Harvardprófessor: Margt mælir gegn upptöku evru á Íslandi

Enn einn víðkunnur hagfræðingur benti Íslendingum á það nú í vikunni að þeir þyrftu ekki að kasta krónunni og tengjast öðru myntsvæði til að verða aftur fullgildir þátttakendur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og koma böndum á verðbólguna.

Martin Feldstein, hagfræðiprófessor við Harvard-háskóla, ræddi um stöðu og þróun innlendra og erlendra markaða á efnahagsráðstefnu Landsbankans. Hann telur margt mæla gegn því að Ísland gerist aðili að evrópska myntbandalaginu og segist ekki geta ímyndað sér hvernig Íslendingum hefði tekist að glíma við þá erfiðleika sem efnahagslífið stóð frammi fyrir í kjölfar hruns bankakerfisins ef þjóðin hefði búið við erlendan gjaldmiðil sem ekkert tillit hefði tekið til áfallanna sem hagkerfið varð fyrir.

Jafnframt taldi hann ekkert mæla gegn því að Íslendingar gætu náð markmiðum sínum um jafnvægi í efnahagslífi og eðlilega þátttöku á alþjóðlegum fjármálamörkuðum - en til þess þyrfti fyrst og fremst góða stjórn peninga- og efnahagsmála.

Sagt er frá ræðu hans á viðskiptasíðu Mbl. 2. mars s.l: „Feldstein segir að leiðtogum Evrópusambandsins hafi verið mislagðar hendur í björgunaraðgerðum sínum á evrusvæðinu. Hann hefur litla trú á áformum aðildarríkja ESB að innleiða stöðugleikasáttmála sem miðar að því að stemma stigu við halla á ríkisrekstri. Slíkt ríkisfjármálabandalag sé bitlaust tól sem taki ekki á grundvallarvanda myntbandalagsins - ójafnvægi á viðskiptajöfnuði evruríkjanna.

Að sögn Feldsteins má rekja orsakir þeirra efnahagshremminga sem evruríkin glíma við um þessar mundir til upptöku evrunnar. Hann bætti því við að öllum væri ljóst að Grikkir væru í vonlausri stöðu og sú staðreynd að þeir væru með evru gerði illt verra. Hann segist vonast eftir því að grískir ráðamenn sjái að sér og Grikkland segi skilið við evrusamstarfið og taki upp drökmuna á ný. Þörf væri á snarpri gengisfellingu eigi Grikkjum að takast að endurreisa samkeppnishæfni hagkerfisins".


mbl.is Bæði kostir og gallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jonas.is:

"Fagnaðarfundur siðblindra
Martin Feldstein er verst ræmdi prófessor og ráðgjafi heimsins í hagfræði. Var til dæmis ráðgjafi AIG, risavaxins tryggingafélags, sem varð vogunarsjóður eins og Sjóvá og fór á hausinn. Kom fram í Óskarsverðlaunamyndinni The Inside Job. Birtist þar sem nánast geðveikur siðblindingi. Útskýrði, hvers vegna háskólamenn mættu vera til sölu í þágu peningaaflanna. Hannes Hólmsteinn er kórdrengur í samanburði við hann. Feldstein var fyrirlesari á Íslandi í boði Landsbankans. Vel er við hæfi, að siðblindir bófar noti ríkisstyrkinn til að bjóða siðblindum bjána að troða hrunverja-rugli upp á heimska fjármálamenn."

Reynslan af ummælum erlendra, jafnvel heimsfrægra, hagfræðinga hefur verið slæm. Þeir hafa flestir reynst hafa rangt fyrir sér. Þannig sögðu þeir hver á fætur öðrum að ríkið ætti ekki að borga skuldir sínar. Það gæti það ekki. Einnig sögðu þeir að við gætum aldrei greitt Icesave.

Ástæðan fyrir þessum rangfærslum þeirra virðist vera vanþekking á íslenskum aðstæðum. Auk þess vilja Bretar og Bandaríkjamenn evruna feiga enda ógnar hún þeirra eigin gjaldmiðlum.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 14:15

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

@ Ásmundur Harðarson !

Hvað með alla íslensku "hrunbófana" sem allir vilja nú taka upp EVRU og ganga í ESB til þess að geta breitt betur yfir slóð sína.

Ég veit ekki til þess að Martin Feldstein sæti sérstakri rannsókn eða eigi yfir höfði sér einhverjar ákærur. Hann er enn hagfræðiprófessor við Harvard háskóla einhvern virrtasta háskóla heims.

Það getur samt vel verið að honum hafi orðið eitthvað á við ráðgjöf sína fyrir Ameríska tryggingarrisann AIG.

Hann er heldur alls ekki eini þekkti hagfræðingurinn sem heldur fram mjög svipuðum skoðunum um Ísland. Þeir eru fjölmargir og margir þeirra töluðu á svipuðum nótum á sérstakri ráðstefnu í Hörpunni í fyrra, meira að segja Nóbels verðlaunahafar í hagfræði hafa talað fyrir íslensku krónunni og gegn Evrunni. Auðvitað hafa margir þeirra kynnt sér hagtölur og helstu kennitölur um Ísland, áður en þeir mynda sér skoðanir á þessum málum. Þessir menn eru mjög fljótir að lesa saman helstu kennitölur og ráða í spilin.

En það getur vel verið að þeir viti ekkert af þér svona leyndum stórsnillingi og þínum upphafna Stóra sannleika.

Enda veit ég ekki um neinn sem veit yfirleitt eitt eða neitt hver þú ert ? Hver er eiginlega Ásmundur Friðriksson?

Þú gætir allt eins vetrið forritaður ESB- páfagaukur á launum hjá Evrópustofu við þessi áróðurs skrif þín fyrir ESB helsinu.

Gunnlaugur I., 4.3.2012 kl. 17:11

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er hægt að taka mark á gömlum haturskarli sem situr heima og bloggar út og suður mest af hatri og illsku út í samfélagið? Nei égheld ekki.  Það má stundum lesa skrif hans sem brandara um mann sem hefur gleymt lífinu.  En ekki meira. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 17:55

4 identicon

Ásthildur, Jónas er vinsælasti bloggari landsins svo að þetta var feilskot hjá þér langt framhjá.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 00:05

5 identicon

Gunnlaugur, frekar neyðarleg þessi tilraun þín til að telja fólki trú um að ég sé eini maðurinn sem vari við afleiðingum þess að halda áfram með krónu sem gjaldmiðil.

Bara síðustu daga hafa eftirfarandi einstaklingar varað alvarlega við krónunni og fært fyrir því rök:

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar

Forstjóri Marels

Vilhjálmur Þorsteinsson stjórnarformaður CCP mm.

Ágúst Valfells hagfræðingur

Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur

Sigmundur Davíð formaður Framsóknarflokksins, með því að stuðla að upptöku Kanadadollars.

Þeir gætu verið mun fleiri án þess að ég hafi orðið var við eða muni eftir.

Það þýðir ekkert fyrir þig að reyna að telja fólki trú um að þessir aðilar séu aðeins að hugsa um eigin hag enda hafa fólk og fyrirtæki heldur betur fengið að finna fyrir afleiðingum þess að hafa krónu sem gjaldmiðil eftir hrunið 2008.

Vegna þess að krónan er ónýt hafa flest stærstu fyrirtæki og mörg smærri þegar tekið upp evru eða dollar.

Þannig verður krónan minni og minni og því nauðsynlegt að grípa í taumana áður en ósköp dynja yfir.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 00:37

6 identicon

Ásmundur er alveg ótrúlega heilaþveginn sjálfsupphafinn og heimskur einstaklingur.

Hefur ekki vitræna burði né geðheilsu til að taka þátt í almennum rökræðum, eins og sést hefur trekk í trekk.

Ætli það sé hægt að löðrunga páfagaukinn úr þessu? Svona sem síðustu ráð? Hann minnir óneitanlega á sturlaðan móðursýkissjúkling, sérstaklega þegar hann verður rökþrota... sem er ósjaldan.

palli (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 11:28

7 identicon

Ég hef nokkrar áhyggjur af gimpinu okkar þegar allt hans líf hrynur. Líklegast innan skamms.

Mundu, Ásmundur Frímann, að geðlyf er góður kostur fyrir fólk eins og þig.

palli (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 11:31

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vinsælast bloggari landsins á þetta að vera brandari.  Íslendingar sækja ótrúlega í sóðakjafta sem láta allt vaða hann er einn af þeim, það hefur ekkert með vinsældir að gera heldur hvort í senn forvitni og illkvittni sem við eigum nóg af.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2012 kl. 11:53

9 identicon

Ásthildur, vinsældir bloggara mælast í heimsóknum á vefsíðuna.

Þó að slíkar heimsóknir séu af mismunandi hvötum er ljóst að málflutningur hins vinsælasta fellur mjög mörgum í geð.

Ég er þó alls ekki að segja að Jónas sé besti bloggari landsins. En hann er með þeim betri þó að stundum fari hann yfir strikið. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband