Varanleg lausn á ESB málum!

Hér á landi heyrist stundum sú skoðun að það þurfi að skera úr um ESB málið í eitt skiptið fyrir öll. Staðreyndin er að í lýðræðislegu og frjálsu samfélagi er sem betur fer aldrei um slíkar lausnir að ræða. Það er ekki hægt að útrýma hugsjónum, pólitískum spurningum eða baráttumálum.

Þó svo að þjóðin kjósi um aðild að ESB og hafni henni er málið fráleitt úr sögunni. Áfram verða til einstaklingar sem vilja að Ísland gangi í ESB og það fólk á allan rétt á að berjast fyrir hugsjónum sínum.

Fari nú svo að aðildarsamningur við ESB verði lagður fyrir þjóðaratkvæði og hafnað þar með til dæmis 60% nei atkvæðum á móti 40% jái, þá er það auðvitað stór sigur okkar nei-sinna. En það að 40% vilji ganga í ESB gefur ESB sinnum líka tækifæri til að berjast fyrir því að fá málið tekið upp aftur. Sá sem hefur 40% fylgi er langt því frá að vera dæmdur úr leik.

Næsta skref heiðarlegra ESB sinna væri þá vitaskuld að komast að því hverju þurfi að breyta í nýfelldum samningi Íslands og ESB til þess að hann yrði samþykktur. Hvað vantar til að sjötti partur nei-atkvæðanna breytist í já!?

Þetta er í raun og veru algerlega lýðræðislegur og eðlilegur pólitískur leikur meðan ekki koma til milljarðar af erlendu fé til að skekkja myndina. Og meðan allir koma heiðarlega fram í þeim slag sem hlýtur að vera um þetta mál. Þannig standa Samfylkingarmenn fremst í baráttunni sem einarðir ESB sinnar og við því er ekkert að segja. Forsætisráðherra hefur óneitanlega nokkuð til síns máls þegar hún segir að hennar flokkur sé sá eini með skýrar línur í ESB málinu.

En því miður er maðkur í mysunni því allstór hópur í Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, VG og utan flokka gera í þessu máli einkennilegar kröfur. Þessi hópur gengur fram og segir, við verðum að ljúka viðræðum við ESB, við verðum að semja við Evrópusambandið af því að við viljum alls ekki ganga í Evrópusambandið. Við verðum að taka við fé frá ESB sem liðkar hér fyrir aðlögun Íslands að ESB, af því að við viljum varanlega lausn ESB málsins. Við verðum að rannsaka með opnum huga hvort það sé örugglega ekki eitthvað gott við að ganga í ESB, af því að við erum hinir hjartahreinu lýðræðissinnar þessa lands. Aðeins með því að ganga nú með ESB til enda á þeirri aðlögunarbraut sem ESB markar okkur getum við varist ESB!

En auðvitað er eðlilegra er að eftirláta ESB sinnum slík baráttumál. Þeir sem eru á móti ESB aðild eiga vitaskuld að berjast á móti aðild og allri aðlögun Íslands að ESB.

Er það ekki augljóst?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú svo sannarlega. Og allt er heiðarlegt meðan ekki er borið áróðursfé á íslendinga til að véla þá inn.  Og ekki mál gleyma hálfsannleika og lygi stjórnvalda til að fegra hlutina.  Það er óþolandi að mínu mati.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2012 kl. 12:11

2 identicon

Af hverju eru vinstri menn á móti ESB?

baldurkr (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 12:24

3 identicon

Hárrétt hjá þér Bjarni. En má ég benda á nokkur atriði?

Evrópa er sá hluti jarðar sem er næstur okkur.

Fólkið í Evrópu er það fólk sem er hvað næst okkur í menningarlegu tilliti.

Þróun mála í Evrópu skiptir okkur miklu máli.

Hvort sem að við göngum í ES eða ekki munu viðskipti við ES verða stærsti viðskiptaaðili okkar.

Íslendingum er ómögulegt að lifa og dafna án viðskipta og heilbrigðra tenglsla við önnur lönd.

Margir Íslendingar vilja halda fullveldi sínu án þess að vita nákvæmlega hvað það þýðir.

Innganga í ES mun ekki leysa öll vandamál okkar.

Ef við hugsum um hagsmuni barna og barnabarna okkar og viljum að þau hafi sem besta framtíð og að þau lendi ekki í sama eilífðarbasli og við og kynslóðirnar á undan okkur er þá ekki sanngjarnt að við reynum að ná hagstæðum samningum við ES?

Kær kveðja,

Ingi

Agust Ingi Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 12:39

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er svo merkilegt að ESB sinnar hamra á því að við munum einangrast frá Evrópu ef við göngum ekki inn í ESB.  Þetta er fjarri lagi.  Það sem við seljum þeim m.a. gegnum EES samninginn er vara sem þeir eru búnir að venja sig á og vilja neyta.  Evrópuríkin hvert um sig fer ekki í frávísunarleiðangur gegn Íslandi þó við gerumst ekki aðilar að Evrópusambandinu.  þeim er nákvæmlega sama, það eru Sambandi sjálft kommisserarnir í Brussel sem endilega vilja okkur inn, vegna þess sem við höfum af náttúruauðindum.  Allir sem ég tala við og hef samband við í Evrópu vara okkur hins vegar algjörlega við að ganga inn í Sambandið, segja að við höfum ekkert þangað að gera.   Þetta með einangrunina er því heimskulegur hræðusluáróður og ekkert annað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2012 kl. 13:17

5 identicon

Neinei, Jón Ásmundur Frímann kominn með nýtt andlit. Sæll Ágúst Ingi. Þú kvakar sömu hljóð og þín fyrri alter-egó, enda með sama baunaheila.

"Íslendingum er ómögulegt að lifa og dafna án viðskipta og heilbrigðra tenglsla við önnur lönd"

Við fórum nú úr einu fátækasta landi í Evrópu yfir í eitt ríkasta land í heimi.

Án ESB og með krónu.

palli (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 13:40

6 Smámynd: Elle_

INGI SKRIFAÐI:

>Evrópa er sá hluti jarðar sem er næstur okkur.

Fólkið í Evrópu er það fólk sem er hvað næst okkur í menningarlegu tilliti.

Þróun mála í Evrópu skiptir okkur miklu máli.<

-----------------------------------------------

NEI, álfan Ameríka er næst okkur.

Ekki þitt að dæma hvaða fólk er næst OKKUR menningarlega eða öðruvísi og eg harðneita þessu. 

Þróun mála í Evrópu skiptir OKKUR miklu máli??  HVAÐ OKKUR

Elle_, 11.3.2012 kl. 14:30

7 Smámynd: Elle_

- - - HVAÐA OKKUR?

Elle_, 11.3.2012 kl. 14:31

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Forfeður okkar voru mörg hundruð árum á undan öðrum flóttamönnum vestur yfir hafið frá Evrópu.    Gömlu evrópsku kóngunum tókst samt að ná í skottið á þeim síðar og gera nýja landið að eigin skattlandi.  

Ein af hinum mörgu blóðugu styrjöldum hjá þessum evrópsku yfirráðaseggjum varð til þess að íslenskum  tókst að slíta tengslin - fyrir aðeins 70 árum.

Við getum með sanni sagt að stríðið um Ísland standi enn yfir, meira en þúsund árum síðar.

Það tók aðra vesturheimsflóttamenn aðeins örfá árhundruð að hrista af sér ásælni gömlu nýlenduríkjanna í Evrópu.

Kolbrún Hilmars, 11.3.2012 kl. 15:47

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvað er Evrópsk menning, í raun? 

