Jón Bjarna: ESB-umsókn á krossgötum – þjóðaratkvæði í vor!

Í sumar hafa viðræður um aðildarumsókn staðið í þrjú ár og löngu orðið ljóst hvað í boði er. Eins er löngu tímabært að þjóðin eigi aðkomu  að þessu máli og kveði á um framhaldið. Leggjum framhald aðlögunarinnar að ESB í dóm þjóðarinnar áður en lengra er haldið.

Þetta segir Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í grein í Morgunblaðinu í gær, 4. febrúar, undir fyrirsögninni: Þjóðaratkvæði um ESB samhliða forsetakosningum. Grein Jóns er afar athyglisverð og er hér birt í heild sinni:

„Umsókn Íslands að ESB klýfur þjóðina í tvennt. Hvarvetna eru menn tvístígandi - og þeirri spurningu heyrist oftar kastað upp: hvert er framhaldið? Harkan í umræðunni eykst. Umsóknin hefur komið bæði vinnu Alþingis og stjórnsýslunnar í uppnám. Það er heldur ekki að undra. Margir þeir sem voru hlynntir því að sækja um aðild héldu að hér væri um samningaviðræður að ræða. Þeir héldu í sakleysi sínu að hér gengju tveir fullbærir aðilar til samninga á sjálfstæðum forsendum. Sumir halda enn í þessa óskhyggju og tala um samninga.

Ég virði skoðanir opinberra ESB-sinna sem viðurkenna af heilindum samningaviðræðurnar eins og þær eru: aðlögunarferli. Þeir vilja hraða för okkar eins og kostur er inn í sambandið. Þeir eru ekki í neinu „bjölluati". För annarra er hins vegar heldur verri - þeirra sem tala í vestur en ganga samt í austur þegar ESB-aðild er til umfjöllunar.

Aðlögun en ekki samningar við ESB

Það er mikill misskilningur að hægt sé að leika sér í milliríkjasamningum, að »kíkja hvað sé í pakkanum«. Ríki sem sækir um aðild að Evrópusambandinu fer inn í aðlögunarferli þar sem umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp lög og reglugerðir Evrópusambandsins. Ráðamenn í Brussel gera ráð fyrir að umsóknarríki hafi gert upp hug sinn og vilji inn í félagsskapinn. Evrópusambandið býður ekki upp á neinar óskuldbindandi viðræður. Á vefsíðu ESB sem fjallar um stækkun ESB segir orðrétt:

 „Í fyrsta lagi er mikilvægt að undirstrika það að hugtakið samningaviðræður getur verið misvísandi. Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu - sem fylla 90 þúsund blaðsíður. Um þessar reglur ... verður ekki samið."

[1] „First, it is important to underline that the term „negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules ... are not negotiable." (Sjá:http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/enl-understand_en.pdf).

Verðum að uppfylla kröfur ESB frá fyrsta degi aðildar

Aðildarviðræðurnar felast í því að bera saman lög og regluverk Íslands og ESB og skoða hverju Ísland þarf að breyta í sínu kerfi og stjórnsýslu til að falla að regluverki ESB. Að lokinn rýnivinnu ESB metur það hvernig Ísland er í stakk búið til að gangast undir regluverk og innra skipulag ESB á einstökum sviðum. Það er skilyrði af hálfu ESB að Ísland hafi aðlagað sig að öllu regluverki og kröfum ESB áður en hægt er að ljúka »samningum«. Ísland þarf að geta sýnt fram á að það geti starfað sem fullgildur aðili frá fyrsta degi aðildar. Þess vegna erum við í aðlögunarferli að ESB en ekki í samningaviðræðum.Vissulega tekur aðildin ekki gildi fyrr en Ísland og ríki ESB hafa samþykkt aðildarsamning. Áður en að þeim lokadegi kemur þarf Ísland hins vegar að hafa aðlagað sig að ESB með fullnægjandi hætti að mati ESB-ríkjanna.

Að kaupa sér velvild

ESB er gjafmilt í aðlögunarferlinu. Þegar svokallaðri rýnivinnu er lokið er reynt að leggja mat á hvað það kosti að undirbúa umsóknarríkið fyrir aðild. IPA-styrkir (Instrument for pre-accession assistance) - milljarðar króna, ferðastyrkir og aðlögunarfé - standa umsóknarríkinu til boða til að breytast í ESB-ríki.

Ummæli Ögmundar Jónassonar um að stjórnsýslan og stofnanakerfið íslenska ánetjaðist ESB í gegnum þessa peninga vöktu hörð viðbrögð. En sveltandi stjórnsýslustofnunum er vorkunn og auðvitað eru það stjórnmálamenn sem bera ábyrgðina en ekki embættismenn. Böggull fylgir þó skammrifi því krafist er að veitt skuli umfangsmikil fríðindi gagnvart þessum aðlögunarstyrkjum. Þingsályktunartillaga og lagafrumvarp þessa efnis liggur nú fyrir Alþingi sem felur í sér að sendiboðum ESB, sem eiga að sannfæra þjóðina um ágæti ESB og undirbúa jarðveginn fyrir aðild, eru boðin ómæld skattfríðindi og persónuleg lögvernd.

Umsókn í ESB á krossgötum

Þegar framkvæmdastjórn ESB hefur lokið að rýna í hvern kafla sem hinu svokallaða samningaferli er skipt upp í, en þeir eru 33, gerir hún tillögu til ESB-landanna 27 annað hvort um að Íslendingar séu hæfir til að hefja samninga um kaflann eða þá að okkur er sagt að svo sé ekki og send heim að lesa skilyrði ESB betur. Það gerðist varðandi kafla 22 um byggðastefnu og kafla 11 um landbúnað og dreifbýlisþróun. Geta má þess að (gagn)rýniskýrsla ESB um kafla 13 um sjávarútvegsmál hefur ekki enn litið dagsins ljós, sem væntanlega er vegna innbyrðis ágreinings ESB-landanna um regluverk til næstu framtíðar fyrir þessa lífæð okkar, sjávarútveginn.

Kröfur ESB liggja nú fyrir

Nú er rýnivinnu ESB að mestu lokið þ.e.a.s. samanburði á lagaverki ESB og Íslands, auk tillagna framkvæmdastjórnarinnar til ráðs ESB um hvernig skuli höndla Ísland í einstökum málum. Þrjú ár verða liðin í vor frá því umsóknin var send og orðið ljóst hvað í boði er. »Samningar« sem sumir kalla svo geta þá hafist.

„Samningar" er þó rangnefni því í raun snúast þeir fyrst og fremst um aðlögun okkar að regluverki ESB, hvernig skuli haga röðun og tímasetningu fyrir hvert þrep í aðlöguninni sem verður að hafa átt sér stað áður en viðkomandi kafla af þeim 33 sem um ræðir er lokað.

Hér má minna á að í reynd er það ESB sem tekur ákvörðun um opnun, efnismeðferð og lokun hvers kafla fyrir sig. Allt tal um samningagerð og jafnræði milli aðila við hana er afbökun. Ekki síst þegar það er meginstefna Íslands að ljúka samningagerð hvað sem það kostar til þess eins að geta borið samninginn undir þjóðaratkvæði.

Eins og ítarlega er rakið hér að framan þá er umsókn Íslands að ESB þessa stundina á afdrifaríkum krossgötum. Enn er hægt að snúa við frá því foraði sem við sjáum að við höfum leiðst út í. Að minnsta kosti er hægt að spyrja þjóðina hvort hún vill fara í þá óafturkræfu aðlögun og miklu óvissu sem fram undan er.

Spyrjum þjóðina núna!

Því má spyrja þessara spurninga:

- Viljum við í skugga aðlögunarsamninga við ESB tefja hér eðlilega lagavinnu, uppbyggingu og þróun atvinnulífs og samfélags á sjálfstæðum forsendum?

- Viljum við taka við milljörðum króna frá ESB í aðlögunarstuðning til að það kaupi sér tímabundna velvild landsmanna?

- Viljum við veita þiggjendum þessa erlenda gjafafjár - IPA-styrkjanna - víðtæk skattfríðindi?

- Viljum við leyfa erlendu ríkjasambandi að koma hér upp öflugum upplýsinga- og áróðursmiðstöðvum og verja þar til hundruðum milljóna króna ár hvert?

- Hvaða þýðingu hefur það að stilla upp samningsafstöðu og fara með óskalista til Brussel, þegar við vitum fyrir fram hvaða kröfur ESB setur fyrir því að ljúka samningum?

Kjósum um ESB áður en lengra er haldið

Ég þekki vel þá orðræðu að ekki þýði í aðlögunarferlinu að nefna tollvernd fyrir íslenskan landbúnað. Eigi heldur þýði að nefna bann við innflutningi á hráu kjöti eða jafnvel lifandi dýrum. Krafa ESB stendur um að gjörbylta stoðkerfi íslensks landbúnaðar, að afsala okkur fyrirfram rétti til nýtingar sjávarspendýra. Lýsa yfir að okkur sé ekkert að vanbúnaði að samþykkja að fiskveiðum sé stýrt frá Brussel o.s.frv.

Þessum atriðum virðast áhugamenn um að ljúka samningum hvað sem það kostar tilbúnir að kyngja, þó það brjóti gegn þjóðarhagsmunum, en bæta alltaf við að allt sé í lagi því þjóðin eigi síðasta orðið. Ég treysti þjóðinni til að vera sá öryggishemill sem heldur, þegar ráðandi stjórnmálamenn misstíga sig á ögurstund eins og sem nýleg dæmi sanna. Hins vegar tel ég farsælla og rétt að þjóðin komi fyrr að málum og kveði á um framhaldið.

Rétt er að vekja athygli á að við erum ein af ríkari þjóðum Evrópu. Þess vegna þurfum við að greiða milljarða króna inn til miðstjórnar Evrópusambandsins ef við göngum þar inn.

Samningar okkar við önnur ríki utan ESB verða í uppnámi meðan á aðlögunartímanum stendur, því þeim þarf öllum að segja upp fyrir aðild. Forsætisráðherra sagði nýlega að Íslendingar þyrftu að ákveða á næstu vikum eða mánuðum hvort við tækjum upp evru. Þrír stjórnmálaflokkar hafa lýst sig andvíga aðild. Aðeins einn er fylgjandi. Eðlilegt er á þessum tímamótum að spyrja þjóðina hvort eigi að halda þessu ferli áfram.

Við þekkjum nú vel kröfur ESB. Að óbreyttu fer aðlögun að ESB á fullt og erfitt getur verið að kippa einstökum hlutum aðlögunarsamningsins til baka þó svo samningurinn í heild verði felldur. Leggjum framhald aðlögunarinnar að ESB því í dóm þjóðarinnar áður en lengra er haldið."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

"Alþjóðlegi" flokkur ESB-Bjartar-Evru-framtíðar (ESB er ekki alþjóðlegt samband), ætlar líklega að redda þessu öllu, með því að fría sig frá að taka til heima, í spilltri stjórnsýslunni. Og stefnan er að sækja hjálp frá öðrum fátækari þjóðum við sinni eigin spillingu heima! 

Besta aðferðin við að búa til stjórnmálaflokk, sem flýr skítverkin heima hjá sér, er einmitt að finna fólk sem er alið upp við ofverndun spilltra stjórnmála-stéttarskiptinga-klíku.

Þeir sem hafa vanist því að einhver annar vinni og borgi fyrir brauðið þeirra, eru alveg með það á hreinu, hvernig velta má heimatilbúnum vanda á aðrar manneskjur og þjóðir.

Flóttamanna-aðferð sumra ESB-inngöngusinna, er ekki fær framtíðarleið fyrir alþýðu þessa lands, heldur einungis sérhagsmuna-stéttarskiptingar-leið stjórnmála-spillingar-trúboða. Sanna heildarmyndin er ekki til í hugum svona ESB-tækifærissinna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.2.2012 kl. 11:42

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvorki viljum við ESB né IPA styrki þeirra. Þetta eru lanslög og þetta eru lög sameineiðuþjóðanna um sendiráð í ríkjum landa. Heiti er og allt sagt í grein 55. Ég er búinn að kæra þetta til Umboðsmanns Alþingis og mun ekki skilja ef þetta verður ekki stoppað. Upplýsingaþjónusta bandaríkja varð að loka út af þessum lögum hér áður fyrr.

Vienna Convention on Consular Relations

1963

 

 

http://untreaty.un.org/ilc/texts/instruments/english/conventions/9_1_1961.pdf

 

http://untreaty.un.org/ilc/texts/instruments/english/conventions/9_2_1963.pdf

 

 

Article 55

Respect for the laws and regulations of the receiving State

 

1.Without prejudice to their privileges and immunities, it is the duty of all persons enjoying such

privileges and immunities to respect the laws and regulations of the receiving State. They also have a

duty not to interfere in the internal affairs of the State.

 

2.The consular premises shall not be used in any manner incompatible with the exercise of

consular functions.

 

3.The provisions of paragraph 2 of this article shall not exclude the possibility of offices of other

institutions or agencies being installed in part of the building in which the consular premises are

situated, provided that the premises assigned to them are separate from those used by the consular post.

In that event, the said offices shall not, for the purposes of the present Convention, be considered to

form part of the consular premises.

en Vienna Consuar convention frá 1963,

Valdimar Samúelsson, 5.2.2012 kl. 17:26

3 identicon

Burt með Jón Bjarna og Ögmund leiðilega.....þetta pakk er að koma okkur afturí góðu árinn 1754 eða svo.

Það er ekki hægt að passa uppá allt þangað til að ekkert er til staðar.

VG - Viltum Grösum 

Þorsteinn Halldórsson (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 19:44

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

KVA kver er tessi torsteinn.

Valdimar Samúelsson, 5.2.2012 kl. 21:19

5 identicon

Örvæntingin hjá órólegum Vinstri grænum hefur nú náð nýjum hæðum.

Ögmundur krafðist þess nýlega að kosið yrði strax um ESB-aðild og nú er Jón Bjarnason genginn í lið með honum. Eru þessir menn ekki með öllum mjalla?

Ástæðan er að um ekkert sé að semja því að allt er klippt og skorið í ESB og engar varanlegar undantekningar veittar þar.

Önnur ástæða er að þetta séu aðlögunarviðræður og því ekki seinna vænna að slíta þeim meðan við enn eigum undankomuleið.

Að ráðherra og fyrrum ráðherra sýni af sér aðra eins fáfræði er einfaldlega skandall. Þetta eru óhæfir menn sem ættu tafarlaust að segja af sér ráðherradómi og þingmennsku.

Það er að vísu rétt að engar varanlegar undantekningar eru veittar i ESB. Að sjalfsögðu ekki því að slíkt fordæmi myndi fljótt leiða ESB út í algjörar ógöngur.

Hins vegar er samið um sérlausnir (special arrangements) ef aðstæður bjóða upp á það. Þær gilda einnig fyrir aðrar þjóðir sem búa við sömu aðstæður og verða því hluti af lögum og reglum ESB.

Þetta aðlögunarviðræðuhjal Jóns Bjarnasonar endurspeglar kostulega paranoju. Ég sé hann fyrir mér í öngum sínum að reyna í mikilli örvæntingu  að losna undan skefilegu aðlögunarskrímslinu áður en það gleypir hann með húð og hár ásamt þjóðinni svo að ekki verði aftur snúið.

Eins og allir vita er það þjóðin sem ákveður í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort Ísland gengur í ESB. Jón Bjarnason virðist því vera illa haldinn af alvarlegu tilfelli af vænisýki.   

Að sjálfsögðu er fráleitt að kjósa um aðild fyrr en þessar sérlausnir liggja fyrir. Ögmundur og Jón Bjarnason verða einfaldlega að búa við það hlutskipti að sérlausnir kunni að falla svo vel í kramið hjá þjóðinni að hún láti skynsemina ráða og kjósi aðild. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 23:23

6 identicon

Valdimar, þetta er allt á misskilningi byggt hjá þér.

Misskilningurinn felst í því að þú lítur á ESB sem ríki sem er að lokka Ísland til sín með mútum. ESB er ekki ríki. Þegar tveir aðilar, í þessi tilfelli ESB og Ísland, taka þátt í kostnaðarsömum samningum til hagsbóta fyrir báða aðila er eðlilegt að kostnaðinum sé skipt á milli þeirra.

Þannig hefur þetta verið lengi í samningum ESB við aðrar þjóðir ef ekki alveg frá upphafi. Erindi þitt hjá Umboðsmanni Alþingis mun því ekki bera neinn árangur.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 5.2.2012 kl. 23:38

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ásmundur.  Er þetta ekki allt saman einhver misskilningur hjá þér? Hvort af ESB-bandalögunum (af kannski tveimur, eða fleirum) ert þú og þínir skoðanabræður að ganga í? Hvort sambandið er traustara, af tilvonandi  ESB-samböndunum? Ertu ekki með stefnuna þeirra á hreinu, vegna "stöðugleika" ESB-Evrunnar, seðlabanka Evrópu og allt þetta "trygga", og kostnaðarlausa í ESB?

Eigum við svo ekki að láta umboðsmann alþingis sjálfan ákveða hvað hann gerir í kærumálum, eða ert þú með uppskriftina að því hvernig hann afgreiðir kærur? Ekki höfum við geðþótta-ákvörðunarvald til að ákveða fyrir hann, hvernig hann afgreiðir málin? Væri það ekki mjög óeðlilegt, og fyrir utan lög og siðferðismörk siðaðra ríkja, að einhver pólitísk áróðursklíka gæti stjórnað umboðsmanni alþingis?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.2.2012 kl. 01:00

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Valdimar. IPA styrki frá ESB, til að borga skaðann af Frönskum ESB-gæðavottuðum stórhættulegum iðnaðar-sílikonbrjóstapúðum í konum á Íslandi?

Eiga ESB-IPA-styrkirnir kannski að vera skaðabætur, vegna mistaka frá brenglaðri ESB-stjórnsýslu, sem ekki stenst gæðavottun?

Þetta er svo mikið rugl og þvæla allt saman. Og lögbrot eru víst ekki vandamálið, þegar kemur að pólitískum áróðurs-meisturum ESB-sambandsins/sambandanna.

Þeir þurfa víst að fara að lesa sig til um staðreyndirnar og mótsagnirnar, sem ekki sjá hvernig allt stangast á við lögin og raunveruleikann í þessum ESB-áróðri!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.2.2012 kl. 01:30

9 identicon

Anna Sigríður, það er aðeins til eitt ESB.

En innan sambandsins ríkir lýðræði svo að þjóðir geta myndað hópa eftir mismunandi áherslum á ákveðnum sviðum.

Ertu á móti lýðræðinu í ESB?

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 09:05

10 identicon

Ásmundur vælir eins og stunginn grís, en segir síðan:

"Það er að vísu rétt að engar varanlegar undantekningar eru veittar i ESB."

...en samt líka: " Þegar tveir aðilar, í þessi tilfelli ESB og Ísland, taka þátt í ... samningum ...."

Ásmundur, plís hættu að opinbera eigin skammsýni og heimsku. Það er niðurdrepandi að vita til þess að það séu til einstaklingar eins og þú.

George Orwell orðaði þetta reyndar ágætlega, og kallaði það "Doublethink."

"Doublethink means the power of holding two contradictory beliefs in one´s mind simultaneously, and accepting both of them"

....þarft samt að vera heimskingi, svona Ásmundur-týpa.

Auk þess legg ég til að Ásmundi sé hent út af þessari vefsíðu og bannaður. Maðurinn er greinilega illa haldinn, og of heimskur/heilaþveginn fyrir vitibornar umræður.

palli (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 13:16

11 Smámynd: Elle_

Blekkingarmennirnir koma alltaf upp um sig inn í milli.  Eins og með ´sameiginlega fullveldið´ og þarna með ´engar varanlegar undantekningar veittar´.  Við erum nefnilega ekki í neinum samningum heldur einhliða yfirtökuviðræðum þar sem ein hliðin ræður öllu.  Við munum missa fullveldið ef við látum blekkingarmenn ráða.

Elle_, 6.2.2012 kl. 15:10

12 Smámynd: Björn Emilsson

Það lítur helst út fyrir að Ásmundur Harðarson og hans líkar, asamt hækjunum Besta Flokknum, og Bjartri Framtíð komi til með að valda úrslitum að Landráðamenn nái markmiði sínu að innlima Island í Stór Þýskaland. Hvar er nú samstaðan og samtökin sem forðaði oss fra Icesave farginu. Tuð á bloggheimum er eins og að skvetta vatni á gæs. Aðgerða er þörf, og það nú.

Björn Emilsson, 6.2.2012 kl. 21:47

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Bjarni hvað eg er innilega sammala þer,skoðanasystkin eru með yfirburða malflutning gegn Harðarsyni,ekki er lengur hægt að una þessari vileysu. byrjum sem fyrst.

Helga Kristjánsdóttir, 6.2.2012 kl. 22:26

14 identicon

Afneitun og blekkingar andstæðinga ESB-aðildar eru með ólíkindum.

Menn tala um Stór-Þýskaland þó að öllum sem eitthvað þekkja til sé ljóst að engin þjóð eða þjóðir geta náð yfirhöndinni í ESB vegna þess hvernig það er byggt upp. Þetta er vænisýki. 

Gott dæmi um afneitunina er Icesave. Það liggur fyrir að greiðslur vegna Icesave væru í algjöru lágmarki ef samningurinn hefði verið samþykktur.

Á hinn bóginn er veruleg hætta á að við þurfum að greiða margfalt meira vegna þess að honum var hafnað. Samt talar Björn Emilsson um samstöðuna sem forðaði okkur frá Icesave! Ótrúlegt rugl!

Alræmdustu andstæðingar ESB-aðildar báru það út í haust að þá þegar væru gjaldfallnar á ríkið 100 milljarðar í óafturkræfa vexti vegna Iceasave. Fróðlegt væri að sjá þá gera betur grein fyrir þessari upphæð.

Aðeins örfáir milljarðar hefðu verið verið fallnir á ríkið í fyrra og innan við 20 milljarðar í ár ef öll upphæðin væri enn  ógreidd af hálfu þrotabús Landsbabkans 

Upphæðin er þó lægri vegna þess að þegar er búið að greiða 1/3 af höfuðstólnum og væntanlega verður 1/3 greiddur mjög fljótlega. Nú er verið að skoða tilboð í Iceland Foods.

Andstæðingarnir tala af miklum tilfinningaþunga um fullveldisafsal við ESB-aðild.

Ég hef nokkrum sinnum bent á að þvert á móti fylgi EES-samningnum meira fullveldisafsal svo að við myndum endurheimta hluta fullveldisins með ESB-aðild. Norsk sérfræðinganefnd hefur komist að sömu niðurstöðu.    

Vanmáttarkennd og paranoja fyrir hönd Íslands einkennir skrif andstæðinganna. Þeir líta svo á að Ísland verði áhrifalaust í ESB eitt á móti öllum hinum þjóðunum sem þeir virðast telja að sé eitt stórt skrímsli. 

Hugmyndir þeirra eru fáránlegar. Þær minna á þegar bændur mótmæltu símanum af hræðslu við að kýrnar myndu hætta að mjólka.

ESB kosningin mun snúast um hvort skynsemi og umhyggja fyrir komandi kynslóðum fái að ráða í stað afturhalds og fáfræði sem leiðir óhjákvæmilega til lífskjaraskerðingar og einangrunar.

Þetta er auðvitað að því tilskyldu að viðunandi samningar náist sem ég tel víst að verði.

Aðildarsinnar þurfa að fara að bretta upp ermarnar til að afhjúpa blekkingaráróðurinn. Þá trúi ég að sigurinn verði auðunninn.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 08:47

15 identicon

Ásmundur:

"Andstæðingarnir tala af miklum tilfinningaþunga um fullveldisafsal við ESB-aðild.

Ég hef nokkrum sinnum bent á að þvert á móti fylgi EES-samningnum meira fullveldisafsal svo að við myndum endurheimta hluta fullveldisins með ESB-aðild. Norsk sérfræðinganefnd hefur komist að sömu niðurstöðu. "

...Ó, sorry, þú ert búinn að benda á þetta. Nújá. Þá er allt gott og blessað. Döhhh...

Hversu óendanlega heimskt heldurðu eiginlega að fólk sé?? Ég trúi því ekki að einu sinni þú sjálfur trúir þessu í raun og veru. Þetta er það hrikalega heimskt.

..en sýnir að það er fokið í öll skjól hjá esbingum. Sorglega hlæilegt lið.

PS- já, norska sérfræðinganefndin? Eiríkur Bergmann og aðrir trúðar. Aldeilis sérfræðingarnir!

"Aðildarsinnar þurfa að fara að bretta upp ermarnar til að afhjúpa blekkingaráróðurinn. Þá trúi ég að sigurinn verði auðunninn."

...þú þarft nú bara að finna réttu geðlyfin og reyna svo að skrúfa hausinn á þér úr eigin görn.

palli (IP-tala skráð) 7.2.2012 kl. 15:00

16 Smámynd: Elle_

- - - Á hinn bóginn er veruleg hætta á að við þurfum að greiða margfalt meira vegna þess að honum var hafnað. Samt talar Björn Emilsson um samstöðuna sem forðaði okkur frá Icesave! Ótrúlegt rugl! - - -

JÁ, ÓTRÚLEGT RUGL.

Við borgum ekki kúgunarsamning Jóhönnu og co. þó þið verðið helblá í framan. 

Elle_, 7.2.2012 kl. 15:49

17 Smámynd: Björn Emilsson

Já Ásmundur Harðarson, Þrátt fyrir alla blessunina sem ESB yrði fyrir land og þjóð sem þú dásamar svo mjög, efastu að svo verði, eins og þú segir,

Þetta er auðvitað að því tilskyldu að viðunandi samningar náist sem ég tel víst að verði.

Væri ekki nær að gefa gamla góða Fróni kost á að njóta fullveldisins áfram, sem barist var fyrir í þúsund ár.

Björn Emilsson, 7.2.2012 kl. 20:26

18 Smámynd: Elle_

Engir samningar verða þar sem einn ræður öllu.

Elle_, 7.2.2012 kl. 22:22

19 identicon

Afneitun, vanmáttarkennd og vænisýki andstæðinga ESB-aðildar er hér í algleymingi.

Forherðingin er svo mikil að margítrekaðar tilvísanir í sannanir gegn ranghugmyndum þeirra haggar þeim ekki.

Allt eru þetta sterkar vísbendingar um að málstaður þeirra er byggður á sandi og þolir enga skoðun. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 00:03

20 Smámynd: Elle_

Já, ekkert nema ´afturhald´ og ´einangrun´ og ´paranoja´.  Og ´ranghugmyndir´ mega ekki gleymast.   Og enn síður ´vanmáttarkenndin´ og ´vænisýkin´.   Vantar ekki ´moldarkofana´ og ´útlendingaphóbíuna´ og ´rembu´ og ´ofstækis-þjóðernis-öfga - - -´ guð einn veit??  Voru menn að tala um ofstæki og öfgar???  

Elle_, 8.2.2012 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband