Stefna ESB mun leiða hörmungar yfir Evrópu, segir evrópsk verkalýðshreyfing

Evrópusamband verkalýðsfélaga, ETUC, hvatti öll félög og félaga innan sinna vébanda í seinustu viku til mótmæla viðbrögðum ESB gegn aðsteðjandi kreppu. ASÍ á aðild að ETUC, en svo sem vænta má heyrist aldrei svo mikið sem tíst frá ASÍ þegar samherjar þeirra á meginlandinu gagnrýna ESB.

Á vefsíðu ASÍ segir m.a: „Evrópusamband verkalýðsfélaga, ETUC, er í dag þungamiðjan í starfi ASÍ á vettvangi alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar." En líklega væri nær lagi að segja að ESB sé þungamiðjan í starfi ASÍ. Ekki hefur heyrst orð frá forystumönnum ASÍ um hin miklu mótmæli sem ETUC stóð fyrir 29. febr. s.l. og beindust gegn gífurlegum niðurskurðaraðgerðum ESB sem myndu leiða hörmungar yfir Evrópu og dýpka kreppuna enn frekar. Og ekki er heldur á vefsíðu ASÍ að finna orð um þessi miklu mótmæli evrópskra samtaka sem ASÍ telur þó þungamiðju í alþjóðlegri starfsemi sinni.

Aftur á móti gerði vefsíðan ESB og almannahagur þessum tíðindum ágæt skil, sbr. http://www.esbogalmannahagur.blog.is/blog/esbogalmannahagur/entry/1226028/ Á þeirri síðu hefur mátt finna margvíslegar upplýsingar um þau vandamál sem tilskipanir og regluverk ESB hafa skapað fyrir almennt launafólk í álfunni. Þar má meðal annars finna ávarp formanns ETUC, Bernadette Ségol hinn 29. febrúar s.l. undir fyrirsögninni: „Nú er komið nóg!" Ségol varar við stefnu forystumanna ESB sem komi ekki auga á nein önnur úrræði en launalækkanir, skerðingu félagslegra réttinda og árásir á samningsrétt verkalýðsfélaga. Verkalýðshreyfingin vekur athygli á því að stefna ESB sé ekki bara röng og óréttlát, að láta almenning blæða svo bjarga megi bönkunum og fjármálakerfinu sem olli kreppunni, hún sé líka í hæsta máta andlýðræðisleg og einræðisleg. Á vefsíðunni ESB og almannahagur  er baráttu evrópskra verkalýðshreyfingar þannig lýst undir fyrir sögninni: „Stefna ESB mun leiða hörmungar yfir Evrópu. Evrópsk verkalýðshreyfing hvetur til aðgerða."

"Evrópusamband verkalýðsfélaga, ETUC, hvetur í dag, 29. febrúar, öll félög og félaga innan sinna vébanda til að efna til mótmælaaðgerða gegn niðurskurðaraðgerðum forystu ESB. ESB, undir forystu Merkel og Sarkozy stefna nú að því að aðildarríkin festi í lög eða stjórnarskrá, hugmyndir þeirra, ættuðum úr hugmyndasmiðjum hægri flokka, um hvernig komast megi út úr kreppunni. Aðhalds og niðurskurðarhugmyndir ESB ganga þvert á þær hugmyndir sem verkalýðshreyfingin hefur lagt til um nauðsyn á auknum fjárframlögum og aðgerðum hins opinbera til að koma atvinnulífinu á stað á nýjan leik. Það eru hugmyndir sem að eru að miklu leyti samstíga hefðbundnum lausnum sósíaldemókrata fyrr á tíð og er New Deal Franklins D. Roosevelt kannski eitt frægasta dæmið þar um. Nú ætlar ESB að setja lögbann á slíkar lausnir í efnahagslífinu og leggur til niðurskurð á lífeyrisréttindum, velferðarþjónustu og launum."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hvað ætli Ásmundur ESB sinni Friðriksson segi nú við þessum upplýsingum ?

Ég og margir fleiri bíðum nú eftir að heyra hér endalausar réttlætingar og mótbárur hans.

Það virðist nefnilega vera alveg sama hvað, réttlætingarnar eru endalausar !

Meira að segja þó svo þeir ESB kumpánar Roumpoy og Barrosso og þeirra gerspillta valdaklíka hefðu skipulagt fjöldamorð á ESB andstæðingum þá hugsa ég að Ásmundur Friðriksson væri samt enn við sama ESB heygarðs réttlætingarhornið !

Réttlætingar og afsakanir fyrir þetta ónýta og óskilvirka stjórnsýsluapparat sem nú hefur búið meira en 24 milljónum manns ESB svæisins atvinnuleysi og yfir þriðjungi þess fátækt og óöryggi.

Meiri efnahagslegar og félagslegar hörmungar en þetta svæði hefur nokkurn tímann þurft að búa við síðan á tímum Heymsstyrjaldanna tveggja á síðustu öld !

Gunnlaugur I., 6.3.2012 kl. 20:18

2 identicon

Ég sé ekki að það sé frétt þó að einhverjir mótmæli niðurskurði og spái hörmungum ef ekki er farið að þeirra vilja.

Sjálfstæðismenn á Íslandi hafa kyrjað sama sönginn allt frá hruni.

Slíkur málflutningur er hins vegar ótrúverðugur nema sömu aðilar krefjist skattahækkana og minni umsvifa hins opinbera þegar vel árar.

Sjálfstæðismenn á Íslandi lækka skatta í þenslu og krefjast svo enn frekari skattalækkana í samdrætti.

Slíkt getur ekki endað nema með því að skattar hverfi  fljótlega, eða svo gott sem. Er það stefnan?

Annars er það tilhæfulaus áróður að krafist sé launalækkana í ESB. Þetta á aðeins við um verst settu löndin, jafnvel aðeins Grikkland.

Þetta er neyðarúrræði til að komast hjá greiðsluþroti. Í raun er enginn munur á að lækka laun eða lækka gengi gjaldmiðilsins að því er laun varðar.

Markmiðið er hið sama og áhrifin hin sömu: Kaupmáttur launa rýrnar.

Gengislækkun hefur hins vegar margvísleg óæskileg hliðaráhrif.

Ásmumdur Harðarson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 07:47

3 identicon

Er þessi Ásmundur svona dæmigerður samspillingar útihátalari búið að forrita helling af rullum inn í hausinn á honum sem hann hefur engan skilning á og getur ekki rökrætt, aðeins svarað með hávaða og upphrópunum? 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 07:57

4 identicon

Fyrir utan alþjóðlega skuldakreppu er vandi Grikkja ekki síst afleiðing þeirrar velmegunar sem fylgdi ESB-aðild.

Skyndileg velmegun leiðir gjarnan til bólu. Ef ekkert er gert til að hamla bólumynduninni þá blæs blaðran út og springur svo með hvelli.

Til að komast hjá vandanum hefðu Grikkir aðeins þurft að fylgja einföldustu hagfræðilögmálum: Að hækka skatta og draga úr umsvifum hins opinberra  í velmegun. 

Það hefði ekki aðeins slegið á þensluna heldur einnig gert það mögulegt að lækka skatta og auka umsvif hins opinbera í eftirfylgjandi efnahagslægð.

Þannig hefði lægðin orðið mun minni. Auk þess hefði verið svigrúm til að grípa til heppilegra aðgerða til að efla efnahaginn.

Það jákvæða við ESB og evru er ekki síst að mun erfiðara er fyrir þjóðir að komast upp með sukk og svínarí. Þannig stuðlar ESB að velmegun en krefst um leið félagslegs þroska aðildarríkjanna.

Þau ríki sem eru staðráðin í að vera með allt niður um sig ættu að vera út af fyrir sig. Er Ísland meðal þeirra?  

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 08:34

5 identicon

Gott að fá hér mann eins og Kristján sem leggur áherslu á rök.

Hér hefur nefnilega lítið farið fyrir rökum hjá andstæðingum aðildar. Það er helst að Gunnlaugur hafi reynt. En hans rök hafa gjarnan verið hrakin jafnóðum og þau birtust.

Við skulum sjá hvort Kristjáni gengur betur eða hvort hann hafi ekki önnur rök en sumir hérna, nefnilega: Við viljum ekki aðild.

Ég bíð spenntur.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 08:51

6 identicon

@ Kristján. Ég hef nú marg spurt Ásmund þennan, hver hann raunverulega sé, en hann svarar engu. En hann heldur greinilega að hann sé eitthvað !

Á meðan Ásmundur skrifar svona þvælu og lygar eins og hann gerir hér stanslaust og svarar svo engu um hver hann raunverulega er. Þá segi ég svipað og þú, reyndar segi ég að: Hann sé ESB forritaður páfagaukur sem fer stanslaust með sömu lygarullurnar. hann líkist æ meira gömlu kommunum í gamla daga sem aldrei trúðu á að neitt gæti verið að eða slæmt í fyrirheitna landinu Sovéttinu. ESB er að þróast upp í svona svipað skrifræðisfyrirbæri með sérfræðingaráð sem stjórnað er af embættismannaaðli með ómæld forréttindi, eins og Clamútera Sovétríkjanna og í engum tengslum við almúga hinna dreifðu ríkja Sambandsins.

Yfirklór og aumar afsakanir Ásmundar fyrir ESB helsið á þessari góðu grein Vinstri Vaktarinnar hér að ofan eru aumkunnarverðar.

Svo lýgur hann hér eins og í nánast hverju commentinu á eftir öðru. Hann segir að það hafi reyndar aðeins verið Grikkland sem hefur orðið að lækka laun innan ESB landana. Þetta er alveg dæmigerð Ásmundar lygi Haraðrsonar, svona eins og þegar hann talar um að það sé ekki svo mikið atvinnuleysi í ESB og nefnir svo aðeins 2 smáríki eins og Holland og Austurríki.

Nei Ásmundur launalækkanir eru á miklu fleiri stöðum en í Grikklandi. Þ´r eru um allt ESB svæðið enda er allt svæðið í djúpri kreppu og reyndar í samdrætti. EVRU svæðið er lélegasta hagvaxtarsvæði heims með mínus hagvöxt. 24 milljónir manna ganga hér atvinnulausar eða 10,7% að meðaltali og fátækt hefur aldrei verið meiri eða útbreiddari.

Hér á Spáni sem ég þekki til eru nú yfir 5 milljónir manna atvinnulausir, eða 23% að meðaltali á landsvísu. Atvinnuleysi ungs fólks er 50%.

Þetta er hörmungar ástand og fyrir löngu er brostinn á landflótti, því að nú fækkar íbúum landsins í fyrsta sinn síðan í Borgarastríðinu.

Laun opinberra starfsmanna hafa tvisvar verið lækkuð beint og eftirlaun, atvinnuleysisbætur og örorkubætur hafa verið stórlega skertar á sama tíma og skattar og allar álögur hafa verið stórhækkaðar.

Í einkageiranum hafa laun hríðlækkað og enn meira en í opinbera geiranum, því atvinnurekendur beita nú valdi óttans og segja bara annaðhvort takið þið þessa launalækkun núna eða ég segi ykkur upp, ég get fengið nóg af fólki á lægri kjörum.

Reyndar er það nú svo að ef fólk hefur verið atvinnulaust í meira en ár er það sett á svokallaðar aumingjabætur eða er skammtað aðeins 400 EVRUR á mánuð u.þ.b. 67.000- ísl. krónur sem er langt undir því að geta lifað af hér. Ja nema kannski fyrir allt að helmingnum af unga fólkinu sem eru atvinnulausir og hangir enn í fjötrum fátæktar ár eftir ár á hótel mömmu í fríju húsnæði.

Þetta er stóra ESB og EVRU landið Spánn í dag !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 10:07

7 identicon

Gunnlaugur, þú nærð engum árangri með svona rangfærslum. Það kemst alltaf upp um þær.

Ég sagði að launalækkanir ættu aðeins við um "verst settu löndin". Viðbótin "jafnvel aðeins Grikkland" þýðir að sjálfsögðu að mér sé ekki kunnugt um fleiri lönd.

Það eru bæði stór og lítil lönd í ESB með mun minna atvinnuleysi en Ísland td Þýskaland. Svo er mikill fjöldi þeirra með svipað atvinnuleysi. Það er mikil örvænting fólgin í því að reyna að ljúga til um slíkar staðreyndir.

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_unemployment_rate

Þú hefur aldrei spurt mig hver ég er. Það breytir hins vegar ekki því að ég mun ekki svara slíkum spurningum enda er þetta ekki vettvangur fyrir persónuleg málefni.

Hörmulegt ástand á Spáni hefur ekkert að geta með hvernig Íslandi vegnar í ESB eftir aðild. Eins og hjá Grikkjum er þetta þeirra eigið sjálfskaparvíti.

Við höfum reyndar farið í gegnum sams konar sjálfskaparvíti utan ESB. Munurinn er sá að við lentum í því fyrr og erum vonandi á leið út úr því.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 11:03

8 Smámynd: Elle_

Eins og stóð að ofanverðu: Ekki hefur heyrst orð frá forystumönnum ASÍ um hin miklu mótmæli sem ETUC stóð fyrir 29. febr. s.l. og beindust gegn gífurlegum niðurskurðaraðgerðum ESB sem myndu leiða hörmungar yfir Evrópu og dýpka kreppuna enn frekar. Og ekki er heldur á vefsíðu ASÍ að finna orð um þessi miklu mótmæli evrópskra samtaka sem ASÍ telur þó þungamiðju í alþjóðlegri starfsemi sinni.

Elle_, 7.3.2012 kl. 11:41

9 identicon

Ætli að spár ETUC um hörmungar í Evrópu vegna niðurskurðar eigi frekar við rök að styðjast en spár sjálfstæðismanna á Íslandi sem spáðu hörmungum ef niðurskurðaráform ríkisstjórnarinnar yrðu að veruleika.

Þvert á móti óttast menn nú of mikla þenslu.

Svo held ég að við megum vel við una að hafa hagfræðing í forystu ASÍ. Hann gerir sér grein fyrir að launahækkanir geta verið mikill bjarnargreiði ef efnahagsástandið er ekki undir þær búið.

Hann skilur einnig að við vissar aðstæður geta launalækkanir verið eina leiðin út úr vanda.

Hann gerir sér einnig grein fyrir að þetta er ekki spurning um almenning eða fjármálastofnanir heldur hvorutveggja. 

Það sætir reyndar furðu að Vinstrivaktin skuli ekki gera sér grein fyrir því eftir allsherjarhrun íslenska fjármálakerfisins með alvarlegum afleiðingum. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband