Breytingar í átt frá norrænni velferð vekja áhyggjur í Danmörku

Fjármálakreppan innan ESB og þær aðgerðir sem verið er að grípa til vegna hennar hafa áhrif um alla álfuna. Það er einkum krafan um niðurskurð í opinbera velferðarkerfinu og/eða krafan um niðurskurð í launamálum sem hefur vakið áhyggjur og óróleika, meðal annars í Danmörku. 

Þótt Danmörk hafi ekki tekið upp Evruna hefur danska krónan verið tengd henni og danski Seðlabankinn látið hana fylgja eftir gengi hennar (með litlum vikmörkum) í meira en áratug. Það er þó engan veginn eina ástæða þess að Danir eru nú að ræða um meiri niðurskurð en áður hefur þekkst þar í landi um áratugaskeið. Efnahagsráðstafanirnar sem þjóðir ESB hafa gripið til hafa allar byggst á slíkum niðurskurði fremur en öðrum leiðum og þetta hefur áhrif í öllum ESB-ríkjunum. Karina Rohr Sørensen, sem hefur unnið með Folkebevægelsen mod EU í Danmörku í um 20 ár, sagðist á fundi hjá Nei til EU í Noregi síðastliðinn laugardag aldrei hafa fundið fyrir eins miklum óróleika vegna efnahagsaðgerða og nú. Margir Danir óttuðust þær leiðir sem ESB vildi að löndin innan bandalagsins færu til að vinna gegn efnahagsörðugleikunum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópska seðlabankans, segir að engin undankomuleið sé fyrir ríki Evrópusambandsins frá erfiðum aðhaldsaðgerðum og að evrópska félagsmálakerfið (e. European social model) heyri nú sögunni til.„Evrópska félagsmálakerfið heyrir þegar sögunni til þegar við horfum upp á það atvinnuleysi á meðal ungmenna sem er til staðar í sumum af ríkjunum,“ er haft eftir Draghi í bandaríska viðskiptablaðinu Wall Street Journal.

Tólf ríki Evrópusambandsins eru í hættu að lenda í nýrri efnahagskrísu einkum vegna skuldastöðu þeirra og skorts á samkeppnishæfni samkvæmt nýrri skýrslu á vegum framkvæmdastjórnar sambandsins sem var birt í dag.
Ríkin sem um er að ræða eru Belgía, Búlgaría, Kýpur, Danmörk, Finnland, Frakkland, Ítalía, Ungverjaland, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð og Bretland. Fram kemur í skýrslunni að umrædd ríki þurfi að taka efnahagsmál sín til nánari skoðunar.

Minna en helmingur Dana stundar vinnu. Þetta sýna nýjar tölur frá atvinnumálaráðuneyti Danmerkur, en í upphafi ársins voru 2,7 milljónir Dana á vinnumarkaði, eða um 49% af 5.560.000 íbúum landsins.

„Það eru um 430.000 vinnufærir Danir á besta aldri sem ekki eru á vinnumarkaði, heldur lifa á bótum. Það er krefjandi verkefni fyrir stjórnmálamenn að virkja þetta fólk og að hindra, að fleiri bætist í þennan hóp,“.

Eggert Sigurbergsson, 19.3.2012 kl. 13:19

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hérna eru andstæðingar ESB að segja öðrum andstæðingum ESB það sem þeir vilja heyra. Mjög dæmigert, og mjög fyrirsjánlegt hvað úr því kemur.

Jón Frímann Jónsson, 20.3.2012 kl. 01:45

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta vilja þeir líka heyra: "Það er ekki tilviljun að eina ríkisgjaldþrot OECD skuli verða í Evruríki,og að vandamálið í heild sé hið stærsta síns eðlis í mannkynssögunni".

Helga Kristjánsdóttir, 20.3.2012 kl. 07:04

4 identicon

Það er heldur enginn tilviljun að aumasta og lélegasta hagvaxtarsvæði heims er EVRU svæðið.

Reyndar með samdrátt eða mínus 0,3% hagvöxt á síðasta ársfjórðungi s.l. árs. samkvæmt tölum frá OECD.

Sama stofnun mælir EVRU svæðið sem versta atvinnuleysisbæli í veröldinni, með 10,7% meðaltals atvinnuleysi á sama tímabili og það fer enn vaxandi !

Allar spár um hagvöxt, atvinnuleysi, og önnur lífskjör fyrir EVRU svæðið til bæði skamms og langs tíma eru annaðhvort dökkar eða kolsvartar.

Ætli það geti allt saman verið tilviljun ein ?

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 08:50

5 identicon

Lágmarkstímakaup í Danmörku er ótrúlega hátt í samanburði við önnur ESB-lönd skv nýjustu tölum Wikipedia.

Þau eru til dæmis meira en þrisvar sinnum hærri en á Íslandi þrátt fyrir að landsframleiðsla sé svipuð. Og þau eru tuttugu sinnum hærri en í Búlgaríu.

Það er því ekki skrýtið ef ESB efast um að landsframleiðslan geti staðið undir þessum háu launum og óttist að þau geti hugsanlega leitt til grísks ástands í Danmörku. 

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_sovereign_states_in_Europe_by_minimum_wage

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband