Evran hentar ekki Frökkum hvað þá Íslendingum
6.2.2012 | 11:47
Frönsk uppreisn gegn yfirgangi Þjóðverja er í aðsigi. Tólf franskir hagfræðingar vara við því að evran leiði til efnahagslegra hörmunga fyrir Frakka. Líklegur sigurvegari í frönsku forsetakosningunum heimtar miklar breytingar á nýjum samningi 25 ESB-ríkja um ríkisfjármál.
Lengi hefur verið á það bent hér á landi hve íslenskar hagsveiflur eru ólíkar og lítt samhverfar hagsveiflum á meginlandi Evrópu. Einmitt þess vegna hentar evra miklu verr sem gjaldmiðill fyrir Íslendinga en fyrir kjarnaríki evrusvæðisins þar sem efnahagslífið sveiflast í meiri takti. Engu að síður hefur umræðan þar beinst í æ ríkari mæli að þessum gamla og algilda sannleika að ein stærð hentar ekki fyrir alla. Jaðarríki á evrusvæðinu eins og Grikkland, Portúgal eða Írland gjalda þess nú hve takturinn í efnahagslífi þeirra er ólíkur því sem er hjá stórabróður í Þýskalandi.
En nú er það að gerast til viðbótar að hafin er áköf umræða í öðru helsta kjarnaríki evrunnar, Frakklandi, um þann vanda sem í því felst hve ólíkur taktur er í efnahagslífi Frakka og Þjóðverja. Dregið hefur úr atvinnuleysi í Þýskalandi og er það nú 5,5%. En á sama tíma hefur atvinnuleysi stóraukist hjá Frökkum, stendur nú í 9,9% og því er spáð að það eigi eftir að hækka enn frekar. Áður en sameiginleg mynt var tekin upp var viðskiptajöfnuður í báðum ríkjum hagstæður vegna mikils útflutnings, en nú er orðinn mikill munur á þessum tveimur ríkjum hvað viðskiptajöfnuð varðar; í Þýskalandi er hann hagstæður um 5% af landsframleiðslu en neikvæður í Frakklandi sem nemur 2,7%. Í Þýskalandi fara opinberar skuldir lækkandi og hagvöxtur eykst en í Frakklandi er þessu þveröfugt farið.
Á sínum tíma voru það Frakkar sem beittu sér fyrir upptöku sameiginlegrar myntar og gerðu það að skilyrði fyrir samþykki sínu við sameiningu Austur og Vestur Þýskalands í eitt ríki að Þjóðverjar skiptu út marki fyrir evru. Nú verður sú skoðun æ háværari í Frakklandi að gjaldmiðilssamstarfið sé að kæfa franskt efnahagslíf.
Sameiginlega myntin er dæmd til þess fyrr eða síðar að springa án þess að nokkuð verði við ráðið", segja tólf franskir hagfræðingar í nýlegri grein í Le Monde.
Ambrose Evans-Pritchard gerir grein fyrir umræðunni í Frakklandi í Daily Telegraph í gær, 5. febr. og segir m.a: Það hefur fallið í hlut franskra sósíalista að hefja uppreisnina: Við getum ekki látið Þjóðverja skipa sjálfa sig bæði sérfræðinga og dómara í málum evrusvæðisins," segir François Hollande, leiðtogi sósíalista og frambjóðandi í væntanlegum forsetakosningum en hann hefur nú 6% forskot á Sarkozy í skoðanakönnunum."
Evans-Pritchard segir í lok greinar sinnar að einungis Frakkar hafi nægilegt vægi og trúverðugleika til að leiða rómanska uppreisn í málefnum ESB. Á næstunni muni menn hætta að hlýða á hvert orð sem berst frá Berlín og í þess stað beina athygli sinni að París. - RA
Vilja Grikkland af evrusvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eina skilyrðið sem þarf að uppfylla til að evran henti sem gjaldmiðill er að sýna ráðdeild í ríkisrekstri.
Þær þjóðir sem lifa um efni fram og safna skuldum, sem þær standa ekki eða illa undir, lenda í vandræðum með evru sem gjaldsmiðil. Aðrar blómstra vegna þess stöðugleika sem evran veitir.
Frakkar hafa ekki staðið sig í evrusamstarfinu. Afleiðingarnar eru of miklar skuldir og mikið atvinnuleysi. Þeir hafa lifað um efni fram og eru nú að gjalda þess.
Þannig veitir evran ríkjunum mikið aðhald. Þær þurfa að beita aga til að njóta þeirra kosta sem fylgir því að hafa evru. Þá sjá menn að það margborgar sig.
Á tímum alþjóðavæðingar eru efnahagssveiflur mikið til á sama tíma í hinum ýmsu löndum.
Eftirspurn eftir fiski og áli minnkar í efnahagslegum samdrætti á evrusvæðinu. Hér verður því samdráttur á sama tíma og þar.
Það er rétt að þessar sveiflur hafa þó ekki alltaf fylgst að. Ástæðan er einkum mikil hækkun á gengi krónunnar vegna virkjana- eða stóriðjuframkvæmda og samsvarandi lækkun þegar þeim framkvæmdum lýkur.
Með upptöku evru er þetta vandamál úr sögunni þannig að hagsveiflur hér munu að miklu leyti fylgja hagsveiflum á evrusvæðinu.
Engin ESB-þjóð hefur jafnmikla þörf fyrir evrur og Íslendingar. Ástæðan er fámennið. Við erum allt of fámenn til að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil á tímum alþjóðavæðingar ef við ætlum ekki að einangra okkur frá öðrum þjóðum.
Krónan er okkur gífurlega kostnaðarsöm. Auk þess valda miklar sveiflur á gengi hennar miklum skaða fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Með krónu sem gjaldmiðil sitja einstaklingar uppi með ofveðsettar íbúðir þrátt fyrir að hafa lagt í þær mikið eigið fé. Fyrirtæki með blómlegan rekstur standa þegar frá líður frammi fyrir gjaldþroti vegna gengisþróunar krónunnar.
Krónan dregur þannig úr framleiðslu til útflutnings og veldur því að frekari aukning útflutningstekna lætur á sér standa.
Hættan á allsherjarhruni hagkerfisins er allt of mikil enda fara erlendir vogunarsjóðir létt með að keyra gengi krónunnar niður með skortsölu. Gróðavonin er mikil á kostnað íslensks almennings.
Krónan er því hamlandi á framleiðslu til útflutnings og veldur því að frekari aukning útflutningstekna lætur á sér standa.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 16:20
Maður fær æluna uppí kok af þessum áróðri Ásmundar Harðarsonar
Það getur ekki verið að Evran geti bjargað Íslandi ef hún getur ekki bjargað hagvexti í öðrum löndum.
Það er innanlandshagkerfið sem mynt þarf að þjóna ekki ríkjasambandshagkerfum, það gengi ekki upp hér. Öll löndin sem aðild eiga að evrusamstarfinu þurfa að vera með sama hagkerfi ef þetta á að ganga upp.
Það er eitthvað sem mun líklega gerast seint að þessi ríki framselji fullveldið yfir fjármálunum sínum til að bjarga evrunni. Hrun evrunar gagnvart öðrum gjaldmiðlum er lýsandi dæmi um óstöðugleikann í hagkerfum ríkjanna sem standa að henni.
Á meðan hagkerfi ríkjanna sem standa að evrunni eru svo ólík sem raun ber vitni þá er ekki til umræðu af minni hálfu að taka upp slíkann gjaldmiðil.
Svo svona til áréttingar.
Þeir sem tala krónuna okkar niður eru eins og segir illir ræðarar. Það er nefnilega þannig að árinni kennir illur ræðarinn. Ef þeir kunna ekki með árina að fara þá eiga þeir að láta hana vera, árin er í þessu tilfelli krónan...
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 6.2.2012 kl. 18:44
Ásmundi, helsta pennavini Vinstri vaktarinnar er vorkunn. Þegar svo er komið að hann sakar annað valdamesta ESB ríkið um óráðsíu, þá stendur varla steinn yfir steini í ESB áróðrinum.
En við getum auðvitað "gengið í Þýskaland" þegar ESB apparatið (og evran með) er flosnað upp...
Kolbrún Hilmars, 6.2.2012 kl. 21:05
Það er auðvelt að sýna fram á hvers vegna krónan er ónothæf sem gjaldmiðill.
Það þarf lítið til að gengi krónunnar lækki verulega. Td nægir að stórframkvæmd ljúki. Við það verður verðbólguskot vegna verðhækkana á innfluttum vörum. Kaupmáttur launa minnkar. Þá hækka laun sem leiðir til enn frekari verðbólgu.
Þegar gengið hækkar td vegna stórframkvæmda kemur það sjaldan fram í verðlækkunum og aldrei fram í launalækkunum.
Úr því að niðursveifla á gengi eykur verulega verðbólgu en uppsveifla hefur ekki öfug áhrif, er ljóst að verðbólga verður miklu meiri hér en í evrulöndum þar sem gjaldmiðillinn er miklu stöðugri. Það er að berja hausnum við steininn að halda öðru fram.
Verst er þó ekki verðbólgan í sjálfu sér. Enn verri eru sveiflurnar. Gengið hækkar eða stendur í stað í nokkur misseri þrátt fyrir verðbólgu en hrynur svo að lokum niður úr öllu valdi.
Sveiflunar koma af stað víxlverkunum í frjálsu hagkerfi. Slík þróun leiðir til bólumyndunar sem lýkur óhjákvæmilega með hruni gjaldmiðilsins.
Svona haga sér aðeins ónýtir gjaldmiðlar. Hagstjórn vinnur ekki bug á þessu vandamáli.
Á árunum fyrir hrun var reynt að komast hjá þessum sveiflum með því að láta hverja stórframkvæmdina taka við af annarri. Þensluáhrifin söfnuðust þá upp og þegar hrunið kom varð það skelfilegt.
Gamla íslenska krónan er nú innan við 1/2000 af verðgildi dönsku krónunnar. Þær höfðu sama verðgildi í upphafi sjálfstæðrar gengisskráningar íslensku krónunnar á fyrri hluta síðustu aldar.
Það er því fáránlegt að gefa í skyn að með góðri hagstjórn sé hægt að halda stöðugleika með krónu enda eru misheppnaðar tilraunir í þá veru orðnar óteljandi.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 21:08
Ásmundur. Það er skortur á útflutningi íslenskrar framleiðslu sem gerir gjaldmiðil þjóðarinnar veikan. Það gildir ekki bara um íslensku krónuna, heldur alla gjaldmiðla allra landa. Bankar Vestursins ræna, og skapa óstöðugleika, með óheiðarlegum og ólöglegum viðskiptum.
Það er ekki hægt að fela og fóðra spillta stjórnsýslu ríkja, með sameiginlegum gjaldmiðli ríkjasambands. Grikklands-stjórn er búin að finna upp það óþarfa-blekkingar-hjól. Spilltir og keyptir stjórnmála-toppar klúðra málunum, og þjóðir fara aftur á byrjunar-gjaldmiðils-reit, með bankaráns-blekkingar á sínum herðum.
Afleiðingaranar samspillts yfirstjórnkerfis þjóða eru öllum augljósar, eða alla vega 99% heimsbyggðarinnar.
Evran er ekki nema fárra ríkja gjaldmiðill, og alls ekki alþjóða gjaldmiðill, og dugar skammt í sveifflóttri og spilltri verðbréfa-stjórnsýslu-brenglun heimsins. Það ætti að vera komin næg reynsla í heiminum af verbréfa-ræningja-blekkingar-braskinu.
Það er ekki þörf á fleiri heimstyrjöldum fyrir verðbréfa-ræningjana heimsmafíunnar, sem eru 1% heimsbyggðarinnar. Það þarf ekki að þvæla almenning inn í einhvern þjóðernis-stríða-spuna, af mafíukeyptum fjölmiðlum. Það skilja allir þessa staðreynd, og þurfa ekki á meiri lyga-fréttum rændra heimsfjölmiðla að halda.
Það sleppur engin þjóð við að stjórna sínum innanríkismálum á sæmilega óspilltan hátt, með eða án Evru-gjaldmiðils.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.2.2012 kl. 21:33
Ásmundur vill Landi voru ekki vel,með þessa ESB dýrkun. það eru menn eins og hann sem skynja ekki hörmungarnar sem sum Lönd innan ESB eru að klást við og þjóðverjar vilja ólmir stjórna þessari Helreið sem dinur á þeim Löndum sem vest eru sett svo þeir geti innlimað þau undir þeirra stjórn,hugsunarháttur þjóðverja hefur ekkert breist.Evropa á eftir að loga í ýlldeilum..
Vilhjálmur Stefánsson, 6.2.2012 kl. 23:04
Ásmundur: Þú segir: "Eina skilyrðið sem þarf að uppfylla til að evran henti sem gjaldmiðill er að sýna ráðdeild í ríkisrekstri".
Rifjaðu það nú upp hvor þjóðin fylgdi reglum Maastricht-sáttmálans betur, Þjóðverjar eða Spánverjar.
Spánverjar eru ekki í vanda vegna þess að þar hafi skort á ráðdeild í ríkisrekstri. Þeir eru í vanda vegna þess að þeir bjuggu við þýska vexti í mörg ár og uppskáru risvaxna efnahagsbólu.
Þjóðverjar standa ekki vel sökum ráðdeildar í ríkisrekstri. Þeir standa vel vegna þess að þeir hafa búið við rétta vexti.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 02:44
Spánverjar þurfa ekki að kvarta undan þýskum vöxtum. Þeir eru lágir. Ef þýskir vextir fylgja ESB-aðild ætti aðild að hafa mikið aðdráttarafl fyrir okkur.
Þegar þjóðir safna of miklum skuldum hafa þær ekki hagað seglum eftir vindi nema um sé að ræða framkvæmdir sem eiga eftir að skila af sér tekjum sem sannanlega bera skuldaaukninguna. Ég kalla það óráðsíu að taka lán en sjá svo enga leið út úr skuldavandanum.
Annar gjaldmiðill en evra hefði ekki verið lausn vegna þess að hann hefði hrunið niður úr öllu valdi. Ef gengi gjaldmiðilsins hefði lækkað um helming hefðu erlendar skuldir tvöfaldast, reiknað í innlenda gjaldmiðlinum.
Menn nefna oft hve vel Íslandi hefur gengið að ná sér eftir hrunið sem sönnun þess að eiginn gjaldmiðill sé lausnin. En þá gleyma þeir að erlendar skuldir ríkisins voru nánast engar fyrir hrun öfugt við erlendar skuldir þeirra þjóða sem nú eru í vandræðum.
Þessar þjóðir eru heldur ekki í sama innlenda skuldavandanum og við höfum átt við að etja vegna krónunnar þar sem þurft hefur að afskrifa gífurlegar fjárhæðir.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 10:17
Ef íslendingar treysta sér til þess að vera jafn sparsamir og þjóðverjar þá esb , menn verða að athuga það að almenningur í þýskalandi borðar kartöflur í annað hvert mál , tvítug þysk stúlka sem setur gat á gallabuxurnar sínar , ólíkt þeirri íslensku þá stagbætir hún buxurnar og notar þær í 10 12 ár. En að lækka gengið bætir efnahaginn og heilar .því mega menn ekki gleyma
droplaugur (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 15:39
Það er nú einmitt málið, Ásmundur, þeir voru of lágir!! Hvorki háir né lágir vextir á pappírspeningum eru æskilegir. Það sem er æskilegt er rétt vaxtastig.
Spánverjar eru í gríðarlegum vanda vegna þess að á tímabili nálguðust vaxtakjör þar Þýskaland of mikið, fasteignaverð rauk upp úr öllu valdi og fasteignabólan skapaði hagbólu sem keyrði laun og annan kostnað langt upp úr því sem samkeppnishæfni spænska hagkerfisins stendur undir.
Þetta var vissulega gaman á meðan hæst stóð en núna sitja Spánverjar eftir með hrikalegasta atvinnuleysi á vesturlöndum og ríkið á barmi greiðsluþrots þrátt fyrir ábyrgari stjórn ríkisfjármála en Þjóðverjar sýndu og þeir geta voða lítið gert í því annað en að bíða eftir því að langvarandi atvinnuleysi og eymd ýti verðlagningu niður í eðlilegt horf.
Vegna þess að þeir hafa ekkert gengi til að fella.
Við lentum auðvitað í svipuðum hremmingum og Spánverjar. Munurinn felst í tvennu. Í fyrsta lagi að við komum okkur í klandrið sjálf, Spánverjar lentu í því. Í öðru lagi að við höfum gengi til að fella og erum að komast á fætur aftur á meðan að Spánverjar eru bjargarlausir.
Sameiginleg mynt fyrir Evrópu án tilfærslukerfis eins og er í Bandaríkjunum gengur einfaldlega ekki upp, sama hversu ábyrg hagstjórnin er , a.m.k ekki fyrr en menn finna upp þau hagfræðilegu tæki sem þarf til að greina bóluvöxt frá vel undirbyggðum hagvexti.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 16:26
Hans, það getur ekki verið flókið hagfræðilegt viðfangsefni að greina bóluvöxt frá vel undirbyggðum vexti. Miklar hækkanir árum saman eru alltaf eða nánast alltaf bóluvöxtur.
Vandinn á Spáni er hluti af hinum alþjóðlega skuldavanda þar sem lán voru mjög auðfengin. Við slíkar aðstæður hefði myndast bóla á Spáni þó að Spánverjar kefði haft eigin gjaldmiðil ekki síst vegna kaupa útlendinga á fasteignum þar.
Ef Spánverjar hefðu haft eigin gjaldmiðil hefði hann hrunið niður úr öllu valdi og gert Spánverjum erfiðara fyrir að greiða erlendar skuldir.
Spænsk stjórnvöld gerðu þau mistök að stíga ekki á bremsuna þegar þegar þeim mátti vera ljóst að bóla var í gangi sem óhjákvæmilega myndi springa einn góðan veðurdag.
Mikil þensla er tími til að stíga á bremsuna, hækka skatta og draga úr framkvæmdum. Þannig verður niðursveiflan miklu grynnri auk Þess sem sjóðir myndast sem hægt er að gripa til til að örva hagkerfið í niðursveiflunni.
Þð er ekki hægt að bera saman Ísland fyrir hrun við ríkið sem skulda mikið erlendis enda skuldaði íslenska ríkið nánast ekkert fyrir hrun. Auk þess minnkuðu skuldir þjóðarbúsins um 7000 milljarða við hrun bankanna.
Það er auðvelt að kenna evrunni um allt sem aflaga fer í evruríkjum þó að ástæðan sé oftast allt önnur. Það er ekki sanngjarnt að kenna Íslenskri getspá um að vinningshafi stórs lóttóvinnings fór í hundana.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.