Stefnt að miðstýringu orkuauðlinda aðildarríkja í ESB

Orkulindir helstu landa ESB eru að mestu á þrotum. Vaxandi orkuskortur er í ESB og verð á orku of hátt. Sjónir ESB beinast þess vegna að grannlöndum sem hafa yfir orkulindum að ráða, þ.ám. Íslandi. Með nýju stjórnarskránni fékk ESB úrslitavald um það hvar orkan verður nýtt og á hvaða forsendum.

Í grein Friðriks Daníelssonar og  Sigurbjörns Svavarsson í Morgunblaðinu í gær um „Orkulindir Íslands í ESB" er það útskýrt á einkar glöggan hátt sem við á Vinstrivaktinni bentum  einnig á 14. september s.l. að í nýrri stjórnarskrá ESB er fyrirskipuð heildarstefna og miðstýring í orkumálum.  Orkugeiri ESB-landa verður settur undir yfirstjórn sambandsins. Þeir Friðrik og Sigurbjörn rökstyðja mál sitt með beinni tilvísun til stjórnarskrárákvæða ESB:

„Grein 194 í TFEU kveður á um að tryggja eigi öryggi í orkuafhendingu í ESB og stuðla að tengingu dreifikerfa aðildarlanda. Grein 122 gefur ESB heimildir til að tryggja afhendingu orku frá einu landi sambandsins til annars verði þar alvarlegur orkuskortur, en grein 352 gefur ESB útvíkkaðar heimildir til að auka völd sín án þess að þjóðþing aðildarlanda þurfi að samþykkja. Í kafla 2 (frá grein 288) fær ESB einnig auknar stjórnvaldsheimildir án beinnar lýðræðislegrar aðkomu aðildarríkjanna."

„Stefna ESB er að öll orkufyrirtæki í opinberri eigu verði sett á hlutabréfamarkað og komist í eigu þeirra sem aðeins hafa gróða að markmiði sem hækkar orkuverð enn meir." Þeir fjalla síðan um afleiðingarnar fyrir Ísland ef það gengi í ESB:

„Virkjanir á Íslandi yrðu nýttar til framleiðslu rafmagns fyrir ESB, leitt um sæstrengi inn á dreifikerfi ESB. Hugmyndir um sæstreng hafa skotið upp kollinum hérlendis annað slagið og gera jafnvel enn í dag hjá þeim sem ekki átta sig á að íslenskar orkulindir eru grundvöllur landfastrar atvinnu til langrar framtíðar. Af þeim 50 TWst raforku sem talið hefur verið að Ísland gæti framleitt í framtíðinni er þegar búið að virkja um 1/3, það besta og hagkvæmasta. Sæstrengur, sem er gífurleg fjárfesting sem Íslendingar ráða ekki við, þarf megnið af orkunni sem eftir er til að bera sig. Íslensk fyrirtæki, s.s. ál, járnblendi, lýsi og mjöl og ylrækt munu ekki standa undir því orkuverði og draga saman seglin. Olíu- og gaslindir fyrir Norðurlandi kæmu undir sameiginlega yfirstjórn og leyfisveitingakerfi ESB, sem fjölgar stöðugt, og mikilvægar ákvarðarnir um nýtingu og uppbyggingu yrðu teknar af ESB."

Þeir Friðrik og Sigurbjörn spyrja hverjir myndu eiga orkufyrirtækin ef Ísland gengi í ESB og svar þeirra er: „Magma-málið var forsmekkurinn að því sem kæmi með ESB. Jafnvel þó að ríkið teldist geta »átt« auðlindirnar munu einkafyrirtæki keppast um að ná sem flestum þeirra. Mikilvægt er að átta sig á að verðmæti orkufyrirtækja Íslands er miklu meira en »auðlindanna«, þ.e. vatnsfallanna og jarðhitasvæðanna. Í innlendu orkufyrirtækjunum hefur bæði orkulindin, þekkingin og getan til að nýta hana byggst upp á einum stað og í því eru hin raunverulegu verðmæti fólgin."

„Fjárfestarnir hafa hingað til getað samið beint við Íslendinga um orkuna. Aðildarviðræður við ESB eru túlkaðar sem uppgjöf þeirrar stefnu að stjórnvöld hér hafi óskoraðan yfirráðarétt yfir auðlindunum og sem yfirlýsing um að Ísland ætli að gefa frá sér yfirstjórn orkumála."

Hér er aðeins stiklað á nokkrum athyglisverðu ábendingum í grein Friðriks og Sigurbjörns, en greinina í heild má sjá í Morgunblaðinu 6. mars s.l. á bls. 19.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðalatriðið fyrir okkur er að við einir munum hafa tekjur af orkuauðlindunum.

Hver setur lög og reglur sem unnið er eftir er aukaatriði. ESB með allan sinn mannafla, fé og þekkingu er þó betur treyst til þess en fjárvana Alþingi sem er yfirfullt af besservisserum.

Ef einhver orka er aflögu er kjörið að selja hana til ESB-landa þar sem verðið var fjórum sinnum hærra til stóriðju en hér síðast þegar ég vissi. 

Það fylgir því miklu minni áhætta að selja orkuna úr landi heldur en að selja hana til álvera á verði sem fylgir álverðinu. Álver sveiflast gífurlega. Sambland af hvoru tveggja er því æskileg þróun.

Ef ESB-lönd vilja fá orku frá Íslandi verða þeir að kosta sæstreng og reka hann. Það væri gífurlegur sparnaður fyrir okkur.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 15:04

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, "hver setur lög og reglur" er ekkert aukaatriði, heldur aðalatriði.

Svona nokkuð er ein helsta ástæða þess að ég er andstæð ESB aðild; það veit enginn fyrirfram hvað apparatið hyggst gera næst.

Ef ég smækka málið: Á mínu heimili vil ég setja reglurnar - ekki afhenda konunni í næsta húsi reglugerðarvaldið.

Kolbrún Hilmars, 7.3.2012 kl. 15:37

3 identicon

Nei, Kolbrún, aðalatriðið er hvernig reglurnar eru en ekki hver setti þær.

Þetta er alls ekki sambærilegt við að kona í næsta húsi setji þér reglur enda tökum við sjálf þátt í öllum slíkum ákvörðunum eftir að við höfum fengið aðild að ESB.

Nær lagi væri að líkja ESB við húsfélag með lögum og reglum um sameiginleg hagsmunamál sem húsfundur leiðir til lykta með mismunandi miklum meirihluta.

Að geta ekki nýtt sér kosti aðildar vegna þess að maður vill ráða öllu sjálfur endurspeglar skort á félagsþroska.  

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 16:13

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, húsfélag er slæm samlíking því reglur þess ná aðeins yfir sameign, ekki séreign. Húsfélagið getur ekki rétt sisona ákveðið að einhver hluti séreignar eigi að færast yfir í sameign.

Á meðan landið er ekki í ESB er það alfarið í séreign og sameignarreglur ESB geta ekki gilt hér. Það þýðir þó ekki að einstaka reglur ESB séu alvitlausar. Mætti þess vegna alveg taka skynsamlegar reglur upp hér.

En til þess þurfum við ekki að ganga í apparatið.

Kolbrún Hilmars, 7.3.2012 kl. 16:48

5 identicon

Kólbrún, þí ert að misskilja.

Það stendur ekki til að færa eignarhald orkuauðlindanna til ESB. Eignarréttarákvæði koma í veg fyrir það.

Auk þess er húsfélag góð samlíking vegna þess að orkumál í séreign eru mál sameignar. Hiti í séreign er greiddur af húsfélaginu.

Auðvitað göngum við ekki í ESB til að taka upp reglur sem við getum sjálf sett okkur. Ástæðurnar eru allt aðrar eins og þú veist.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 20:15

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hverjar eru ástæðurnar Ásmundur? Værir þú ekki til í að segja mér þær, þó þú teljir Kolbrúnu vita þær. 

Hrólfur Þ Hraundal, 7.3.2012 kl. 21:18

7 Smámynd: Elle_

Enn ein rangfærslan af ÁSMUNDI/ÓMARI H.  Hinir í húsinu borga ekki hitann minn.  Þar fyrir utan þarf SAMÞYKKI ALLRA í húsfélagi í stórum málum samkvæmt lögum og BÍLSKÚRSLEYFI OG RAFLAGNIR teljast STÓR MÁL.   Hvað þá FULLVELDISAFSAL RÍKIS.     

Elle_, 7.3.2012 kl. 22:04

8 Smámynd: Elle_

Og aðalatriðið er sannarlega HVER SETUR LÖGIN.  FYRIR OKKUR. Hitt er rugl að það skipti ekki máli.

Elle_, 7.3.2012 kl. 22:33

9 identicon

Elle, þetta er engin rangfærsla eins og þeir sem hafa búið í fjölbýlishúsum vita.

Hitareikningurinn fyrir allt húsið er yfirleitt greiddur af húsfélaginu og síðan innheimtur með húsgjöldum hjá íbúunum í réttu hlutfalli við eignarhluta þeirra.

Í hreinskilni sagt virðist þitt framlag hér helst felast í að ásaka aðra um lygar og rangfærslur sem enginn fótur er fyrir. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 22:56

10 Smámynd: Elle_

Jú, það er rangfærsla og líka svarið þitt núna sem ENGINN FÓTUR ER FYRIR.  Í fjölbýlum eru oft ef ekki oftast hitamælar og rafmangsmælar fyrir hvern um sig.  Og þarf SAMÞYKKI ALLRA fyrir ýmsu samkvæmt lögum.  Hið sanna er að þú fullyrðir alltof oft hluti út í loftið eins og þú haldir að hinir skilji ekki neitt og viti enn minna. 

Elle_, 7.3.2012 kl. 23:17

11 identicon

Þú ert alltaf að sanna þig betur og betur Ásmundur sem einn helsti ESB attaníossi og beinasni á landinu, nytsamur sakleysingi. Sama gerð af manni og þeir sem trúðu á alræði öreiganna í Sovét forðum daga og reyndust nytsamir sakeysingar.

Mærðu kerfið þar út í eitt. Óskeikult og almáttugt.

Það eina sem var að í Sovét voru breyskir menn á röngum stöðum í kerfinu sem eiðilögðu það töldu þeir alveg öruggt. Ekkert að kerfinu !!! Nei nei ekkert að kerfinu !!!

Þinn málflutningur um ESB er af sömu rótum runinn.

Það sjá allir skynsamir menn að ESB hentar ekki Íslandi.

Nánast allir nema öfga kratar sem halda að þeir ráði einhverju í ESB og forstakkaðar afturbatapíkur af báðum kynjum úr röðum sósialista sem trúa nú á ESB í staðin fyrir gamla Sovétið.

Það er alveg sama hvað ESB dælir miklum peningum í áróður hér á Íslandi fyrir eigin ágæti, skiptir engu máli hvort það eru 200 eða 500 milj. Umsóknin er jafn dauð þrátt fyrir þetta mútufé.

Íslendingar hafa nú þegar tekið ákvörðun um að vilja ekki koma nálægt þessu ólýðræðislega apparati fáránleikans sem birtist þeim nánast á hverjum degi í fréttum, enda Íslendingar skynsöm þjóð.

Afgerandi höfnun þjóðarinnar á inngöngu í ESB verður í síðasta lagi í næstu kosningum óháð því hvernig þetta innlimunarferli sem Ísland er nú statt í stendur þá. Allar líkur verða þá fyrir því að ESB verði þá tekið ósmurt í.....kjörkassann.

Rekkinn (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 23:43

12 identicon

Ég hef nú reyndar bara búið í tveimur fjölbýlishúsum, en í þeim báðum var heildarhitareikningnum fyrir húsið deild niður á eignarhluta óháð notkun hvers og eins. Rafmagnsmælar voru hins vega fyrir hverja íbúð og greiddi hver eignahluti sína notkun.

Páll (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 23:56

13 Smámynd: Elle_

Hann hinsvegar fullyrti í no. 5 að það væri þannig eins og það ætti við öll fjölbýli.  Kannski er það þannig í stærstu húsunum en ekki næstum öllum hinum.

Elle_, 8.3.2012 kl. 00:05

14 identicon

Hrólfur, ástæðurnar eru margar og margvíslegar.

1) Upptaka evru með þeim stöðugleika sem henni fylgir. Miklu minni verðbólga, engin verðtrygging og miklu léttari greiðslubyrði lána. Með evru eykst einnig jöfnuður vegna þess að sveiflur á gengi krónunnar er mikill gróðavegur fyrir ákveðin hóp sem hagnast á kostnað almennings. Sama má segja um gjaldeyrishöftin.

2) Með ESB-aðild fáum við nauðsynlega bandamenn. Aðstoð ESB við Grikki ætti td að vera okkur hvatning. Það er gríðarlegur fengur í að hafa ESB til að semja um niðurfellingu lána, ef allt fer í hönk, og losna þannig undan að lenda í Parísarklúbbnum. Það sýndi sig eftir hrun að við eigum enga bandamenn. Jafnvel norðurlandaþjóðirnar stóðu með ESB. Líkurnar á að við lendum aftur í hruni er þó miklu meiri með krónu vegna þess óstöðugleika sem henni fylgir.

3)Tollaívilnanir. Með ESB-aðild verður það raunhæfur möguleiki að fullvinna fiskafurðir í neytendaumbúðir til útflutnings til ESB-landa. Við það geta mjög mörg störf orðið til um allt land.  Tollar eða gjöld á innfluttum vörum falla niður og verð lækkar.

4)Aukin samkeppnishæfni skapar möguleika á útflutningi í nýjum greinum. Þannig verða til mörg fjölbreytileg ný störf og meiri gjaldeyristekjur. Áhugi útlendinga á að fjárfesta hér eykst.

5)Með upptöku evru er gjaldeyrisvarasjóður ekki lengur nauðsynlegur. Það er því hægt að greiða upp stóran hluta af skuldum ríkisins og lækka vaxtakostnað um milljarðatugi.

6)Þar sem krónan nýtur einskis trausts munu utantríksviðskipti aukast mikið og viðskiptakjör batna með upptöku evru. Tekjuaukning og sparnaður vegna þessa verður gífurlegur.

7) Lækkun vöruverðs vegna aukinnar samkeppni og vegna niðurfellingar verndartolla og annarra innflutningstolla.

8) Engin nauðsyn á gjaldeyrishöftum sem eru stórskaðleg viðskiptalífinu og munu að öðru jöfnu valda því að Ísland dregst aftur úr öðrum þjóðum.

9)Öruggur gjaldmiðill í stað krónunnar sem er auðveld bráð erlendra vogunarsjóða. Krónan er ónothæf sem gjaldmiðill og stórskaðleg þjóðinni.

10) Íslensk löggjöf er mikil hrákasmíð enda erfitt fyrir örríki að halda upp góðri löggjöf í síbreytilegum heimi. Það er því mikill fengur í löggjöf ESB á þeim sviðum sem hún nær yfir. 

Með ESB-aðild og upptöku evru er Íslandi tryggð örugg framtíð. Ef við erum ein á báti með krónu er voðinn vís.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 00:06

15 identicon

Rekkinn, ef þú hefur áhuga á að höfða til annarra en fábjána ættirðu leggja niður svona orð eins og attaníossi. 

Ég komst ekki lengra en í fyrstu málsgreinina, þar sem þetta orð var að finna, og sá þá ekki ástæðu til að lesa meira.

Annars býst ég við að þú sért Gunnlaugur. Hann upplýsti hér fyrir nokkru að hann hefði  verið rekinn af bloggsíðu Evrópusamtakanna, ef ég man rétt, fyrir að hafa notað einmitt þetta orð sem er fjarri því að vera algengt. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 00:21

16 identicon

@ Ásmundur. Orðið "aftaníossi" hefur enga slæma merkingu það segir aðeins að sá sem um er rætt fylgi þessum eða hinum eftir eins og skugginn. Þetta orð hefurlengi verið notað í íslensku máli.

Ég hef komist að því að margir þekktir íslenskir rithöfundar, blaðamenn og þekktir stjórnmálamenn hafa margsinnis notað orðið, m.a. margsinnis úr ræðustól Alþingis.

Enginn svo ég viti til hefur fengið neinar ákúrur fyrir það. Notkun mín og meining á orðinu og einnig þeirra sem ég nefndi hér að ofan hefur ávallt að því að ég best fæ séð verið sú að telja einhvern eða einhverja fylgja öðrum eftir í blindni í skoðunum og afstöðu til mála.

Þetta orð hefur því ekkert með einhverja meinta samkynhneigð að gera, eins og ýmsir virðast reyna að gera skóna.

Ég gæti nefnt fjölda dæma um þetta, en það yrði of langt mál, en bendi áhugasömum á að "Googla" orðið og þá sjá þeir þetta.

Til að hafa það á hreinu þá er ég ekki þessi sem kallar sig "Rekkinn" En hann telur greinilega eins og ég og margir fleiri að þetta orð sé kjarngóð og fullgóð íslenska, þegar menn takast á um heit og umdeild þjóðfélagsmál.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 09:02

17 identicon

Elle, enn einu sinni er afneitun þín og forherðing algjör.

Það er ekki aðeins að hitakostnaði sé yfirleitt skipt með þeim hætti sem ég lýsti. Þannig á það að vera lögum skv enda er ekki talið sanngjarnt að td íbúð á efstu hæð beri allan kostnað af hitatapi gegnum sameiginlegt þak hússins á meðan íbúð á hæðinni fyrir neðan nýtur góðs af hita frá íbúðinni fyrir ofan.

Fjölbýlishús með sérhitamæli fyrir hverja íbúð eru undantekning. Sérhitamælir er í raun brot á lögum nema lögin hafi breyst frá því að ég var einu sinni í stjórn húsfélags sem ég tel ólíklegt.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 10:00

18 identicon

Ég sé að hirðfíflið Jón Ásmundur Frímann er enn að. Hann hættir auðvitað aldrei, enda haldinn þráhyggju.

Takið bara eftir ummælunum. Við hverja eina og einustu grein er gimpið mætt, yfirleitt fyrst til leiks, og gargar eins og vangefinn páfagaukur, en auðvitað hefur sjálfan sig upp fyrir gagnrýni.

Það á auðvitað að henda þessum andlega aumingja héðan út. Hann eyðileggur alla eðlilega umræðu með þessum trúarofstækisáróðri.

Þessi einstaklingur gengur ekki heill til skógar. Það er jákvætt að hafa hann gargandi, bara svo að fólk sjái ESB trúboðið í sinni réttu mynd, en fyrr má nú rota en dauðrota.

palli (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 10:29

19 Smámynd: Elle_

Forherðingin er öll þín, ´ÁSMUNDUR´/ÓMAR HARÐARSON. og þú ætlaðir að nota vitleysuna sem ´rök´ fyrir að við ættum að vera undir miðstýringu erlends veldis.  Mælarnir eru ekki ólöglegir og notaðir og settir upp af Orkuveitunni sjálfri.  Vertu ekki að miða við nein erlend lög, við búum ekki enn við brusselsk lög ef þú skyldir vera að miða við það og sem væri ekki ólíklegt í ofstopanum.

Elle_, 8.3.2012 kl. 12:59

20 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er hætt að nenna að rökræða við þann ágæta Ásmund.

Almennt séð er bæði hollt og gott að rökræða málin, en þegar hann vænir fólk um félagslegan vanþroska aðhyllist það ekki ESB apparatið er skynsamlegast að spara sér orkuna.

Við getum þó alltjént huggað okkur við að deila þessum vanþroska með norskum. :)

Kolbrún Hilmars, 8.3.2012 kl. 13:58

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þvílika vitleysisbullið sem haldið er fram á þessari þjóðrembings og öfga-hægri síðu. Nánast sjúkt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.3.2012 kl. 14:20

22 identicon

Eins og ég sagði er afneitunin og forherðingun algjör. Svarið er í samræmi við það.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 14:29

23 identicon

Kæru síðuhaldarar hér á Vinstri Vaktinni gegn ESB og aðrir ESB andstæðingar, sem hér skrifa og commenta.

Við skulum alls ekki hafa þann "skort á félagsþroska" að fara að láta okkur detta það í hug að fara að henda svona ESB forrituðum páfagauk, eins og Ásmundi Friðrikssyni héðan út og heldur alls ekki þjóðhataranum Ómari Bjarka Kristjánssyni, hann er alveg ómissandi.

Við skulum bara afhjúpa þá svo allir geti séð lygar þeirra og blekkingar, þannig styðja þessir ESB forrituðu furðufuglar bara undir málsstað okkar.

Við skuluim einmitt sýna af okkur meiri "félagslegan þroska" en þeir sjálfir og alls ekki falla í sama ritskoðunar farið og þeir ESB sinnar hafa gert á Evrópu síðu sinni að útiloka nær alla ESB andstæðinga af spjalli og rökræðum á síðu sinni, fyrir engar eða minna en engar sakir.

Þess vegna er síða þeirra nú mjög fátækleg og lestur og heimssóknir þar stórminnkað. Þetta er svona eins og að fara inná lokaða vefsíðu hjá einlitum sértrúarsöfnuði, enda er hún nú nær eingöngu skipuð einmitt svona hreinræktuðum og forrituðum ESB páfagaukum og þessum tveimur fyrrnefndu !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 15:02

24 identicon

Gunnlaugur reynir nú að fá uppreisn æru og vandar ekki meðulin.

Eftir að málflutningur hans, sem gekk aðallega út á að hlutskipti Íslands í ESB yrði skv meðaltali evrulanda, var hrakinn, lét hann sig  hverfa með skottið á milli lappanna.

Svo mikil var skömminn  að næst þegar hann lét til sín taka hér var hann kominn með nýtt nafn. Orðið attaníossi kom upp um hann.

Og ef einhver grunur hefur verið uppi um að Gunnlaugur væri þar ekki á ferð þá varð hann að engu þegar hann tók að verja þann sem hann sagðist ekki vera.

Nú var illt í efni fyrir Gunnlaug og róttækra aðgerða þörf. Ekkert dugði minna en að snúa öllu á hvolf og gera ósigur sinn að sigri og eigin niðurlægingu að niðurlægingu annarra. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 16:12

25 Smámynd: Elle_

Og eg tek undir með Gunnlaugi.  ´Lyga-Mundi´ var vel fundið upp af Hilmari yfir forherðinginn sem fullyrðir hluti út í loftið (eins og Palli hefur að vísu oft sagt honum) og einskis svífst.  

Elle_, 8.3.2012 kl. 18:10

26 identicon

Heyrðu mig Ásmundur "Kapteinn Euro" Friðriksson. Þú lýgur blákalt enn og aftur og meira að segja hróðurgur og kannt ekki að skammast þín.

Ég er ekki þessi svokallaði "Rekkinn" þó svo að hann hafi notað sama orð og ég eins og reyndar margir fleiri, meira að segja þjóðþekktir íslendingar.

Það er hægt að sanna það því að við getum ekki haft sömu IP tölu.

Ég þarf ekkert að rugga bátnum neitt né snúa öllu á hvolf, eins og þú reynir að gera.

Ég veit að ósigur þinn og ESB sértrúarsafnaðar þíns færist alltaf nær, án míns atbeina beint.

Tilburðir þínir til að niðurlægja mig munu hitta þig verst fyrir sjálfan og það fyrr en seinna.

Þegar þú hættir sjálfsblekkingum þínum og gerir þér ljóst að ESB aðildin er að sigla í strand þjóðinni til mikillar gæfu og heilla fyrir Íslensku þjóðina !

Þá munnt þú ekki bara draga þig í hlé, eins og ég þurfti frá að hverfa aðeins í dag því að skömm þin mun vara lengi ogþú munt hreinlega láta þig hverfa !

Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 18:29

27 identicon

Þetta með eignarétt á auðlindum hvers lands í ESB. er jú teygjanlegt. Ég man að í Svíþjóð var umræða hversu langt ESB. gæti teygt sig í eignarréttinn hjá þjóðum í ESB. Þessi umræða kom vegna úrannámur eru til í Svíþjóð og töluvert mikið magn af því. Ekki man ég upphaf umræðna þar, en þegar upp var staðið var niðurstaðan sú að ESB. gæti krafist af Svíþjóð að þeir opnuðu fyrir vinnslu úrans ef krafist yrði af ESB.bandalaginu. Stjórnarliðar töldu fráleitt að til þess kæmi nokkurn tíma. Þá yrði að vera mikill óróleiki í heiminum. Spáið í auðlindir okkar í hafinu, þótt þær séu á fárra manna hendi og veðsettar langt út fyrir hrognin. Ef að ESB. krefjast að fá að ganga í þessar auðlindir, þá held ég að allir Össurar á Íslandi verði að beygja sig fyrir því. Ég tala nú ekki um ef einhvernt´´ima ´´i framtíðinni yrði unnin olía innan landhelginnar.... Þá Má nú Össurinn passa sig.

Jóhanna (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 19:31

28 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er víst búið að gefa fiskinn til ESB-banka-hítarinnar "fjármálaeftirlits"-stjórnuðu, í Bretlandi og á Íslandi.

Þurfum við endilega að gefa orkuna og allt vatnið, sem notað er til álframleiðslunnar á Íslandi líka?

Er enginn sem gerir sér grein fyrir að vatnið á Íslandi streymir ókeypis og ó-hreinsað til þessara álfyrirtækja? Vatnið sem myndi kosta gífurlega fjármuni annarsstaðar í veröldinni, vegna hreinsunarkostnaðar? Það þarf orku til að hreinsa vatn!!!

Hafa stjórnendurnir landsins einhverja raunsæja innsýn í, hvaða verðmæti þeir eru með í höndunum?

Ég vil hjálpa öllum þjóðum eins vel og ég get. En ég get ekki einu sinni hjálpað sjálfri mér, ef ég verð að borga mikið (með litlum peningum) fyrir lífsnauðsynlega vatnið á Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.3.2012 kl. 19:47

29 identicon

Gunnlaugur, þvílík örvænting að láta eins og einstaklingar geti ekki haft aðgang að fleiri en einni tölvu. Yfirgnæfandi líkur á að þú sért Rekkinn aukast enn frekar við svona röksemdafærslu.

En jafnvel þó að þú værir ekki Rekkinn er niðurlæging þín mikil. Öll rök þín um hvað Íslandi bíður í ESB hafa verið hrakin og þú þurftir frá að hverfa rökþrota með skottið á milli lappanna. Það var létt verk og löðurmannlegt og skömm þín því mikil.

Það er svo allt annað mál hvort Íslendingar beri gæfu til að velja aðild sem er hið eina rétta í stöðunni. Skoðanakannanir um ESB-aðild meðan ekki er ljóst hvað verður í boði eru ómarktækar.

Þegar hægast fer um á ESB-svæðinu og meira farið að bera á skuldavandanum í öðrum heimshlutum, á sama tíma og mjög góður samningur liggur fyrir, gæti þjóðin hæglega valið aðild.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 20:17

30 Smámynd: Elle_

Gunnlaugur er ekkert rökþrota og hefur ekki þurft frá að hverfa í neinu rökþroti.  Kannski hann nenni ekki lengur að þrasa við vegg??  Það eru líka bara liðnir 3 tímar síðan hann skrifaði síðast svo rólegan æsing.

Elle_, 8.3.2012 kl. 21:40

31 identicon

Ha? Hvað kemur það málinu við hve langt er síðan hann skrifaði síðast?

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 8.3.2012 kl. 21:55

32 identicon

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 00:14

33 Smámynd: Elle_

Og eitt enn varðandi hitamælana sem eg vildi koma inn: Menn koma á vegum Orkuveitunnar og halda við og skipta um ALLA hitamælana í húsum þegar þarf.  Það mundu þeir ekki gera ef það væri ´ólöglegt´ að vera með ALLA þessa hitamæla.  Það þýðir ekkert fyrir neinn ´Ásmund´ að koma og brengla endalaust alla hluti þegar það hentar Brusseláróðri hans og honum sjálfum. 

Elle_, 10.3.2012 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband