Tungutak þjóðfrelsis-umræðunnar

Öðru hvoru heyrast þau sjónarmið að okkur vinstri mönnum sé ekki sæmandi að vera þjóðhollir. Gripið er til hugtaka eins og þjóðremba og þjóðernisöfgar til þess að koma því skýrt á framfæri að hér sé um afar vondan þankagang að ræða sem ekkert eigi skylt við vinstri stefnu. En hér er mjög hallað réttu máli.

Þjóðfrelsishugsun nútíma vinstri manna á sér langa sögu og það er svo sannarlega ekki saga hægri stefnu. Upphaf hennar má rekja til frönsku byltingarinnar þar sem alþýðan gerði kröfu til þess að fá að stjórna eigin málum óháð óþjóðlegu og alþjóðlegu valdi yfirstéttarinnar, aðals og kirkju. Þjóðhyggja frönsku byltingarinnar varð grundvöllur að nútíma lýðræði sem hefur alla tíð síðan átt í baráttu við yfirþjóðlega og andlýðræðislega heimsvaldastefnu.

Það hafa vissulega komið allavega kenningar fram. Þannig voru marxistar 19. aldar margir hverjir uppteknir af því að sósíalisminn væri án landamæra en sú stefna hvarf að miklu leyti í seinni heimsstyrjöldinni. Það má auðvitað halda benda á að hún hafi lifað að einhverju leyti með trotskíista en jafnvel þar hefur mátt greina skýran greinarmun á vinstri sinnaðri alþjóðahyggju annarsvegar og afstöðu til heimsvelda hins vegar.

Í vinstri hreyfingunni hefur þó lengstum lifað hægri kratismi sem hefur tekið gamla landamæralausa sósíalismann í arf. Við sáum merki þess við lýðveldisstofnunina 1944 þegar það voru einmitt Alþýðuflokksmenn sem höfnuðu tafarlausum aðskilnaði. Í dag eru hörðustu talsmenn markaðshyggju alþjóðavæðingarinnar og heimskapítalismans flokkar sem kenna sig við sósíaldemókratisma. Hvort sú hugsun eigi heima vinstra megin landakorti stjórnmálanna er mikið vafamál.

En stóra hreyfiafl vinstri manna á 20. öld voru þjóðfrelsishreyfingarnar sem brutu upp nýlenduveldin um heim allan og börðust gegn heimsvaldastefnu stríðsaðila í þremur styrjöldum, fyrri heimsstyrjöldinni, seinni heimsstyrjöldinni og síðast en síst í kalda stríðinu þar sem bæði Sovétríkin og Bandaríkin æddu um álfur með heri sína. Hér á landi var baráttan gegn erlendri hersetu og baráttan fyrir þjóðfrelsi undir forystu vinstri manna. Hluti af þeim undirlægjuhætti sem nú birtist í ESB umræðunni er bein afleiðing og framhald af hermangsstefnu hægri flokkanna á Íslandi. Sjá nánar hér.

Þjóðríkin eru grundvöllur nútíma lýðræðis og partur af þeirri lýðræðishugsun er fjölmenningarsamfélagið. Við skulum ekki láta telja okkur trú um að fjölmenningarsamfélag og umburðarlyndi gagnvart ólíkum menningarheimum sé andstæða við þjóðfrelsi. Við höfum þvert á móti séð stór yfirþjóðleg heimsveldi eins og Sovétríkin sálugu, Bandaríkin, Kína og ESB vinna gegn hverskyns fjölbreytni í menningu. Meðferð Tíbeta í Kína, svartra í Bandaríkjunum, þjóðarbrota í Sovétríkjunum og rómana fólks (sígauna) í ESB eru allt dæmi um þessa óskemmtilegu birtingarmynd. Annað einkenni heimsveldanna er að þar verða fjarlægðir og stærð valdsins meiri en svo að nútíma lýðræði eigi þar vaxtarmöguleika.

Í þeirri hugsun að hver þjóð og hvert land eigi að fara með sín mál felst vitaskuld viðurkenning á því að þjóðir eigi ekki að drottna hver yfir annarri. Alger andstæða þessa er þjóðremban og kynþáttahyggjan sem byggja beinlínis á þeirri ofbeldishugsun að hin útvalda þjóð sem þjóðrembufólkið tilheyrir megi fara með yfirgangi og jafnvel yfirráðum yfir aðrar „óæðri" þjóðir. Slík hugsun er miklu skyldari heimsvaldastefnu hinna yfirþjóðlegu en vinstri sinnaðri hugsun þjóðfrelsisins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er langur formáli að þeirri einföldu niðurstöðu að enginn munur sé á hægri öfgaþjóðrembngum og vinstri öfgaþjóðrembingum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.4.2012 kl. 17:32

2 identicon

Vinstrivaktin rígheldur í gömul úrelt gildi og reynir ekki einu sinni að aðlaga þau gjörbreyttum aðstæðum. Hún ruglar saman heimsvaldastefnu fyrri alda við samvinnu þjóða til að bæta kjör sín og tryggja frið. Þannig er málum snúið á hvolf. 

Dæmi um slík öfugmæli er meðferð á sígaunum sem Vinstrivaktin telur að hafi orðið fyrir barðinu á ESB. Sannleikurinn er sá að Frakkar sem þjóð vildu reka þá úr landi en ESB skarst í leikinn til að koma í veg fyrir það.

Ef menn vilja halda áfram með hugtökin vinstri og hægri pólitík er rangt að halda sig við yfirborðið eins og Vinstrivaktin gerir með því að ríghalda í gömul gildi sem hafa allt önnur áhrif í dag en áður.

Innihald vinstri stefnu eru aukinn jöfnuður og bætt kjör almennings. ESB-aðild og upptaka evru hefur einmitt þau áhrif. Vextir lækka. Almenn velmegun eykst með stöðugleika og betri samkeppnishæfni.

Að halda í krónu utan ESB hefur hins vegar innihald hægri stefnu. Sveiflur á gengi krónunnar er tækifæri fyrir þá sem eru í aðstöðu til að mata krókinn á kostnað almennings.

Margir hafa orðið milljarðamæringar á því að notfæra sér gengissveiflur krónunnar. Þessa sjást merki í dag eftir hrunið. Þrátt fyrir lægð í fasteignaviðskiptum er eftirspurn eftir dýrum einbýlishúsum miklu meiri en framboð. Og mest seldi bíllinn er lúxusjeppi af gerðinni Toyota Landcruiser.

Þannig virðist innihald vinstri stefnu Vinstrivaktarinnar vera horfið að mestu ef ekki öllu leyti. Hægri gildi hafa tekið við. Hægri gildi eru þó ekki í sjálfu sér markmið Vinstrivaktarinnar heldur aðeins fylgifiskur þeirrar afturhaldsstefnu og þjóðrembu sem Vinstrivaktin virðist aðhyllast.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 07:28

3 Smámynd: Elle_

Heimsvaldastefna er of ólík samvinnu til að viti borin manneskja geti ruglað þessu saman.  Vinstrivaktin er ekki að rugla þessu saman.  Þið 2 hinsvegar skiljið ekki muninn og muninn á frelsi/fullveldi þjóða og ykkar heittelskuðu orðum eins og´öfgaþjóðrembingi´.

Elle_, 30.4.2012 kl. 12:29

4 identicon

Rétt hjá þér, Elle, samvinna ríkja er mjög ólík heimsvaldastefnu, nánast andstaða hennar.

Þess vegna á ESB ekkert skylt við heimsvaldastefnu. ESB þjóðirnar eru allar fullvalda þjóðir. EES-þjóðirnar hafa hins vegar gefið eftir hluta af sínu fullveldi til ESB. EES-þjóðir taka við tilskipunum frá ESB án þess að geta haft nein áhrif á þær.

Þess vegna endurheimtum við það fullveldi sem við misstum með EES-samningnum þegar við göngum í ESB.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 13:40

5 identicon

Jájá, byrjar aftur þessi della

"..endurheimtum fullveldið" ..út af því að einhver norsk nefnd komst að þeirri niðurstöðu, með Eirík Bergmann erki ESBbjána innanborðs.

Ef þessi norska nefnd þín hefur svona rétt fyrir sér, af hverju eru Norðmenn ekki að berjast fyrir að komast inn í ESB hið allra bráðasta.

Ég held að þessi trúarofstækisáróður hafi bara aldrei lagst niður á jafn lágt og súperheimskt plan.

Það sér hvert mannsbarn í gegnum þetta kjaftæði.

Þú ert bara of fokking heimskur til að átta þig á því hvað þú skýtur þig jafn illilega í fótinn með þessu ummælum.

endurheimta fullveldið!!  Hahaha...  þvílíkt og annað eins fábjánabarn hefur aldrei tjáð sig á íslensku áður, og líklega mun enginn ná aftur niður á þitt vitsmunastig aftur. Þú ert íslandsmet í hálfvitaskap.

Endilega haltu þessu áfram. Segðu við sjálfan þig að fólk taki þig trúarlegan. Endurtaktu möntrurnar þínar nógu oft og reyndu að sjá sjálfan þig með einhvern tilgang með þessari tilvist þinni.

Hahaha..

Þvílíkur og annar eins fæðingargalli í einni manneskju. Þú hlýtur að hafa átt að fara í lakið.

palli (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband