Hjörleifur: Er forysta VG að vakna? Framtíð stjórnmálaafls í húfi

Forysta VG hlýtur að svara því alveg á næstunni hvort flokkurinn ætlar að ganga til kosninga bundinn á klafa Samfylkingarinnar um ESB-aðildarviðræður eða taka upp virka baráttu gegn aðild í samræmi við margítrekaða stefnu sína, skrifar Hjörleifur Guttormsson í grein í Mbl. s.l. fimmtudag.

 

Hjörleifur segir þar m.a: „Ríkisstjórnin situr uppi með aðildarumsókn sem lítill sem enginn pólitískur stuðningur er við nema hjá Samfylkingunni. Einnig þar á bæ fara efasemdir vaxandi samhliða dvínandi fylgi. Formaður Samfylkingarinnar talar samt áfram fyrir „þjóðarsátt‟ um evru og gegn krónunni sem þó reyndist haldreipi Íslands í hruninu.“

 

„Ögmundur Jónasson hefur nýlega lýst þeirri skoðun sinni að setja verði framhaldi aðildarviðræðna skýr tímamörk þannig að efnisleg niðurstaða sem bera megi undir þjóðina liggi fyrir ekki síðar en í haust. Fleiri þingmenn VG hafa talað í sömu átt enda ekki seinna vænna.“

 

„Tæpt ár er til alþingiskosninga og enn skemmri tími þar til stjórnmálaflokkar og framboð þurfa að svara til um stefnu sína til framtíðar litið. Langstærsta og afdrifaríkasta málið til úrlausnar er afstaðan til Evrópusambandsins, tilhögun samskipta við aðrar þjóðir og verndun og nýting náttúruauðlinda í íslenskri efnahagslögsögu. Flokkar sem ekki ganga til kosninga með skýra stefnu í þessum efnum eiga lítið erindi við þá kjósendur sem horfa vilja til morgundagsins.

 

ESB-umsóknarferlið og ábyrgð VG

 

Brátt eru þrjú ár liðin frá því að naumur meirihluti á Alþingi samþykkti að tillögu ríkisstjórnarinnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Gengið var út frá að málið yrði útkljáð á kjörtímabilinu þannig að samningur lægi fyrir sem þjóðin myndi taka afstöðu til. Af andstæðingum aðildarumsóknar var bent á að til þess að málið færi í þjóðaratkvæði þyrftu báðir ríkisstjórnarflokkarnir að taka pólitíska ábyrgð á þeim samningi sem lagður yrði fyrir þjóðina. Forysta VG hefur vikist undan að svara til um þetta lykilatriði og endurtekið í staðinn þá klisju að það sé þjóðin sem eigi að skera úr. Slík færibandaafgreiðsla er með öllu óþekkt. Þjóðréttarsamningur verður ekki til án samþykkis og á ábyrgð viðkomandi stjórnvalda, ríkisstjórnar og þess meirihluta sem hún styðst við. Enginn ágreiningur er hins vegar um það meðal flokka á Alþingi, að verði slíkur samningur gerður hljóti hann að  fara í þjóðaratkvæði.

 

Absúrd leikur með örlagamál

 

Væri hér ekki á ferðinni afdrifaríkasta mál sem Íslendingar hafa fengist við á lýðveldistímanum gætum við eftirlátið það umfjöllun í áramótaskaupi. Augljóst er að enginn samningur verður til um aðild Íslands að ESB fyrir alþingiskosningar 2013, jafnvel þótt samningaviðræður gengju snurðulaust. Innan við þriðjungur af tölusettum dagskrárliðum í viðræðunum (10 af 33 köflum) er að baki og helstu átakamálin ekki einu sinni komin til umræðu. ESB hefur það í hendi sér hversu lengi það teygir viðræðurnar. Samanburður við önnur umsóknarríki segir okkur að þær gætu staðið áfram árum saman. Frá því aðildarviðræður hófust 2010 hefur snarhallað undan fæti innan Evrópusambandsins og ESB hefur ákveðið grundvallarbreytingar á fjármálalegum undirstöðuþáttum sem svipta aðildarríkin sjálfræði á enn fleiri sviðum en hingað til. Á sama tíma liggur fyrir að drjúgur meirihluti Íslendinga er andsnúinn inngöngu í ESB. Meira en tveir þriðju félagsmanna í Samtökunum iðnaðarins hafa nýlega tjáð sig andvíga aðild. Þar með hafa öll þau krosstré brostið sem áður studdu aðild eða voru tvístígandi.“

 

Framtíð stjórnmálafls í húfi

 

„Vinstrihreyfingin grænt framboð varð til sem stjórnmálaflokkur 1998–1999  vegna eindreginnar andstöðu við inngöngu í ESB og eindreginnar stefnu sinnar í umhverfismálum. Það fyrrnefnda skildi glöggt á milli VG og þeirra ólíku hópa sem Samfylkingin óx upp úr. Það varð fjölda félags- og stuðningsmanna VG áfall þegar forysta flokksins beygði sig fyrir kröfu Samfylkingarinnar um aðildarumsókn. Ekkert hefur orðið flokknum jafn afdrifaríkt og dregið úr gengi hans og virkni félagsmanna. Nú eru síðustu forvöð að endurheimta sjálfsvirðingu og traust og læra jafnt af ávinningum sem og mistökum við landsstjórnina á kjörtímabilinu.“
mbl.is Krafa um uppgjör hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessu fólki er ekki sjálfrátt og halda svo að það sé nóg að lýsa yfir óánægju og áhyggjum til að jafna málin!

GB (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 10:34

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hef enga trú á að forysta VG geri eitt eða neitt í málinu frekar en fyrri daginn. Aðeins orðin tóm og upphrópanir, svona til "heimabrúks" fyrir næsta "Flokksráðsfund" þeirra.

Sem sennilega verður enn fámennari en síðast og fámennari en nokkru sinni áður í sögu flokksins.

Það fækkar ört í flokknum og af þeim sem eftir eru þá eru alltaf færri og færri sem sjá einhverja ástæðu til þess að mæta, þar sem ítrekað hefur sýnt sig að forystan gerir akkúrat ekkert með samþykktir eða vilja hinns almenna flokksfélaga.

Þessir Flokkráðs samkundur eru ekkert anneð sjálfsupphafin sýndarmennska flokksforystunnar. Steingrímur J. á samt örugglega einn ganginn enn eftir að fá þessar örfáu hræður sem sitja fundinn til að rísa úr sætum og klappa foringjanum lof í lófa fyrir frammistöðuna í ESB málinu !

Fylgið við VG mælist nú aðeins 8,5% samkvæmt nýjustu skoðanakönnun FRBL sem myndi slefa 5 þingmönnum inn á þing. Semsagt 2/3 hlutar fylgisins horfið út í buskann!

Gunnlaugur I., 14.4.2012 kl. 10:59

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er ekkert að marka heitstrengingar og ályktanir VG.  Þeir ætla sér bæði að halda og sleppa í öllum málum. Það breytir þó ekki því að kjósendur og flokksmenn hafa gert upp hug sinn og flokkurinn mun þurrkast út. Það er komið fram yfir point of no return.  Í besta falli verður Steingrímur einn á þingi eins og önugu sérvitringur a la Þráinn Bertelson. Maður sem enginn tekur mark á né vill eiga samstarf við.

Þar með hefur sviksemi flokksins tryggt Íslendingum önnur 16-20 ár með öfgafrjálshyggju, hægrimisskiptingu og arðráni. Ábyrgð þeirra og skömm er því mikil rétt eins og ábyrgð þeirra og skömm er alger hvað varðar sjálfsmorðsferli ESB umsóknarinnar. Það á VG skuldlaust, þótt hugmyndin sé frá Samfylkingunni komin.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2012 kl. 11:22

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú má færa gamla stefið herstöðvarandstæðingana upp á þá:

...það hefnist þeim sem svíkur sína huldumey. Honum verður erfiður dauðinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.4.2012 kl. 11:26

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Tek undir með Jóni Steinari.

Forysta VG er ekkert að vakna, sefur enn sínum þyrnirósarsvefni í örmum Samfylkingarinnar. Rumskar af og til eins og núna og bölvar þá eitthvað út í loftið en steinsofnar síðan aftur og flýtur áfram sofandi að feigðarósi !

Gunnlaugur I., 14.4.2012 kl. 12:04

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Fólk verður að horfa á lög landsins hér voru lög brotin í upphafi ESB ferilsins. Enn eru lög brotin og engin gerir neitt þótt landráð hafi verið framið í mörg skipti.  http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/1126470/

Valdimar Samúelsson, 14.4.2012 kl. 20:21

7 Smámynd: Elle_

Sorglegast finnst mér að öndvegismaður eins og Ögmundur hafi fallist á yfirgang Jóhönnu og co.  Var líka að skilja að hinn hatursfulli Grímur Atlason og forarpenni hafi viljað ganga í VG.  Vá.  Ætli það hafi verið til að hjálpa Árna Þór og Birni Val í kafbátnum?  Þarna réðst hann á Ögmund í einum af hans haturs-þvættingspistlum og Ögmundur svaraði honum.

Elle_, 14.4.2012 kl. 23:31

8 identicon

Vinstri grænir eru furðufyrirbæri. Meðan aðrir stjórnmálaflokkar leitast eftir samstöðu um hin ýmsu málefni og gagnrýna hina flokkana, deila Vinstri grænir aðallega innbyrðis.

Þetta er afar óheppilegt fyrir stjórnmálaflokk sem hlýtur að sækjast eftir stuðningi kjósenda til að komast í ríkisstjórn til að hafa áhrif. Innanflokksátök í stjórnmálaflokki valda alltaf fylgishruni.

Deilumálin eru fráleit. Samfylkingin setti ESB-umsókn sem skilyrði fyrir stjórnarmyndun. Það er því verið að deila um sjálfan tilverugrundvöll ríkisstjórnarinnar án þess þó að nokkur nefni stjórnarslit.

Aðeins er um það að ræða að Vinstri grænir vilja gefa þjóðinni kost á að kjósa um aðild. Sundrungaröflin vilja hins vegar að flokkurinn svíki samninga til að koma í veg fyrir þennan lýðræðislega rétt fólks.

Þvílíkt lið! Er nema von að virðing Alþingis sé í lágmarki?  

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 09:29

9 Smámynd: Elle_

Fyrir það fyrsta er það ekkert nema fals og spilling að allir gangi í foringjaræðislegum takt, í stíl við Jóhönnu og co.  Og svo var ekkert lýðræðislegt við að ´gefa þjóðinn kost´ á neinu sem þjóðin var aldrei spurð um.  Það var valdníðsla.

Elle_, 15.4.2012 kl. 11:29

10 identicon

Flokkar eru myndaðir af fólki sem eru sömu skoðunar. Tvær eða fleiri stríðandi fylkingar í sama flokki er því óeðlilegt ástand.

Það er þó ekkert óeðlilegt við það að einstaklingur sé ekki sammála forystunni og meirihlutanum í öllum málum. En hann verður þá að sætta sig við ákvörðun meirihlutans eða hætta í flokknum.

Það gengur auðvitað alls ekki að minnihluti sé í stöðugu stríði við meirihlutann. Slíkt ástand grefur undan flokknum og hlýtur að enda með tortímingu hans ef því linnir ekki.

Með því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild er verið að spyrja fólk hvort það kjósi aðild. Það eru öfugmæli að kalla það valdníðslu.

Það er algjörlega á skjön við lýðræðislega venju að spyrja fólk hvort megi spyrja það. Að kalla það valdníðslu að gera það ekki er fráleitt.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 14:10

11 Smámynd: Elle_

Valdníðslan lá í að sækja um inn í erlent veldisbákn fyrir heila þjóð og án aðkomu sömu þjóðar.   Það var ekkert lýðræði og stjórnvöld sem það gera eyða sínum flokkum.

Elle_, 15.4.2012 kl. 14:53

12 Smámynd: Elle_

Það var verið að sækja um fyrir 1 yfirgangssaman stjórnmálaflokk sem er ekki húsum hæfur.  Það er ekki flóknara en það.

Elle_, 15.4.2012 kl. 15:02

13 identicon

Óskaplegt bull er þetta, Elle.

Umsóknin var samþykkt með meirihluta atkvæða á Alþingi og í báðum ríkisstjórnarflokkunum.

Er málstaðurinn svona veikur að þú telur nauðsynlegt að grípa til svona óyndisúrræða?

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 15.4.2012 kl. 19:24

14 Smámynd: Elle_

Ætlarðu nú aftur að fara að kalla allt bull og vitleysu sem ég segi?  Ætli ´heilaþvotturinn og minnimáttarkenndin og útlendingaphóbían´+  + +  komi kannski næst?? 

Það var ofbeldi gegn lýðveldinu að sækja um þarna.  VIÐ-ERUM-Á-MÓTI-OG-SEGJUM-JÁ er ekki lýðræðislegt.  Það er ófyrirgefanlegt enda kysi ég aldrei aftur þeirra VG. 

VIÐ eru samt með sterkt mál þannig að við ættum kannski ekkert að vera að eyða orðum og þreki í að ansa ykkur.

Elle_, 15.4.2012 kl. 19:40

15 Smámynd: Elle_

Við erum með svo sterkt mál að við erum að fara að sækja yfirtöku 3ja stórvelda í 3 heimsálfum.

Elle_, 15.4.2012 kl. 20:00

16 identicon

Elle, því miður er mest af því sem þú skrifar hér bull og vitleysa.

Það er auðvitað algjörlega fráleitt að tala um meirihlutasamþykkt á Alþingi sem ofbeldi gegn lýðveldinu sérstaklega þegar meirihluti þjóðarinnar er samþykkur skv skoðanakönnunum og málið hefir verið samþykkt í báðum ríkisstjórnarflokkunum.

Hitt er svo annað mál að það er stöðugt verið að reyna að stöðva málið með ofbeldi. Ótrúlega margir Íslendingar neita að virða lýðræðislega teknar ákvarðanir og reyna stöðugt að þröngva fram vilja ofstopafulls minnihlutahóps sem þeir tilheyra.

Siðferði íslendinga hefur því miður hrakað eftir hrun eftir því sem ég best fæ séð.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 07:42

17 identicon

Hvað er hægt að segja við jafn sturlaðan, vitstola og veruleikafirrtan einstakling og Ásmund?

Maðurinn er sorglegur.

Blessaður leitaðu þér hjálpar. Já og spurðu sjálfan þig að því af hverju þú hengur hérna inni. Það er enginn sem tekur mark á neinu sem þú segir, það segja þér allir að drullast út með þitt kjaftæði, en samt heldurðu áfram og áfram.

Af hverju, Ásmundur? Til hvers?

Geturðu ekki svarað því? Frekar einföld spurning.

palli (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 08:59

18 Smámynd: Elle_

Las 1. setningu ´Ásmundar´ en sleppi hinu.  Hann færir sig allltaf aftur upp á skaftið með kjaftæði.  Mundi ekki í svip að hann og XXXXXgengið í Brusselvörninni gegn Íslandi hafa tekið yfir landið og allar vefsíður og RUV í þokkabót og ráða öllu og stjórna í Stalínsstíl.  VÉR mikilmennsku-minnihlutinn EIN VITUM.

Elle_, 16.4.2012 kl. 11:02

19 identicon

Bendi fólki á að það þarf ekki að lesa skrif palla sem er greinilega alvarlega geðsjúkur.

Þó að flest bendi til að enginn eða nánast enginn lesi hann heldur hann áfram.

Hann hefur misst stjórnina á sjálfum sér. Geðveikin hefur tekið völdin.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 16.4.2012 kl. 14:27

20 identicon

Uhh... uhh... já alveg örugglega. Allt sem þú segir eru heilagur sannleikur, auðvitað.

Ekki séns að það sé eitthvað að hjá þér. Nei, auðvitað ekki, Herra Dunning-Kruger.

Þér er ekki sífellt sagt af öllum hérna inni að hypja þig með þitt kjaftæði.

Sorglegt að horfa upp á þennan sjálfs-heilaþvott. Þú ert svo gallaður.

Fyrst þú ert svo rosalega normal, Ásmundur, þá ættirðu auðveldlega að geta svarað spurningunni af hverju þú ert alltaf hérna á þessari bloggsíðu, í óþökk allra annara?

palli (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband