Í gjaldmiðilsmálum gildir að ein stærð hentar ekki öllum

Kanadíski sendiherrann ætlaði að vara Íslendinga við þeirri áhættu sem fylgir því að framselja peningastjórnina til erlends seðlabanka með upptöku annars gjaldmiðils sem ekki tæki neitt tillit til íslenskra aðstæðna. En Össur lét bersýnilega banna honum að tala hjá framsóknarmönnum.

Ljóst er af kanadískum fjölmiðlum að sendiherra Kanada á Íslandi, Alan Bones, hafði hugsað sér að taka jákvætt í hugmyndina um kanadískan dollar á Íslandi. Kanadastjórn myndi í það minnsta ekki amast við því ef Íslendingar óskuðu eftir því. Sendiherrann hefði aldrei látið sér til hugar koma að gefa þvílíka yfirlýsingu ef hann hefði ekki fengið grænt ljós á það frá háttsettum mönnum í kanadíska stjórnkerfinu.

En sá eða þeir sem það gerðu hefur bersýnilega sett það skilyrði að sendiherrann myndi „einnig vara Íslendinga við því að veruleg áhætta fylgi því að taka kanadíska dollarann upp einhliða. Þar á meðal algert framsal peningamálastjórnar Íslands þar sem kanadíski seðlabankinn taki aðeins ákvarðanir með hagsmuni Kanadamanna og kanadísks efnahagslífs í huga" eins og það var orðað í gær á fréttavefnum The Globe and Mail.

Kanadamönnum þykir vafalaust gaman að heyra af þessari umræðu á Íslandi, enda er það rifjað upp í The Globe and Mail að enginn hafi haft áhuga á að taka upp kanadíska gjaldmiðilinn í 150 ár. Þar segir einnig „að sendiherrann muni ennfremur vara við því að ef Íslendingar leggi niður íslensku krónuna fyrir kanadíska dollarann þýði það að Ísland hafi eftirleiðis fá tæki til þess að stjórna efnahagslífi sínu, nema þá helst aukið atvinnuleysi, til þess að takast á við efnahagsáföll og gengissveiflur Kanadadollars."

Fljótt skipast þó veður í lofti. Á fréttavef kanadíska dagblaðsins The Toronto Star er frá því skýrt að kanadíska utanríkisráðuneytið hafi nú lagt blátt bann við því að sendiherrann flytji áður auglýsta ræðu á fundi framsóknarmanna. Þessi harkalegu viðbrögð embættismanna í ráðuneytinu skýrast sennilega af því að íslenska utanríkisráðuneytið hafi beint eða óbeint kvartað yfir framgöngu kanadíska sendiherrans og spurt hvort hann flytti hér ræðu sína fyrir hönd kanadísku ríkisstjórnarinnar. Eins og allir þekkja er það álíka mikil synd í augum Össurar Skarphéðinssonar að tala vel um íslensku krónuna eins og hitt að tala um ANNAN möguleika í gjaldmiðilsmálum en evruna. Sú ástæða sem talsmanns utanríkisráðuneytisins, Ians Trite, gaf upp fyrir harkalegum viðbrögðum ráðuneytisins voru einmitt þau „að íslensk stjórnvöld hafa ekki viðrað slíkar hugmyndir".

Sendiherrann frá Kanada situr því heima í dag með sárt enni og hefur verið niðurlægður af yfirboðurum sínum. Samt er fullljóst af þeim fáum orðum sem eftir honum voru höfð í kanadísku pressunni að hann ætlaði að tala um gjaldmiðilsmál þjóða af sanngirni og skynsemi. Hann er bersýnilega sömu skoðunar og við hér á Vinstrivaktinni að mjög er óvíst að mikil gæfa fylgi því að taka upp gjaldmiðil annars ríkis þar sem efnahagsaðstæður eru afar ólíkar.

Staðreyndin er auðvitað sú að engin kreppa er verri en einmitt sú sem hlýst af alltof háu gengi í mörg ár. Að vísu líkar fólki vel við háa gengið fyrst í stað, en smám saman leiðir það til mikils viðskiptahalla og skuldasöfnunar, þrenginga hjá útflutningsfyrirtækjum, samdráttar og mikils atvinnuleysis, nákvæmlega eins og gerst hefur í mörgum evruríkjum, svo sem Grikklandi, Írlandi og Portúgal.

Á fésbókarsíðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, í dag kemur fram að kanadískir fréttamenn hafi heimildir fyrir því að íslensk stjórnvöld séu mótfallin umræðunni um Kanadadollar, og Sigmundur bætir við: „Það er eitt að ríkisstjórnin vilji bara evru og ESB en það er afleitt að hún skuli reyna að koma í veg fyrir alla umræðu um annað." - RA


mbl.is Stjórnvöld andvíg umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einkennileg þessi árátta að kanna möguleika á að taka upp gjaldmiðil annars ríkis. Í henni felst viðurkenning á þeirri staðreynd að krónan er ónýt en um leið afneitun á því að hið eina rétta er að taka upp evru.

Evrunni fylgir mestur stöðugleiki vegna þess að mest af okkar viðskiptum eru við ESB-lönd. Með ESB-aðild og upptöku evru fáum við bakhjarl í ECB. Evran verður þá okkar eigin gjaldmiðill en ekki gjaldmiðil annars ríkis.

http://mbl.is/vidskipti/frettir/2012/02/15/kronan_er_fillinn_i_stofunni/

http://blog.eyjan.is/vthorsteinsson/2012/02/19/hversu-langt-i-evruna/

http://www.vb.is/frett/70360/

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 12:31

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Alltaf jafn sérkennilegar rökfærslur á bak við málflutninginn á þessari svokölluðu vinstrivakt.

það er eins og Heimssýn geti aldrei sagt satt orð. Allt bara eitthvert hálfvitaprópaganda og heilaþvottur. Enda þekkir maður Andsinna á löngu nefinu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.3.2012 kl. 14:01

3 identicon

Ásmundur, þú gerir væntanlega ráð fyrir því að einhverjir taki eitthvað mark á þínum orðum, ekki satt? Annars værirðu ekki að ummælast í þeim mæli og magni sem þú gerir, ekki satt?

En það virðist ekki hafa haft neinn árangur, what so ever.

Þannig að spurningin er af hverju þú heldur áfram og áfram og áfram.

Málið er að þú ert haldinn þráhyggju, eða geðveiki.

Þú endurtekur sama hlutin aftur og aftur og aftur, en býst við mismunandi niðurstöðu.

Er það ekki skilgreiningin á geðveiki? Er það ekki?

Og þín ummæli eru ekki að hafa neinn árangur. Engan!  ...eða er það ekki augljóst? Er það ekki?

Segðu okkur hvað er að þessari röksemdafærslu fyrir þinni geðsýki, ef hún hittir ekki naglann á höfuðið.

Leitaðu þér svo hjálpar, kallinn minn. Þegar þitt líf hrynur niður, mundu að sjálfsmorð er engin lausn. Það er fullt af fólki sem er til í að hjálpa þér með þína þráhyggju. Ekki skammast þín fyrir að leita þér hjálpar.

Gangi þér vel.

palli (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 16:40

4 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Umræðan um hvaða gjaldmiðil við eigum að hafa er sífellt að taka á sig undarlegri myndir. Það er líkast því að við getum bara valið úr og tekið upp hvaða mynt sem er án skuldbindinga. Það vantar illilega ábyrgðarfulla og sanngjarna umræðu um þessi mál.

Sé að ætlun okkar að taka upp t.d. Kanadadollar, erum við jafnframt að gangast undir Kanadíska hagstjórn sem ekki tekur tillit til okkar hagsmuna. Hagstjórn Kanada tekur mikið mið af verðsveiflum á kornvöru og fleiru sem kemur okkur minna við. Umræða um upptöku þessarar myntar er í raun og veru umræða um að ganga í ríkjasamband við Kanada.

Að taka upp aðra mynt er umræða sem er í beinu samhengi við þá spurningu, hvort við eigum að ganga í viðkomandi ríkjasamband. Umræða um upptöku evru getur aldrei verið skilin frá inngöngu í ESB.

Gengi íslensku krónunnar hefur farið eftir íslenskum efnahag og hagstjórn. Hún er besti mælikvarði á hvernig sá gangur er. Allt tal um annað má líkja við umræðu um að taka upp Farenheit í stað Celcíus til að fá hærri tölur á hitamælinn, en hitastigið verður samt það sama.

Valgeir Bjarnason, 3.3.2012 kl. 16:42

5 identicon

Það er af og frá að gengi íslensku krónunnar endurspegli íslenskan efnahag og hagstjórn. Ef svo væri kæmi fyllilega til greina að halda í hana.

Gallinn við krónuna eru ýkt viðbrögð hennar ytri áhrifum. Þegar gengi hennar hækkar td vegna stórframkvæmda þá verðir til bóla. Bólan heldur áfram meðan á framkvæmdunum stendur og endar með hruni á gengi gjaldmiðilsins.´

Það er ljóst að mikil verðbólga fylgir krónunni. Alltaf reyna menn að telja sér trú um að lélegri hagstjórn sé um að kenna þó að meira en 90 ára reynsla leiði í ljós að íslenska krónan sem var jafnmikils virði og danska krónan er nú aðeins 0.0005 danskar krónur eða um 1/20 úr eyri.

Það er auðvelt að sjá hvers vegna verðbólga er óhjákvæmilega miklu meiri hér en td í evrulöndum.

Smæð krónunnar veldur miklum sveiflum á gengi hennar. Þegar gengi hennar lækkar verður verðbólguskot vegna hækkana á innfluttum vörum. Þá þarf að hækka laun svo að kaupmáttur þeirra lækki ekki. Það veldur enn meiri verðbólgu.

Þegar gengið hækkar verða sjaldnast verðlækkanir og aldrei launalækkanir. Verðbólga vegna gengislækkana gengur því ekki tilbaka. Miklu meiri verðbólga hér en td í evrulöndum er því óhjákvæmileg.

Bólur vegna stórframkvæmda með eftirfarandi hruni gerir svo mikla verðbólgu enn meiri.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 17:34

6 identicon

Gengissveiflur krónunnar er mikill gróðavegur þeirra sem eru í aðstöðu og hafa í geð í sér til að stórgræða á kostnað almennings.

Gengisbreytingar leiða einnig í sjálfu sér til mikilla fjármagnstilfærslna, oftast frá þeim efnaminni til hinna efnameiri.

Þannig hefur ójöfnuður aukist eftir hrun sem meðal annars endurspeglast í því að miklu meiri eftirspurn er nú eftir dýrum einbýlishúsum en framboð.

Þannig mun krónan gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 18:00

7 Smámynd: Elle_

Ef Össur sagðist ekki hafa haft samband við Kanada, hafði hann samband við Kanada.  Hann og hans flokkur ætla að verða landinu til skammar á heimsvísu.  Mest þó þeim sjálfum, guði sé lof. 

Hvað á það að þýða að leyfa brusselska íhlutunarstofu í landinu en niðurlægja alla sem þau geta sem koma frá öðrum löndum?  Liggur við að ljótu gulu stjörnurnar séu farnar að blakta yfir styttu Jóns Sigurðssonar lýðveldinu til háðs og skammar.  

Ógeðsleg og æpandi Bandaríkja- og Kanada-fyrirlitning og þöggun endalaust.  RUV-Spegillinn hefur lengi verið sérhæfður í að sverta Bandaríkin.  Ætli þeir geti ekki hjálpað Össuri og þeim við að sverta Kanada og Kanadamanninn??

Elle_, 3.3.2012 kl. 23:28

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég hef vissar efasemdir um að taka upp annan gjaldmiðil, sama hvað hann heitir. Mér finnst samt Vinstrivaktin eins og margir fleiri, vera fullfljót á sér að dreifa samsæriskenningum, þó sendiherra Kanada hafi hætt við að blanda sér í stjórnmálin á Íslandi, eða verið skikkaður til þess.

Það var aldrei við hæfi að sendiherrann talaði á umræddum fundi, því það má túlka það sem afskipti af innanríkismálum Íslands. Í því samhengi skiptir engu máli hvort hann ætlaði að tala með upptöku Kanadadollars eða gegn.

Er það ekki einmitt afskipti annarra ríkja af innanríkismálum íslands það sem Vinstrivaktin er að berjast gegn (og Framsókn, hélt ég), eða mega önnur stórveldi vera með puttana í ákvarðanatöku í íslenskum stjórnmálum, bara ef þau heita eitthvað annað en ESB?

Upptaka Kanadadollars væri líka framsal á fullveldi, a.m.k. peningalegu, þó ég telji að valdaframsal til ESB yrði miklu víðtækara.

Theódór Norðkvist, 4.3.2012 kl. 01:42

9 Smámynd: Elle_

Persónulega styð eg ekki íhlutun neinna og leit ekki þannig á það þó Kanadamaðurinn talaði á fundi frjáls flokks.  Ríkisstjórn landsins var ekki að halda fundinn. 

Og eg var að benda á æpandi mismunun þar sem heil ´íhlutunarstofa í innanríkismál´ landsins með fúlgur fjár er leyfð og lyft upp á stall en ráðist gegn öðrum útlendingum.

Elle_, 4.3.2012 kl. 07:58

10 identicon

Helstu rökin gegn því að taka upp evru eiga enn frekar við um kanadadollar.

Ef við tökum upp kanadadollar einhliða vantar okkur nauðsynlegan bakhjarl í seðlabanka. Með samningi við stjórnvöld í Kanada um nauðsynlegan bakhjarl höfum við afhent öðru ríki hluta fullveldis okkar.

Með ESB-aðild og evru væri evran okkar eigin gjaldmiðill auk þess sem hún tryggði miklu meiri stöðugleika vegna þess að mest af okkar viðskiptum eru við ESB-lönd.

Svo má velta fyrir sér hvað gerist þegar illa gengur á Íslandi með gjaldmiðil annars ríkis. Er ekki einmitt hætta á að smám saman myndum við missa meira og meira af fullveldinu til þessa ríkis svo að lokum verður ekki aftur snúið?

Það er gott að ljúka þessari ruglumræðu strax. Nóg er af ruglinu samt.  

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 09:03

11 identicon

Skuldakreppa íslenskra heimila og fyrirtækja  á fyrst og fremsu rætur að rekja til krónunnar.

Ef við hefðum haft evru fyrir hrun væru skuldirnar nú mun lægri en þá í stað þess að hafa hækkað upp úr öllu valdi.

Ég verð þó ekki mikið var við að skuldarar krefjist ESB-aðildar og upptöku evru. Í staðinn eru þeir með ótaunhæhar kröfur sem eru ekki sanngjarnar og gætu haft efnahagslega alvarlegar afleiðingar.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 09:16

12 identicon

Ásmundur: Hvað þarf mikinn fréttaflutning af evruvandanum áður en það síast inn að Seðlabanki Evrópu er ekki lánveitandi til þrautavara. Hvort sem við tækjum upp evru eða kanadadollar yrði bakhjarlinn eftir sem áður Seðlabanki Íslands.

Þáttur krónunnar í skuldavandanum er ofmetinn. Ef þær þrengingar sem við höfum farið í gegn um hefðu orðið með evru hefðu tekjur þjóðarbúsins í evrum dregist saman en skuldirnar ekki. Búsifjarnar hefðu þó væntanlega dreifst með öðrum hætti, mun fleiri hefðu misst vinnuna og farið alveg í þrot á meðan að aðrir væru betur staddir en þeir eru í dag.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 11:19

13 identicon

Hans, fréttir undanfarið hafa einmitt upplýst okkur um að Seðlabanki Evrópu hefur verið að lána bönkum víðs vegar á evrusvæðinu og komið þannig í veg fyrir yfirvofandi hrun. ECB lánar hins vegar ekki ríkjum. 

Skuldavandinn á Íslandi er fyrst og fremst vegna þess að skuldir hafa hækkað upp úr öllu valdi við það að gengi krónunnar hrundi. 

Fyrirtæki hafa því unnvörpum orðið gjaldþrota og önnur hafa þurft að draga saman seglin. Við þetta hefur atvinnutækifærum fækkað mikið.

Að atvinnileysið væri minna með evru er því hæpin fullyrðing. Þá hefði væntanlega ekki þurft neina gengisfellingu enda hefði engin bóla hlaupið í gengi gjaldmiðilsins og bankarnir því ekki þanist svona út.

Gjaldmiðill sem getur hæglega hrunið svo að skuldir rjúka upp úr öllu valdi á sama tíma og tekjur og íbúðarverð lækka er ónýtur.

Það er ótækt að búa við það að margra ára sparnaður upp á milljónir sem er varið í íbúðarkaup verði að engu og menn sitji uppi með slkuldir upp á milljónir umfram söluverð íbúðarinnar.

Það er ótækt fyrir fyrirtæki að búa við það að blómlegur rekstur breytist vegna gjaldmiðilsins skyndilega í hallarekstur svo að gjaldþrot blasir við.

Gjaldmiðill í höftum hefur ekkert traust og er okkur því óhemjudýr. Án hafta krefst hann gífurlegs gjaldeyrisvarasjóðs sem er okkur ofviðá.    

Ásmundur Harðason (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 12:42

14 Smámynd: Elle_

Við erum ekkert að fara að taka upp evru.  Tæp 70% þjóðarinnar vill ekki vera í hinu svokallaða ´Evrópu´-sambandi og það er það sem þarf til að taka upp gersemina ykkar.

Elle_, 4.3.2012 kl. 12:57

15 identicon

Ásmundur: Seðlabanki Evrópu lánar bönkum lausafé gegn veðum, hvort sem þeir eru innan eða utan evrusvæðisins. Hann gerir ekkert meira en það. Seðlabankar myntbandalagsríkja þurfa að leggja inn skuldabréf sinna ríkja til að fá peninga fyrir neyðaraðgerðum ef þeirra er þörf, þ.e ef ríkin hafa fullnægjandi lánshæfiseinkun. Ef að það bregst (eins og búast má við ef neyðaraðgerða er á annað borð þörf) er engin bakhjarl. Þess vegna eru þeir nú að brölta með neyðarlán og björgunarsjóði þarna suðurfrá þessa dagana. Það væri engin þörf á slíku ef þeir hefðu þennan blessaða ímyndaða bakhjarl þinn.

Vissulega hefðum við sem myntbandalagsríki aðgang að björgunarsjóðum en við þyrftum þá að borga í þá líka. Er þá ekki betra að hafa bara okkar gamaldags gullforða og gjaldeyrisvarasjóð aðeins stærri en ella og sleppa hringavitleysunni?

Annars þætti mér gaman að vita hverju goðin reiddust á Írlandi og Spáni ef það var krónan sem leiddi yfir okkur hrun.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 18:16

16 identicon

Hans, Íslendingar hafa ekki efni á  svo stórum björgunarsjóði að hann tryggi okkur gegn hruni. Nægir i því sambandi að nefna að vogunarsjóðir fara létt með að keyra gengi krónunnar niður úr öllu valdi með skortsölu.

Það breytir engu hvort krónan er varinn af höftum eða ekki. Með krónu sem gjaldmiðil verður hagkerfið alltaf sjúkt enda verðbólga óhjákvæmilega alltaf mikil og traust á krónunni í lágmarki.

Í meira en 90 ár hafa menn reynt að koma á heilbrigðri hagstjórn á Íslandi. Það hefur undantekningarlaust alltaf mistekist. Ástæðan er ekki að Íslendingar séu svona miklu meiri aular en aðrar þjóðir. Ástæðan er krónan.

Lán til þrautavara eru yfirleitt veitt gegn traustum veðum. Lán ECB til banka á evrusvæðinu á viðunandi vöxtum gegn veðum eru lán til þrautavara. Þegar harðnar á dalnum geta EES-þjóðir utan ESB alls ekki búist við neinni slíkri fyrirgreiðslu frá ECB.

Það er alls ekki gefið að bankar þurfi ekki þrautavaralán þó að þeir hafi traust veð. Lausafjárskortur getur valdið því að engin lán fást til að endurfjármagna eldri lán.

Það var það sem gerðist 2008 eftir að Lehman Brothers urðu gjaldþrota og traust á millibankamarkaði hvarf. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 4.3.2012 kl. 23:57

17 Smámynd: Elle_

Hagstjórn Íslands hefur ekki neitt með fullveldisafsal til erlends valds að gera.  Nákvæmlega EKKI NEITT.

Elle_, 6.3.2012 kl. 00:41

18 Smámynd: Elle_

Málið er bara að Jóhönnuliðið svífst einskis við að gefa upp fullveldið og troða landinu undir erlent vald.  Nákvæmlega einskis. 

Elle_, 6.3.2012 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband