Framsókn nýtur góðs af sjálfseyðingarhvötum VG

Ljóst er að framsóknarmenn hyggjast sækja fylgi til þess mikla meiri hluta þjóðarinnar sem hafnar aðild að ESB og gera sér þar með annars vonir um að sópa til sín drjúgu fylgi frá VG sem áður var talinn flokka harðastur í andstöðu við aðild.

Fáum dylst að fylgispekt VG við ESB-stefnu Samfylkingarinnar er jafnt og þétt að tæta fylgið utan af VG. Margt bendir til þess að framsókn sé sá flokkurinn sem helst njóti góðs af sjálfseyðingarstefnunni sem ríkjum ræður hjá VG - að minnsta kosti enn. Sagt var í gær á mbl.is frá ræðu Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í umræðum um utanríkismál:

„Framsóknarflokkurinn er sá flokkur í dag sem mun harðast berjast gegn aðild að Evrópusambandinu.“ Sagði Höskuldur stefnu flokksins andsnúna því að sækja um aðild að ESB og að sú stefna hefði ítrekað verið staðfest. 

„Það er í raun sorglegt að hugsa til þess að það hafi tekist að selja umsóknina og umsóknarferlið sem einhvers konar lottóvinning. Að kíkja í pakkann, sjáum hvað við fáum. Eins og að upp úr hattinum verði dregin einhvers konar töfrakanína sem leysi allan vanda Íslands,“ sagði Höskuldur.

„Það er sagt að Evrópuviðræðurnar séu vel á veg komnar. Ég held að það sé rangt vegna þess að það á eftir að semja um langstærstu málin,“ sagði Höskuldur og nefndi fyrst og fremst sjávarútveginn í því sambandi. „Ég get sagt það bara mjög skýrt að ég vil ekki semja um sjávarútveg Íslendinga. Ég vil ekki að aðrar þjóðir hafi heimild til að veiða hér fiskinn í sjónum og ég tel enga hagsmuni geta komið í staðinn fyrir þessa mikilvægu auðlind landsins.“

„Ég hef aldrei áður haft eins sterka skoðun á því að Íslendingar eigi að halda í íslensku krónuna,“ sagði hann og vísaði á bug fullyrðingum um að Íslendingar gætu ekki haldið úti eigin gjaldmiðli vegna agaleysis. Svíar hefðu til að mynda búið við sama ástand fyrir tveimur áratugum en í dag væri engin umræða um það þar í landi að taka ætti upp evru í stað sænsku krónunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eru til margskonar sjálfseyðingarhvatir?

Jón Steinar Ragnarsson, 27.4.2012 kl. 11:04

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eru það kannski einhverjir óskilgreindir sjálfseyðingarhvatar sem VG deilir út?

Afsakið aðfinnslurnar en er ekki ráð að skrifa betra mál ef menn ætlast til að þeir séu teknir alvarlega?  

Mér er það í mun að þið séuð teknir alvarlega en undanfarið hef ég þurft að fara í lopapeysu til að ná úr mér aulahrollinum eftir lestur á vinstrivaktinni.

Með fullri virðingu annars.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.4.2012 kl. 11:09

3 identicon

Nú þarf Framsóknarflokkurinn bara að losa sig við samspillingar trójuhestana og hafa í frammi harðan boðskap um það hvernig hann ætlar að haga málum í framtíðinni sérstaklega á þeim nótum sem Höskuldur er að koma fram með þá skorar hann stórt í næstu kosningum.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 11:42

4 identicon

Skiptir litlu máli þó fylgið færist á milli systurflokkanna. Afturhaldssemin er þeirra aðalsmerki.

Sverrir Hjaltason (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 11:59

5 identicon

Lýðskrumið blómstrar nú sem aldrei fyrr.

Framsókn hagar seglum eftir vindi og þverbrýtur sín kosningaloforð. Og Vinstrivaktin harmar að Vinstri grænir fylgi ekki fordæminu með því svíkja stjórnarsáttmálann. Hún virðist jafnvel trúa því að ríkisstjórnin lifi það af.

Eða er það kannski Vinstrivaktinni sérstakt kappsmál að Sjálfstæðisflokkurinn taki við stjórnartaumnum?

Annars er viðbúið að Samfylking og Björt framtíð geti myndað meirihluta, hugsanlega með Samstöðu, eftir næstu kosningar. Þjóðin lætur nefnilega ekki bjóða sér að fá ekki að kjósa um aðild. Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vg munu því bíða afhroð.

Það er sjálfseyðileggingarhvöt sem ræður för þegar menn virða ekki gerða samninga eða svíkja kosningaloforð. Vinstri grænir hafa ekki svikið nein kosningaloforð enda eru þeir enn á móti ESB.

Það er allt annað mál að snúast ekki gegn þeim sjálfsagða lýðræðislega rétti þjóðarinnar að fá að kjósa um aðild. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 14:21

6 identicon

Jón Steinar, það er ekkert upp á Vinstrivaktina að klaga varðandi málfar, öðru nær. Öðru máli gegnir um málstaðinn að mínu mati.

Ég tel þetta vera mikinn hroka af þinni hálfu enda hefurðu gerst sekur um að "leiðrétta" það sem rétt er.

Það er rétt að segja "Utanríkisþjónusta ESB hyglar..."  eins og ég hef sýnt fram á í athugasemd við aðra færslu.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 14:41

7 identicon

Hahaha...  Litla hirðfíflið okkar vonast til að Samspillingin verði áfram í stjórn!!

Þvílík og önnur eins veruleikafirring. Djöfull anskoti ertu stjörnuruglaður í hausnum.

Þjóðin veit að það þarf engan aðlögunarsamning til að átta sig á því hvað er í boði. Þjóðin sér í gegnum þennan lygaáróður sem þú hefur gleypt hráan, enda hefurðu aldrei haft vitsmundi né þroska til að hugsa eina sjálfstæða hugsun.

Er það sem sagt bara lýðræðislegur réttur að kjósa um þennan samning, en ef þjóðin vill ekki einu sinni kjósa um aðlögunina, þá er það ekki lýðræði. Blessaður taktu þessa þvælu og troddu henni ofan í eigin kok þar til þú kafnar... en nei bíddu, það er nákvæmlega það sem mun gerast í næstu kosningum. Þjóðin mun sjá um það, fyrir utan lítinn og síminnkandi öfgratrúarhópinn sem þú tilheyrir.

Djöfull andskoti ertu fokking vangefinn einstaklingur.

Það sést auðvitað best á þessari þráhyggju þinni að básúna þinni geðbilun á þessari vefsíðu, þótt það þjóni nákvæmlega engum tilgangi.

Hversu oft, og af hvað mörgum, hefur þér verið sagt að hypja þig með þínar lygar og kjaftæði??

Til hvers ertu að þessu? Hver er tilgangurinn?

Þín geðsýki sést best á þinni þráhyggju.

Endilega haltu þessu áfram, fábjánabarn. Þú grefur þína eigin gröf. Þú ert ekki með vitsmuni til að einu sinni átta þig á því hversu oft og illa þú skýtur þig í fótinn með þessum trúarofstækis hrokabyttuáróðri.

Þú ert bara svvoooo heimskur að það eitt og sér er hálfgert met.

Hvað gerðist eiginlega fyrir þig? Hversu oft missti mamma þín þig á gólfið?

palli (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 16:24

8 Smámynd: Elle_

Ji, hvað það er orðin ofnotuð og úldin blekking og villa þegar Jóhönnuvinnumenn koma í 1000. sinn og tala um ´lýðræðislegt´ og ´fá að kjósa´ um það sem þjóðin bað aldrei um.  Og vill ekki einu sinni.  Við skulum kjósa um að banna flokk Jóhönnu.  Það væri lýðræðislegt.

Elle_, 27.4.2012 kl. 22:19

9 identicon

Sjálfseyðingarhvöt Vinstri grænna felst ekki í að standa við gerða samninga sem voru skilyrði fyrir þátttöku þeirra í ríkisstjórn.

Það væri hins vegar af sjálfseyðingarhvöt ef þeir ákvæðu að svíkja samningana. Þar með lýstu þeir sjálfa sig ómarktæka og afhentu auk þess Sjálfstæðisflokknum stjórn landsins.

Afleiðingarnar yrðu frekara fylgishrun og algjört áhrifaleysi. Enginn vill starfa með flokki sem í engu er treystandi.

Sjálfseyðingarhvöt Vinstri grænna kemur þó fyrst og fremst fram í afneitun á þeim grundvallaratriðum sem velmegun Íslendinga um langa framtíð hlýtur að byggja á.

Með krónu í höftum er Íslendingum gert ókleyft að standa í skilum með erlendar skuldir. Vegna mikilla erlendra skulda ríkisins er ekki hægt að auka þær frekar. Til að standa í skilum er hagvöxtur nauðsynlegur. Úr því ekki er hægt að auka erlendar skuldir er eina leiðin að auka erlenda fjárfestingu.

Erlendir fjárfestar forðast hins vegar lönd með gjaldmiðil í höftum, sérstaklega þegar hann er auk þess mjög óstöðugur. Til að lokka þá til landsins er því nauðsynlegt að bjóða mun betur en aðrir. Þess vegna er td orkuverð til starfsemi í eigu útlendinga aðeins brot af því sem þeir þurfa að greiða annars staðar skv nýjum samningum.

Þetta er aðeins eitt dæmi um gífurlegt tekjutap vegna krónunnar. Þegar allt kemur til alls er algjörlega ljóst að tekjutapið vegna króna í höftum er svo gífurlegt að engin leið er að standa í skilum með lán á komandi árum.

2008 skuldaði ríkið lítið sem ekki neitt. Nú er öldin önnur. Greiðsluþrot á næstu árum verður því miklu alvarlegra en hrunið 2008. Vandinn verður ekki leystur með lánum frá AGS og nágrannalöndum.

Nauðsynlegt verður að afskrifa skuldir. Þar sem við höfum enga bandamenn eins og Grikkir til að semja um skuldalækkun verður Parísarklúbburinn okkar eina athvarf. Þjóðir sem enda þar bíða þess seint eða aldrei bætur.

Með krónu án utanaðkomandi varna er hættan á greiðsluþroti margfalt meiri en í ESB með evru (eða krónu í skjóli i aðdraganda að upptöku evru). Auk þess höfum við bandamenn ef við erum í ESB sem koma okkur til bjargar ef illa fer. 

Krónan er allt of lítill gjaldmiðill til að geta verið á floti. Að loka augunum fyrir því hlýtur að enda með alvarlegu hruni þar sem  Parísarklúbburinn verður okkar eina athvarf.

Í ljósi þess hve staðan er alvarleg er auðvitað fráleitt að slíta aðildarviðræðunum í stað þess að ljúka þeim og sjá hvað er í boði. ESB og evra er eina fullnægjandi leiðin í gjaldmiðilsmálum. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 09:01

10 identicon

Maður þarf ekkert að úthúða Ásmundi lengur fyrir að vera geðsjúkur lygari. Hann sér um sínar opinberanir sjálfur.

Þvílík steypa!! Þvílíkur vitleysingur!! Er Ásmundur sorglegasti maðurinn í sögu Íslands????

palli (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband