VG í Suðurkjördæmi vill stöðva ESB vegferðina

Aðalfundur kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi haldinn á Selfossi 10. mars 2012 leggur áherslu á að þingflokkur VG stigi á yfirstandandi þingi afgerandi skref í þá á að stöðva vegferð og aðlögun Íslands að Evrópusambandinu.

(Flutningsmenn: Hallur Björgvinsson, Kjartan Ágústsson, Valgeir Bjarnason, Þorsteinn Ólafsson og Bjarni Harðarson.)

Þannig hljóðar ályktun sem sunnlenskir VG liðar samþykktu um helgina. Í umræðu um málið kom skýrt fram að hér er ekki tekin efnisleg afstaða til þess hvort efnt skuli til almennra kosninga eða bundinn skuli endi á ESB vegferðina með einfaldri tillögu Alþingis um að hætta viðræðunum. Það er útfærsluatriði sem fundurinn eftirlét þingflokki VG.

Tillagan tók m.a. mið af almennum varnaðarorðum Svandísar Svavarsdóttur sem ávarpaði fundinn. Þar benti ráðherrann á að nú væru í reynd aðeins nokkrir dagar eftir til að flytja þingmál sem fengju venjubundna afgreiðslu stjórnarflokkanna. Stjórnarfrumvörp sem eiga að fá þinglega á yfirstandandi þingi án þess að til afbrigða komi, verða að koma fram fyrir marslok.

Frumvörp sem færast yfir á næsta vetur geta vissulega orðið að lögum og fengið eðlilega þingmeðferð en þau eru að engu að síður undir þá sök seld að vera til afgreiðslu á kosningavetri. Það vita allir sem eldri eru en tvævetur í pólitík að kosningaþing eru ekki lík öðrum þingum.

ESB málið lýtur þessum lögmálum jafnvel enn frekar en venjuleg innlend þingmál. Ágreiningur stjórnarflokkanna um málið mun verða enn harðari og erfiðari á síðasta vetri fyrir kosningar og aðstaða VG til að fara í kosningar með ESB umsóknina opna eru ekki góðar. Það er þessvegna brýnt fyrir VG að höggva á ESB hnútinn á allra næstu dögum.

Áskorun kjördæmisráðsins í Suðurkjördæmi sem flutt var af fimm félögum í VG er mikilvægt innlegg í baráttunni gegn ESB hraðlestinni en ekki síður brýnt pólitískt hagsmunamál þingflokks VG. Nú er að sjá hvernig þingflokkurinn tekur þessari áskorun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Who cares.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.3.2012 kl. 16:07

2 identicon

Já var það ekki:

Ómar Bjarki Kristjánsson hinn alþekkti og alræmdi þjóðhatari og ESB aftaníossi og taglhnýtingur ESB stjórnsýslu apparatsins sagði bara uppnuminn af sjálfsupphafningu, "Who Cares" í yfirgengilegum ESB hroka sínum.

Hann á rækilega eftir að fá að hefnast fyrir stanslaus þjóðsvik sín og þetta ótakmarkaða og stanslausa hégómlega ESB daður sitt og það fyrr en seinna!

"Hefnist þeim er svíkur sína huldumey, honum verður erfiður dauðinn" - SAGÐI SKÁLDIÐ SJÁLFT !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 17:22

3 Smámynd: Elle_

Hey you, Ómar Kristjánsson.  Since you think you´re so cool, couldn't you change your name?  Omar Christiansen sounds OK to me and better still: Vidkun would be splendid for a man like yourself. 

Plus you could always move and change your citizenship.  That is, if any state will have you of course.  I rather doubt that though.  You're too miserable.   

You have no business left here in Iceland which you hate except to bother everybody and I promise we won´t miss you.  Not at all.  I will personally pay for your flight.  ONE WAY, NATURALLY. 

Elle_, 13.3.2012 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband