Vill að ESB verði aðeins umræðuvettvangur

Ef Evrópusambandið verður enn til eftir 10 ár þá er æskilegast að það verði aðeins umræðuvettvangur Evrópulanda um umhverfismál og mannréttindi. Lausnir þess á skuldavandanum eru hræðilegar og tilgangur ESB er fyrst og fremst að framleiða regluverk í þágu stórfyrirtækja.

carl_schlyterÞetta segir sænski græninginn Carl Schlyter evrópuþingmaður í viðtali við sænska ESB fréttamiðlinum Europaportalen.se. Schlyter sem er meðlimur í sænska græningjaflokknum, Miljöpartiet de Gröna, er ómyrkur í máli þegar talið berst að úrræðum ESB í skuldamálum álfunnar.

Hann segir að lausnir sem byggja á því að efnahagurinn geti vaxið hraðar en skuldirnar séu hættulegar umhverfinu og byggi á kolröngum forsendum. Afleiðingin geti orðið sú að næsta kreppa verði enn verri fyrir umhverfið. Þær leiðir sem ESB hafi til að skapa störf byggi á kerfi sem hlýtur að hrynja. Við þurfum að hverfa frá lausnum sem áttu við fyrir hálfri öld síðan þegar Evrópa var að rísa úr rústum stríðs og menn vantaði sárlega mat, húsnæði og samgöngutæki.

Nú búum við að því að geta framleitt óendanlega mikið og sú hugsun að skapa meiri lífsgæði og hamingju með auknum kaupmætti eigi ekki lengur við. Ein leið til lausnar vandanum nú væri einmitt að stytta vinnutímann til þess að minnka atvinnuleysið án þess að auka framleiðsluna, segir sænski græninginn Carl Schlyter en þessi hugsun gengur þvert gegn þeim gamaldags ráðum sem ESB beitir þjóðir sínar nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þið Evrópuandstæðingar eru nú búnir að spá endalokum Evrópusambandsins og undanfara þess síðan fyrir árið 1970. Alltaf er niðurstaðan samt sú sama. Evrópusambandið heldur áfram að þróast og breytast. Á meðan málflutningurinn hjá ykkur er orðin steinrunnin eins og tröllin í íslendingasögunum.

Jón Frímann Jónsson, 6.4.2012 kl. 21:09

2 identicon

Neinei, bara Jón Frímann yfirpáfagaukur að ræskja sig með hefðbundnu bulli.

Í fyrsta lagi voru steinrunnin tröll ekki í Íslendingasögunum, heldur þjóðsögum.

Í öðru lagi hafa fáir verið að spá endalokum ESB. Ekki ég a.m.k.

Þú segir réttilega að ESB sé að þróast og breytast. Takk fyrir að koma með mjög góða ástæðu til að Ísland standi fyrir utan.

Áhrif smáríkis með 0,8% vægi munu verða hverfandi. Ef við gengjum inn þá gætum við aldrei verið viss hvernig t.d. fiskveiðastjórnum gæti verið breytt með nokkrum pennastrikum í Brussel. Íslensku þingmennirnir í Brussel gætu hrópað "múkk múkk múkk" út í loftið. Ekki eru áhrifin mikið meira en það.

Eða páfagaukurinn vill kanski halda fram að Ísland þurfi inn í ESB til að "endurheimta fullveldið" og "hafa áhrif á ákvarðanatökur á jafnréttisgrundvelli við aðrar siðaðar þjóðir".

Þú ert fábjáni, Jón Frímann. Endilega haltu samt áfram að koma með ummæli sem skjóta þig sjálfan í fótinn. Ekkert að því. Gjörðusvovel.

palli (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 08:17

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Áattu einhver dæmi til stuðnings máli þínu um að hér hafi verið "evrópuandstæðingar" frá því fyrir 1970 Jón ?

Það er annars merkilegt að ætla að til sé einhver hreyfing sem er andsnúin landfræðilegri skilgreiningu einnar heimsálfu.

Ef þú átt við evrópusambandið þá var þetta nú bara lausbundið viðskiptabandalag 6 þjóða á þesum tíma og ég efast um að nokkur maður hafi einu sinni leitt að þessu hugann hér. 

Vissulega hefur bandalagið verið að þróast og breytast og  það er einmitt ágreiningsefnið. Hefur það þróast til hins betra eða verra? Hefur það þróast eins og það var kynnt í byrjun?T.d. í Danmörku, þar sem ég býst við að þú ætlir þér að búa. Þar hefur það ekki tekið á sig þá mynd sem fólk kaus á sínum tíma. Þar hefur atvinnuleysið vaxið jafnt og þétt frá inngöngu og er í methæðum frá ári til árs.

Nú ættir þú að kynna þér sögu þessa skriffinskubákns. Svo geturðu komið og kallað menn fífl og hálfvita eins og þinn er siður. 

Það er merkilegt t.d. að þetta var fyrst og fremst hugsað sem friðarbandalag að frumkvæði þjóðverja eftir stríð þótt sú merkilega staðreynd sé sjaldan nefnd að það voru einmitt þjóðverjar sem stóðu fyrir mestu af ófriði í álfunni áður með gengdarlausum yfirgangi og vopnabraki.

Yfirgangur þeirra er ekki minni nú þótt kúlurnar vanti.  Kannski væri nóg að Þjóðverjar gerðu samkomulag um að vera til friðs það sem eftir er, þá þarf ekkert ESB. Bara svona pæling.

Spilaborg Evrunnar er annars um það bil að hrynja og menn eru farnir að halda hugmyndasamkeppnir um bestu leiðirnar út úr þeim myntvafningi. Eigum við að segja Júní Júlí? Það ætti allavega að vera orðið ljóst þá.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2012 kl. 08:21

4 Smámynd: Elle_

´Á móti Evrópu´ og ´Evrópuandstæðingar´, já.  Hann eins og ýmsir sem kalla sig ´Evrópusinna´, láta alltaf eins og öll álfan sé inni í þessu veldi Stór-Þýskalands sem samkvæmt ´Ásmundi´ við munum hafa jafnmikið vald og.

Elle_, 7.4.2012 kl. 12:10

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já, það er orðið tímabært að kenna Jóni Frímanni muninn á Evrópu-andstæðingi og ESB-andstæðingi.  

Ef Jón vill halda þessum ranghugmyndum til streitu, þá má sem gagnsókn nota sömu rök á ESB-sinna; að þeir séu andstæðingar allra annarra landa en ESB landa.

Kolbrún Hilmars, 7.4.2012 kl. 13:11

6 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega.  Og ´útlendingahatarar´ í ofanálag.  Með sömu rökum.

Elle_, 7.4.2012 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband