ESB og almannahagur vakti fyrr í vikunni athygli á myndbandi sem ESB hafði látið gera og er lýst á þennan hátt: ,,Hér er komið opinbert myndband frá ESB sem sýnir ESB sem kvikmyndahetjuna í baráttunni við hið illa. Í hinum bjagaða heimi ESB-áróðursmeistaranna birtist hættan sem svertingjar, arabar og gula hættan!" Myndbandið var síðan fjarlægt vegna harðra mótmæla þeirra sem sættu sig ekki við rasískan undirtón þessa myndskeiðs. Í gær mátti þó enn finna þetta efni á annarri slóð og er hún sett inn í von um að fólk geti dæmt fyrir sig sjálft:
http://www.youtube.com/watch?v=VUlNgJfJip4
Í umfjöllun á bloggsíðunni ESB og almannahagur segir um það:
,,Gagnrýni rigndi inn og þótti myndbandið bæði kjánalegt og fullt kynþáttafordóma. Myndbandið, sem framleitt var af innlimunardeild ESB, þeirri sem við Íslendingar eigum nú sem mest samskipti við nú um stundir, sýndi ESB í líki fagurrar hvítrar konu. Að henni sótti utanaðkomandi hætta í líki bardagamanna af öðrum kynþáttum, svartra, arabískra og gulra. En álfdrottningin breytti út faðminn og allir settust sáttir niður í lótusstellingu og umbreyttust svo í stjörnuhring ESB!
ESB afsakar sig með að myndbandið hafi verið framleitt fyrir ákveðinn markhóp, þ.e. ungmenna á aldrinum 16 til 24 ára. Þann hóp taldi ESB vera móttækilegan fyrir skilaboðum myndbandsins, sem var að ESB tekur vel á móti öllum sem gangast að þeim skilyrðum sem ESB setur.
Myndbandið er sennilega gott dæmi um að "svo skal böl bæta með að benda á annað verra". Nú þegar allt er í kalda koli innan ESb er tilvalið að beina athyglinni að hinni "utanaðkomandi hættu". Þetta er klassískt bragð - að búa til Óvininn sem kemur að utan og dreifa þar með athyglinni frá vandamálunum heima fyrir!
Athugasemdir
Ísland er greinilega talið með í hópi þeirra þjóða sem vilja berja á barbörunum því landið er vel merkt efst í vinstra horni myndbandsins í lokin.
Þessi ESB umsókn verður okkur dýrkeypt.
Kolbrún Hilmars, 8.3.2012 kl. 18:07
Við sátum fjölskyldan og horfðum á þetta myndband og trúðum varla okkar eigin augum. Jú eitt af löndunum með þetta andstyggilega rasistaviðhorf eiga að vera Íslendingar! Allavega erum við á kortinu sem þeir presentera.
Það lítur út fyrir það að við séum nú þegar talin ein af þjóðum ESB án nokkurs samþykkis Íslensku þjóðarinnar. Ógeðfellt í meira lagi.
Þakka gott blogg.
HelgaB (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 21:10
Frekar hallærislegt eða ef til vill frekar ógeðslegt myndband. En vonandi kemur meira svona frá þeim, því þetta virkar alveg öfugt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.3.2012 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.