur.

Að láta síðan eins og það sé engin aðlögun í gangi er kristöllun á innilegri og djúpri heimsku.

ESB segir aðlögun, Samspillingin segir neinei, það er bara bull.

Þú Ásmundur, heimskasta rolla og heilaþveginn páfagaukur sem nokkru sinni hefur tjáð sig á íslensku, getur ekki annað en haldið áfram með þína þráhyggju.

Það er alveg ótrúlegt að horfa upp á svona hrokabyttu eins og þig, reynandi að halda uppi einhverju áróðri fyrir ESB, þótt þú og þið hafið verið gripin trekk í trekk í trekk við hreinar lygar.

Það sem þú klikkar á, Ásmundur, er í fyrsta lagi að telja sjálfan þig nógu vitran til að yfirleitt taka þátt í rökræðum fullorðins fólks...   og í öðru lagi að halda að allir aðrir séu jafn heimskir og þú, og gleypi jafn ofurauðveldlega við áróðrinum.

Þú ert hlæileg manneskja, Ásmundur. Sorglegur meira en hlæilegur, og já Ásmundur, þú þarft örugglega að leita þér hjálpar þegar þjóðin treður þessari dellu ofan í kokið á þér... 

..en mundu að þegar þitt líf missir tilgang, að það er alveg fullt af fólki, þ.á.m. ég, sem eiga heita ósk að þú farir af landinu okkar, og ef þú ákveður að taka eigið líf þá er það líka allt í lagi. Farið hefur fé betra.

palli (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband