Hvað ef ...?

Einhverjir hafa haldið því fram að Ísland hefði farið betur út úr hruninu ef landið hefði verið í ESB og með evru. Slíkt er mikill misskilningur. Vangaveltur um hvað hefði gerst ef eitthvað hefði verið öðruvísi geta verið áhugaverðar og þótt þær segir ekki til um hlutina með vissu þá er hægt að leiða líkur að því hvað hefði getað gerst.

Ef við hefðum verið með evru?

Það má t.d með rökum halda því fram að ef Íslendingar hefðu verið með evru í hruninu hefðu bankarnir líklega verið meiri að umfangi því stjórnendur þeirra töldu krónuna takmarka starfsemi þeirra og svigrúm til vaxtar og viðgangs. Jafnframt má þá með rökum halda því fram að vinir okkar í Evrópu hefðu komið í veg fyrir samþykkt laga í líkingu við neyðarlögin og að skuldabyrðin hefði því fylgt bönkunum og jafnframt ríkissjóði lengur og af meiri þunga.  Seðlabanki Evrópu hefði ekki komið til bjargar hér fremur en í evrulöndunum í upphafi bankakreppunnar. Vandinn hefði lent með meiri þunga á ríkissjóði Íslendinga. Í því samhengi er fróðlegt að líta til þess sem gerðist og er að gerast á evrusvæðinu, m.a. í Grikklandi. Evran hefði því þýtt meira skuldaþyngsli fyrir opinbera aðila og meiri þrengingar.

Hvað ef AGS hefði komið fyrr?

 Á svipaðan hátt má segja að ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefð komið hingað áður en svokölluð neyðarlög voru sett er næsta víst að evrópsk öfl innan AGS hefðu komið í veg fyrir að skuldunum hefði verið létt af bönkunum með þeim hætti sem gert var og að hinu opinbera hefði verið gert að tryggja mun stærri hluta skulda bankanna, en umfang þessara skulda var meira en tíföld landsframleiðsla Íslendinga.  Það hefði líka þýtt griskt ástand hér á landi.

Hvað ef við hefðum ekki verið á evrópska efnahagssvæðinu?

Það er svo umhugsunarefni að það að við vorum aðilar að evrópska efnahagssvæðinu gerði íslensku bönkunum kleift að hefja starfsemi og þenjast út í Evrópulöndum. Reglur Evrópusambandsins gerðu það að verkum að ef banki hafði starfsleyfi í einu landi á evrópska efnahagssvæðinu gat hann opnað starfsstöðvar í öllum löndum á svæðinu.  Nú eru allir málsmetandi menn þeirrar skoðunar að þessar reglur hafi verið og séu meingallaðar. Þær gerðu það hins vegar mögulegt fyrir bankana að þenjast út og safna gífurlegum skuldum. Bankahrunið gerði það svo að verkum að landsframleiðsla skrapp hér saman um nánast 10%, en ef bankarnir hefðu ekki getað þanist út á grunni reglnanna hefði fallið verið mun minna. Ýmsir hafa haldið því fram að með aðild okkar að evrópska efnahagssvæðinu hafi hagvöxtur hér á landi verið meiri en ella án þess að tölfræði um það liggi fyrir. Slíkar fullyrðingar bera oft keim af óskhyggju og skoðunum fylgjenda Evrópusamrunans. Ef haft er í huga hversu framleiðslufallið var mikið vegna aðildar okkar að evrópska efnahagssvæðinu hljóta flestir að sjá að heildarávinningur Íslendinga af þessari aðild að svæðinu  er í besta falli óviss,  en mjög líklega neikvæður.

Það ætti því að vera ljóst að það hefði komið okkur Íslendingum afar illa ef við hefðum verið með evru og það hjálpaði okkur ekki að vera á evrópska efnahagssvæðinu. /SJS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dæmi um siðblindu og ósannindi utanríkisráðherra fyrir Landsdómi: Aldrei heyrt um krosseignatengsl Psate/

Pétur H. Blöndal

Þetta er ótrúlegt!

Ég hafði margrætt hugtakið krosseignarhald í Efnahags- og viðskiptanefnd þar sem Össur sat sem fulltrúi Samfylkingar og hafði nefnt það líka í ræðu á Alþingi. ... þann 1. mars 2005 hélt ég fund sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar um gagnkvæm eignatengsl í fyrirtækjum og félögum, með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins, Samtökum fjárfesta, Kauphöll Íslands og Indriða H. Þorlákssyni ríkisskattstjóra. Þar fór ég í gegnum hættuna af gagnkvæmu eignarhaldi og krosseignarhaldi. Þá hélt ég fund 20. september 2007 þar sem efnahags- og skattanefnd, undir forustu minni, heimsótti Seðlabanka Íslands og fór í gegnum jöklabréfin sem ég sá sem mikla hættu í þjóðfélaginu.

Þetta var löngu fyrir hrun. Sjá:

http://www.althingi.is/raeda/136/rad20090303T133931.html

Þetta sagði ég 2005:

http://www.althingi.is/raeda/131/rad20050210T155710.html

Valgerður Sverrisdóttir kannaðist þá við þessi sjónarmið mín í svari.

Össur vissi ekki um tengslin

www.mbl.is

„Það var í fyrsta skipti sem ég heyrði hugtakið krosseignatengsl,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra við vitnaleiðslu fyrir Landsdómi í dag um þekkingu sína á eignatengslum milli bankanna þegar erfiðleikar þeirra voru til umræðu um sumarið 2008.

Örn Ægir (IP-tala skráð) 10.3.2012 kl. 20:25

2 identicon

Forysta Vinstri grænna hefur lítið sem ekkert verið upptekin af gjaldmiðilsmálum í sambandi við ESB-aðild.

Þeir hafa verið í afneitun gagnvart því að krónan er ónýtur gjaldmiðill sem kemur í veg fyrir að hægt sé að stunda skynsamlega hagstjórn.

Undantekningin er Steingrímur fyrstu mánuðina eftir hrun. Svo sannfærður var hann um að krónan væri ónýt að hann vildi gefa fullveldið að hluta til Noregs með því að taka upp norska krónu.

En það undarlega gerðist að þegar Stoltenberg gaf afdráttarlaust nei varð íslenska krónan skyndilega eftirsóknarverð. Vinstri grænir eiga auðvelt með að hrökkva í afneitunargírinn.

Andstaða forystu Vinstri grænna gegn ESB-aðild og evru virðist eingöngu vera vegna afturhalds og þjóðrembu. Afkoma almennings kemst ekki að.

Skelfileg áhrif af völdum krónunnar vegna hruns á gengi hennar ekki bara  á skuldir heimila og fyrirtækja heldur ekki síður á geðheilsu þjóðarinnar snertir þá ekki.

Það skýtur því skökku við að Vinstrivaktin sé að bera saman ástandið nú og ef við hefðum verið í ESB með evru. Niðurstaðan er ótrúleg enda er flestu snúið á hvolfi

Stjórnendur bankanna kvörtuðu ekki undan því að krónan hamlaði vexti þeirra fyrr en gengishrun blasti við. Þá sáu þeir fram á mikið gengistap auk rekstrartaps vegna þess að bankarnir misstu allt traust þegar gengi krónunnar hrundi. 

Fram að því hafði vöxtur bankanna verið hluti af íslenska bóluhagkerfinu þar sem það var talið borga sig að kaupa allt útlent meðan gengi krónunnar var of hátt skráð.

En það gleymdist í hamaganginum að skuldir, sérstaklega erlendar skuldir, myndu hækka við hrun á genginu. Þá blasti við að engin innistæða var fyrir útþenslu bankanna. Slík útþensla hefði ekki getað átt sér stað með evru.

Er það fáfræði eða blekkingaráróður að ríkið hefði þurft að taka á sig skuldir bankanna ef það hefði verið í ESB? Þetta stenst auðvitað enga skoðun. Hvergi í heiminum bera ríki ábyrgð á skuldum einkafyrirtækja.

Að aðstoð AGS hefði verið háð því skilyrði að ríkið tæki á sig skuldir bankanna er jafnfjarstæðukennt.  Það hefði nú verið meiri aðstoðin að krefjast þess að Íslandi tæki á sig 7.500 milljarða skuldir annarra. Ísland hefði þá orðið langskuldugasta ríki heims.

Með evru hefðu erlendar skuldir staðið í stað en ekki tvöfaldast á Íslandi. Við vorum hins vegar svo heppin að skuldir ríkisins voru nánast engar við hrun. Ef skuldirnar hefðu verið á við skuldir Grikkja hefði Ísland orðið gjaldþrota með krónu sem gjaldmiðil.

Ef Grikkir hefðu haft eigin gjaldmiðil hefði hann hrunið eins og krónan og erlendar skuldir því hækkað upp úr öllu valdi. Ekki hefði það verið lausn á skuldavanda þeirra.

Það er rétt að trúlega hefði ekkert bankahrun orðið ef við hefðum ekki verið í EES enda hefði bankarnir þá varla verið með starfsemi erlendis.

En þá hefðum við einnig farið á mis við allar þær framfarir sem fylgdu EES-samningnum og værum enn í einangrun og eftirbátar annarra þjóða.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 08:47

3 identicon

Litli páfagaukurinn okkar alveg að missa sig? Flögrar um sem vitlaus og skrækir eins og hann hafi misst vitið.

Síðan til að tryggja að ALLIR sjái greinilega hversu gjörsamlega veruleikafirrtur hann í raun og veru er, þá segir hann þetta:

"Er það fáfræði eða blekkingaráróður að ríkið hefði þurft að taka á sig skuldir bankanna ef það hefði verið í ESB? Þetta stenst auðvitað enga skoðun. Hvergi í heiminum bera ríki ábyrgð á skuldum einkafyrirtækja."

....og er fólk að reyna rökræður við þetta grey? Gangi ykkur vel!

Ef hirðfíflið okkar kemst óvænt í samband við þessa plánetu, þá væri e.t.v. hægt að reyna.

palli (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 10:01

4 identicon

Íslenskt bóluhagkerfi hafði letjandi (!!!) áhrif á vöxt bankanna segir Vinstrivaktin. Hvernig stóð þá á því að bankar evruþjóða uxu ekki meira en íslensku bankarnir heldur þvert á móti miklu minna? 

Enn fáránlegri er þó sú hugmynd að ef Ísland hefði verið í ESB hefði ekki verið hægt að setja neyðarlög og það hefði neytt ríkið til að greiða skuldir bankanna.

Að sjálfsögðu þarf ekki neyðarlög til að aflétta þeirri ábyrgð af ríkinu að greiða skuldir einkafyrirtækja vegna þess að sú ábyrgð er einfaldlega ekki til staðar.

ESB-aðild hefði heldur ekki verið nein fyrirstaða fyrir neyðarlögum vegna þess að EES-samningurinn nær algjörlega yfir alla þætti þess máls.

Vinstrivaktin hefur áður haldið því fram að evra leiði til aukins ójöfnuðar vegna þess að fólk flytji þá fjármuni úr landi.

Þetta eru enn ein öfugmælin. Evran er jafnörugg hér og annars staðar. Auk þess er oft hægt að gera hér góð kaup í samdrætti.

Krónan er hins vegar á fallandi fæti þegar kreppir að. Þá er mikið útstreymi fjár og mikill hamagangur í öskjunni við að skipta fallandi krónum yfr í erlendan gjaldeyri. 

Margir geta notfært sér þessar sveiflur á gengi krónunnar og grætt bæði á niðursveiflum og uppsveiflum á kostnað almennings. Þannig eykst ójöfnuðurinn ef krónan er gjaldmiðillinn. 

Ýmsir hafa orðið milljarðamæringar á því einu að græða á þessum sveiflum. Það fé er sótt í vasa almennings. Margir hörðustu andstæðingar ESB eru úr þessum hópi.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 12:27

5 Smámynd: Elle_

Eins gríska ríkið yrði íslenska ríkið pínt til að taka á sig skuldir banka fyrrverandi nýlenduvelda og núverandi stórvelda sem öllu ráða innan ríkjasambandsins.  Hitt er blekking og lygi að halda öðru fram.  Og mál að blekkingunum og skáldsögunum linni.  Minni á að ætlun Brussel var og er enn að kúga okkur til að borga ICESAVE.

Elle_, 11.3.2012 kl. 12:58

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég veit ekki betur um að Grikkland er að fá helming af sínum skuldum afskrifað. Þökk sé ESB. Þetta er bara fyrsta þvælan í þessu svokallaða bloggi hjá ykkur.

Ég nennti ekki að lesa rest. Enda líklega kemur önnur og önnur þvæla í bunum.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.3.2012 kl. 13:17

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Elle

Þú hefur greinilega ekki hugmynd um hvað þú ert að tala.

Grikkland er ekki að taka yfir neinar bankaskuldir. Þvert á móti eru það bankarnir sem eru að taka á sig gríðalregt tap vegna óráðsíu í ríkisfjármálum Grikklands.

Það er alveg ótrúlegt hvað fólk, sem er á móti ESB, hefur ekki hundsvit á málefninu.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.3.2012 kl. 13:19

8 Smámynd: Elle_

Að ofanverður átti að sjálfsögðu að standa.  - - - skuldir til banka fyrrverandi - - -.  Ekki: - - - skuldir banka fyrrverandi - - -

En eins og grísku og írsku ríkin yrði íslenska ríkið pínt til að taka á sig skuldir til banka fyrrverandi nýlenduvelda og núverandi stórvelda sem öllu ráða innan ríkjasambandsins.  Hin svokallaða ´hjálp´ er örbirgðarplan og mun fara beint í bankana og mestmegnis í banka í Frakklandi og Þýskalandi sem þarna nánast ráða öllu. 

Svipað var kúgunin ICESAVE kölluð hinum ósvífnu orðum ´ICESAVE-LÁN´og ´ICESAVE-SKULDIN OKKAR´ þó um ekkert lán hafi verið að ræða. 

Sakaðu mig bara um að vita ekkert um hvað ég er að tala, Hvellur.  Nákvæmlega sama hvað ykkur ´Ásmundi´ finnst svo framarlega sem þið fáið ekki að segja lygasögur um dýrðina ykkar óheftir.

Elle_, 11.3.2012 kl. 14:01

9 identicon

Meðan ESB hefur verið að bjarga Grikklandi frá gjaldþroti með því meðal annars að fá erlenda banka til að fella niður skuldir gríska ríkisins, stóð Elle í þeirri kostulegu meiningu að björgunaraðgerðirnar fælust í því að koma skuldum erlendra banka yfir á gríska ríkið.

Elle, hugleiddu það nú gaumgæfilega hvort tíma þínum sé ekki betur varið í eitthvað annað en að bulla um það sem þú hefur ekkert vit á. Í besta falli geta sumir haft gaman af vitleysunni. En aðallega spillir þú þessum vef, grefur undan málstað andsinna, ert öðrum til ama og sjálfri þér til skammar.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 14:18

10 identicon

Ekki skánar málflutningur Elle mikið við leiðreittinguna.

Niðurfelling erlendra banka á meirhluta skulda gríska ríkisins lýsir hún þannig að gríska ríkið hafi verið neytt til að taka a sig skuldir við þessa banka. 

Það gerðist þó ekki þegar gríska ríkið fékk lánin heldur þegar meirihluti þeirra var afskrifaður. Ja hérna!

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 14:29

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Elle

Það er rétt hja þér að Írland tók yfir skuldir bankakerfisins. Það gerður þeir í óþökk ESB. Þ.e uppá sitt einsdæmi

En það gerðist ekki í Grikklandi. Þeir eru að kikna undir of háum þjóðarskuldum. Eftir áróðsíu stjórnmálamanna. Ekki bankamanna.

Það má segja að á Írlandi þá hrundu bankarnir yfir ríkið. En í Grikklandi þá féll ríkið yfir bankana.

smá fróðleiksmoli fyrir fáfróða NEI-sinna.    Sem er nóg til af.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.3.2012 kl. 14:31

12 identicon

Það var mat Íra að þeir yrðu að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir bankahrun. Tjónið yrði svo gífurlegt. Þetta var þeirra eigin ákvörðun sem ESB hafði ekkert með að gera.

Við hefðum farið eins að og Írar ef við hefðum getað. Gjaldeyrisvarasjóðurinn var tómur og stjórnvöld komu alls staðar að lokuðum dyrum í leit að lánalínum. Því fór sem fór.

Það sýnir best að ríkið reyndi allt til að halda bönkunum gangandi að nokkrum dögum fyrir hrun keypti ríkið 75% í Glitni og daginn fyrir hrun voru Kaupþingi lánaðir 80 milljarðar króna.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 14:46

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rétt hjá Ásmundi.

Lánið til Kaupþings var veitt með veði í FHI bankanum í Danmörku.

En nú lítur út fyrir að það lán sé tapað.

http://www.vb.is/frett/70649/

Ó hvað er yndislegt að vera með krónuna og okkar eigin Seðlabanka. Þeir eru að gera góða hluti. Ekki satt Elle?

Sleggjan og Hvellurinn, 11.3.2012 kl. 16:28

14 identicon

Fyrir utan að svar Elle er bull, er ljóst að hún hefur ekki skilið athugasemdina sem hún er að andmæla.

Þar er ekki verið að tala um skuldir ríkisins heldur skuldir bankanna sem Vinstrivaktin telur ranglega að hefðu lent á ríkinu ef við hefðum verið í ESB eða ef AGS hefði komið okkur til aðstoðar áður bankarnir fóru í þrot.

Elle minnist hins vegar ekki orði á skuldir grískra einkabanka hvað þá að hún hafi sýnt fram á að skuldir þeirra séu á ábyrgð gríska ríkisins. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.3.2012 kl. 18:02

15 Smámynd: Elle_

Bullaðu sjálfur, þú ´Ásmundur´/ÓMAR HARÐARSON.  Hvar sagði eg nokkuð um ísl. gjaldmiðilinn og SÍ, Hvellur??  Í guðanna bænum skrifaðu nú ekki eins mikla þvælu og næstur fyrir neðan þig.  Sem þú að vísu tekur undir með.  Segir mikið um þig. 

Elle_, 11.3.2012 kl. 23:16

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvaða gjaldmiðill ert þú að tala um Elle?

Ertu komin í Kandadadollars gengið?

Er ekki mikið fullveldisafsal þegar þjóðin afsalar ser vald yfir peningmálum?

Sleggjan og Hvellurinn, 12.3.2012 kl. 09:39

17 Smámynd: Elle_

AFTUR: Hvar sagði ég nokkuð um ísl. gjaldmiðilinn og SÍ?

Elle_, 12.3.2012 kl. 18:04

18 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvar stendur þú í gjaldmiðlismálum?

Hvað er þín lausn til framtiðar?

Sleggjan og Hvellurinn, 13.3.2012 kl. 09:28

19 Smámynd: Elle_

Af hverju viltu vita hvað mér finnst um gjaldeyri?  Eða ertu bara svona að tala um daginn og veginn?  Minntist ég einu orði á ísl. gjaldmiðilinn og SÍ  eða Kanadadollar að ofanverðu?  Í hvað ertu nákvæmlega að vísa?

Elle_, 13.3.2012 kl. 15:57

20 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er svona almennt að spurja þig hvar þú stendur í gjaldmiðilsmálum.

En ég skil þig alveg ef þú getur ekki svarað því.

Enda enginn NEI-sinni með lausn á peningamálum til framtíðar.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.3.2012 kl. 16:14

21 Smámynd: Elle_

Fullveldisafsalið sem þið viljið kemur ekkert gjaldeyri eða peningum við.  Og úr því að þú settir okkur öll í sama bát get ég það líka.  Og sagt ÞIÐ notið rökleysu eins og ´hægri öfgar´ og ´útlendingaphóbíu´ og ´útlendingahatur´ og annað rugl gegn okkur sem viljum ekki gangast undir vald Þýskalands. 

Hinsvegar nenni eg ekki að fara að lemja höfðinu í veggi eða þrasa við þig og vertu sæll.

Elle_, 13.3.2012 kl. 17:02

22 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ergo

þú hefur enga lausn í peningamálum

Sleggjan og Hvellurinn, 13.3.2012 kl. 17:20

23 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Við þurfum ekkert að bulla í metravís, Ísland er ekki á leið í ESB hvað þá að fara að taka upp Evru.

Íslensk króna er það sem við erum með og verðum með um ókomna tíð, tími til komin að gera sér grein fyrir því kæru ESB-istar.

Næsta verk er að fjarlægja líkið úr lestinni og koma á nýrri ríkisstjórn.

Eggert Sigurbergsson, 13.3.2012 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband