VG á að taka frumkvæðið
25.4.2012 | 13:07
Mín krafa hefur verið sú að þessi umsókn sé komin á leiðarenda og að það eigi að afturkalla hana. Alþingi eitt getur stigið slíkt skref ...
Það er sama hvenær kosningarnar verða. VG getur ekki farið með umsóknina um aðild að Evrópusambandinu opna í næstu kosningar. Ef umsókin er opin eins og hún er núna að þá skiptir engu þótt kosningar verði fyrr. Það yrði jafn slæmt fyrir VG. Þess vegna er það mitt mat - og ég hef sagt það - að VG eigi að taka frumkvæðið í því að stöðva þessa umsókn.
(Jón Bjarnason, Mbl. 24. apríl, http://mbl.is/frettir/innlent/2012/04/25/ekki_i_hondum_samfylkingarinnar/
Jón Bjarnason hefur lýst því yfir oftar en einu sinni að VG eigi að hafa frumkvæði að því að afturkalla umsókn Íslands að ESB. Flokkurinn hefur leiðir til að hrinda því máli áfram. Það fer nú að verða lífsspursmál fyrir vinstri hreyfinguna í landinu að slíkt skref sé stigið.
Í gær lýsti Össur Skarphéðinsson því yfir að ekki væri við því að búast að það tækist að fá fram niðurstöður í viðræðurnar á kjörtímabilinu. Líkt og þegar ESB hefur verið í samningum við Norðmenn er því nú hampað við Ísland að sjávarútvegsstefna sambandsins sé í endurskoðun og því ekki hægt að semja um þau mál.
Í þeim orðum felst viðurkenning á því að ekkert sé að marka það sem ESB semji um í sjávarútvegi því seinna komi ný stefna. Það á raunar við um alla samninga við ESB, ef samið er um frávik frá Rómarsáttmálanum þá er alltaf hægt að ógilda slík frávik.
Hvenær ætla aðrir þingmenn VG að rísa upp?
Athugasemdir
Hvenær ætla aðrir þingmenn VG að rísa upp?
Aldrei.
Það er fullreynt með þennan hóp. Eymingjaskapur þeirra virðist alger; væri einhver dugur í mannskapnum væri fyrir lifandis löngu búið að grípa til aðgerða, en óttinn við Steingrím virðist svo lamandi að fólkið liggur í duftinu með sínum pólitísku samherjum í Samfylkingunni.
Ég hef ekki tölu á hversu oft hefur verið blásið í herlúðra hér á þessari síðu og hversu oft þingflokkur VG hefur verið hvattur til aðgerða og loforðaefnda. Fyrst í stað var ég fullur bjartsýni en það er löngu útséð að þetta er ekkert að virka.
Það er fullreynt með þennan hóp og það er fullreynt með þennan flokk. Steingrímur er búinn að eyðileggja hann og þið stóðuð aðgerðarlaus hjá og leyfðuð honum að athafna sig óáreittan.
Birgir (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 14:18
Það má svo sem alveg virða heiðarlegar tilraunir ykkar hér á "Vinstri Vaktinni" til þess að reyna að bjarga því sem bjargað verður og því litla sem eftir er af þessu annars mikla kjörfylgi sem VG fékk í síðustu kosningum.
En þið eruð of seinir og á ykkur hefur því miður ekki verið hlustað.
Því að úr þessu verður þessu flokksskrífli þessari óláns Samfylkingar hjáleigu sem VG er því miður orðið alls ekki bjargað.
Þegar eru margir allt of margir góðir þingmenn flokksins og tugir trúnaðarmanna flokksins um allt alnd löngu flúnir og búnir að fá upp í kok á ESB svikunum og endalausum undirlægjuhættinum við Samfylkinguna í þessu máli.
Sama á nú við um tugir þúsunda stuðningsmanna VG ég þar með meðtalinn og flest af mínu fólki sem margt studdi VG hér síðast.
Mjög margt fólk mun aldrei aftur geta hugsað sér að styðja aftur eða áfram við þessa aumu hjá leigu Samfylkingarinnar sem hefur haft mjög einbeittyan og þrálátan brotavilja til þess að svíkja flesta eða alla kjósendur sína og þjóð sína um leið !
Kosningasvik VG hafa eiginlega gert mig og margt fyrrverandi stuðningsfólk VG frábitið öllum stjórnmálum yfirleitt. Þetta á líka við um margt annað fólk sem einu sinni aldrei nokkurn tímann hefur stutt VG en bar þó á vissan hátt einhverja virðingu fyrir staðföstum skoðunum þeirra og heiraðrleika.
Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 14:36
Það færi best á að Jón Bjarnason hætti þessu gjammi.
Það veit það öll þjóðin að hann er á móti ESB. Hann þarf ekki að endurtaka það í sífellu. Ekki heldur að hann sjái ekkert athugavert við að Vinstri grænir gerist ómerkir orða sinna og svíki gerða samninga.
Fyrir það hrökklaðist hann úr ríkisstjórn meirihluta þjóðarinnar til mikils léttis.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 14:41
Það var svo sem alveg í takt við ummæli mín um auma forystu VG hér að ofan og síðasta orði mínu í þeim pistli að ég skyldi "skripla" svona illilega á lyklaborðinu og misrita þetta orð sem ég ætlaði að kalla heiarleika en misritaði sennilega með "hend Guðs" "heiraðrleika" slíkt orðskrípi á svo sananrlega við það sem að forysta VG hefur staðið fyrir.
Þeir hafa ekki aðeins misst fylgisfólk sitt heldur hafa þeir líka misst allan trúverðug- og heiðarleika sem þeir þó höfðu lengi vel langt út fyrir sína stuðningsmenn sína.
Fyrir mér hefur VG borið beinin sín og svikið nánast allt sem þeir sögðust standa fyrir og það sem niðurlægðir og hlekkjaðir fangar Samfylkingarinnar.
Blessuð sé minning þeirra sem sem eitt sinn höfðu stefnu og hugssjónir en sviku þær, stuðningsfólk sitt og þjóð sína fyrir húmbúkk og héghómlega tækifærismennsku Samfylkingarinnar!
Fari þeir síðan NORÐUR og NIÐUR !
AMEN !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 15:42
Tek undir þessi orð Gunnlaugs, ég hef ekki kosið VG en ég hafði trú á flokknum og trú á Steingrími, það traust er farið og aldrei mun ég veita þeim flokki atkvæði mitt heldur sitja heima. Sorglegt að segja þetta en svona er það. Þið verðið að taka þetta föstum tökum og binda enda á þessa martröð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2012 kl. 19:00
Kæra VINSTRIVAKT: Flokkurinn VG er löngu ónýtur. Farinn norður og niður með helstefnuflokki Jóhönnu sem þeir hlýða í einu og öllu eins og skítug gólftuska. Síðan ICESAVE1 í júní, 09. Út með Steingrím og trójuhestana. Það er lífsspursmál fyrir þjóðina að hætta Brussel-ruglinu.
Elle_, 26.4.2012 kl. 00:02
Og vissulega getur Brussel ógilt alla ´samniga´ eins og þið segið í lokin. Við erum heldur ekki í neinum ´samningum´ þar sem þeir munu alltaf fara með æðsta vald og geta gert það sem þeir vilja.
Elle_, 26.4.2012 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.