ESB þingmenn fagna brottrekstri Jóns Bjarnasonar

Í nefndaráliti á ESB-þinginu er lagt til að þingið hvetji íslensk stjórnvöld til að opna landhelgina fyrir erlendum fiskiskipum og fagni jafnframt stofnun áróðursmiðstöðvar ESB á Íslandi svo og nýorðnum breytingum á ríkisstjórn Íslands.

Í tillögu utanríkismálanefndar ESB-þingsins sem nefndin ákvað s.l. mánudag að leggja fyrir þingið er að finna grímulausa íhlutun um innanríkismál Íslendinga. Þótt nafn Jóns Bjarnasonar sé ekki beinlínis nefnt í samþykkt nefndarinnar leynir sér ekki að nefndin leggur til við þingheim að látin sé í ljós velþóknun á brottrekstri hans úr ríkisstjórn og telur vonir bundnar við að brotthvarf hans úr ríkisstjórn verði til þess að herða á aðlögun Íslands að regluverki ESB.

Nefndin fer ekki í launkofa með, eins og þó er gert hér á landi, að Ísland sé í aðlögunarferli. Kvartað er yfir óeiningu um ESB-aðild innan ríkisstjórnarinnar, á Alþingi og í öllum pólitískum fylkingum, og hvatt til þess að mótuð sé markviss stefna um aðlögun að ESB á vissum sviðum, einkum þeim sem ekki falla undir EES-samninginn.

Sérstaka athygli hlýtur að vekja að í 15. lið eru íslensk stjórnvöld hvött til að endurskoða og opna fyrir erlenda samkeppni á sviði fiskveiða sem að sjálfsögðu merkir á mannamáli að erlend auðfélög fái aðstöðu til útgerðar á Íslandsmiðum og opnað verði fyrir veiðar erlendra togara í íslenskri landhelgi. Nefndin tengir reyndar þessa kröfu um opnun við fleiri svið íslensks atvinnulífs, svo sem orkuframleiðslu, flug og ferðamál („encourages the Icelandic authorities to gradually reform and open industries like energy, air, transport and fishing, which continue to be protected from foreign competition").

Í 25. lið er Ísland og ESB hvött til að finna fullnægjandi lausn á sjávarútvegsmálum í samræmi við og INNAN viðeigandi regluverks ESB („within the then applicable acquis").

Í 27. lið eru Ísland og önnur strandríki hvött til að leysa makríldeiluna „í samræmi við sögulegan veiðirétt" („consistent with historical rights"). Þar sem makríllinn er ein af nokkrum nýjum tegundum sem flæða nú inn í íslenska lögsögu í kjölfar hlýnunar sjávar er verið með þessum orðum að ítreka þá afstöðu sem ESB hefur hingað til fylgt að Íslendingar eigi lítinn sem engan rétt til að veiða þessar fiskitegundir vegna þess að þeir eigi ekki „sögulegan veiðirétt" og virðist þá engu skipta þótt makríllinn sé nú að hirða býsna stóran hluta af fæðuframboði sjávarlífvera innan íslenskrar lögsögu.  

Tólfti liður tillögunnar fjallar um áróðurshliðina af hálfu ESB. Þar er áhersla lögð á að nýopnuð Evrópustofa komi að góðu gagni og verði tækifæri fyrir ESB „til að láta Íslendingum í té allar hugsanlegar upplýsingar um afleiðingar ESB-aðildar fyrir Ísland og ESB sjálft."

Í 31. lið telur utanríkismálanefnd ESB-þingsins að með aðild Íslands að ESB muni sambandið verða í aðstöðu til að láta meira að sér kveða í Norður Evrópu og á norðurslóðum, ekki síst á heimskautasvæðinu. Ísland geti orðið „strategískur brúarsporður" á svæðinu, og í 33. lið segir að aðildin muni tryggja betur áhrif ESB í Norðurskautsráðinu og styrkja Norður-Atlantshafs víddina í utanríkisstefnu ESB („Iceland's accession to the EU would strengthen both the EU's voice in the Arctic and the North Atlantic dimension of the Union's external policies"). - RA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvað ætli Samfylkingin lesi út úr þessu?  að þetta sé allt upprunnið hjá ESB andstæðingum eins og venjulega?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.2.2012 kl. 13:33

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Afhverju í fja.num.voru þeir að sleppa Dönum með að halda Grænlandi utan við,annars vil ég ekki grönnum mínum svo illt. Þeir þekkja ekki landann,hann berst hálfu verr,gegn froðusnakkinu ætli þeir að freysta sakleysingjanna með gullstöngum. Íslendingar una því

vel að vera velmenntuð eyþjóð. Elska að vinna mikið eins og á ,vertíðum,njóta síðan afraksturs erfiðis síns,fara í frí og skoða sig um í heiminum. Heyrði í einni íslenskri í Svíþjóð,sem var með svo mikla heimþrá og vlldi koma heim,en ættingjar hennar ráðlögðu henni frá því,hér fengi hún ekki vinnu. Íslendingar eru allflestir að átta sig á lymskulegum aðferðum Samfylkingar og Evr.sambandins,þótt margir af snjöllustu gáfumönnum þessa lands,hafi varað við með pistlum sínum. Stæðu stærstu ljósvakamiðlar þeim til boða til upplýsinga um staðreyndir,sem eru ekki öllum ljósar, ,væru Samfó-esb. löngu farnir frá. Börnin okkar eru réttbornir erfingjar þessa lands,fyrir þau munum við berjast. Þá munu aðildarsinnar eygja muninn á baráttuna með hjartanu,heilanum og sálinni,gegn geldum græðgisgildum,ef gildi skyldi kalla. Þakka vinstrivaktinni og fagna að við náum saman hægri og vinstri flokkar sem eiga það sameiginlegt að elska landið. Baráttu kveðja.

Helga Kristjánsdóttir, 11.2.2012 kl. 01:35

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Á baráttunni með hjartanu,þótt allir viti að það,akkurrat það átti að standa;BARÁTTUNNI.

Helga Kristjánsdóttir, 11.2.2012 kl. 02:30

4 Smámynd: Elle_

Já, það er sannarlega gleðilegt að bæði hægri og vinstri menn nái saman um að verja fullveldi og sjálfstæði landsins eða bara gera það ósjálfrátt sitt í hvoru lagi.  Og ég segi það þó ég hugsi ekki vanalega í hægri og vinstri neitt og styðji engan pólitískan flokk.  Hinir svokölluðu ´jafnaðarmenn´ fáránleikans vilja hinsvegar ræna okkur fullveldinu og sjálfstæðinu.  Við breytum bara lögunum og stjórnarskránni segja yfirgangsmenn og hika ekki við það.  Það verður að koma svona hættulegu fólki úr stjórn landsins.  Þau skilja ekki að stjórnarskráin er lög og vald landsins, æðsta valdið, ekki þeir.

Elle_, 11.2.2012 kl. 18:47

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Elle.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2012 kl. 19:23

6 Smámynd: Elle_

Takk Ásthildur. 

Elle_, 11.2.2012 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband