Skilyrði ESB og skilyrði Jóhönnu
15.3.2012 | 15:38
Yfirlýsing Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í markar tímamót vegna þess að með þeim er því lýst yfir að vinnubrögð ESB í samningaviðræðunum verði ekki liðin af Íslands hálfu. Orð forsætisráðherra féllu í fyrirspurnartíma þar sem Jón Bjarnason þingmaður VG spurði um skýrslu Evrópuþingsins sem var formlega samþykkt í gær.
Jón benti á að með skýrslunni hefði ESB sett skilyrði um að Ísland féllist á tillögur í makríldeilu þjóðanna í samræmi við söguleg réttindi." Sem kunnugt er þá hefur Ísland ekki söguleg réttindi til makrílveiða heldur eru þau grundvölluð á þeirri breytingu sem orðin er á lífríkinu með landnámi þessa fisks í íslenskri lögsögu. Þannig eru skilyrði Evrópuþingsins að Ísland nánast falli frá kröfu um makrílveiðar.
Svar Jóhönnu var á þá leið að hún viðurkenndir í reynd ekki að Evrópuþingið hafi sett Íslandi skilyrði eða hafi til þess nokkra möguleika. Orðrétt sagði forsætisráðherra svo:
Það er ekki líðandi af hálfu okkar að ESB sé að setja fram einhver skilyrði varðandi makrílinn í samningaviðræðum almennt um aðildarferlið. Það er okkar afstaða, hefur verið og mun verða.
Það er vitaskuld ánægjuefni að forysta ríkisstjórnarinnar standi svo einarðlega á rétti Íslands en nú skiptir líka miklu máli að þessi orð Jóhönnu séu ekki bara til heimabrúks heldur komi hún og utanríkisráðherra þeim áfram til ESB.
Athugasemdir
Kannski var þetta vanhugsað af Jóhönnu. Auðvitað viljum við öll að sögulegur réttur verði aðalviðmiðunin í aðildarviðræðunum. Annað væri nú meiri kjánalætin. Það sem snýr að okkur að sjá til þess að auðlindagjald verði tekið af fiskveiði hér við strendur og að ESB taki það til fyrirmyndar. En þetta er nú einu sinni "vinstri vaktin " sem þekkir ekki sögulegan mun á hægri og vinstri. Sennilega vegna þess að hér stýra hægri menn penna.
Gísli Ingvarsson, 15.3.2012 kl. 21:32
Hægri/vinstri er smátt og smátt að gleymast,er ofur eðlilegt þau bindast traustum böndum,þegar sótt er að fullveldi þjóðarinnar. Þá verða eftir Samfylking/ESB og allir hinir,
Allir hinir eru orðnir æði margir.
Helga Kristjánsdóttir, 15.3.2012 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.