Eitrið í stjórnarsamsamstarfinu er ofuráhersla Jóhönnu á ESB
22.4.2012 | 10:44
Jónas Kristjánsson, fyrrv. ritstjóri, er ákafur stuðningsmaður aðildar Íslands að ESB. Hann óttast afleiðingarnar af því að reynt sé með miklu offorsi að troða þjóðinni inn í ESB þvert á vilja mikils meiri hluta þjóðarinnar. Jóhanna sé að sundra ríkisstjórninni og eyðileggja VG.
Jónas Kristjánsson skrifar 21. apríl s.l. á stuttorðu bloggi sínu undir fyrirsögninni: Þráhyggja Jóhönnu: Ofuráhersla Samfylkingarinnar, einkum Jóhönnu, á Evrópusambandið eitraði tilveru ríkisstjórnarinnar frá upphafi. Vinstri græn eru í bóndabeygju út af Evrópuferðinni og geta ekki á heilum sér tekið. Því hefur kvarnast svo úr fylgi stjórnarinnar, að hún hefur tæpan meirihluta, sem dugar alls ekki til afgreiðslu allra mála. Sjálfur styð ég aðildina, en hafna offorsi Jóhönnu. Hún getur ekki troðið aðild upp á þjóð, sem er í vaxandi andstöðu við aðild. En Jóhanna er svo einþykk, að hún skilur þetta ekki. Jóhanna og Evrópa eru eitrið í stjórnarsamstarfinu, sem hindrar hvert stjórnarmálið á fætur öðru.
Jónas hittir svo sannarlega naglann á höfuðið. En hann hefði mátt spyrja í leiðinni: Hvers vegna í ósköpunum láta forystumenn VG Jóhönnu fara svona með sig? Sjá þeir ekki eða skilja þeir ekki hvaða pólitísku afleiðingar þessi misheppnaði leiðangur inn í ESB mun hafa fyrir VG og þá sjálfa?
Athugasemdir
Sammála þér. Ætli VG sé ekki komin svo upp að vegg að þeir mega sig ekki hræra, bara spurning um hver verður fyrstur til að svíkja rauðalitinn og koma fram og segja að keisarinn sé nakinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2012 kl. 16:44
Stjórnarmenn í VG eru ekki að láta Jóhönnu fara eitt eða neitt með sig sem þeir vilja ekki fara. Það er löngu kominn tími fyrir almenna VG félagsmenn að átta sig á því að þeir sem stýra flokknum eru hlynntir inngöngu í evrópu sambandið.
Ætlar einhver að halda því fram að Björn Valur eða Árni Þór Sigurðsson séu á móti aðild, eða Katrín Jakobsdóttir sem núna vill spyrða örlög sín við Samfylkinguna í kosningabandarlagi?
Flokkurinn er einfaldlega skiptur í aðildarsinna og andstæðinga aðildar sem virðast vera algjörlega "clueless" um að aðildarsinnaði armurinn er að ljúga þá rænulausa með tali um að þeir séu í raun á móti aðild þrátt fyrir að þeir séu á leið í sambandið.
Seiken (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 20:19
Þetta getur alveg verið rétt hjá þér Seiken.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2012 kl. 20:27
Ég held að fólk geti farið að slaka á varðandi ESB aðild þegar þingmenn Samfylkingarinnar kalla aðildarríki í EES og ESB, eins og Kýpur, skattaskjól.
Það eru fleiri ríki innan ESB og EES sem hafa sömu eða svipaða skatta þannig að aðild að ESB, og þar af leiðandi opin leið fjármagns frá Íslandi í þessi "skattaskjól", hlýtur að vera úr myndinni.
Lúðvík Júlíusson, 22.4.2012 kl. 22:10
Tilverugrundvöllur þessarar ríkisstjórnar er ESB-aðildarumsóknin.
Án hennar hefði ríkisstjórnin aldrei verið mynduð. 2007 tók Samfylkingin þátt í myndum ríkisstjórnar sem hafði ekki ESB-aðildarumsókn á stefnuskránni.
Ljóst var að það gat ekki endurtekið sig 2009. ESB-aðildarumsókn var því skilyrði fyrir þátttöku Samfylkingarinnar í ríkisstjórn.
Ríkisstjórnin var því mynduð um aðildarumsóknina. Sumir stjórnarliðar VG virðast hins vegar loka augunum fyrir því og láta eins og krafan um ESB-aðildarumsóknin sé bæði óvænt og ósanngjörn.
Við slíkar aðstæður hlýtur forsætisráðherra að halda mönnum við efnið og leggja ofuráherslu á það sem ríkisstjórnin var mynduð um.
Að segja að áhersla Jóhönnu á ESB-aðildarumsóknina sé eitrið í stjórnarsamstarfinu er því álíka fráleitt og að segja að áhersla biskups í kristnu trúfélagi á trúna á Jesú Krist sé eitrið í starfsemi trúfélagsins.
Er nema von að Alþingi njóti nánast engrar virðingar þegar stjórnarþingmenn vita ekki út á hvað stjórnarsáttmálinn gengur og telja jafnvel að grundvöllur hans sé eitrið í stjórnarsamstarfinu?
Ef Alþingi á að endurheimta virðingu þjóðarinnar þurfa alþingismenn að taka upp heiðarleg vinnubrögð.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 07:43
Ásmundur, finnst þér rétt að Ísland fari í bandalag með svokölluðum "skattaskjólsríkjum" þar sem frelsi á að ríkja í viðskiptum með vöru, þjónustu og fjármagn auk þess sem fólki verður frjálst að búa þar sem það vill?
Hvað segirðu um ESB sinna sem kalla ríki innan ESB "skattaskjól"?
Lúðvík Júlíusson, 23.4.2012 kl. 08:02
Nú hva? Ásmundur hefur áttað sig á því að Samspillingin hans hafi verið í hrunstjórninni! Hvað kemur til? Já, auðvitað, litla grátandi smástelpan bendir putta og kennir öllum öðrum um.
Er fræðilega mögulegt, Ásmundur, að þú gætir troðið hausnum á þér lengra upp í eigin görn? Er það yfirleitt hægt?
Þessi aðildarumsókn er lygi frá rótum, og það er að verða ÖLLUM ljóst.
Í fyrsta lagi eru þetta aðlögunarviðræður um óumsemjanlega aðlögun Íslands að regluverki ESB, með litlum og tímabundnum undanþágum, til aðlögunar.
Þetta er ekkert "að kíkja í pakkann" eins og haldið var fram að lygahundum Samspillingarinnar.
Því var haldið fram að það yrði kosið um þennan samning sumar 2010, eða snemma 2011.
Aftur, ekkert nema lygar og lygar.
Ástandið í ESB hefur gjörbreyst, sem og að Samspillingin heldur vörð um hagsmuni ESB, ekki Íslands.
Landráða lygahundar, allt saman.
En þú ert auðvitað allt of sauðheimskur og heilaþveginn til að velta yfirleitt fyrir þér þessum staðreyndum. Skýr sönnun á því er að halda því fram blákalt að virðing þjóðarinnar fyrir Alþingi sé við frostmark, vegna þess að VG stendur ekki nógu vel við stjórnarsáttmálann!!!
Þú ert bara of fokking heimskur til að tjá þig í samræðum við vitiborið fólk. Þín veruleikafirring og heilaþvottur hafa gert þig fullkomlega ómarktækan.
En hey, haltu þessu áfram. Reyndu að telja sjálfum þér trú um að fólk á þessari vefsíðu sé yfirleitt að taka mark á þér, þegar þér er sagt aftur og aftur og aftur að troða þessu kjaftæði.
Hringja virkilega engar bjöllur í hausnum á þér??!!??
En fokk it, gargaðu þína geðveiki eins og þú vilt. Þetta ESBferli er að enda komið. Allt væl heimsins í páfagaukum eins og þér mun ekki breyta því. Þjóðin sér í gegnum þennan trúarofstækisáróður og lygar, eins og sést vel í skoðanakönnunum.
palli (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 10:05
Lúðvík, ESB er samband fullvalda ríkja sem ráða sér sjálf. Þau hafa ákveðið að taka þátt í samvinnu við önnur lönd á ákveðnu sviði.
Að öðru leyti fer hver þjóð sína leið. Ég sé ekki ástæðu til að blanda mér í mál einstakra ESB-þjóða nema í málum sem snerta samstarfið.
Ég sé ekkert athugavert við það að telja að einstök ESB-ríki séu skattaskjól en kjósa samt aðild. ESB-aðildin snýst um mat á hagsmunum af að vera í ESB eða standa þar fyrir utan.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 14:44
Jóhanna er kjölfestan í stjórnarsamstarfinu.
Það er hún sem heldur mönnum við efnið. Undirstaða ríkisstjórnarsamstarfsins er ESB-aðildarumsóknin. Það er eins með ríkisstjórnarsamstarf og annað, ef undirstöðunni er kippt burt þá hrynur allt.
Eitrið í stjórnarsamstarfinu eru rugludallar sem loka augunum fyrir þessu grundvallaratriði. Þeir virðast vera að dreyma um að stjónarsamstarfið sé óháð undirstöðunni sem það hvílir á.
Þeir eru jafnvel hneykslaðir á að Jóhanna og Samfylkingin skuli ekki hverfa frá skilyrðinu fyrir ríkisstjórnarsamstarfinu.
Ályktunarhæfni er ekki þeirra sterka hlið. Í þeirra augum eru tveir plús tveir ekki fjórir heldur eitthvað allt annað eftir því sem hentar hverju sinni.
Er engin von til að þetta fólk fari að vinna fyrir kaupinu sínu?
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 15:10
Undirstaða ríkisstjórnarsamstafsins var nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, skjaldborg um heimilin og umsókn í ESB. Reyndar umsókn en ekki aðlögunarviðræður eins og nú er að koma í ljós. Á hvaða vegi eru öll þessi máli í dag?
Aðlögunarferlið í uppnámi, meira að segja Egill Helgason vill meina að þetta sé fallið á tíma. Fiskveiðistjórnunarkerfið allt upp í loft illa unnið og landið logar. Skjaldborgin kom aldrei. Það getur alveg verið að Jóhanna sé kjölfestan í ríkisstjórnarsamstarfinu, en þvílík kjölfesta drottinn minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.4.2012 kl. 15:22
Mér sýnist eina leiðin til að eiga samskipti við Ásmund sé að lemja hann í hausinn með skóflu.
palli (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 07:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.