Össur hundsar sjávarútveg og landbúnað í aðildarferlinu

Össur hefur nýlega skipað sex fulltrúa Íslands í sameiginlega nefnd Íslands og ESB um aðildarferlið. Þar er þó enginn fulltrúi íslensks sjávarútvegs eða landbúnaðar sem eru þó viðkvæmustu og mikilvægustu málaflokkarnir í viðræðunum.

Samhliða viðræðum Íslands um aðild að ESB var ákveðið af báðum aðilum að setja upp sameiginlega ráðgjafanefnd hagsmuna og félagasamtaka, Joint consultancy committee, JCC. Slík nefnd er annars vegar skipuð fulltrúum EESC (European Economic and Social Committe) og hins vegar fulltrúum Íslands. EESC er vettvangur fyrir borgaralegar hreyfingar sem ætlað er „að styrkja lýðræðisleg áhrif á ESB" sjá: http://www.eesc.europa.eu/?i=portal.en.about-the-committee

Af Íslands hálfu sitja í nefndinni þeir sömu og sitja í „EFTA Consultative Committee" þ.e. þau Róbert Trausti Árnason, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins, Haraldur I. Birgisson, fulltrúi Viðskiptaráðs, Halldór Grönvold, fulltrúi ASÍ, Helga Jónsdóttir, fulltrúi BSRB og Bjarni Már Gylfason, fulltrúi Samtaka iðnaðarins. Einnig skipaði ráðherrann Salvöru Norðdal í nefndina.

Það kemur ekki á óvart en er að sjálfsögðu dæmigert fyrir vinnubrögð Össurar að enginn þessara fulltrúa Íslands kemur frá samtökum sjávarútvegs eða landbúnaðar sem Össur leitast við að hundsa eftir fremsta mætti. Engir fundir eru t.d. haldnir í samningahópi um landbúnað svo mánuðum skiptir, aðeins tveir slíkir fundir voru haldnir á síðasta ári og enginn á þessu ári.

Jafnvel í höfuðstöðvum ESB í Brussel vekur það athygli hversu vinnubrögðin sem einkenna aðildarviðræðurnar af hálfu utanríkisráðuneytisins undir forystu Össurar Skarphéðinssonar eru ólýðræðisleg og ógagnsæ.

Samningsmarkmið Íslands í sjávarútvegsmálum eru eitt af best varðveittu leyndarmálum þessara ESB-viðræðnanna. Össur hefur margoft gefið í skyn að hann muni hafa „hæfilega" hliðsjón af þeim skilyrðum sem sett voru í nefndaráliti meiri hluta utanríkismálanefndar Alþingis þegar samþykkt var að aðildarumsóknin yrði send. Ekki er að sjá að nokkurt samráð sé haft við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, þingflokk VG, við mótun samningsmarkmiða í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Flest bendir því til þess að Össur muni taka meira tillit til skoðana ASÍ-forystunnar og Samtaka iðnaðarins en samtaka bænda, útgerðarmanna og sjómanna þegar samningsmarkmiðin í málaflokkum þeirra verða ákveðin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli nokkur hafi verið fáanlegur frá samtökum  sjávarútvegs og landbúnaðar til vera í þessari nefnd? Er það ekki í samræmi við vinnubrögð Jóns Bjarnasonar þegar hann var ráðherra?

Þeir verða þá að taka afleiðingunum þegar ESB-aðild er orðin staðreynd. Þá er of seint að hafa áhrif á gerðan samning. Verst ef þjóðn þarf að taka afleiðingunum af þessu ábyrgðarleysi með því að sitja uppi með slæman samning.  

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 17:15

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, stendur okkur slæmur ESB samningur til boða? Enginn ESB sinni hefur áður nefnt þann möguleika...

Kolbrún Hilmars, 20.2.2012 kl. 18:59

3 identicon

Það stendur auðvitað ekiki á ESB sinnanum Ásmundi Harðarssyni að verja svona ólýðræðisleg gerræðis vinnubrögð eins og Össur utanríkis við hefur hér enn og aftur í pukri sínu með ESB umssóknina.

Allir í nefndinni eru valinkunnir ESB aftaníossar og handgengnir Össuri sjálfum. Að hinir gömlu og mikilvægu atvinnuvegir þjóðparinnar sjðávarútvegur- og landbúnaður fái ekki að tilnefna fulltrúa í þennan hóp er ekkert annað en regin hneyksli.

En það kemur hvorki neinn vondur eða góður samningur við ESB og hvorki ég Ásmundur eða aðrir þurfum að hafa neinar raunverulegar áhyggjur af því, vegna þess að þjóðin er fyrir löngu búinn að sjá í gegnum ESB ruglið og mun aldrei samþykkja inngöngu eða neina innlimunarsamninga við þetta ofríkis bandalag.

Hversu lúmskur og ósvífinn sem Össur verður í öllum sínum lymskubrögðum !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 20:18

4 identicon

Kolbrún, okkur stendur eflaust slæmur samningur til boða ef við höfum ekki vit á að hafna honum og semja um eitthvað miklu betra. Til þess þurfum við særfræðiþekkingu á hverju sviði.

Ef þeir sem hafa þekkinguna neita að taka þátt eða hafa ekki annan tilgang með þátttöku sinni en að koma í veg fyrir aðild þá getum við setið uppi með samning sem er verri en ef allt hefði verið með felldu.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 20:48

5 identicon

Gunnlaugur, síðan hvenær hafa fulltrúar sjávarútvegs og landbúnaðar verið tilbúnir til að semja um ESB-aðild Íslands?

Hafa þeir náð sáttum við aðra um samningsmarkmiðin? Eða hefur ekkert breyst? Er markmiðið enn að koma í veg fyrir aðild?

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 20:56

6 Smámynd: Elle_

Eins og Gunnlaugur sagði er ÞJÓÐIN löngu búin að sjá í gegnum ruglið. Og hversu lúmskur sem þú eða Össur verðið.   Gætuð varla versnað.  Þetta snýst ekkert bara um hvað bændur og sjómenn vilja.

Elle_, 20.2.2012 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband