Hundraða milljóna áróðursvél ESB hrokkin í gang

Aðildarumsókn að ESB felur ekki aðeins í sér aðlögun að regluverkinu. Samhliða aðlögun er hundruðum milljóna ausið úr digrum sjóðum til áróðurs og heilaþvottar á fundum og með bæklingum í umsóknarlandinu, svo og með boðsferðum og annarri dulinni mútustarfsemi.

Framkvæmdastjórn ESB hefur tilkynnt að hún hyggist verja 1.400 þúsund evrum eða rúmum 235 milljónum íslenskra króna til „kynningarstarfs" á þessu og næsta ári. Blaðafulltrúi stækkunardeildar ESB hefur upplýst að fjárausturinn hafi það að markmiði að „auka skilning á ESB á Íslandi" og sé þetta „í samræmi við mótaðar venjur framkvæmdastjórnarinnar í öðrum umsóknar- og hugsanlegum umsóknarríkjum". Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra Evrópustofu, hefur í sérstakri fréttatilkynningu upplýst að „upplýsingamiðstöð ESB" muni „standa fyrir röð kynningar- og umræðufunda víðsvegar um landið á komandi vikum."

Fyrsti fundurinn var á Akureyri s.l. miðvikudag. Ræðumenn á fundinum voru tveir embættismenn ESB, Morten Jung, yfirmaður Íslandsmála hjá stækkunarskrifstofu ESB, og Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi. Í þessari áróðursherferð er reynt að telja fólki trú um að ESB sé að veita „hlutlausar upplýsingar".

Tómas Ingi Olrich, fyrrv. sendiherra, segir frá fundinum í Morgunblaðinu í dag og nefnir sem dæmi að Morten Jung hafi lýst því yfir „að ESB hefði reynst vera úrræðagóð og traust stofnun í efnahagskreppunni og hefði nú leyst hana". Þetta telur Tómas að seint verði kallað „hlutlæg umfjöllun" enda viti allir að eftir mikið japl, jaml og fuður meðal forystu ESB undanfarin ár sé það „mjög svo huglægt mat, svo ekki sé dýpra tekið í árinni að halda því fram að málið sé leyst."

Tómas minnir á að Sovétríkin og Bandaríkin hafi á sínum tíma rekið kraftmikla upplýsingaþjónustu hér á landi en bætir við: „Munurinn var hins vegar sá að Ísland hafði hvorki sótt um inngöngu í Bandaríki Norður Ameríku né í Sovétríkin."


mbl.is Tómas Ingi: Fyrstu skrefin ekki gæfuleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég er marg búinn að benda á að þetta er kolólöglegt hjá ESB mönnum. Við erum með eigin lög vegna sendiráða og það eru líka þessi lög sem ég veit ekki betur en að við höfum skrifað undir. 

Vienna Convention on Consular Relations

1963

 

 

http://untreaty.un.org/ilc/texts/instruments/english/conventions/9_1_1961.pdf

 

http://untreaty.un.org/ilc/texts/instruments/english/conventions/9_2_1963.pdf

 

 

Article 55

Respect for the laws and regulations of the receiving State

 

1.Without prejudice to their privileges and immunities, it is the duty of all persons enjoying such

privileges and immunities to respect the laws and regulations of the receiving State. They also have a

duty not to interfere in the internal affairs of the State.

 

2.The consular premises shall not be used in any manner incompatible with the exercise of

consular functions.

 

3.The provisions of paragraph 2 of this article shall not exclude the possibility of offices of other

institutions or agencies being installed in part of the building in which the consular premises are

situated, provided that the premises assigned to them are separate from those used by the consular post.

In that event, the said offices shall not, for the purposes of the present Convention, be considered to

form part of the consular premises.

Valdimar Samúelsson, 2.3.2012 kl. 14:35

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvað gengur með kæruna?  verður henni stungið undir stól?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2012 kl. 18:36

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ásthildur. Kæran var móttekin af Umboðsmanni Alþingis svo ekki meir en var einmitt að hugsa um að senda fyrirspurn í dag. Kv v

Valdimar Samúelsson, 2.3.2012 kl. 19:34

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ætli henni verði ekki stungið undir stól? Einmitt gott að fylgjast með þessu máli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2012 kl. 20:18

5 Smámynd: Elle_

Hafði innanríkisráðuneyti Ögmundar ekki vald til að stoppa þessa grófu íhlutun?  Ögmundur mætti svara þessu.  Vildi hann ekki hætta þessari niðurlægingu og rugli þó hann hafi hjálpað við að koma niðurlægingunni í gegn í fyrstunni?????  Maður gleymir ekki svona löguðu.  

Elle_, 2.3.2012 kl. 23:11

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

´Nákvæmlega Elle, hvar er Ögmundur?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2012 kl. 00:38

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæl Elle og ef þú hefur grunsemd um að Ögmundur hafi skyldur í þessu efni samkvæmt sögðum orðum þá áttu að sparka í einhverja sem þú treystir og fá það staðfest. Ef svo gerist þá áttu að sparka í þann eða þá sem þú treystir best til að leggja til orrustu.

Sæll Valdimar. Þegar búið er að hugsa þá er komið að framkvædum.

Annars, Fyrir gefið, ég er bara gamall og kann bara á hamar.  En fyrr en síðar þá gerist það sem okkur langar ekki til, ef eingin leggur af stað.

Hrólfur Þ Hraundal, 3.3.2012 kl. 02:11

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Aðildarumsókn að ESB felur ekki aðeins í sér aðlögun að regluverkinu. Samhliða aðlögun er hundruðum milljóna ausið úr digrum sjóðum til áróðurs og heilaþvottar á fundum og með bæklingum í umsóknarlandinu, svo og með boðsferðum og annarri dulinni mútustarfsemi."

Haa?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.3.2012 kl. 07:48

9 identicon

Ísland er að sækja um aðild að ESB. ESB er ekki að reyna að fá Ísland inn í sambandið og hefur aldrei gert.

Það er því hlutverk ESB að upplýsa þjóðina um hvað felst í aðild eins og hver annar seljandi vöru. Það er auðvitað ótækt ef þjóðin þarf að láta sér nægja áróður þeirra sem hafa mismikla þekkingu á málinu og eru auk þess margir með vísvitandi rangfærslur. 

Sarkozy sagði í fréttum RÚV í gærkvöldi í tilefni nýja sáttmálans að þeir væru að snúa við blaðinu í fjármálakreppunni þó að fjármálaþrengingar væru enn framundan.

Þetta er eflaust það sem Tómas Ingi er að vitna í af fundinum á Akureyri. Horfurnar á evrusvæðinu hafa batnað. En hvað með aðra heimshluta? Fljóta menn þar að feigðarósi? Skuldakreppan er alþjóðleg. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband