Arfur hermangsins
1.4.2012 | 13:35
Arfur hermangsins birtist okkur hvergi skýrar en í þeirri umræðu sem nú á sér stað um styrki Evrópusambandsins. Þó svo að Ísland sé þróað og vel menntað nútíma ríki eimir enn eftir af harla lágstemmdum hugsunarhætti þegar kemur að samstarfi við aðrar þjóðir og við verðum vör við þann hugsunarhátt bæði meðal fylgjenda ESB aðildar og andstæðinga.
- Hvað get ég grætt á þessu, spyrja menn og líta á þátttöku í alþjóðastarfi eins og hver önnur viðskipti sem snúast um skammtímagróða eða tap. Sumir telja þetta einmitt vera faglega og hlutlausa nálgun á viðfangsefninu.
Á sínum tíma tókst Bandaríkjamönnum að laða þjóðina til fylgilags við hernám með rausnarlegum fégjöfum. Uppbygging herstöðva skapaði atvinnu víðs vegar um landið og smám saman slævðist hin þjóðlega og skynsamlega andstaða. Lengstum var samt meirihluti landsmanna andvígur veru Bandaríkjahers á Íslandi en sú andstaða var þróttlaus í eðli sínu. Og þar líkt og í ESB málum nú, var ekkert fjær stjórnvöldum en að fara að vilja almennings. Kosningar komu aldrei til greina. Stjórnvöld fóru sínu fram burtséð frá almenningsáliti og í fullkominni andstöðu við loforð og komust upp með það vegna hinna efnahagslegu áhrifa sem hersetan hafði. Til lengri tíma litið var sá hagnaður vitaskuld tvíeggjað sverð. Andri Snær Magnason gerir góða grein fyrir þeirri þeirri mengun hugarfarsins sem slík auðfengin gróðaleið hefur á þjóðarsálina. Orðræða Andra Snæs og áratuga varnaðarorð herstöðvaandstæðinga hafa hlutgerst í þeim vanda sem nú er í byggðunum á Suðurnesjunum. Til lengri tíma litið var hermangið þeim byggðum til bölvunar.
Alþjóðlegt samstarf er flókin samsuða stjórnmála, menningar og viðskipta. Það er eðlilegt þegar horft er til viðskiptasamninga að þá sé spurt, hvað getum við grætt. Þegar horft er til þátttöku í hernaðarbandalögum eða ríkjabandalagi gildir ekki það sama. Við hljótum einnig að spyrja hvort það sem við gerum samrýmist þeim gildum sem við viljum standa fyrir og sem við viljum búa komandi kynslóðum Íslendinga. Þá koma til álita þættir eins og lýðræði, manngildi og þjóðfrelsi. Hugsjónir sem eru sígildar og hafnar yfir dægurþras. Við tókum við merki þeirra af sporgöngumönnum okkar og eigum kinnroðalaust geta fært þær þeim sem á eftir okkur koma.
Munurinn á gróðahugsuninni og hugsjónum er ekki háspekilegur eða að hið síðarnefnda byggi á óskiljanlegum draumórum. Munurinn er einfaldlega að annarsvegar erum við að tala um okkar eigin skammtímahagsmuni, hinsvegar langtímahagsmuni stærri heildar. Það er enginn vafi að til lengri tíma litið getur það alls ekki verið skynsamlegt af íslensku þjóðinni að afhenda 300 milljóna samfélagi Evrópu auðlindir sínar og réttindi. Þeir eru sárafáir sem skilja þetta ekki.
En þessa dagana fer talsmaður Evrópusambandsins um landið og býður byggðastyrki, útvarpar því sama raunar í gegnum sjónvarpsþætti í hinu hlutlausa" Ríkisútvarpi. Evrópusambandið spilar hér á sömu strengi þjóðarsálarinnar og Kaninn hafði tök á áður. Það er í takt við tímann að ESB gengur miklu freklegar fram en Kaninn gerði nokkru sinni. ESB skiptir sér kinnroðalaust af viðkvæmum innanríkismálum og dælir nú hundruðum milljóna í áróður þrátt fyrir að alþjóðlegir sáttmálar eins og Vínarsáttmálinn banni raunar slíka íhlutun í innanríkismál.
Það er við hæfi að ljúka sunnudagspistli þessum með alþekktri tilvitnun í Nóbelskáld okkar. /-b.
Ef varnarlaus smáþjóð hefur mitt í sinni ógæfu borið gæfu til að eignast mátulega sterkan óvin mun tíminn gánga í lið með henni einsog því dýri sem ég tók dæmi af. Ef hún í neyð sinni játast undir tröllsvernd mun hún verða gleypt í einum munnbita. Ég veit þið hamborgarmenn munduð færa oss íslenskum maðklaust korn og ekki telja ómaksvert að svíkja á oss mál og vog. En þegar á Íslandsströnd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima.
Athugasemdir
þvílíka ruglið hérna eins og vanalega.
Eru það nú orðin landráð að keynna eigin meginstoð EU sem eru styrkir til hinna dreifðu byggða?
EU er með dreifbýlisstrategíu. Eitthvað sem pólitíkusar hérna hafa aldrei haft hugmyndarflug til að setja saman með tilheyrandi skaði fyrirland og lýð. Pólitíkusar hérna undr forystu Sjallíska Bræðralagsins og öfga og ofstækismanna hafa svoleiðis margbrugðist hinum dreifðu byggum landsins.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.4.2012 kl. 14:15
Algjörlega ótrúlegur málflutningur. Að Dreifbýlisstrategía EU sé svo voðaleg - að það megi ekki einu sinni tala um hana!
Auðvitað er miklu betra fyrir ykkur í hægri öfga sjallíska bræðralaginu að halda innbyggjurum fáfróðum og vitlausum svo þeið getið barið á þeim með þjóðrembingsvendi.
Svoleiðis skammarleg þessi fáfræðis öfga-hægri síða.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.4.2012 kl. 14:18
Eru ESB sinnar nú alveg að fara á límingunum?
En þetta með dreifbýlis"strategíuna"; býr ekki skrifari síðustu tveggja innleggja í einhverjum útnára hérlendis?
Kolbrún Hilmars, 1.4.2012 kl. 14:32
Takk fyrir góðan pistil.
Þarna er athygli m.a. beint að þáttum sem ættu að hafa miklu meira vægi í umræðunni. Aðild að Evrópusambandinu snýst ekki nema að hluta um viðskipti.
Menningin og það sem við viljum standa fyrir þarf að fá sinn sess. Sem og manngildi, þjóðfrelsi og lýðræði. Já, umfram allt, lýðræði.
Fyrstu tvær athugasemdirnar sýna að ekki er vanþörf á að draga þetta inn í umræðuna. Þær eru á pari við krónuauglýsingarnar sem Já Ísland útvarpar af fádæma kjánaskap þessa dagana.
Haraldur Hansson, 1.4.2012 kl. 16:48
Þetta er alveg ótrúlegur pistill. Þvílík örvænting!
Samstarf ríkja á sviði efnahagsmála á auðvitað ekkert sameiginlegt með að herveldi lokki fátæka þjóð til stuðnings með gylliboðum.
Hagsmunir af slíku samstarfi eru að sjálfsögðu langtímahagsmunir. Hér er verið að finna lausn til lengri tíma til að komast hjá kollsteypum og þeim óheyrilega kostnaði sem þeim fylgja og krónunni að öðru leyti. Þetta snýst um samstarf til að ná stöðugleika og betri lífskjörum til langframa.
Innganga í ESB hefur engin áhrif á menningu aðildarþjóðanna eins og glöggt má sjá hjá ESB-þjóðum. Helsta breytingin hjá okkur verður væntanlega að vinnubrögð Alþingis geta stórbatnað og virðing þingsins farið vaxandi.
Nema Vinstrivaktin líti svo á að helmingslækkun á gengi krónunnar öðru hvoru með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðina séu menningarfyrirbæri sem ber að varðveita.
Ótrúlegast af öllu er að gefa í skyn að með ESB-aðild verði hér til þýsk kauptún og síðan þýskir kastalar með þýskum lénsherrum. Það breytist nefnilega nákvæmlega ekki neitt hvað þetta varðar með ESB-aðild.
ESB-þjóðirnar hafa nú þegar vegna EES-samningsins fullt frelsi til að fjárfesta hér og byggja hús í samræmi við íslensk skipulags- og byggingarlög. Slíkar framkvæmdir eru ávallt háðar samþykki skipulags- og bygginganefnda.
Og enn er verið að halda fram þeirri blekkingu, sem margoft er búið að hrekja, að við afhendum ESB auðlindir okkar. Er málstaðurinn orðinn svo vonlaus að augljósar blekkingar eru taldar nauðsynlegar í baráttunni?
Er ekki hægt að gera kröfu um að Vinstrivaktin ástundi vandaðri vinnubrögð?
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 22:29
Það er sérstaklega mikill hagur af því fyrir örþjóð eins og Ísland að ganga í ESB.
Ástæðurnar eru einkum þrár:
Að vera með ónýta krónu í viðsjárverðum síminnkandi heimi alþjóðavæðingar er feigðarflan.
Afneitunin gagnvart krónunni er hrollvekjandi. Þrátt fyrir að hrun hennar um meira en helming hafi tvöfaldað skuldir á sama tíma og eignir hafa lækkað mikið að verðgildi með skelfilegum afleiðingum fyrir fólk og fyrirtæki virðast margir telja að krónan sé nothæfur gjaldmiðill.
Þvílík afneitun!
Ásmumdur Harðarson (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 00:09
>NORÐURLÖNDIN, JAFNVEL NOREGUR, STÓÐU MEÐ ESB Á MÓTI OKKUR.<
Ó, já. Við skulum endilega grátbiðja um yfirstjórn og yfirtöku ÓVINA OKKAR. ICESAVE hvað?? Já, hvílíkur fáránleiki.
Elle_, 2.4.2012 kl. 00:58
@ Asmundur:
Örvæntingin er ekki okkar sem berjumst gegn ESB helsinu, við höfum mjög sterka málefnastöðu og sterka stöðu meðal þjóðarinnar.
Örvæntingin er því öll ykkar megin sem eruð nú búin að tapa allri vígstöðu ykkar og yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er andvígur ESB aðild.
Örvænting ykkar stafar af því að ESB umsóknin er dauðadæmd.
Síðasta marktæka vígi ESB trúboðsins féll með afgerandi og sögulegum hætti þegar meira en 2/3 hlutar félagsmanna Samtaka Iðanaðarins lýstu í skoðanakönnum á vegum Samtakana, andstöðu við ESB aðild og líka upptöku skuldavafningsins Evrunar.
Örvænting ykkar stafar líka af því að þið vitið að þjóðin er löngu búinn að sjá í gegnum leiktjöldin í Brussel. ESB svæðið er nú orðið versta hagvaxtarsvæði heims, með neikvæðum horfum, atvinnuleysi slær öll fyrri met og ekkert hagsvæði veraldar býr við aðrar eins hörmungar í atvinnumálum. Skuldavandi og gríðarleg skuldsetning svæðisins er sá mesti og alvarlegasti í veröldinni og ógnar stöðugleika heimsviðskiptanna.
Allar horfur og spár um efnahagsbata, hagvöxt eða önnur lífskjör fyrir ESB/EVRU svæðið hvort sem er til langs eða skamms tíma eru að mati flestra alþjóðlegra stofnana nú annaðhvort dökkar eða kolsvartar.
Þveröfugt við Ísland þar sem á sama tíma eru nánast allar horfur og spár um viðsnúning, aukin hagvöxt og auknar þjóðartekjur og betri tækifæri og lífskjör, eru nú bjartar eða skínandi bjartar.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 08:02
Enn og aftur opinberar Ásmundur eigið vitsmunaleysi.
Segir: "Helsta breytingin hjá okkur verður væntanlega að vinnubrögð Alþingis geta stórbatnað og virðing þingsins farið vaxandi."
Þvílík og önnur eins steypa! Alþingi yrði svo til áhrifalaust, svona eins og héraðsþing í útnára. Öll lög yrðu send frá Brussel. Lissabon-sáttmálinn er æðri stjórnarskrám aðildarríkja.
Við gætum alveg eins lagt Alþingi niður ef við heimskuðumst inn í ESB. Elsta þing heims yrði að punti.
Það má þróa og styrkja lýðræðið á Íslandi, en það gerist ekki ef við leggjum það niður.
palli (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 08:14
Gunnlaugur, það er mikil örvænting fólgin í því að bera saman samstarf margra þjóða á afmörkuðu sviði við að fátæk þjóð lætur freistast af gylliboðum til að taka þátt í hernaðarumsvifum með því að útvega land til slikrar starfsemi á vegum erlends herveldis.
Í fyrra tilvikinu er um að ræða samstarf á jafnréttisgrundvelli sem þjóðin sjálf tekur ákvörðun um eftir að Alþingi samþykkti að sækja um aðild. ESB hefur ekki sóst eftir Íslendingum í sambandið.
Í seinna tilvikinu er um að ræða greiða smáríkis við stórveldi gegn greiðslu. Það er svo langsótt að bera þetta saman að það hlýtur að bera vott um mikla örvæntingu þess sem það gerir.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 12:03
Enn og aftur játning á að við getum ekki verið fullvalda ríki.
Elle_, 2.4.2012 kl. 12:41
Páfagaukurinn okkar heldur eigin heilaþvætti áfram og áfram og áfram.
Notar orð eins og jafnréttisgrundvöllur aftur og aftur og aftur. 0,8% vægi. Jafnréttisgrundvöllur. Jájá, whatever.
Hann opinberar ekki bara eigin heimsku heldur eigið sálfræðilegt ástand. Hann er ekki að sannfæra neinn hérna inn, svo af hverju heldur hann áfram og áfram og áfram?
Mér sýnist það bara nokkuð málefnalegt að kalla manninn geðsjúkan.
palli (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 14:00
Gunnlaugur, ESB- og evruríkin eru sjálfstæð ríki með eigin ríkisstjórn og löggjafarþing.
Það er því út í hött að bera Ísland saman við eitthvert ESB- eða evrumeðaltal. Berðu það saman við þau lönd sem við hingað til höfum borið okkur saman við.
Sem dæmi um misjafnt gengi ESB-ríkjanna þá eru lágmarkslaun í Danmörku 20 sinnum hærri en í Búlgaríu og atvinnuleysi 4% í Austurríki en 23% á Spáni.
Eins og sjá má á lista Wikipedia eru skuldir ESB-ríkja mjög mismiklar en almennt ekki neitt meiri en gengur og gerist annars staðar í heiminum.
Japan er langskuldugasta ríki heims. Aðeins örfá ESB- ríki eru skuldugri en Ísland.
http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_public_debt
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 15:14
Elle, þú ert ekki í lagi.
Það mun einmitt auðvelda okkur að vera fullvalda ríki að taka upp samstarf við aðrar ESB-þjóðir á því sviði sem ESB nær yfir. Og ekki er verra að endurheimta hluta fullveldisins í samræmi við skýrslu norsku sérfræðinganefndarinnar.
Hverjir eru "við"? Og hverjir eru "þið"?
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 17:31
Vertu sjálfur ´EKKI Í LAGI.´
Elle_, 2.4.2012 kl. 17:58
"norska sérfræðinganefndin, norska sérfræðinganefndin, norska sérfræðinganefndin"
Hefur virkilega ekkert annað að segja en eitthvað væl um einhverja "sérfræðinga",m.a. Eirík Bergman, sem segja að 0,8% vægi í ESB sé "endurheimt fullveldi".
Af hverju ekki bara að gulli muni rigna við aðild, og whatever. Svona fyrst þú ert kominn í þennan spuna, af hverju að stoppa??
Þú ert svo langt leiddur í þinni þráhyggju að það er niðurdrepandi að vita til þess að til séu jafn kolruglaðir einstaklingar eins og þú.
Þú þarft nauðsynlega að tala við geðlækna og finna réttu geðlyfin fyrir þig.
palli (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.