Evran hefur afsannað þá grillu að ein mynt geti hentað öllum
3.4.2012 | 12:30
Efnt hefur verið til verðlaunasamkeppni um það sem við taki, ef evrusvæðið leysist
upp. Verðlaunaféð svarar til 50 milljóna ísl. kr. Ljóst er að mjög erfitt verður fyrir ríki sem tóku upp evru að losna við hana og taka upp eigin mynt sem gæti þó brátt orðið brýnt fyrir þau sem verst standa.
Ein stærð af fatnaði passar ekki á alla og sama á við í gjaldmiðilsmálum: með sameiginlegri mynt fylgir eitt og sama gengi og stýrivextir, hvort tveggja mótað af hagsmunum og yfirburðum sterkasta hagkerfisins sem í tilviki evrunnar er að sjálfsögðu Þýskaland. Á velmektarárum evrunnar ýtti hátt gengi hennar ásamt lágum vöxtum undir eyðslufylleríi í ýmsum jaðarlöndum evrunnar þar sem allt aðrar aðstæður ríkja en í Þýskalandi. Nú er komið að skuldadögunum.
Reyndar lentu Íslendingar í hliðstæðum vanda undir áhrifum frá evrunni og EES reglum um óhefta fjármagnsflutninga. En munurinn var sá að eftir hrunið gat íslenskt hagkerfi lagað sig að nýjum og gerbreyttum aðstæðum; nýtt gengi sjálfstæðs gjaldmiðils endurspeglaði nýjan veruleika, neyðarlögin stöðvuðu hömlulaust útflæði fjármagns og nýir bankar hófu starfsemi sína á nýjum grunni. Úti í Evrópu finnst mörgum illskiljanlegt að atvinnuleysi hér á landi skuli nú vera talsvert minna en í mörgum evrulöndum eftir þá kollsteypu sem íslenska hagkerfið gekk í gegnum.
Þeir sem standa að verðlaunasamkeppninni um framtíð ESB ef evrusvæðið leysist upp, eru síður en svo að hlakka yfir óförum evrunnar. Þeir gera sér grein fyrir að upplausn evrusvæðisins er sársaukafull, bæði fyrir evruríkin og þau ríki sem utan við standa en eiga mikil viðskipti við evrusvæðið. En margt bendir til þess að þögnin sem færst hefur yfir eftir seinustu aðgerðir til bjargar evrunni sé aðeins lognið á undan storminum.
Vandamál Grikkja, Íra og Portúgala að viðbættum vaxandi vandræðum Spánverja og Ítala virðast síst minni nú en þau voru á s.l. hausti og lýsa sér í gífurlegu atvinnuleysi samhliða efnahagslegri stöðnun. Þessi fimm ríki eiga í miklum vandræðum með að brjótast út úr sjálfheldunni, eins og sjálfstæður gjaldmiðill hefði auðveldað þeim að gera, og sitja nú uppi með gjaldmiðil sem hjálpar ekki til að snúa vörn í sókn enda klæðskerasaumaður fyrir hagkerfi sem búa við gerólíkar aðstæður. Ríkin sem verst standa eru því í rauninni hneppt í fjölþjóðlegt skuldafangelsi til langrar framtíðar.
Meðal þess sem þátttakendur í samkeppninni verða að gera grein fyrir eru ýmis vandamál sem Íslendingar kannast vel við í annarri mynd: Hvað verður um veðlán sem tekin hafa verið í evrum ef þeim er breytt í nýja mynt? Hvað um innistæðueigendur í bönkum? Munu þeir ekki reyna að flýja með inneignir sínar til þýskra banka? Verða þá ekki gífurleg bankagjaldþrot heima fyrir? Hvernig er unnt að framkvæma gjaldmiðilsskipti án nýrra hremminga?
Í dag mun dómnefnd velja fimm þátttakendur í verðlaunasamkeppninni úr þeim svörum sem skynsamlegastar þykja og síðan gefa þeim færi á að útfæra hugmyndir sínar nánar í samræmi við margs konar spurningar sem vaknað hafa meðal dómenda. Úrslit í samkeppninni verða birt í júní n.k. - RA
Byggt á grein Simon Wolfson í The Telegraph 2. apríl s.l.
Athugasemdir
Þetta hlýtur að vera síðbúið 1.apríl gabb.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 13:39
Hver er þessi Ásmundur Harðarson?
Við þurfum að fá það á hreint.
Ef þetta er maður, sem skrifar undir fölsku nafni, þarf að kanna það mál betur og helzt að leiða í ljós, hver hann er. Þetta er enginn asni, það er alveg ljóst, og mér sýnist líklegast, að hann geti verið hér á vegum Evrópu[sambandsáróðurs]stofu, því að eitthvað hljóta þeir að vera að gera við 230 milljónirnar sínar, þær verða ekki geymdar í læstum peningaskáp í Suðurgötunni.
Jón Valur Jensson, 3.4.2012 kl. 14:21
Jón Valur illa haldinn af paranoju.
Kostulegt hvernig honum tekst að tengja Evrópustofu við málið. Það eina sem liggur þar að baki virðist vera sterkur vilji til að klína einhverju misjöfnu á hana.
Þá er hvað sem er betra en ekkert.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 14:34
Ásmundur er alltaf á vaktinni, það bendir til þess að Jón Valur hafi eitthvað fyrir sér með ESB milljónirnar.
Ásmundur er "proffi" eins og slangurorðabókin skilgreinir það.
Kolbrún Hilmars, 3.4.2012 kl. 14:59
@ Ásmundur !
1. apríll, ha !
Já það var auðvitað það fyrsta sem þér algerlega sanntrúuðum ESB/EVRU sinnanum datt í hug, þegar þú heyrðir þetta, að þetta hlyti auðvitað að vera 1. apríl gabb, enn og aftur og einn daginn enn!
Því að í þínum einfeldningslega ESB og EVRU rétttrúnaði geta bara ekki verið nein vandamál innan ESB eða við það að notast við EVRU.
Þú marfaldlega slærð hausnum við stein og þverneitar að horfast í við efnahagslegar hörmungar EVRU svæðisins.
Gerir ítrekað ekkert úr sífellt stigmagnandi atvinnuleysinu og að EVRU svæðið er orðið að versta hagsvæði heimsins með minna en engan hagvöxt og heimsmet í atvinnuleysi iðnvæddra ríkja. Skuldabagga og skuldavafninga sem sífellt verða óviðráðnlegri með hverjum deginum sem líður.
Síðast en ekki síst sérðu ekki og neitar að horfast í augu við stjórnleysið, óskilvirknina og sívaxandi ráðaleysið og fumið sem einkennir allar ákvarðanir þessa tvíhöfða þurs sem ESB stjórnsýsluapparatið er.
En nú skil ég hversvegna þessi afneitun þín er á svona yfirþyrmandi og á svona háu stigi.
Þú komst nefnileg illilega upp um þann óraunveru- og sýndarverleika sem þú greinilega lifir í karlinn minn.
Því að nú er alveg ljóst að þú lifir greinilega einskonar endurtekningar ástandi og sýndarveruleika ekki ósvipað og vesalings maðurinn í bíómyndinni um sögu Múmelsdýrsins sem vaknaði alltaf aftur og aftur upp á sama deginum, sem var í hanns tilviki dagur Múrmelsdýrsins.
Á hverjum einasta morgni þegar þú vaknar upp í þínum sýndarveruleika og kíkir á bláa ESB gulstjörnum prýdda dagatalið þitt, þá er þar alltaf, alltaf sami dagur nefnilega 1. apríll, aftur og aftur, alla 365 daga ársins !
Þetta hlýtur að vera mjög þreytandi en einmitt þess vegna trúir þú ekki einu eða neinu um sífelldar fréttir og staðreyndir um hörmungarástandið sem ríkir um háheilagan ESB átrúnaðinn þinn í Brussel.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 15:00
Vafalaust vinnur hann fyrir EC COMMISSION og gegn fullveldi landsins. Það ætti að fara fram rannsókn á verkum hans í tengslum við EC COMMISSION og Jóhönnuflokkinn.
Elle_, 3.4.2012 kl. 15:30
Paranojan í algleymingi hvert sem litið er.
Hef óneitanlega gaman að því að geta valdið slikum usla í hugum andsinna.
Þeir eru logandi hræddir við mig. Þetta hvetur mig til dáða.
Ég er hér eingöngu á eigin vegum og heiti Ásmundur Harðarson.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 15:58
Gunnlaugur, ég er margoft búinn að hrekja þessar fullyrðingar þínar með hlekk á hagtölur landa ESB og Íslands.
Auk þess hef ég bent á að það á aðeins að bera Ísland saman við þau lönd ESB sem Ísland hefur hingað til verið borið saman við.
ESB-ríkin eru fullvalda ríki með sitt löggjafarþing og sína ríkisstjórn. Lífskjör í þessum löndum eru mjög misgóð. Meðltalið segir harla lítið eða ekki neitt.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 16:07
Ásmundur, hvað áttu við með "þetta hvetjur mig til dáða"?
Hyggstu yfirtaka síðu Vinstri vaktarinnar - eða aðeins umræðuna?
Kolbrún Hilmars, 3.4.2012 kl. 16:14
PS. það er slæmt að gera innsláttarvillu í gæsalöppuðum tilvitnunum. Hún er þó komin til að vera - vinsamlegast sniðgangið auka-j í "hvetur"...
Kolbrún Hilmars, 3.4.2012 kl. 16:17
Kolbrún ég á við að mér sýnist að skrif mín hér séu að skila árangri og að í því felist hvatning til að halda áfram á sömu braut.
Meirihlutastuðningur fólks við aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu tryggir aðild sem er afar mikilvægt fyrir framtíðarmöguleika Íslands. Ég ætla að leggja mitt að mörkum til að þessi meirihluti náist. Til þess ætla ég eingöngu að nota heiðarleg meðul. Ég mun svo berjast harkalega gegn blekkingum andsinna.
Örþjóð án bandamanna með ónýta krónu sem nýtist best til gjaldeyrisbrasks og er auk þess eins og korktappi í ólgusjó er skelfileg framtíðasýn.
Íslandi sem ESB-ríki með evru eru allir vegir færir. Stöðugleikinn eykur samkeppnishæfni landsins, lækkar vexti, minnkar verðbólgu, lækkar vöruverð og gerir verðtryggingu óþarfa.
Svo að fátt eitt sé nefnt.
Ásmumdur Harðarson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 16:43
Ásmundur, ég get ekki fallist á að skrif þín hér séu að skila árangri. Að minnsta kosti ekki hvað varðar að telja einhverjum hughvarf.
En ef þú telur það árangur að afvegaleiða umræðuna og fá fólk til þess að fara úr "boltanum (ESB) í manninn (Ásmund)" þá viðurkenni ég að þér hefur tekist vel upp.
Að lokum; ekki gera lítið úr tækifærum örþjóðar - sem reyndar er ekki án bandamanna. Einmitt vegna þess að hún er örþjóð og ógnar engum!
Kolbrún Hilmars, 3.4.2012 kl. 17:00
Auðvitað geri ég mér ekki neinar vonir um að telja andsinnum sem hér skrifa hughvarf.
Hins vegar erum við að berjast um afstöðu þeirra sem lesa þessa síðu. Mér sýnist þið andsinnar haf verið afar slöpp við að rökstyðja ykkar málstað. Þó að ég segi sjálfur frá, hef ég staðið mig miklu betur.
Ég ber ekki ábyrgð á skrifum annarra. Ef þeir vilja fara í manninn en ekki boltann er það ekki mín sök sérstaklega í ljósi þess að ég held mig mest við boltann.
Ísland hafði bandamenn þangað til nokkrum árum fyrir hrun. Þá voru Bandaríkjamenn okkar bandamenn alveg frá lyðveldisstofnun þangað til herinn fór. Auk þess mynduðu norðlandaþjóðirnar eins konar bandalag.
Þetta hefur hins vegar hvort tveggja raknað upp. Bandaríkjamenn vildu enga aðstoð veita fyrir hrun og norðurlandaþjóðirnar stóðu allar með ESB á móti okkur.
Hvaða bandamenn ertu að tala um? Rússa og Kínverja?
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 17:35
Hvort er ÖRÞJÓÐ ÁN BANDAMANNA blekking, brandari, lygasaga eða þvæla?? Við höfum heiminn og þurfum ekki inn í evrópska þvingunarveldið og ætlum ekki.
Elle_, 3.4.2012 kl. 18:28
Ásmundur, við erum að tala í kross. Þú ert að tala um "verndara" í formi stórvelda - ég er að tala um mannleg samskipti OG viðskiptavild.
Þeirrar velvildar njótum við enn þrátt fyrir sukk og svínarí útrásarvíkinganna. Svona svipað og öll fjölskyldan er ekki látin gjalda fyrir svarta sauðinn. Jafnvel bretar sjálfir fóru á svig við hryðjuverkalög Brown-ies gagnvart íslenskum viðskiptavinum.
Sérðu ekki fyrir þér að nokkur þjóð, smá eða stór, geti þrifist án þess að halda eitthvert stórvelda heimsins á beit í bakgarðinum?
Kolbrún Hilmars, 3.4.2012 kl. 18:38
Mannleg samskipti og viðskiptavild er allt annað en bandamenn enda getur slíkt horfið á einni nóttu einmitt þegar þörfin er mest á bandamönnum og verst stendur á.
Bandamenn eru þeir sem hægt er að treysta á ef eitthvað bjátar á. Þeir reyndust engir rétt fyrir og eftir hrun.
Bandamenn eru alltaf nauðsynlegir. Með fallvalta krónu, gjaldeyrishöft og ekkert traust á íslenskum efnahag eru þeir bráðnauðsynlegir.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 19:35
Gunnlaugur gerir lítið út litlum hagvexti á evrusvæðinu.
Hann nefndi hins vegar ekki að landsframleiðsla á evrusvæðisins (eða var það ESB?) er komin í 98-99% af því sem hún var 2008 meðan landsframleiðslan á Íslandi er aðeins 92% af því sem hún var 2008.
Ástæðan fyrir meiri hagvexti hér er því einfaldlega að hagvöxturinn hrundi meira hér í hruninu en í ESB. Þetta kom fram í Speglinum í kvöld.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 19:47
BANDAMENN?. Hvar voru BANDAMENN Brussel í ICESAVE?? Og eins og þú sagðir sjálfur, ítrekað: >- - - og norðurlandaþjóðirnar stóðu allar með ESB á móti okkur.< MEÐ EVRÓPUSAMBANDINU Á MÓTI OKKUR. VIÐ KÚGUN. BANDAMENN, JÁ.
Elle_, 3.4.2012 kl. 20:18
Elle ,ég er einmitt að benda á nauðsyn þess að hafa bandamenn sem við höfum ekki í dag og höfðum ekki þegar bankarnir hrundu.
ESB verða okkar bandamenn við aðild. Sjáðu hvað þeir gerðu fyrir Grikki. Þeir sömdu um meira en helmingslækkun á bankaskuldum og útveguðu þeim auk þess lán á góðum kjörum.
Án þessarar aðstoðar hefðu Grikkir lent hjá Parísarklúbbnum og væntanlega aldrei beðið þess bætur.
Ásmumdur Harðarson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 20:39
Persónulega kæri ég mig ekki um bandamenn sem vildu kúga okkur. Og munu kúga okkar færum við þangað. Yrðu aldrei alvöru-bandamenn. Væri vonandi að þjóðin stæði alltaf í lappirnar gegn þessu þvingunarveldi.
Það var ekki út af engu sem fólk kallaði 16. júlí, 09: DAGUR NIÐURLÆGINGAR (og SVARTUR DAGUR). Það var niðurlægingin og svartnættið við að ríkisstjórn okkar sækti um inngöngu/innlimun inn í bandalag óvina okkar, kúgara okkar.
Elle_, 3.4.2012 kl. 21:02
Okei, svo Ásmundur er svona eins og lítið dýr á vegi um nótt og sér fallegt ljós sem heillar hann og laðar hann að sér. Lokkandi fallegt ljós sem er töfrum líkast.
Svo keyrir 10 tonna trukkur yfir hann.
palli (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 07:36
Elle, allar ESB-þjóðir hafa rétt á aðstoð úr björgunarsjóðnum nema þær kjósi að taka ekki þátt. Aðeins Bretar og Tékkar kusu að vera ekki með. Með slíkri aðstoð fylgir einnig aðstoð frá AGS ofl.
Aðstoð frá björgunarsjóðnum er í formi lána á góðum kjörum. Ef það dugar ekki til að koma landinu aftur á réttan kjöl semur ESB um niðufellingu bankaskulda eins og gerðist með Grikki þar sem meirihluti skulda var felldur niður.
Björgunarsjóðurinn er eign aðildarlandanna. Þær hafa tekjur af honum í formi vaxtagreiðslna.
Það er mikill fengur í bandamönnum fyrir ESB-þjóðir. Þörfin á bandamönnum er þó miklu meiri ef við stöndum þar fyrir utan með krónu sem gjaldeyri enda getur þá hrun á gengi krónunnar valdið miklum hörmungum eins og við höfum reynslu af.
Slíkir bandamenn eru hins vegar ekki í boði.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 07:58
Það er af og frá að evran hafi afsannað þá grillu að einn gjaldmiðill geti hentað mörgum þjóðum.
Evran er notuð í 23 löndum og 23 lönd til viðbótar binda gengi síns gjaldmiðils við evru. Í langflestum tilfellum hefur þetta gengið prýðilega. Sama má segja um bandaríkjadollar. Hann hefur td verið gjaldmiðillinn í Panama í meira en 100 ár vandræðalaust.
Evran á sér marga óvildarmenn sem nota hvert tækifæri til að tala hana niður að ósekju. Bandaríkjamenn og Bretar vilja evruna feiga. Þegar við bætist að þeir eru mest áberandi í opinberri umræði um alþjóleg efnahagsmál er ekki af sökum að spyrja.
Vandi Grikkja hefur ekkert með evru að gera eins og kom fram í grein Mikis Theodorakis og frétt RT-news hér á Vinstrivaktinni. Vandi Spánverja stafar af vanrækslu þeirra við að bregðast við fasteignabólunni sem varð til þegar ódýr lán flæddu yfir heiminn. Adam var ekki lengi í Paradís. Vextir voru breytilegir svo að skyndilega voru lánin ekki lengur ódýr.
://www.visir.is/um-hagsmuni-islands-og-meintan-tilvistarvanda-evrunnar/article/2012120328803
Allar þjóðir geta lifað við evru. Þær þurfa aðeins að gæta þess að sýna ekki ábyrgðarleysi í ríkisfjármálum. Stundum er sagt að vel sé hægt að lifa við krónu. Menn þurfi aðeins vandaðri hagstjórn.
Þetta hafa menn sagt í 100 ár og alltaf fer allt í sama farið aftur. Þjóðir sem nota evru eða bandaríkjadollar hafa hins vegar langflestar ekki lent í neinum vandræðum vegna gjaldmiðilsins.
Úr því að þjóðum hefur gengið vel að nota gjaldmiðil annarrar þjóðar ætti það að vera leikur einn að nota sameiginlegan gjaldmiðil evruþjóða sem eru með mest viðskipti sín á milli innbyrðis.
Það er athyglisvert að sjá hvers vegna þjóðir hafa bundið gengi síns gjaldmiðils við gjaldmiðil annarrar þjóðar:
Wikipedia:
Pegging a country's currency to a major currency is regarded as a safety measure, especially for currencies of areas with weak economies, as the euro is seen as a stable currency, prevents runaway inflation and encourages foreign investment due to its stability.
Krónan lætur hins vegar svo illa að stjórn að ekki er hægt að binda gengi hennar við annan gjaldmiðil. Nýr gjaldmiðill er okkar lausn.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 10:33
Ljósið er svo fallegt. Verð að fara að því. Fallega ljós. Ahh....
KLONK!!
palli (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 10:47
Evrusvæðið nær til 17 landa, ekki 23 né 46. Horfur eru á því, að fækkað geti í hópi evrulanda -- og framtíð þessa gjaldmiðls raunar óráðin. Samt predika Esb-innlimunarsinnar hér endalaust traust á þennan gjaldmiðil, sem hentar þjóðunum á evrusvæðinu mjög MISVEL og raunar MISILLA!
Af svörum Ásmundar hér er ljóst, að hann ætlar að nota vef Vinstrivaktarinnar sem baráttuvettvang sinn fyrir innlimun Íslands í stórríkjabandalagið, þar sem tíu fyrrv. nýlenduveldi munu (frá 1. nóv. 2014) ráða 73,34% atkvæðavægi í ráðherraráði og leiðtogaráði Evrópusambandsins, en hin 17 ríkin, saklaus af nýlendustefnu, munu ráða þar 26,66% atkvæðavægi ! Ísland fengi þar 0,06% atkvæðavægi !
Ég legg til, að Evrópuvaktin taki einungis við innleggjum frá innskráðum Moggabloggurum, þá er miklu auðveldara að henda reiður á því, hvort menn skrifi hér í eigin nafni eða annarra.
Jón Valur Jensson, 4.4.2012 kl. 11:50
Það sem Ásmundur þarf að átta sig á að árangurinn er sá að fólk er hætt að nenna að svara honum, paranoja, og allt sem mælir gegn ESB er aprílgabb, vanþekking eða eitthvað slíkt. Hver nennir að rífast við grjót?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2012 kl. 12:17
Óskapleg fáfræði er þetta, Jón Valur. Fátt er jafnaumt og að leiðrétta það sem er rétt með vitleysu.
Wikipedia:
The euro (Greek: Ευρώ, Evró) (sign: €; code: EUR) is the official currency of the eurozone: 17 of the 27 member states of the European Union. It is also the currency used by the Institutions of the European Union. The eurozone consists of Austria, Belgium, Cyprus, Estonia, Finland, France, Germany, Greece, Ireland, Italy, Luxembourg, Malta, the Netherlands, Portugal, Slovakia, Slovenia, and Spain.[2][3] The currency is also used in a further five European countries and consequently used daily by some 332 million Europeans.[4] Additionally, over 175 million people worldwide - including 150 million people in Africa - use currencies which are pegged to the euro.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 13:55
Jón Valur, hvaða máli skiptir þó að sum ESB ríkin séu fyrrum nýlenduveldi? Telurðu það stórvarhugavert að Ísland sé í ríkjabandalagi með Dönum?
Hvers vegna ættu fyrrum nýlenduveldi að standa saman og í hvaða tilgangi? Þau geta heldur ekki ráðið málum til lykta þrátt fyrir tilskilinn aukinn meirihluta atkvæða.
Það er aðeins annað skilyrðið fyrir því að mál sé samþykkt í ráðherraráðinu. Hitt skilyrðið er að 55% þjóðanna samþykki það. Fyrrum nýlenduveldi þurfa því stuðning 5-6 þjóða til viðbótar til að mál nái fram að ganga.
Annars finnst mér þetta afar langsóttar pælingar sem jaðra við paranoju. Hvort ESB-ríki er fyrrum nýlenduveldi eða ekki skiptir að mínu mati engu máli.
Öll ESB-ríkin þurfa að reiða sig á stuðning annarra ríkja fyrir máli sem þær leggja fram. Þess vegna skiptir ekki öllu máli hve mikið atkvæðamagn hverrar þjóðar er. Þýskaland þarf stuðning amk 14-15 annarra þjóða og Ísland þarf ekki stuðning fleiri ef atkvæðin dreifast þannig á milli þjóða.
Það er því verið að gera allt of mikið úr litlu atkvæðamagni Íslands í ráðherraráðinu. Ljóst er að áhrif Íslands geta orðið þar mikil af þangað er ráðið hæft fólk.
Á Evrópuþinginu munu Íslendingar fá sex þingmenn sem verður lágmarksfjöldi þingmanna þjóðar eftir gildistöku Lissabon sáttmálans.
Við fáum 12.5 sinnum fleiri þingmenn en íbúafjöldinn segir til um. Við fáum jafnmarga þingmenn og Eistar sem þó eru 4-5 sinnum fjölmennari en við. Og Danir fá aðeins rúmlega tvöfalt fleiri þingmenn en við þó að þeir séu 17-18 sinnum fjölmennari.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 15:20
Þú ofgerir þínum málflutningi, Ásmundur. Þessi fimm Evrópuríki sem þú vísar til, innifela örríki eins og San Marino, Andorra og Vatíkanið og svo Danmörk og Grændland! Þó eru þau síðastnefndu með dönsku krónuna, þótt tengd sé að vísu evrunni, en það er auðveldara að breyta því en að taka upp nýja mynt. Eins er á vefsíðu, sem þú vísar til, talað um fimm ríki í öðrum heimsálfum, allt örríki eða gerviríki eins og franska partinn af Suðurskautslandinu!
Spenningurinn er nú ekki mikill fyrir evrunni, þótt einhver geti kannski reynt að ylja sér við tilhugsunina um hana þar syðra!
Í júlí 2011 var svona komið málum á Bretlandseyjum: Aðeins fjórði hver Breti styður áframhaldandi veru í ESB - aðeins 8% vilja evru í stað punds! Hrifningin hefur sízt aukizt síðan, eftir allar fréttirnar af evrusvæðinu!
.
Þú ert alveg út úr kú
og öll þín viðhorf, pjakkur!
Enginn hirðir um evru nú,
og á henni fáir hafa trú---
að henni enginn akkur!
Jón Valur Jensson, 4.4.2012 kl. 15:29
Jón Valur, ég ofgeri ekki neitt enda er þetta beint haft eftir Wikipedia.
Danmörk og Grænland eru að sjálfsögðu ekki ríki með evru. Þú sleppir hins vegar að nefna langfjölmennustu ríkin, Kosovo og Svartfjallaland.
Sérkennilegt að þér sem Íslendingi finnist ekki taka því að nefna fámenn ríki. Hins vegar er það mikill fjöldi utan evrusvæðisins sem notar evru eða tengir sinn gjaldmiðil við evru.
Í Evrópu er um að ræða 25 milljónir og í Afríku 140 milljónir og meira að segja um 500.000 í Kyrrahafseyjum.
Evran vinnur einnig stöðugt á í alþjóðlegum viðskiptum.
Besti mælikvarðinn a styrkleika evrunnar er gengi hennar sem hefur hækkað um tugi prósenta gagnvart bandaríkjadollar frá því að gengi hennar var fyrst skráð.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 22:18
Annars leggið þið alltof mikið upp úr dollar og evru og krónu og gjaldmiðlum yfir höfuð. Við gefum ekki upp fullveldið fyrir peninga.
Elle_, 4.4.2012 kl. 23:21
Við ættum að vera að eltast við þennan Timon Summa eða hvað hann nú heitir og koma honum úr landi með sína íhlutunarstofu.
Elle_, 4.4.2012 kl. 23:23
HA, HAHHH. Nú sé ég mistökin mín í stafsetningunni: Here comes TIMON:
Elle_, 5.4.2012 kl. 01:42
Elle, við missum ekki fullveldi með ESB-aðild.
Meira fullveldisafsal fylgir EES-samningnum en ESB-aðild svo að segja má að við endurheimtum fullveldið að hluta með ESB-aðild.
Og svo fáum við smáhlutdeild í fullveldi hinna ESB-ríkjanna.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 11:29
Öfgugmælameistarinn undir (sennilega gervi-)nafninu Ásmundur Harðarson er ekki hættur að ljúga! Verður tekinn hér fyrir á eftir.
Jón Valur Jensson, 5.4.2012 kl. 13:04
Jón Valur, ætlarðu að halda því blákalt fram að sérfræðinganefndin sem norsk yfirvöld skipuðu til að rannsaka fullveldisafsal við EES-samninginn hafi beinlínis logið til um niðurstöðuna?
Niðurstaðan var að meira fullveldisafsal fylgdi EES-samningum en ESB-aðild vegna þess að í EES tökum við við tilskipunum frá ESB án þess að geta haft nein áhrif á þær.
Í ESB tökum við fullan þátt i gerð slíkra tilskipana og höfum alla möguleika á að beita okkur gegn þeim eða fyrir þeim.
Fullveldisafsal hafa verið helstu rök andsinna gegn aðild. Þeir hlaupa því nú hver á fætur öðrum í afneitun eftir að þessi aðalrök þeirra hafa verið hrakin.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 16:28
Þú reynir að ljúga hér eins og þú ert langur til, Esb-Ásmundur.
Það þarf ekki að leita í neina sérfræðinganefnd (hvernig skipaða?!) til að sjá það, að í öllum aðildarsamningum er þess krafizt og það samþykkt, að lög Evrópusambandsins --- öll lög þess, á öllum sviðum, líka í sjávarútvegi --- yrðu æðri og gildari öllum lögum meðlimaríkjanna og myndu ryðja þeim landslögum frá, ef árekstur yrði þar á milli.
Þetta er svo fortakslaust LÖGGJAFARVALDSFRAMSAL, að það má kalla AFSAL. Í núverandi ástandi getum við þó bæði möndlað með EES-lög og hafnað lögum í Alþingi, og á ríkisráðsfundi getur forsetinn það og vísað EES-lagasetningu til þjóðarinnar. Það gæti hann ALDREI við nein Esb-lög, ef við værum orðnir meðlimir. Og þetta áttirðu að vita og ekki þegja um það!
Svo gildir sú regla í Evrópusambandinu, að ÞAÐ ræður yfir fiskimiðunum og reglum um þau og að ALLAR Esb-þjóðir eigi þar AÐGANG að miðunum.
Og þetta viltu, svikari við landsins hag, ef þú þá fattar þetta.
En sennilega veiztu það, en ert einfaldlega útsendari þessa stórríkjabandalags þar sem gömlu nýlenduveldin ráða lögum og lofum og munu fá stóraukin völd þar í ráðherraráðinu (sem ræður því sem mestu skiptir í sjávarútvegsmálum)
Jón Valur Jensson, 5.4.2012 kl. 17:16
Jón Valur, það er ekki á ykkur andsinna logið.
Niðurstaða nefndar færustu sérfræðinga að mati norskra yfirvalda eftir tveggja ára rannsókn er bara einfaldlega lygi að því að hún hentar ykkur ekki.
Það var enginn þrýstingur á nefndina í þá veru að komast að þessari niðurstöðu enda stendur ekki til að Noregur gangi í ESB.
Að sjálfsögðu er meira mark takandi á slíkri sérfræðinganefnd en andsinnum á Íslandi sem hafa orðið uppvísir að hverri rangfærslunni á fætur annarri.
Hvað segirðu um niðurstöðu skoðanakönnunar DV um fylgi forsetaframjóðenda? Er ekki 27% fylgi ÓRG vísbending um stórsigur á Þóru sem nýtur aðeins 57% fylgis?
Er í undirbúningi hjá ykkur ófrægingarherferð gegn Þóru?
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 19:13
Kemur Þóra Brussel eða EU við? Hví kemur Þóra inn í umræðuna? Styður Brussel/Evrópu-íhlutunar-mútustofan Þóru með Samfylkingunni gegn tryggum forseta landsins?? Var það þá bara satt hjá Palla að dýrin hlaupi á eftir ljósinu? OG MÚTUPENINGUNUM??
Elle_, 6.4.2012 kl. 00:20
Spyrjum að leikslokum í forsetakosningunum, Ásmundur gervimaður!
Elle hefur upplýst um það á vefsíðu Páls Vilhjálmssonar, að Þóra Arnórsdóttir tók sæti í fulltrúaráði Evrópusamtakanna árið 1995. Þarf þá að ljúga einhverju upp á hana?! Það er hvort sem er ekki háttur okkar að ljúga neinu til um þessi mál, ólíkt þér, "Ásmundur Harðarson".
Jón Valur Jensson, 6.4.2012 kl. 03:28
Enn vellur dellan út úr Ásmundi.
Norska sérfræðinganefndin-lygin hans er síðasta hálmstráið til að halda í von um að halda þessum trúaráróðri uppi.
Páfagaukurinn fattar ekki sjálfur hversu úberheimskt þetta er sem kemur frá honum. Maðurinn er annað hvort óþroska krakki eða geðsjúklingur.
Eins og venjulegt fólk hafi ekki heldur lært neina lexíu á fjölda "sérfræðinga" og skýrslna fyrir hrun, um hvað allt væri nú í góðu lagi. Smá ímyndarvandamál bankanna.
En nei, ef einhverjir sérfræðingingar í Noregi, ásamt Eiríki Bergmann, komast að einhverri sameiginlegri skoðun, þá er það bara útrætt og búið að sýna fram á, yfir allar grunsemdir, að sú skoðun er sú rétta.
Þarf að segja eitthvað meira um þann fæðingarfábjána sem heldur slíkum hrokaáróðri fram?
Getur Vinstrivaktin please hent honum út og bannað? Það er siðferðislega alveg allt í lagi. Þessi einstaklingur er annað hvort fullkomlega heilaþveginn og á við geðræna erfiðleika að stríða, eða er launað nettröll í vinnu fyrir ESBsinna og samtök. Hvort sem hann er, þá eyðileggur hann alla möguleika á rökræðum og eðlilegum skoðanaskiptum.
Af hverju ekki að henda honum út? Ef það á að halda úti þessari vefsíðu, af hverju ekki að losa sig við svona rugludalla???
palli (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 06:27
Mikill meirihluti þjóðarinnar lætur sig engu skipta hvort Þóra hafi tekið sæti í fulltrúaráði Evrópusamtakanna við stofnun 1995.
Einn tilgangur Evrópusamtakanna var að stuðla að upplýstum og fordómalausum umræðum um samstarf Evrópuríkja.
Þið andsinnar hefðuð mátt vinna í sama anda í stað þess að vera með gegndarlausar blekkingar.
En hvað segirðu um þá staðreynd að helsti stuðningsmaður Þóru er Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins? Er Þóra kannski orðin sjálfstæðismaður?
Allavega er ljóst að Samfylkingin hefur ekkert með framboðið að gera eins og þið hamist við að telja fólki trú um. Enn ein lygin.
Þú hefur orðið uppvís að mörgum lygum. Enginn hefur sýnt fram á að ég hafi logið. Að taka undir niðurstöðu norsku sérfræðinganefndarinnar og færa fyrir henni rök er að sjálfsögðu ekki lygi.
Lygin var því öll þín megin eins og endranær.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 07:35
"Það er bæði ómálefnalegt og beinlínis rangt að tala um vanda evrunnar þegar rætt er um vanda skuldsettra ríkja sem nota evruna sem gjaldmiðil. Öll tölfræði um gjaldmiðilinn og stöðu þeirra ríkja sem nota hann og hafa hagað ríkisfjármálum sínum með ábyrgum hætti sýnir þetta svart á hvítu.
Ef evran væri í raunverulegum vandræðum þá hefði hún átt að lækka meira gagnvart öðrum gjaldmiðlum eins og dollar á síðustu tveimur árum. Það hefur gjaldmiðillinn ekki gert. Allt framangreint er mat Hans Martens, framkvæmdastjóra European Policy Centre, sem er hugveita (e. think tank) um Evrópumál sem staðsett er í Brussel."
http://www.visir.is/um-hagsmuni-islands-og-meintan-tilvistarvanda-evrunnar/article/2012120328803
Þessu hef ég verið að halda fram án þess að fá það staðfest annars staðar fyrr en núna. Áróðurinn um að skuldavandi fáeinna evruþjóða væri evrunni að kenna kemur frá Bretum og Bandaríkjamönnum sem vilja evruna feiga. Fjármálafréttir heimsins eru einmitt mest á vegum þessarar þjóða.
Hans Martens tekur undir þetta viðhorf en nefnir þó aðeins Breta. Bandaríkjamenn eru logandi hræddir um að evran eigi eftir að velta dollar úr sessi sem helsta gjaldmiðli heims í alþjóðlegum viðskiptum.
Það yrði þeim gífurlegt áfall. Það jaðrar því við landráð í Bandaríkjunum að tala vel um evru.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 08:26
Geðlyf, Ásmundur, geðlyf.
Það er þín síðasta von um eðlilegt líf. Hringdu bara í geðdeildina og óskaðu eftir aðstoð við eigin veruleikafirringu. Þeir finna lækni og lyf fyrir þig.
Það er ekki eftir neinu að bíða. Betra seint en aldrei.
Gangi þér vel með þín mál.
palli (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 09:11
Jón, ég vísaði bara í link um það.
Elle_, 6.4.2012 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.