Stórríkið á aldrei mikið handa jaðrinum
14.3.2012 | 22:06
Í framhaldi af bloggi Mikos Thedorakis í Grikklandi um meint arðrán Þjóðverja á Grikkjum er rétt að velta aðeins fyrir sér eðli stórra ríkja og efnahagsheilda. Hér inni á vefnum hafa reyndar tekið þátt bloggarar sem ekki sjá neitt fjandsamlegt evru og ESB í skrifum Theodorakis en það verður nú varla tekið alvarlega. Aðeins til að svara þessu eru birtar hér glefsur úr bloggi hins gríska listamanns.
A famine took place at the beginning of the German occupation in 1941, with 300.000 people dead in a period of 6 months. Since then, the ghost of hunger is now returning to our defamed and unfortunate country.
If one considers that the German occupation cost us one million people dead and the total destruction of our country, how is it possible for us Greeks to accept Ms Merkel's threats and the Germans' intention to impose on us a new Gauleiter... This time wearing a tie...
Ef Theodarikis á við eitthvað annað en ESB samstarfið þegar hann er að tala um afskipti Þjóðverja af Grikklandi þá er það mjög merkilegt. En hér gildir víst að hver maður er frjáls orða sinna og ekki er hægt að banna misskilning.
En áfram um Grikkland. Vinstri vaktin tekur ekki undir með Theodorakis að afskipti Evrópusambandsins séu sambærileg við hermdarverk nasista í seinna stríði. En engu að síður er hvorutveggja angi af evrópskri heimsvaldastefnu þar sem lítið verður eftir handa jaðrinum. Þó svo að við höfum nú sem betur fer góðar fréttir af evrópskum mörkuðum og meira að segja lánshæfismati Grikkja þá skiptir miklu að skilja gangverk þess sem er að gerast í Evrópu.
Í grófum dráttum er það sem gerist að þenslusvæði Evrópu hefur annan og hraðari púls en jaðrarnir og miðjan þolir þessvegna hærra gengi gjaldmiðilsins. Þegar myntin er svo eðlilega miðjustillt miðað við jaðra og þenslusvæði þá býr annað svæðið, í þessu tilviki Þýskaland, við heldur lægra gengi en hentar efnahagslegum hjartslætti þess. Jaðrarnir eru aftur á móti með heldur hærra gengi en þeir þola. Við Íslendingar sem þekkjum afleiðingar af bæði hágengisstefnu og gengishruni vitum hvað gerist. Undir lággenginu blómstra atvinnuvegirnir á kostnað launþega. Undir hágenginu blómstrar ekkert nema skuldasöfnun og innflutningur.
En eins og þeir sem lesa grein Thedorakis sjá þá deilir hann ekki þeirri skoðun flestra að Grikkir hafi safnað of miklum skuldum og ekki framleitt nógu mikið. Hann sér þróun síðustu ára aðeins sem samsæri. Hann er sár fyrir hönd síns lands. Og heitar tilfinningar hans kallast á við heitar tilfinningar Þjóðverja sem blogghöfundur hitti í Berlín á síðastliðnu sumri. Þeir voru ákveðnir í að borða ekki á grískum veitingastöðum og tilheyrðu vaxandi hreyfingu Þjóðverja sem segjast ekki ætla að borga Grikkjum tvisvar! Þeir horfa fyrst og fremst á afskriftir skulda og björgunarsjóði ESB sem Þjóðverja hafa lagt stórfé til.
Frá sjónarmiði grískrar sögu og menningar er hið kapítalíska samstarf Evrópu, eins og Mikis Theodorakis segir, eitt samsæri. Kannski að einhverju leyti unnið af óvitum í stjórnmálastétt en engu að síður samsæri. Við heyrum stundum þau rök gegn evrunni að hún gangi ekki ekki nógu vel því að fólk í Evrópu sé ekki nógu færanlegt, sé ekki til í að fara úr einu atvinnuleysislandi yfir í land þar sem þenslan nemur stað. En hvað er þá verið að segja, að þúsunda ára menningarríki séu sá skítur sem megi sem hægast fórna á altari kapítalískrar markaðshyggju. Það sé í lagi að fólksfjöldinn færi sig bara. Bara til að tryggja betri lífskjör og meiri neyslu.
Endum þetta á tilvitnun í gríska bloggarann sem fá hárin til að rísa, ekki síst í ljósi þeirrar sögu sem gengið hefur yfir nágrannalönd Grikklands í Austur Evrópu.:
At this point in time, I have devoted all my efforts to an attempt to dynamically unify the Greek people. I am trying to convince them that IMF and Troika is not a one-way street, that there is an alternative solution. And that solution is to radically change the course of our nation and turn towards Russia for economic co-operation and the setting up of joint ventures in order to exploit our natural wealth under beneficial terms that will safeguard our national interests.
Athugasemdir
Í þessum texta Theodorakis, sem Vinstrivaktin vitnar í, kemur fram mikil óánægja með meintar hótanir Merkel og meint áform Þjóðverja um að senda Grikkjum þýskan "landstjóra".
Óánægjan er sett í samhengi við hernám þjóðverja í seinni heimsstyrjöld og mikla hungursneið í kjölfarið en ekki á neinn hátt við framkomu þeirra í hremmingum Grikkja undanfarið.
Það verður því ekki séð að Theodorakis sé með þessum tilvitnaða texta að kenna þjóðverjum eða ESB um hremmingar þeirra síðustu misserin.
Hins vegar eru hann að gefa í skyn að Þjóðverjar eigi Grikkjum skuld að gjalda vegna mikils hungurdauða eftir hernáms Þjóðverja 1941.
Meintar hótanir Merkel ganga væntanlega út á að reka Grikkland úr myntbandalaginu og jafnvel ESB ef þeir standa ekki við skilyrðin fyrir lántökunni.
Theodorakis virðist hins vegar vilja að Grikklands sé þar innanborðs á báðum stöðum. Hann hefur greinilega ekki orðið þess var, eins og Vinstrivaktin, að evran henti ekki Grikkjum.
Því verður ekki trúað að gríska þjóðin eða hluti hennar þurfi að búa við hungursneyð næstu mánuði eða ár.
Ef gríska ríkið getur ekki haft sama hátt á og ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms að láta það hafa algjöran forgang að tryggja fólki lágmarksframfærslu, hljóta hjálparsamtök eins og Rauði krossinn að koma til hjálpar með almennri söfnun.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 00:45
Helsti kostur evrunnar umfram minni gjaldmiðla er meiri stöðugleiki. Stöðugleikinn er ekki síður eftirsóknarverður fyrir jaðarríki evrusvæðisins en önnur evruríki.
Gengi gjaldmiðla sveiflast að öðru jöfnu meira eftir því sem þeir hafa minni útbreiðslu. Slíkum sveiflum fylgir meiri verðbólga þar sem verðlag og laun hafa tilhneigingu til að hækka þegar gengið lækkar án þess að þróunin gangi tilbaka þegar gengið hækkar.
Það fylgir evrunni að hver þjóð getur ekki hagað gengi gjaldmiðilsins eftir eigin höfði. Það má hins vegar lita á það sem kost frekar en galla því að þannig eru gerðar meiri kröfur til vandaðrar hagstjórnar stjórnvalda til hagsbóta fyrir almenning.
Stjórnvöld geta þá ekki lengur varpað vandanum vegna eigin mistaka yfir á almenning með gengisfellingum.
Vönduð hagstjórn er ekki flókið fyrirbæri. Hún gengur út á að leggja fé til hliðar og minnka skuldir, hækka skatta og draga úr opinberum framkvæmdum í þenslu til að hafa fé til ráðstöfunar og geta lækkað skatta og aukið opinberar framkvæmdir í samdrætti.
Það sem helst torveldar vandaða hagstjórn er þegar stjórnmálamenn fara að stunda lýðskrum. En með evru læra þeir og almenningur fljótlega að það kemur þeim í koll. Þeir verða því að hætta þeim ósið almenningi til mikilla hagsbóta.
Sami gjaldmiðill getur vel hentað ríkjum með mismunandi miklar tekjur. Þær verða aðeins að gæta þess að lifa ekki um efni fram og búa í haginn fyrir mögru árin þegar vel gengur.
Þó að stærri gjaldmiðlar sveiflist minna en þeir minni eru töluverðar sveiflur á evru einkum vegna þess að bankaríkjadollar á undir högg að sækja.
Þessar sveiflur skipta þó evruríkin takmörkuðu máli vegna þess hve mikil viðskipti þeirra eru innbyrðis. Gensisfellingar eru neyðarúrræði sem best er að komast hjá með góðri hagstjórn.
Auk þess hafa þær ekki tilætluð áhrif ef vandinn er of miklar erlendar skuldir eins og í Grikklandi. Erlendar skuldir hækka nefnilega með gengisfellingu gjaldmiðilsins.
Vegna þess hve örsmár gjaldmiðill íslenska krónan er er sérstaklega mikill fengur fyrir Íslendinga að taka upp evru.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 16.3.2012 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.