Guðfríður Lilja: Kýrskýrt að ESB er að sparka í okkur
13.4.2012 | 12:16
Burt séð frá því hvernig vörnum Íslands í icesavemálinu er hagað er hitt ljóst að eftir að ESB hefur troðið sér að sem sóknaraðili gegn Íslandi og þegar það bætist nú ofan á ósvífnar hótanir ESB vegna makrílveiða Íslendinga í eigin lögsögu þá er aðildarviðræðunum sjálfhætt.
Guðfríður Lilja bendir á í viðtali við Mbl. í dag að þetta sé í fyrsta sinn sem ESB beiti sér með þessum hætti og segir að í sínum huga séu hin pólitísku skilaboð kýrskýr: það er einfaldlega sparkað í okkur og það á sama tíma og við erum í aðildarferli að þessu sama sambandi.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir á Facebook-síðu sinni í dag að ESB sé með þessu að senda pólitísk skilaboð með því að krefjast aðkomu að málinu og taka þannig afstöðu með gagnaðila Íslands. Hins vegar er þetta mál bullandi pólitískt og þar stendur upp á íslensk stjórnvöld að mótmæla kröftuglega. Mín skoðun er óbreytt - ég tel að aðildarviðræðunum sé sjálfhætt. Við skulum senda þeim pólitísk skilaboð á móti og segja: Nei takk - við ætlum að einbeita okkur að því að verja íslenska hagsmuni.
Viðbrögð forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, eru aftur á móti með því aumasta og slappasta sem komið hefur úr forsætisráðherrastóli við aðstæður sem þessar. Hún sagði í viðtali við mbl.is í dag: að krafa framkvæmdastjórnar ESB "fæli í sér tækifæri fyrir Íslendinga að koma sjónarmiðum sínum betur á framfæri og að ekki væri rétt að leggjast gegn henni.
Heyr á endemi!
Sendum þeim pólitísk skilaboð á móti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Maður ræðst ekki á auma og slappa,bíð eftir að hún skjögri á lappir.
Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2012 kl. 13:01
Auðvita er það barasta argasi dónaskapur í vondum útlendingum að æla að hafa einhverja skoðun á lögum eða láta í ljós þeirra túlkun á Evrópulögum. Argasti dónaskapur og kúgun! það er komið stríð!! Vondir útlendingar útum allt og ætti barasta að merkja þá. Eins og það sé ekki alvitað glóbalt að þeir einu sem hafa vit á lögum og alveg sérstaklega evrúpulaga og regluverki - að það eru genatískt frábærir íslendingar.
Almennt um efnið, að þá er alveg óskiljanlegt að þeir sem kalla sig ,,vinstri<2 og bjóða sig jafnvel fram til þings á þeim forsendum - að þeir skuli svo vera ekkert annað en öfga- þjóðrembingshægri í flestum málum. Óskiljanlegt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.4.2012 kl. 23:21
Já Ramó, það er margt sem þér er óskiljanlegt, augljóslega.
palli (IP-tala skráð) 14.4.2012 kl. 08:23
Þegar vondir útlendingar og vondir íslendingar leggja saman um yfirráð og kúgun getur útkoman aðeins orðið vond.
Ef góðir útlendingar og góðir íslendingar vinna saman að góðum málum verður útkoman góð.
Merkilegt hvað ESB sinnum er tregt að skilja þessi einföldu sannindi.
Kolbrún Hilmars, 15.4.2012 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.