Hvernig koma bankerfis-falsaðir tölvupeningar Evrópskra/Bandarískra Seðlabanka út, í heiðarlegri, réttlátri og raunverulegri athugun, í menningarlegu og velferðartengdu samhengi?

Hvers vegna samræmast mínar skoðanir að mörgu leyti menningu frá öllum heimshornum, þótt ég búi í Evrópu, og hafi alla tíð gert í þessu lífi?

Er ekki tímabært að skoða raunveruleikann með óháðum augum, og fyrir utan áróður fjárglæfra-klíkunnar óábyrgu og sjúku í heiminum?

Réttlæti er ekki hægt að kaupa fyrir neitt í veröldinni, og síst af öllu fyrir falsaða peninga í fölsuðu stjórnsýslu-fjármálakerfi heimsins.

Lög og réttur eiga að koma í veg fyrir þannig falska peningaprentun, og vanþroska-verk siðblindrar og sjúkrar heimsmafíu-stjórnenda.

Kannski munum við einhvertíma fá að vita hver hótaði hverjum, og með hverju, til að svíkja allar sínar sannfæringar, og samborgarana.

Lyfjamafía heimsins mun ekki koma vel út úr þeirri opinberun, ef hún mun einhvertíma eiga sér stað. Enn hafa fáir þorað að koma staðreyndum á netið, og engum sem það reyna, er raunverulega trúað. Það er skiljanlegt að fólk óttist að segja sannleikann, þegar maður reynir að setja sig í spor þeirra sem hafa verið notaðir, og hótað til svikaverkanna.

Það er engin önnur lausn í boði lengur í fallandi svikafjármálakerfi heimsins, en að segja eftir bestu getu frá hvernig svikakerfið virkar. Það verður að hugsa þetta allt mjög djúpt, og af heiðarleika og réttlæti fyrir alla.

Við megum ekki láta slátra öllu lífi á jörðinni með aðgerðarleysi, vegna ótta við sjúk, svikul og stórhættuleg heimskúgunar-fjármálaöfl.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.3.2012 kl. 17:46

10 identicon

Kolbrún. þú ert ekkert að fela það að þjóðremba stjórnar afstöðu þinni til ESB en ekki  hagur komandi kynslóða á Íslandi.

Þjóðremban er blind. Hún gerir engan greinarmun á fullveldisafsali eins ríkis til annars ríkis sem fær full yfirráð yfir því og samvinnu margra þjóða á afmörkuðu sviði sem hver þjóð getur gengið út úr ef henni sýnist svo.

Svo lokarðu augunum fyrri þeirri staðreynd að meira fullveldisafsal fylgir EES-samningnum en ESB-aðild ef menn á annað borð vilja tala um fullveldi í þessu samhengi. 

Þjóðremba er arfur frá sjálfstæðibaráttunni frá fyrri hluta síðustu aldar. Þá var hún æskileg ef ekki nauðsynleg. Nú er hún þeim sem eru haldnir henni aðeins fjötur um fót.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 18:30

11 identicon

Fyrir utan hvað þetta er ójafn leikur, þá er það ólýðræðislegasta við þessa ESB umsókn og aðildarferlið, að hér er það látið líðast að ESB fær hér algerlega óhindrað og eftirlitslaust að bera hér fé á einstaklinga og félagasamtök. Þeir hafa nú sett um 230 milljónir króna í opnun sérstakrar "Evrópustofu" sem auðvitað ætti frekar að heita ESB stofu.

Þeir hafa þegar opnað hér sendiráð með fjölmennu starfsliði og sérstökum sendiherra.

Ekki veit ég til að þetta hafi verið í stjórnarsáttmálanum og aldrei var Alþingi spurt eins né neins um þessar ólöglegu og algerlega ólíðandi aðfarir ESB, við að reyna hafa hér áhrif með beinum hætti á skoðanamyndun almennings í landinu.

Hér í upphafi var okkur sagt að passað yrði uppá að fyllsta hlutleysis og jafnræðis yrði gætt. Þannig yrði báðum fylkingum, með og móti aðild útvegaðar jafháar fjárhæðir af almannafé til þess að kynna mismunandi sjónarmið sín til ESB mála.

Það hefur að vísu verið gert, en það eru bara smáaurar við það gríðarlega fjármagn sem ESB kemur svo með til viðbótar, flestum að óvörum og eingöngu til þess að styðja við ESB aðild.

Þetta er fyrir utan þessa svokölluðu aðlögunarstyrki sem ESB valdið smyr nú þykkt yfir þjóðfélagið, sem nema um 5 milljörðum króna.

Þá eru ótaldar allar lúxus boðsferðirnar til Brussel þar sem fjölmiðlafólk og framámenn atvinnulífsins, verkalýðsforkólfar og háskólaelítan hefur farið í þúsundum saman þar sem ESB sýnir þeim aðeins sparihliðina á öllum sínum óskeikulleika.

Fyrir utan að margir hafa bent á með sterkum rökum að þá brýtur þetta augljóslega í bága við íslensk lög.

Þá er þetta háttarlag og að stjórnvöld skuli þegjandi leyfa þennan ósóma, líka þvílíkur yfirgangur og frekja og hrein ögrun við okkur hinn þögla meirihluta sem erum andvíg ESB stjórnsýslunni og aðild Íslands að þessu Yfirríkjabandalagi.

Ekki heyrist hósti eða stuna í framámönnnum VG, þeir virðast ætla að láta Samfylkinguna enn og aftur valta yfir sig í þessu máli. Það hefur svo sem heldur ekki heyrst mikið í þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem flestir segjast alla vegana vera andsnúnir ESB aðild.

Ég veit að Innanríkisráðuneytið er nú með þetta til skoðunar eftir vel rökstutt erindi og kvörtun Frosta Sigurjónssonar.

Hvað ætli Ögmundur geri. Beri þetta undir Össur hinn "skarpa" eða stingi þessu ofan í skúffu eða hvað ?

Mér finnst það liggja alveg ljóst fyrir að íslensk lög banna svona einhliða áróður, undir yfirskyni einhverrar kynningar starfssemi. Það kom strax fram á fyrsta fundi Evrópustofu á Akureyri, þar sem sendiherra mærði ESB og allir frummælendur voru beinn og óbeinn áróður fyrir ESB aðild þjóðarinnar.

En ef Innanríkisráðuneytið, Ömmi og hans sérfræðingar fara undan í flæmingi og segja að íslensk lög séu ekki nógu sterk eða skýr þannig að hægt sé að taka á þessu.

Þá hljóta bara Ögmundur og aðrir þingmenn VG að taka saman með öðrum ESB andstæðingum og sönnum lýðræðissinnum á Alþingi og setja þegar í stað lög sem taka algerlega á því að svona ójöfn og einhliða mismunun og frekleg afskipti erlendra aðila og ríkjasambands af innanríkismálum þjóðarinnar séu gerð algerlega ólögleg.

Samfylkingin gæti í raun ekkert sagt við þessu, því að þetta kemur ESB umsókninni í sjálfu sér ekkert við og ekki er þetta heldur í stjórnarsáttmálanum.

En það gæti svo sem verið að þeir myndu gera allt vitlaust yfir þessu. Því að hingað til hafa þeir kúgað VG og hreinlega haft þau í vasanum í þessum ESB málum.

Ég tel þetta reyndar vera allra síðasta tækifæri forystu VG til þess að spyrna eitthvað við fótum í þessu hroðalega ESB umsóknarferli.

Allar leiksýningar rétt fyrir kosningar myndu ekki líta út fyrir að vera trúverðugar, eftir allan undirlægjuháttin sem á undan hefur gengið.

Ef forysta VG er einhver alvara um ESB andstöðu sína þá notar hún þetta tækifæri nú til þess að reyna að vinna eitthvað til baka það traust og eitthvað af þeim fjölmörgu kjósendum sem hafa yfirgefið flokkinn einmitt vegna vonbrigðanna með kosningasvik forystunnar í ESB málinu og hversu hörmulega flokksforystan hefur haldið á því máli frá upphafi til enda.

Geri hún það ekki, þá flýtur hún steinsofandi að feigðarósi, því að þá er forystunni ekki viðbjargandi og flokknum mun ekkert bíða annað en fyrirsjánlegt en verðskuldað afhroð í næstu þingkosningum.

Vilja þeir það ?

Hvað segið þið á Vinstri Vaktinni um þetta ?

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 18:38

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur minn - hver sagði að ég væri hrifin af EES?

Kolbrún Hilmars, 11.3.2012 kl. 19:06

13 identicon

Kolbrún, við erum í ESS.

Viltu að Ísland segi upp EES-samningnum?

Hefurðu hugsað út í hvað það þýðir?

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 19:41

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já við báðum spurningum.

Ég vil fá tvíhliða samning við ESB líkt og Sviss hefur og Norðmenn eru nú líka farnir að hugleiða.

Kolbrún Hilmars, 11.3.2012 kl. 19:52

15 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur Ingvason, Ég vænti þess að þú hafir sönnun fyrir þeim fullyrðingum sem þú setur fram hérna. Ef ekki. Þá ertu bara ótýndur lygari og ekkert að marka það sem þú segir. Ekkert frekar en aðra vitleysinga sem tjá sig hérna gegn væntanlegri ESB aðild Íslands.

Jón Frímann Jónsson, 11.3.2012 kl. 19:57

16 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Frímann, slakaðu nú bara á og njóttu þess að búa í faðmi ESB.

Þakkaðu svo pent fyrir í hverri kvöldbæn að vera laus við þessa lygara og vitleysingja hér norður í hraglandanum.

Kolbrún Hilmars, 11.3.2012 kl. 20:10

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kolbrún Góð!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2012 kl. 20:12

18 Smámynd: Elle_

Palli var glöggur að ofan með &#39;nýja andlitið&#39;.  Hrollvekjandi svipað.  En ekkert sem Kolbrún sagði lýsti &#39;þjóðrembu&#39; eins og &#39;L-Mundi&#39; fullyrti með sinni eilífu BRUSSEL-REMBU.  Maður má víst ekki segja sannleikann um evrópska YFIRGANGINN.  Og Jón Frímann heldur sig hafa efni á að uppnefna Gunnlaug??

Elle_, 11.3.2012 kl. 20:37

19 identicon

@ Jón Frímann.

Mér dettur ekki í hug að reyna að rökræða við þig hvorki hér eða annarsstaðar.

Með hroka og dónaskap byrjar þú á að kalla mig ótýndan marklausan lygara og vitleysing, reyndar ásamt öllum þeim sem hér voga sér að tjá sig og skrifa gegn "væntanlegri" ESB aðild !

Marg sinnis áður hefur þú á síðu Evrópusamtakanna kallað mig og alla andstæinga ESB aðildar öllum illum nöfnum svo sem, lygara, vitleysinga, fávita og líka fasista og nasista.

Þér er ekki við bjargandi og svona sóða- rógs skrif eins og þú stundar eru ekki svaraverð og lýsa best þér sjálfum en ekki þeim sem þú reynir að traðka niður í skítinn !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 21:05

20 Smámynd: Elle_

Íhlutunarstofan brýtur í bága við stjórnarskrána, æðstu lög landsins, og ætti að loka strax hvað sem Jón Frímann kallar &#39;ótýndar lygar&#39; eða &#39;ótýnda lygara&#39;.  Hann getur verið &#39;ótýndur lygari&#39; sjálfur.  Minni líka á kæru Lofts og Péturs gegn íhlutuninni. 

Persónulega er mér nákvæmlega sama hvað verður um VG eða hina pólitísku flokkana.  Íhlutunina á að stoppa núna til að verja fullveldið og lýðveldið.  Skítt með VG með núverandi lið í alþingi innanborðs.  VG mun ekki ná sér aftur á strik hvort eð er með þau þarna.   

Elle_, 11.3.2012 kl. 21:39

21 Smámynd: Elle_

Og brýtur ekki fáráðsumsóknin sjálf í bága við stjórnarskrána?

Elle_, 11.3.2012 kl. 21:49

22 identicon

Kolbrún, valið snýst um ESB-aðild eða áframhaldandi EES-samning. Ég verð allavega ekki var við neina andstöðu að ráði við EES-samninginn.

Meira fullveldisafsal fylgir EES svo að með ESB-aðild endurheimtum við hluta fullveldisins ef þú vilt nota orðið fullveldi í þessu sambandi.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 22:38

23 identicon

Andstaðan við kynningu ESB á sjálfu sér er vægast sagt furðuleg.

Svona kynning hefur farið fram mjög lengi hjá þjóðum sem eru að sækja um ESB-aðild og þykir auðvitað sjálfsögð. Kynningin er boðin út. Þeir sem fá verkið verða að hlíta mjög ströngum skilyrðum um hreint upplýsingagildi.   

Hverjir aðrir ættu svo sem að að geta kynnt sambandið? Örugglega ekki andstæðingar aðildar sem vita greinilega lítið og halda auk þess úti miklum blekkingaráróðri.

Ég sem Íslendingur tel það vera minn lýðræðislega rétt að fá upplýsingar sem ég get treyst áður en ég greiði atkvæði. 

Það er vissulega réttur annarra að greiða atkvæði án þess að vita neitt um hvað er kosið. En þeir hafa engan rétt til að ræna aðra þeim möguleika.

Varðandi kostnaðinn þá er auðvitað sanngjarnt að þegar tveir eru að semja sé kostnaðinum skipt á milli þeirra.

Kynning á ESB er auðvitað ekki afskipti erlends ríkis af íslenskum innanríkismálum.

Ísland er að sækja um ESB-aðild og það er ekki bara í þágu þjóðarinnar að fá þessa kynningu. Hún er nauðsynleg fyrir alla sem taka kosninguna alvarlega.

Það er því yfirgengileg örvænting fólgin í því að reyna að fá Ögmund til að stöðva kynninguna. Þannig endurspeglast örvæntingin í algjörum dómgreindarbresti.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 23:05

24 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, ég var búin að heita því að rökræða ekki við þig framar um ESB. En þú átt það til að vera kurteis, svo ég svara þessu ávarpi. Ætla þó ekki að rökræða, heldur fullyrða.

Við eigum að halda okkur eins fjarri þessu ESB apparati og við mögulega getum!

Kolbrún Hilmars, 11.3.2012 kl. 23:09

25 identicon

Nei, Kolbrún, þvert á móti er ESB tækifæri sem við verðum að grípa meðan það gefst.

Ein á báti, örríki án bandamanna með ónýta krónu, sem er eins og korktappi í ólgusjó, er mikil fífldirfska sem mun hafa alvarlegar afleiðingar. Næsta hrun verður verra en 2008 enda skuldar ríkið nú miklu meira.

Það segir sig sjálft að hrun með krónu sem gjaldmiðil er miklu líklegra en með evru. En þar að auki sýnir reynslan af Grikklandi að í ESB fáum við dygga aðstoð ef illa fer.  

Það er nákvæmlega ekkert að óttast í ESB. Það sýnir reynsla annarra þjóða. Tortryggni, vanmáttarkennd  og jafnvel paranoja (skrímslið) eiga ekki við nein rök að styðjast.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 23:48

26 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, það er ekki hvetjandi að ESB sé tækifæri sem þurfi að grípa meðan það gefst. Svoleiðis segir sölumaður bara þegar hann selur síðustu eintök af vöru sem hætt er að framleiða!

Kolbrún Hilmars, 12.3.2012 kl. 00:20

27 identicon

Kolbrún, alveg rétt, en þú gleymir því að ég er enginn sölumaður heldur kaupandi.

Það sem ég á við er í fyrsta lagi að það er mjög sérstakt tækifæri að geta gerst aðili að ESB vegna þess að ef við værum staðsett í annarri heimsálfu hefðum við ekki tækifæri til að taka upp samstarf um efnahagsmál við fjölda annarra þjóða á jafnréttisgrundvelli.

Í öðru lagi á ég við að ef við höfnum þessu tækifæri núna er ekki víst að það bjóðist aftur vegna þess að við getum farið mjög illa út úr því að vera ein á báti með ónýtan gjaldmiðil.

Í þriðja lagi er ESB sérstaklega mikill fengur fyrir örríki eins og okkur. Það er ekki bara vegna þess að við getum ekki haldið úti nothæfum gjaldmiðli heldur er okkar löggjöf um efnahagsmál mikil hrákasmíð. Góð síbreytileg löggjöf í takt við tímann er örríkjum ofviða.

Vegna ófullkominna laga og vegna þess að allir þekkja alla þrífst hér mikil spilling sem við kæmumst ekki upp með í ESB. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 01:15

28 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hvet ALLA SANNA ESB ANDSTÆÐINGA að forðast þessa FÖLSKU VINSTRIVAKT GEGN ESB! Vinstrisinnar eru upp til hópa öfga-alþjóðasinnar,
og það er á þeirra ábyrgð að þeirra TÆRA  VINSTRISTJÓRN sú fyrsta í sögu
lýðveldisins, kom ESB-lestinni af stað!  ILLU HEILLI. Enda hafa vinstrisinnar
ÆTÍÐ barist gegn þjóðlegum gildum og viðhorfum.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.3.2012 kl. 01:47

29 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

BaldurkEru vinstrimenn á móti ESB?  Hvað er Samfylkingin? Hún er sósíalistaflokkur. Vinstri fattarðu?  Félagshyggja er orð sem bráðnar eins og marens í munni, en það er nýdiktuð þýðing á orðinu socialism. Vissirðu þetta ekki?

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2012 kl. 03:45

30 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guðmundur Jónas. Þú ert brandari.  Það tekur engin mark á þér og hinum hlægilega sérvitringahóp sem kalla sig hægri græna. Þú ert ljóður á allri andstöðu við ESB og gjaldfellir þá baráttu í hvert skipti sem þú opnar á þér túllann.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2012 kl. 03:51

31 Smámynd: Laxinn

Staðreyndin er sú að fiskurinn í sjónum verður bara verðmætari og verðmætari þar sem hann er takmörkuð hrávara. Þó er takmörkunin einungis fyrir hvert ár, þannig að hann er eins og gullnáma sem fyllist einu sinni á ári.

Matvælaverð fer hækkandi í heiminum og mun halda áfram að hækka þar sem fólki fjölgar bara og væntanlegt er að stór hluti "þriðja heimsins" muni ná okkur í velsæld á þessari öld.

Haldið þið að smáríki eins og Qatar eða UAE myndu vilja ganga í Evrópusambandið? Eða Norðmenn? Af hverju ekki? Því allar þessar þjóðir eiga sínar verðmætu auðlindir sem allir hinir eru háðir, alveg eins og við.

Laxinn, 12.3.2012 kl. 04:33

32 identicon

@ Ásmundur Harðarson. Þú telur það vera þinn lýðræðislega rétt að fá þær upplýsingar um ESB þar sem að þú getur treyst upplýsingagjöfinni hvað best, eins og þú segir. Ég tel það hinns vegar mjög ólýðræðislegt að annar aðilinn í þessu máli geti hömlulaust í krafti gríðarlega fjármuna sinna, haldið hér einni hlið að fólki til þess að hafa áhrif á skoðanamyndun íslendinga og skapa jákvæða mynd af öllu sem ESB gerir.

Auðvitað er þetta alls ekkert hlutlaus eða hlutlæg upplýsinga veita.

Það hefur strax komið í ljós, þetta er beinn og óbeinn áróður fyrir ESB valdið í Brussel og þeirra hömlulausa ágæti og óskeikulleika í öllu.

Einn bloggari hér sendi inn fyrirspurn til Evrópustofu strax og hún opnaði fyrir meira en mánuði síðan. Spurningin var einföld og skýr:

"Getið þið upplýst mig um helstu ókosti ESB og hvernig þessir ókostir myndu snerta Ísland ef þjóðin gengi í ESB"

Ekkert svar hefur auðvitað borist við þessari spurningu hans og við því er auðvitað ekkert að búast !

Þeir eru hér eingu til þess að selja íslendingum meinta kosti ESB !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 09:06

33 identicon

Þeir sem&#x3000;eru í vafa um að við höldum okkar fiskveiðiréttindum eftir inngöngu í ESB ættu að kynna sér reglur ESB hvað þetta varðar og bíða svo eftir samningnum og sjá hvað er í boði.

Ég minni á að skv reglum ræður veiðireynsla aflaheimildum. Við einir höfum veiðireynslu í íslenskri landhelgi síðustu áratugina.&#x3000;

Þegar við bætist að mest er þar af staðbundnum stofnum er hægt að vera bjartsýnn á að varanleg sérlausn fáist í samningum&#x3000;hvað þetta varðar enda sérstaða okkar mikil.

Þá þurfa menn ekki á óttast að lögum um hlutfallslegan stöðugleika verði breytt.

Bendi á að ekki er nóg að meta hvað er í vændum með ESB-aðild og evru. Ekki er síður mikilvægt að átta sig á þeim hættum sem fylgja því að vera ein á báti án bandamanna með ónýtan gjaldmiðil.

Einnig verða menn að átta sig á hættum samfara einhliða upptöku gjaldmiðils annars ríkis og muninum á því og að fá eigin gjaldmiðil sem ESB-þjóð.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 09:44

34 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Að sjálfsögðu göngum við í Evrópusambandið ÞEGAR við verðum orðin fátæk og  allir innviðir samfélagsins ónýtir, þá látum við ríku ríki borga fyrir nýja innviði og betri lífskjör, þetta gera þau lönd sem vilja ganga í ESB í dag. Ísland hefur ekkert í ESB að gera nema þá að fjármagna ónýt austur evrópulönd og auðlindasnauða suður evrópu sem mun draga niður lífskjörn hérna varanlega enda verður stöðugur tilflutningur á verðmætum frá vel stæðum ríkjum norður evrópu til suður og austur evrópu um ókomna tíð.

En eins og Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópska seðlabankans, segir að engin undankomuleið sé fyrir ríki Evrópusambandsins frá erfiðum aðhaldsaðgerðum og að evrópska félagsmálakerfið (e. European social model) heyri nú sögunni til. Evrópska félagsmálakerfið heyrir þegar sögunni til þegar við horfum upp á það atvinnuleysi á meðal ungmenna sem er til staðar í sumum af ríkjunum,&#147; er haft eftir Draghi í bandaríska viðskiptablaðinu Wall Street Journal. Fréttavefurinn Euobserver.com segir frá þessu í dag.

Eggert Sigurbergsson, 12.3.2012 kl. 09:50

35 identicon

Páfagaukurinn Jón Ásmundur Frímann gargar og skrækir sem aldrei fyrr. Það versta við páfagauka er að þeir geta aðeins endurtekið það sem þeir hafa frá öðrum, og auðvitað mjög takmarkaðir í greind.

Ég held samt að páfagaukurinn okkar sé við það að fara yfirum. Hann er kanski kominn með fuglaflensuna??

Það er tóm lygi að básúna um að Ísland stjórni fiskveiðum á miðunum, eins og að það skipti öllu máli, en minnast auðvitað aldrei á að ef við heimskuðumst inn í ESB þá geta erlend stórfyrirtæki keypt upp eða stofnað ný sjávarútvegsfyrirtæki. Maður þarf ekki alltaf að ryðjast inn um framdyrnar.

Hann gargar einnig um "varanlega sérlausn í samningum". Á hann þá við varanlega undanþágu undan ósemjanlegu regluverki ESB?

Og svo að það þarf ekkert að óttast að lögum ESB um fiskveiðar yrði breytt. Neinei, auðvitað ekki, sérstaklega núna þegar ESB er sjálft að hugleiða breytingar á öllu kerfinu. Er maðurinn hinn fullkomni hálfviti?  ....já, og þá er bara að drífa sig inn og ná í 0,8% áhrif. Það er nefnilega meira fullveldi en að standa fyrir utan.

Ein spurning að lokum til hirðfíflsins, vegna gjaldmiðilsnöldursins í honum: Af hverju ekki að koma gullfót aftur á krónuna? Myndi það ekki skapa jafnvægið sem þér er svo annt um?

Þú þarft auðvitað að hugsa sjálfstætt við að reyna að svara þessari spurningu. Ekkert að finna um það í áróðursbæklingunum, þannig að auðvitað geturðu ekki svarað, enda heimskingi.

Gargandi páfagaukur með geðræn vandamál. Það er það sem þú ert.

palli (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 09:57

36 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Langtímamarkmið ESB í fiskveiðimálum er að afnema regluna um hlutfallslega stöðugleika. Ekkert ríki hefur neitunarval ef framkvæmdastjórn ESB ákveður að afnema þessa reglu sem hú setti 1993. Þeir sem leggja allt sitt traust á þessa reglu, sem getur verið horfin á morgun, eru veruleg ógn við afkomuöryggi Íslendinga.

 "When the structural problems of the fisheries sector have been addressed and the conomic and social situation within the sector has become more stable, it may be possible to reconsider the need to maintain the relative stability principle and the possibility of allowing market forces to operate in fisheries as in the rest of the EU economy."

Eggert Sigurbergsson, 12.3.2012 kl. 10:04

37 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Íslenska hagkerfið þarf ekki að tengjast öðru myntsvæði til að vera fullgildur þátttakandi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og koma böndum á verðbólguna. Ekkert mælir gegn því að Íslendingar geti náð þeim markmiðum með íslensku krónuna sem gjaldmiðil &#150; en þá þarf líka góða stjórn peninga- og efnahagsmála. Þetta kom fram í máli Martins Feldsteins, hagfræðiprófessors við Harvard-háskóla, á efnahagsráðstefnu Landsbankans í gær um stöðu og þróun innlendra og erlendra markaða.Í umfjöllun um fyrirlesturinn í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Feldstein telur margt mæla gegn því að Ísland gerist aðili að evrópska myntbandalaginu og segist ekki geta ímyndað sér hvernig Íslendingum hefði tekist að glíma við þá erfiðleika sem efnahagslífið stóð frammi fyrir í kjölfar hruns bankakerfisins ef ekki hefði verið mögulegt að fella gengi gjaldmiðilsins.

Eggert Sigurbergsson, 12.3.2012 kl. 10:08

38 identicon

Gunnlaugur, í umræðinni eru aðilar málsins aðildarsinnar og andsinnar. ESB stendur þar fyrir utan. Íslendingar eru að sækja um aðild. ESB er ekki að sækjast eftir því að fá Ísland þar inn.

Aðalatriðið fyrir kjósendur er að ESB dreifir réttum upplýsingum og fólk getur leitað til Evrópustofu til að fá þær og þarf ekki að reiða sig á misvísandi upplýsingar frá aðildarsinnum og andsinnum.

Að Evrópustofa svari ekki spurningum um kosti eða ókosti aðildar sýnir aðeins að þeir stunda ekki áróður. Evrópustofa gefur upplýsingar um staðreyndir.

Síðan er það kjósenda að meta mikilvægi þeirra. Með því að segja að eitthvað sé kostur eða ókostur væri  Evrópustofa að taka afstöðu. Það má hún ekki.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 10:08

39 identicon

jonas.is:

"Fagnaðarfundur siðblindra
Martin Feldstein er verst ræmdi prófessor og ráðgjafi heimsins í hagfræði. Var til dæmis ráðgjafi AIG, risavaxins tryggingafélags, sem varð vogunarsjóður eins og Sjóvá og fór á hausinn. Kom fram í Óskarsverðlaunamyndinni The Inside Job. Birtist þar sem nánast geðveikur siðblindingi. Útskýrði, hvers vegna háskólamenn mættu vera til sölu í þágu peningaaflanna. Hannes Hólmsteinn er kórdrengur í samanburði við hann. Feldstein var fyrirlesari á Íslandi í boði Landsbankans. Vel er við hæfi, að siðblindir bófar noti ríkisstyrkinn til að bjóða siðblindum bjána að troða hrunverja-rugli upp á heimska fjármálamenn."

Reynslan af ummælum erlendra, jafnvel heimsfrægra, hagfræðinga hefur verið slæm. Þeir hafa flestir reynst hafa rangt fyrir sér. Þannig sögðu þeir hver á fætur öðrum að ríkið ætti ekki að borga skuldir sínar. Það gæti það ekki. Einnig sögðu þeir að við gætum aldrei greitt Icesave.

Ástæðan fyrir þessum rangfærslum þeirra virðist vera vanþekking á íslenskum aðstæðum. Auk þess vilja Bretar og Bandaríkjamenn evruna feiga enda ógnar hún þeirra eigin gjaldmiðlum

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 10:16

40 identicon

Djöfull ertu bilaður í hausnum, Jón Ásmundur. Þú ert svo ótrúlega heimskur og heilaþveginn að það er óhugnalegt.

Þú ert gallað eintak af mannveru. Þú áttir að fara í lakið, eða eitthvað.

Þín tilvist eru mistök.

Blessaður farðu til ESB og komdu ekki aftur. Ísland hefur ekkert að gera með andlega aumingja eins og þig.

palli (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 10:17

41 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

jonas.is er himpigimpi.

En eins og Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópska seðlabankans, segir að engin undankomuleið sé fyrir ríki Evrópusambandsins frá erfiðum aðhaldsaðgerðum og að evrópska félagsmálakerfið (e. European social model) heyri nú sögunni til. Evrópska félagsmálakerfið heyrir þegar sögunni til þegar við horfum upp á það atvinnuleysi á meðal ungmenna sem er til staðar í sumum af ríkjunum,&#147; er haft eftir Draghi í bandaríska viðskiptablaðinu Wall Street Journal.

Eggert Sigurbergsson, 12.3.2012 kl. 10:28

42 identicon

Hvernig á Martin Feldstein, sem reyndist hinn mesti kjáni svo að ekki sé meira sagt í aðdraganda hrunsins, að geta veitt ráðgjöf um íslensk efnahagsmál?

Öðru máli gegnir um Wllem Buiter sem ásamat eiginkonu sinni Anne Sibert sá fyrir hrun bankanna í frægri skýrslu fyrir Landsbankann . Skýrslunni var stungið undir stól en kom fram eftir bankahrunið.

Buiter er, öfugt við næstum alla erlenda hagfræðinga sem tjá sig um þau, mjög vel að sér um íslensk efnahagsmál eftir að hafa unnið ítrekað skýrlur um þau á löngu tímabili.  

Buiter mælir eindregið með ESB-aðild og upptöku evru enda sé krónan ekki nothæfur gjaldmiðill. 

Buiter varð aðalhagfræðingur Citigroup 2009 eftir að hafa fáum mánuðum áður harðlega gagnrýnt bankann. Hann er einnig stjórnarformaður Evrópustofnunar London School og Economics.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 11:25

43 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Já þú telur að Anne Sibert sé hið mesta gáfnaljós og bjargvættur Íslands, sú sem vildi borga Icesave, spurning um hvað venjulegur Íslendingi finnist um orð hennar um að Ísland eigi ekki að vera sjálfstætt þjóðríki heldur hjálenda stærra ríkis til að koma í veg fyrir óhagræði.  Skildi Buiter fá þekkingu sína á Íslenskum efnahag frá konunni sinni :) Buiter og Anne eru búin að sanna það að þau eru bara kjánar með nýlenduhugmyndir um Ísland.

Mikla athygli vakti síðsumars í fyrra þegar Anne Sibert birti ritgerð í sama vefriti, þar sem því var haldið fram að að erfitt væri að finna efnahagsleg rök fyrir því að smáríki eins og Ísland væru sjálfstæð þjóðríki heldur gæti því fylgt umtalsvert óhagræði. Meðal þeirra sem risu upp andsvara voru Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor og Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra.

Eggert Sigurbergsson, 12.3.2012 kl. 12:41

44 Smámynd: Elle_

Og sama kona spurði opinberlega og á meðan hún sat í SÍ hvort Ísland gæti verið sjálfstætt ríki.  Sama kona talaði á erlendri grundu og opinberlega fyrir ríkisábyrgð ísl. ríkisins á kúguninni ICESAVE. 

Vá, hvað landsölumaðurinn leggst alltaf lægra og lægra í undirróðrinum gegn ísl. fullveldi og hag.  Og eg endurtek að það ætti að rannsaka þennan mann, ´Ásmund´/Ómar Harðarson, og hans skrif í tengslum við Jóhönnu og co., EC COMMISION.

Elle_, 12.3.2012 kl. 12:49

45 Smámynd: Elle_

- - - og EC COMMISION.

Elle_, 12.3.2012 kl. 12:50

46 Smámynd: Elle_

omar.hardarson@hagstofa.is
Telephone +(354) 528 1000 © Hagstofa Íslands Statistics Iceland

Omar HARDARSON
Eurostat / L-2920 Luxembourg.

HARDARSON, Omar
EUROSTAT National Expert

E-mail: omar.hardarson@ec.europa.eu

Tel: +352 4301 35166

Elle_, 12.3.2012 kl. 12:59

47 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnlaugur I. Þessi hérna fullyrðing þín er haugalygi, og síðan allt sem kemur á eftir henni er einnig haugalygi.

"Fyrir utan hvað þetta er ójafn leikur, þá er það ólýðræðislegasta við þessa ESB umsókn og aðildarferlið, að hér er það látið líðast að ESB fær hér algerlega óhindrað og eftirlitslaust að bera hér fé á einstaklinga og félagasamtök. Þeir hafa nú sett um 230 milljónir króna í opnun sérstakrar "Evrópustofu" sem auðvitað ætti frekar að heita ESB stofu. [...]"

Það er sérstaklega mikil lygi í þér að ESB sé að bera fé á fólk og félagasamtök. Ég vænti þess að þú getir sannað þessa fullyrðingu þína. Ég nenni ekki að hlusta á frekara væl frá þér um eitthvað annað eins og kom hérna að ofan frá þér.

Elle_E, Ert þú raunveruleg manneskja ? Þú ert allavegana hræddur einstaklingur við staðreyndir varðandi Evrópusambandið.

Það er ekkert hægt að tala við palla hérna. Enda alveg úr sambandi við allt og alla.

Staðreyndin er sú að málflutningur andstæðinga ESB á Íslandi einkennist ekki af rökum heldur af tortryggni, útlendingahatri og skammsýni. Eitthvað sem hefur til dagsins í dag kostað íslendinga mikla peninga í formi glatað efnahagsstöðugleika. Glataður efnahagsstöðuleiki er glataður hagvöxtur og þar að leiðandi glatað fjármagn.

Efnahagsstöðugleiki er eitthvað sem íslendingar eiga að krefjast. Þennan efnahagsstöðugleika er hægt að fá með því ganga í ESB og taka upp evruna sem gjaldmiðil. Sem norðurlandaþjóð þá yrði Ísland öflugt með hinum norðurlöndunum innan Evrópusambandsins. Þetta er staðreynd sem andstæðingar ESB þora ekki að nefna. Enda hræddir við sannleikan um Ísland í Evrópusambandinu.

Jón Frímann Jónsson, 12.3.2012 kl. 13:15

48 identicon

Hahaha...  

Já, Jón Páfagaukur Frímann, það er alveg rétt. Þú hefur aldrei getað rætt við mig, enda hlusta ég eftir rökum en ekki möntru trúarofstækis áróðri. Það er því miður ekki í boði hjá þér að rökræða á vitbornum nótum, svo að ég hef fyrir löngu löngu síðan alveg gefist upp á því að reyna það. Það er tilgangslaust.

Þú þarft að leita þér að einhverjum tilgangi í þínu lífi, kallinn. Þessi ESB þráhyggja þín er hræðileg upp á að horfa, sorglegt að fólk eins og þú er komið í það mikil andleg öngstræti að það lætur hvað sem er út úr sér til að helga tilganginn.

Þjóðin hefur engan áhuga á þessu. Ekkert mun breyta því. Það sjá allir (nema kanski þig sjálf) í gegnum lygaþvæluna í þessu áróðri.

Taktu bara þetta kjaftæði og troddu því. Gerðu sjálfum þér greiða. Það eru allir komnir með upp í kok af þessu, og þetta er ekki að hafa neinn árangur hjá þér. Engan.

Segjum sé svo að þú hafir rétt fyrir þér í öllu sem þú segir. Bara dæmi. Hvers vegna heldurðu samt áfram og áfram og áfram og ummælast, þegar það hefur engan árangur. Til hvers? Það er auðséð að enginn hérna inn mun breyta um skoðun. Er það ekki nokkuð augljóst???

Til hvers að halda áfram?

Er það ekki merki um geðveilu að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur og aftur, en búast við mismunandi niðurstöðum? 

Þú ert sorglegur einstaklingur, og óþolandi þreytandi til lengdar.

palli (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 14:21

49 identicon

Eggert, hvers vegna eru að vitna í Sibert þegar ég er að tala um Buiter?

Um Sibert sagði ég aðeins að hún væri eiginkona Buiter og hefði unnið með honum skýrsluna fyrir Landsbankann. Annað eldra um Ísland sem ég hef séð eftir Buiter er eingöngu í hans nafni.

Löngu fyrir hrun gaf Buiter út það álit að til að forðast bankahrun væru tveir kostir í stöðunni: Að ganga í ESB  eða að bankarnir flyttu úr landi. Þetta var auðvitað hárrétt mat.

Aðalvandinn fyrir hrun var stærð bankanna. Stærðin kom í veg fyrir að ríkið gæti varið þá. Varnarlausir bankar eru auðveld bráð vogunarsjóða og annarra fjárfesta. Þeir glíma við lausafjárskort því að enginn treystiir sér til að lána þeim. 

Mér dettur nú í hug í fyrsta skipti að draumur Geirs ofl um Ísland sem fjármálsmiðstöð er alls ekki með öllu fráleitur ef við göngum í ESB. Hann er hins vegar útilokaður með krónu.

Í því sambandi er rétt að minnast á Luxembourg sem er ekki mikið fjölmennara en Ísland. Eftir inngöngu í ESB hefur Luxembourg blómstrað sem alþjóðleg fjármálamiðstöð.

Það er ekki aðeins á sviði fjármála sem tæifæri verða til fyrir Ísland með ESB-aðild. Möguleikarnir eru óteljandi með stöðugeikanum og því trausti sem fylgir evru. Samkeppnishæfnin eykst verulega.

Leit að Feldstein á netinu sýnir að hann er ekki traustsins verður og fjarri því að geta borið sig saman við Buiter. 

Annars ættirðu ekki að vitna í Björn Bjarnason máli þínu til stuðnings. Skrif hans eru mikil að vöxtum en lítil að gæðum. Þau þola enga skoðun. En varla nokkur aðildarsinni nennir að svara honum enda gerði hann þá lítið annað.      

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 15:08

50 identicon

Aðgerðir ESB virðast nú vera  ð skila árangri og er evrusvæðið að taka við sér.

Spá mín um að aðgerðir ESB myndu skila þeim árangri að evrusvæðið tæki við sér fyrr en ýmsir aðrir vegna aðgerðanna virðast vera að rætast.

Um það leyti sem Íslendingar greiða atkvæði um aðild er líklegt að ESB verði orðið betra en nokkru sinni fyrr og evran betri gjaldmiðill.

Það er eins með efnahagsbandalög og margt annað. Þau verða ekki góð nema þau gangi i gegnum krísur.

vb.is: 

"Evrusvæðið er að taka við sér 

Vísbendingar eru um að efnahagslífið á evrusvæðinu sé að taka við sér eftir niðursveiflu af völdum skuldakreppunnar, að mati Framfara- og efnahagsstofnunar Evrópu (OECD).

Hagvísarnir hækkuðu um 0,2 prósentustig á evrusvæðinu, þar af um 0,1 prósentustig í Bretlandi.

Talsverður kippur er í Bandaríkjunum og í Japan, að mati OECD. Á móti virðist hagkerfi Brasilíu og Kína verða að kólna."

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 15:54

51 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Æi gleymdi einu, Ísland er ekki á leið í ESB og hvað þá að taka upp Evru.

The losses already suffered by the Dutch economy and people under the euro include:

1. Shortfall of growth &#150; Dutch GDP in the ten years to 2011 grew at 1¼% ayear, versus 3% in the previous 20 years, and annual rates in 2001-11 of2¼% in Sweden and 1¾% in Switzerland, neither of them slowing from theprevious decade

2. These latter two economies also performed better in terms of inflation,employment growth, budget balance and overseas surplus

3. Shortfall of consumer spending &#150; if Dutch consumer spending growth, afeeble ¼% a year in the ten years to 2011, had matched its GDP growth(as did Sweden&#146;s and, nearly, Switzerland&#146;s) its 2011 consumer spendingwould have been &#128;30 billion higher, &#128;1,800 per person. Had GDP growth inaddition matched the Swedish & Swiss experience the extra consumerspending would be a further &#128;15bn, &#128;900 per person per annum.

4. Wage and salary restraint was supposed to build up foreign surpluses toprovide future income as working-age population falls, but the shortfall ofinvestment returns on Dutch surpluses has accumulated to &#128;115 billion,close to &#128;7,000 for each person

 http://www.scribd.com/doc/83937025/Netherlands-Report

Eggert Sigurbergsson, 12.3.2012 kl. 16:16

52 identicon

Eggert, þarna skaustu langt yfir markið. Hagvöxtur í heiminum var einfaldlega miklu meiri frá 1980 til 2000 en eftir það.

Sem dæmi um það  má nefna að Nasdaq Composite hlutabréfavísitalan hækkaði frá 1980 til 2000 frá 131 upp í 4573 sem er nærri 35-földun á 20 árum. Í dag er hún hins vegar í 2605 eða um 43% lægri en 2000.

Aðrar vísitölur sýna lækkun eða litla hækkun frá 2000 fram til dagsins í dag en gífurlega hækkun á síðustu tveim áratugum síðustu aldar.

Að sjálfsögðu hafa ytri aðstæður af þessu tagi áhrif á hagvöxt á evrusvæðinu eins og annars staðar. Sætir reyndar furðu að munurinn skuli ekki vera meiri. 

http://finance.yahoo.com/echarts?s=%5EIXIC+Interactive#chart2:symbol=^ixic;range=my;indicator=volume;charttype=line;crosshair=on;ohlcvalues=0;logscale=on;source=undefined  

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 17:08

53 identicon

Eins og sjá má á grafinu sem ég vísa í í síðustu athugasemd minni er gengi Nasdaq í dag rangt í athugasemdinni. Rétt gengi er um 2980.

Nasdaq Composite hefur því lækkað um 35% frá því um aldamót.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 17:18

54 Smámynd: Elle_

´ÁSMUNDUR´/ÓMAR HARÐARSON VITNAR Í KONU SEM OPINBERLEGA EFAÐIST UM AÐ ÍSLAND VÆRI NÓGU STÓRT TIL AÐ VERA SJÁLFSTÆTT EN SAMT NÓGU STÓRT TIL AÐ BORGA KÚGUNINA ICESAVE.
FYRIR HVERN VINNUR HANN?  EC COMMISSON??

Jón Daníelsson hagfræðikennari við London School of Economics hafnar útreikningum hennar sem liggja til grundvallar.

OG SVO MÆTTI JÓN FRÍM. ÚTSKÝRA BJÁLFALEGT TAL HANS UM

´ÚTLENDINGAHATUR´.

Elle_, 12.3.2012 kl. 17:50

55 Smámynd: Elle_

EC COMMISSION??

Elle_, 12.3.2012 kl. 17:52

56 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Kolbrún, við erum í ESS.

Viltu að Ísland segi upp EES-samningnum?

Hefurðu hugsað út í hvað það þýðir?

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 19:41

Kolbrún, valið snýst um ESB-aðild eða áframhaldandi EES-samning. Ég verð allavega ekki var við neina andstöðu að ráði við EES-samninginn.

Meira fullveldisafsal fylgir EES svo að með ESB-aðild endurheimtum við hluta fullveldisins ef þú vilt nota orðið fullveldi í þessu sambandi.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 22:38   

Ég veit ekki hvernig í ósköpunum þú færð það út að því fylgi meira fullveldisafsal í EES samningnum heldur en ESB innlimun, við fáum fullt af lögum send frá ESB í gegnum EES en þau þarf að samþykkja hér heima áður en þau verða virk, aftur á móti ef við værum innlimuð í ESB þá væru lögin og reglugerðirnar virkar strax.  Vitandi þetta þá er merkilegt að þú fáir það út að hafa möguleika á að segja nei við reglugerð sé minna fullveldi heldur en að vera tilneyddur til að taka upp reglugerð.

Einnig hefur það komið fram að við getum haft MIKKLU meiri áhrif á reglugerðir innan ESB í gegnum EES heldur en í gegnum ESB aðild.

Valið snýr ekki bara á milli ESB og EES, okkur býðst líka ekkert esb og ekkert ees, við erum með fíninn samning við ESB sem er ennþá virkur (þessi sem var í gangi fyrir EES).

Þar sem þú talar svo mikið um hve EES er að taka af okkur fullveldi þá geturðu verið þess fullviss að þetta fullveldi sem við erum með þrátt fyrir EES yrði að engu innan ESB.

Já, ég hefði ekkert á móti því að segja upp EES samningnum því að ekki neitt gott hefur komið frá þessum samningi.

P.s. þessi mýta um "samning" frá ESB er bara brandari, það sem þér býðst við aðild að ESB er ESB regluverkið frá a til ö, þetta endalausa tal um einhvern samning sem fæst við þetta er bara rugl, lestu regluverk ESB þá veistu nákvæmlega hvað þú færð, eins og ESB menn hafa margoft sagt þá eru ENGAR undanþágur, Þetta kemur frá ESB sjálfu Íslenskir ESB sinnar eru þeir einu sem halda að það séu einhverjar varanlegar undanþágur frá regluverki ESB.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 13.3.2012 kl. 12:56

57 identicon

Mér þykir Hallldór Björgvin Bjarnason vera ótrúlega fáfróður um ESB.  

EES-þjóðir taka við tilskipunum frá Brussel án þess að geta haft nein áhrif á þær. Með ESB-aðild er þeð liðin tíð enda tökum við þá fullan þátt í setningu laga og reglugerða ESB. Tilskipanirnar verða þá tilskipanir okkar.

Ef menn vilja tala um að Ísland missi fullveldi með ESB-aðild er ljóst að það öðlast þá um leið hlutdeild í fullveldi hinna ESB-þjóðanna.

Í EES missa Íslendingar fullveldi til hinna ESB-þjóðanna án þess að fá hlutdeild í fullveldi þeirra.

Norsk yfirvöld skipuðu á sínum tíma nefnd sérfræðinga til að kanna fullveldisafsal við EES-samninginn.

Niðurstaða nefndarinnar var birt nýlega. Hún sýndi að EES-samningum fylgdi meira fullveldisafsal en ESB-aðild.

Að sjálfsögðu verðum við að fylgja EES-samningum meðan við erum í EES.

Í samningum ESB við aðildarþjóðir er tekið tillit til sérstöðu þeirra með sérlausnum (special arrangements). Sérstaða okkar er mjög mikil og ljóst að hægt er að leysa mál með sérlausnum. Ég furða mig sérstaklega á fáfræði Halldórs hvað þetta varðar. Sjá hlekk.

http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/borg-blaes-a-babiljur?Pressandate=20090416+and+user%3D0+and+1%3D1%2Fleggjumst-oll-a-eitt%2Fleggjumst-oll-a%2Fle

Að halda því fram að menn geti haft meiri áhrif á reglugerðir ESB í EES frekar en með ESB-aðild er svo fráleitt að það er varla svaravert.

Að sjálfsögðu gera ekki aðildarþjóðirnar öðrum en sjálfum sér hærra undir höfði hvað þetta varðar.

EES-þjóðir hafa engin áhrif á reglugerður ESB. ESB-þjóðir semja þær og breyta þeim ef þörf er á eða fella þær úr gildi. ESB er ekkert annað en  þær þjóðir sem mynda ESB.    

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 00:01

58 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ég er farin að efast un evruna, en gleðst yfir nyjustu frættum um að hún se´að hressast. Veit ekki hvort hun þjónar Íslandi vel, en hef alltaf norsku kronuna i huga (tengum hana eins og færeyingar við síns DK).

Eitt er vísst að ég kæri mig ekki um þá efnahagsstjórn sem hefur tiðkast á Íslandi síðan ...1944?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.3.2012 kl. 00:50

59 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ásmundur, lestu þetta http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/06/07/nytum_ekki_taekifaerin_innan_ees/

Það er fráleitt að halda því fram að við verðum að taka upp það sem kemur frá ESB í gegnum EES, við getum alltaf sagt nei, já það gæti kostað okkur EES samninginn en við getum alltaf sagt nei, þar liggur aðal munurinn, innan ESB þá getum við ekkert sagt við því sem er sent til okkar.

Og heldurðu í alvörunni að við með okkar heilu 0,3 eða 0,7% atkvæðavægi höfum svakalega möguleika á að hafa áhrif á nokkuð sem gerist innan ESB, það er barnalegt að halda því fram....

Þessar svokölluðu sérlausnir sem þú talara um eru í 99,99% tilvika tímabundnar, þetta er gert til að gefa okkur tíma til að aðlagast regluverki ESB.

Hér getur þú lesið um þá sjálfur hversu miklar undanþágurnar verða....

http://mbl.is/frettir/innlent/2010/07/27/engar_varanlegar_undanthagur/ 

Þú ættir kannski bara að líta á eigin barm er þú talar um vanþekkingu á þessum málum.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 14.3.2012 kl. 01:24

60 identicon

Varanleg sérákvæði teljast ekki undanþágur. Þau verða hluti af reglum ESB og gilda fyrir aðra þá sem uppfylla sömu skilyrði. Dæmi um þetta eru sérákvæði sem Finnar fengu í landbúnaðarmálum. Það er ljóst að þau munu gilda fyrir okkur. 

"Borg sagði það raunar ranga nálgun að nota hugtakið undanþága um sérákvæði aðildarsamninga einstakra ríkja. Réttara sé að nota hugtakið sérákvæði, eða sérstakar ráðstafanir. Malta samdi um varanleg sérákvæði um sjávarútveg, landbúnað, fjárfestingar og fleiri atriði, sem tryggja meginhagsmuni, sem samninganefnd Möltu barðist fyrir í samningaviðræðunum. Samninganefndir Möltu og ESB unnu saman að því að færa þessar sérstöku ráðstafanir í þann búning, að þær mismunuðu ekki eftir þjóðerni heldur eftir almennum reglum."

Af þessu má sjá að við getum verið bjartsýn á að fá varanleg sérákvæði eftir þörfum enda sjávarútvegsmál okkur mikilvægari en Maltverjum.

Hins vegar tryggja reglur ESB að við sitjum ein að veiðum í okkar landhelgi. Veiðireynsla ræður aflaheimildum.

Úr bók Auðuns Arnórssonar Úti eða inni, aðildarviðræður við Evrópusambandið:

..."Þessi regla útilokar til að mynda að útgerðir frá öðrum löndum en Íslandi fengju kvóta, þar sem eingöngu íslenskar útgerðir hafa þar veiðireynslu síðustu áratugina. Þetta atriði eitt og sér útilokar því að lögsagan fyllist af portúgölskum og spænskum togurum við inngöngu í ESB, eins og sumir hafa haldið fram."....

Halldór, ertu virkilega að halda því fram að ekki sé hægt að hætta í ESB, að menn geti sagt nei í EES, og það geti þá varðað brottrekstri, en ekki í ESB? Þetta er auðvitað rangt.  

Munurinn er sá á milli ESB og EES að reynt er að ná sáttum á milli ESB-ríkjanna ef ágreiningur kemur upp. Annars væru enginn grundvöllur fyrir samband af þessu tagi.

Það felst mikil vanmáttarkennd í því fyrir hönd Íslands að líta svo á að áhrif Íslendinga verði engin í ESB. Það er þannig byggt upp að áhrifin geta orðið mikil að því tilskyldu að hæft fólk veljist til starfa. Nóg er af því á Íslandi.

Bæði í leiðtogaráðinu sem markar stefnuna og framkvæmdastjórn sem semur lagafrumvörp er einn fulltrúi fyrir hverja þjóð. Á Evrópuþinginu verður atkvæðamagn Íslands 12.5 sinnum meira en íbúafjöldinn segir til um.

Í ráherraráðinu er tilskilið að 55% þjóðanna styðji mál til að það verði samþykkt. Auk þess þarf aukinn meirihluta atkvæðamagns sem skiptist eftir íbúafjölda þegar einhver þjóð krefst þess. 

Þeir sem telja að áhrif okkar verði engin í ESB virðast líta svo á að þar verði Ísland eitt og yfirgefið með öll hin löndin á móti sér.

Reyndar held ég að ef Íslendingar hafna ESB-aðild verði það vegna tortryggni og vanmáttarkenndar gagnvart útlendingum.

Svo augljósir eru kostir aðildar, sérstaklega fyrir örþjóð eins og Ísland. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband