ESB er ekki Evrópa, langt í frá
15.5.2012 | 12:22
Óvíst er með öllu að áköf viðleitni til að smala þjóðum Evrópu saman undir eina stjórn sem lúti forystu Þjóðverja með aðstoð Frakka skili tilætluðum árangri. Óánægjan með sívaxandi miðstýringu ESB fer ört vaxandi. Hrun ESB er raunhæfur möguleiki, sagði forseti þings ESB nýlega.
Svonefnd Evrópustofa eyddi tugum milljóna króna um seinustu helgi til að auglýsa ESB í kringum hátíðisdag sem ranglega var nefndur Evrópudagur. ESB er stærsta áróðursstofnun heims og eyðir árlega meira fé til að auglýsa sig en jafnvel Coca-Cola sem lengi átti auglýsingametið. Eins og kunnugt er hefur ESB eignað sér orðið Evrópa og kennir allar stofnanir sínar við álfuna, þótt einungis um helmingur ríkja sem tilheyra Evrópu alfarið eða að hluta séu í ESB.
Aftur á móti eru öll ríki Evrópu í Evrópuráðinu (Council of Europe), þ.á.m. Ísland. Ráðið hefur aðsetur í Strassborg og heldur þar þing sín. Lengi vel fékk ESB lánaða þinghöll Evrópuráðsins til fundahalda þegar ESB-þingið fundaði í Strassborg. ESB fékk einnig lánaðan fánann hjá Evrópuráðinu og hefur auglýst hann svo rækilega sem sinn fána að nú halda flestir að blái fáninn með stjörnunum sé einkafáni ESB. En það er rangt. Þetta var upphaflega og er enn fáni Evrópuráðsins. Sú stofnun er með öllu ótengd ESB. Evrópuráðið er samvinnuvettvangur Evrópuríkja og hefur unnið gott starf á ýmsum sviðum, m.a. í menningar- og mannréttindamálum. Bæði sáttmálinn og dómstóllinn um mannréttinda eru afkvæmi Evrópuráðsins.
Meginhlutverk ESB er hins vegar að ná undir sig fullveldisrétti sem flestra ríkja álfunnar í þeim gagngera tilgangi að úr verði eitt risavaxið ríki sem jafnist á við Bandaríkin og Kína að völdum og áhrifum. Fram að þessu hefur ESB stækkað hratt og öðlast æ meiri völd. Nú er þó eins og komið sé að tímamótum. Alþýða manna í aðildarríkjum ESB er smám saman að vakna upp af vondum draumi og átta sig á hvernig komið er. Andstaða og mótþrói gegn sívaxandi valdasamþjöppun í ESB er miklu almennari en nokkru sinni fyrr og fólk er að átta sig á því að miðstýringarstefnan er á kostnað lýðræðis og fullveldisréttinda.
Forseti þings ESB viðurkenndi nýlega: í fyrsta skipti í sögu ESB er hrun sambandsins raunhæfur möguleiki. Það var á fundi í Brussel með framkvæmdastjórn ESB 24. apríl s.l. að Martin Schulz, forseti þingsins, lét þessi orð falla. Hann sagði ástæðuna fyrir því að svona væri komið fyrir ESB vera þá að forystumenn ríkja þess heimtuðu að fá að taka sífellt fleiri ákvarðanir sjálfir. Hann var sem sagt að kvarta yfir því fyrir hönd ráðamanna í ESB að aðildarþjóðirnar hefðu vaxandi tilhneigingu til að reyna að endurheimta þau fullveldisréttindi sem ríkin hafa framselt til ESB. Með öðrum orðum: þingforsetanum blöskrar að þurfa að horfa upp á aðildarþjóðirnar hristi hlekkina sem þær eru fastar í og heimti frelsi sitt á ný.
Í dag hittir Hollande, nýkjörinn forseti Frakklands, kanslara Þýskalands til þess að krefjast þess fyrir hönd franskra kjósenda að nýgerður sáttmáli ESB um enn frekara valdaframsal aðildarríkjanna verði tekinn til endurskoðunar. Í Grikklandi er hver höndin uppi á móti annarri eftir að grískir kjósendur gerðu vinstriflokkinn Syriza að næststærsta flokki landsins en sá flokkur hafnar alfarið niðurskurðarkröfum ESB og þeim samningum sem fyrri stjórn gerði við ESB. Skoðanakannanir sýna um þessar mundir að grískir kjósendur hyggjast gera Syriza að stærsta flokki landsins ef ákveðið yrði að efna til nýrra kosninga í júní.
Æ fleiri nafnkunnir hagfræðingar benda á að tilkoma evrunnar, sem að sjálfsögðu er mikilvægur þáttur í stefnu ESB til aukinnar valdasamþjöppunar, sé um leið einn helsti orsakavaldur að þeim efnahagslega glundroða sem ríkir víða á jaðarsvæðum evrunnar. Þannig er sem sagt ástandið í evrulandinu, óskalandinu sem Össur og Jóhanna streitast nú við að draga Ísland inn í. Á það var þó ekkert minnst í hátíðardagskrá Evrópustofu um liðna helgi. - RA
Merkel og Hollande takast á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta með að ESB stjórnsýsluapparatið skuli í áróðursskyni taka sér nafn allrar heimsálfunnar Evrópu og reyna að upphefja þannig sjálfan sig sem einhvern samnefnara allrar Evrópu lýsir þessari undarlegu athyglis- og sýndarmennsku þörf þessa vorkunn sama og deyjandi stjórnssýsluapparats.
Alveg af sömu rót eru aðrar hégómlegar uppákomur þeirra svo sem að vera nú komið með sérstakan Evrópu þjóðsöng og sérstakan Evrópudag og hér var ESB stofan með sérstaka Evrópuviku í tilefni þessa helgidags þeirra þar sem glansmyndaráróðurinn var keyrður alveg í botn og ekkert til sparað.
Sama á við um öll skurðgoðatáknin þeirra sem hampað er mjög til dæmis með "sameingartákninu þeirra Evrunni" sem gerð eru úr rándýrum eðalmálmum og standa himin há fyrir utan helstu skrautbyggingar og hallir þessa bandlags í Brussel og Strassburg.
Hvurslags skurðgoðadýrkun er þetta eiginlega. Hvar hefur þetta eiginlega sést áður í mannkynssögunni að látið væri með einskis verð tákn og myndir af peningum.
Man einhver eftir svona áróðurs glingri, hégóma og öðru eins húmbúkki síðan á tímum Sovét kommúnismans og allt aftur til daga Þriðja Ríkisns.
Því betur sem ég kynnist stjórnsýslu athöfnum og uppskrúfuðum glansmyndum ESB Ráðstjórnarinnar því meiri óbeit fæ ég á þessu húmbúkki og því vænna þykir mér um föðurland mitt !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 16:42
Alræðissambandið er ekki mikið yfir 42% af álfunni Evrópu. Alræðisflokkur Íslands er nú líka bara um 19% af ísl. stjórnmálaflokkum og ræður öllu. Kannski fram í apríl. Já, þessi valdtaka er löngu farin að minna hrollvekjandi á Sovétið og 3. ríki Stór-Þýskalands.
Elle_, 15.5.2012 kl. 18:44
Vel mælt Elle E
Björn Emilsson, 16.5.2012 kl. 01:52
Af Evrópuvaktinni:
Á vef fréttastofunnar Agence Europe kemur fram að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafi hitt Štefan Füle, stækkunarstjóra ESB, mánudaginn 14. maí í Brussel. Þeir hafi rætt framvindu viðræðna fulltrúa Íslands og ESB. „Viðræðurnar munu nú snerta erfiðustu kaflana eins og landbúnað, sjávarútveg og gjaldeyrishöft,“ segir í tilkynningu stækkunarstjórans. Þá kemur fram að Füle sé væntanlegur til Íslands fimmtudaginn 24. maí og fari héðan föstudaginn 25. maí.
tUtanríkisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu um fundi Össurar í Brussel 14. maí en lét þess ógetið að hann hefði hitt Füle. Ráðuneytið sagði að ráðherrann hefði setið fund sameiginlegu EES-nefndarinnar og ræt þar um makríl og álit lagaprófessora um að innleiðing tilskipana ESB um sameiginlegar stofnanir til eftirlits með bönkum og fjármálastofnunum bryti gegn íslensku stjórnarskránni og gæta yrði þess við innleiðingu þeirra að stjórnarskráin væri virt. Hér á landi hafði ráðherrann sagt að annaðhvort yrði að breyta stjórnarskránni eða slíta EES-samstarfinu vegna þessara tilskipana.
Ég spyr: Er þessum manni sætt lengur? Hann lýgur og hótar og hefur uppi hræðsluáróður sem enginn fótur er fyrir.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.5.2012 kl. 12:14
Hann hefur oft blekkt og logið um mál sem koma öllum við. Hann hefur falið skjöl og skýrslur um ICESAVE og falið fyrir alþingi og þjóðinni hvað hann sé að gera við að koma okkur undir Brusselvaldið.
Elle_, 16.5.2012 kl. 12:38
Og takk, Björn Emilsson. Var fyrst að fatta núna - - -
Elle_, 16.5.2012 kl. 22:47
Fyrr má nú vera örvæntingin hjá Elle og Birni Emilssyni. Eða eru þau bara athyglissjúkir fáráðlingar?
Að líkja ESB við Sovét og Þýskaland Hitlers er eins fáránlegt og hugsast getur. ESB er ekki ríki heldur samband lýðræðisríkja um samstarf á ákveðnu sviði. Þetta eru mestu lýðræðisríki heims þar sem mannréttindi eru í heiðri höfð.
Í Sovét og Þýskalandi Hitlers var harðstjórn og einræði. Þar voru milljónir teknar af lífi fyrir engar sakir. Er hægt að hugsa sér meiri örvæntingu eða fáráðlingshátt en að leggja þetta tvennt að jöfnu?
Ef Björn og Elle eru ekki fáráðlingar þá hljóta þau að vera að verja eigin sérhagsmuni á kostnað almennings enda eru kostirnir við aðild yfirgnæfandi fyrir allan þorra fólks.
Ásmundur (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 00:25
Nei, ég skal fræða þig á ef þú skyldir ekki vita það að þú getur verið FÁRÁÐLINGUR SJÁLFUR. Og fullur af ÖRVÆNTINGU.
Elle_, 17.5.2012 kl. 00:39
Skrif Ásmundar eru þess eðlis að ekki er orðum að þeim eyðandi. Orðbragð hans fer síversnandi og honum ekki til framdráttar.
Björn Emilsson, 17.5.2012 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.